Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 9 HUGVEKJA ORÐIÐ eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON „í upphafí var orðið" þannig hefst Jóhannesarguðspjall og seg- ir með því frá sköpuninni. Þegar við tölum framkvæmum við brot af þessari miklu sköpun, að breyta hinu ósýnilega til hins sýnilega, breyta hugsun okkar, sem við ein þekkjum, til orða, sem aðrir nema og heyra. Af orðum okkar erum við dæmd, réttlætt eða sakfelld, því orðin geta verið sönn eða ósönn. Sköpun okkar frá hugsun- inni getur verið sett fram á svo margvíslegan hátt, f fljótfæmi eða af varúð, í reiði eða í gleði, af klókindum eða í hreinskilni, upp- hugsuð lygi eða sannleikur. Eg ræð einn yfír hugsun minni og hvemig ég breyti henni til orða, sem eru af öðmm heyrð eða lesin. Eins er með þig sem þessar línur lest. Þú einn ræður yfír hugsun þinni og þeirri miklu sköpun, þeg- ar þú breytir hugsuninni í orð. Ég orða þetta svona sterkt vegna þess að það skiptir svo miklu máli hvemig við orðum hugsun okkar, hvemig við komum fram við þann sem næst okkur stendur með orðum okkar og eins er um þann sem fjær er. Lífíð heima, sem er okkur svo mikilvægt, byggist svo mikið á þessu í ein- faldleik sínum. Að orða hugsun sína. Segja frá kærleikanum, sem býr manni í bijósti setja frá ást- inni, sem ræður svo miklu, er svo sterkt afl og mótar dagfar, segja frá þakklæti, tala um gleðina og sorgina. Heimilislíf okkar byggist á þessum tjáskiptum. Við megum ekki álykta að maki eða böm eða náinn vinur þekki eða lesi hugsun okkar og við megum ekki heldur halda að keyptar gjafír komi í stað þessara orða. Ekkert getur komið í stað þeirra. Hlý og sönn orð sem höfða til vináttu, um- hyggju, kærleika eða ástar, eru alltaf eins og vökvun. Þau næra og byggja upp það sem okkur er svo mikilvægt, að eiga aðra að og verða ekki ein í svo stórum og köldum heimi efnishyggjunnar. Einar Benediktsson orðar þetta á svo áhrifamikinn hátt í kvæði sínu: Einræður Starkaðar, eink- um í þessu erindi: „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka.“ Þetta reynum við öll með einum eða öðmm hætti. Þó eigum við alltaf þann möguleika að byggja okkur brú á ný með sönnum og wm 12. sd. e. Trin. Mt. 12; 31.-37. hlýjum orðum. Biðja fyrirgefning- ar ef við finnum til þess svíða og sársauka sem samvizkubiti fylgir, þegar við fínnum og vitum að við höfum sagt of mikið, ásakað að ósekju eða sagt ósatt, strítt eða ýkt og vakið reiði, sársauka eða afbiýðisemi. í orðum Heilagrar ritningar segir: „Því að af gnægð hjartans mælir munnurinn. Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði, og vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði. En ég segi yður: Sérhvert ónytjuorð, það er menn- imir mæla, fyrir það skulu þeir á dómsdegi reikning lúka; því af orðum þínum muntu verða rétt- lættur, og af orðum þínum muntu verða sakfelldur." Það er hann, Drottinn, Jesús Kristur, sem svo mælir. Hann sem var sköpun Guðs, orð Guðs. Hann sem kemur alltaf til okkar ef við gefum honum hugsun okkar og orð, ef við leyfum honum að vera með í bæn okkar, fyrirbæn fyrir öðmm og bæninni að leiða til betri vegar, mýkja sársaukann og sorgina sem á vegi okkar alira verður. Það er hann, Drottinn Jesús Kristur, sem getur komið inn í líf okkar þannig að við reynum að tala af gnægð hans, reynum að koma fram við aðra eins og við óskum eftir að komið sé fram við okkur og reynum að elska náung- ann. Þetta að reyna er lífíð sjálft f sínum margbreytilegustu mynd- um og ef við ræktum með okkur þessa viðleitni, þá emm við aldrei ein. Hann er hjá okkur og við fínn- um gnægð af hans nálægð, og þá reynum við að bera gott fram úr góðum sjóði. Þetta er hin mikla alvara hverr- ar stundar sem okkur er gefín, því af orðum þfnum muntu verða réttlættur og af orðum þínum muntu verða sakfelldur. Gengi: 4. september 1987: Kjarabréf 2,272 - Tekjubréf 1,235 - Markbréf 1,135 - Fjölþjóðabréf 1,060 NÝJUNG í PENINGAMÁLUM Nú getur þú einnig ávaxtað fé þitt í KRINGLUNNI. Um leið og þú gerir innkaup þín í Kringlunni getum við aðstoð- að þig við að ávaxta fé þitt á hagkvæman hátt. Við leggjum áherslu á persónulega ráðgjöf. Allir geta verið með. Pú getur byrjað með smáar upphæðir jafnt sem stórar. Mögu- leikarnir eru margir s.s. Kjarabréf, Tekjubréf, Markbréf, Fjölþjóða- bréf, Fjármálareikningur og Frjálsi lífeyrissjóðurinn. Hjá okkur færð þú einnig alla Eurocard kreditkortaþjónustu, sem þú óskar. Við starfsfólk Fjárfestingarfélagsins í Kringlunni erum ávallt reiðubúin að aðstoða þig. Lína G. Atladóttir FJÁRFESriNCARFÉlAGIÐ Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Sigrún Ólafsdóttir Stefán Jóhannsson Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.