Morgunblaðið - 06.09.1987, Page 5

Morgunblaðið - 06.09.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 5 Edda S. Björnsdótt- ir augnlæknir látin EDDA Sigrún Björnsdóttir, augnlæknir, andaðist á Landa- kotsspitala í gær, 5. september. Hún var fimmtiu ára gömul, fædd 1.12. 1936. Edda lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955, þá 18 ára gömul. Hún hóf nám í læknisfræði við Háskóla ís- lands, en hvarf frá námi um tima og flutti með eiginmanni sínum, Leifi Bjömssjmi lækni, til Banda- ríkjanna. Þau skildu. Edda hóf aftur nám í læknisfræði við Háskóla ís- lands árið 1964 og lauk því árið 1970. Síðan stundaði hún fram- haldsnám í augnlækningum í Bretlandi. Eftir að hún lauk námi hefur hún starfað sem augnlæknir á Landakotsspítala og rak jafn- framt eigin læknastofu fram á síðasta dag. Edda Sigrún Bjömsdóttir lætur eftir sig þijú böm, Áma, Bjöm og Helgu Leifsböm, sem öll em búsett í Reykjavík. VSÍ og VMSÍ: Fyrsti fundurinn á þriðjudaginn FYRSTI samningafundur Vinnu- veitendasambands íslands og Verkamannasambands íslands um nýja kjarasamninga hefur verið ákveðinn á þriðjudaginn kemur. Formannaráðstefna Verkamannasambandsins verður haldin i dag, sunnudag og verður þar lögð síðasta hönd á endan- lega kröfugerð sambandsins í þessum samningum. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamánnasambands Islands, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að lagt yrði fyrir formanna- ráðstefnuna, sameiginlegt álit nefndar, sem unnið hefði að undir- búningi kröfugerðarinnar. Hann sagði kröfumar allnokkrar, enda gæti mikillar óánægju með kjörin, sérstaklega á meðal fiskvinnslu- fólks. \/CDHI niM’Q7 Á sýningunni VERÖLDIN ‘87 hefur Hólmfríður Karlsdóttir innréttað 200 fermetra draumaíbúð að eigin smekk. Valið innréttingar, húsmuni, liti og efni. Þetta erforvitnileg og falleg íbúð smekklegrarnútímakonu. Hérer allt sem tilheyrir einu heimili. - Jafnvel bíllinn á sínum stað í bílskýlinu. SJÁIÐ DRAUMAÍBÚÐ HÓFÍAR Hún verður sjálf á staðnum á virkum dögum milli klukkan 18 og 20. Um helgar milli 15 og 17 og aftur milli 20 og21. | STÓRSÝNING S FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA Opið: Virka daga frá kl. 16-23. Um helgar frá kl. 13-23. Aðgöngumiðasölu hætt alla daga kl. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.