Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 Kaana úralþingis- hátíðarstellinu 1930 með bláa fán- anum ogfálka- myndinni til hægri. Til vinstri ersúkkulaði- kanna, sem skenkt var úr í brúðkaupi tengdaforeldra Jónu Kristínar um aldamótin, en það vargjöf úrbúi móðurafa og ömmu Vigdísar forseta. egar hjónin Magnús G. Jónsson, dósent í frönsku og yfirkennari við MR, og Jóna Kristín Magnúsdóttir keyptu helminginn af þessu húsi árið 1950 var þessi vakn- ing fyrir varðveislu eldri húsanna ekki í tísku. Enda íslendingar nýrík- ir úr stríðinu. Margir láðu þeim að vera að kaupa það, að því er JÓna Kristín segir. Hún hafði ung kynnst gomlum húsum, fyrst sem bam hjá Sólveigu móðursystur sinni og hús- freyju í Nesstofu á Seltjamamesi, þar sem Dýrleif Jónsdóttir amma hennar dvaldi, og svo hjá fólki sínu í Borgarfirðinum og tók ástfóstri við þau svo að hún hefur nær alla æfi kosið sér slíkan bústað. Móðursystir Magnúsar, Sesselja Sigurðardóttir kaupkona í Snót, átti hinn helming- inn af þessu húsi og þar hafði faðir hans, Jon Magnússon, bóndi í Krísuvík og síðar fasteignasali, leigt um sinn ásamt dætrum sínum og dáið þar níræður að aldri. Þau hjón- in tóku strax að endumýja húsið, sem var farið að láta á sjá, og fluttu ekki í það fym en 1951. Það var Armann Armannsson, bygginarmeistari, sem hafði sérhæft sig í endurbyggingu gamalla húsa, sem gerði upp húsið og endumýjaði m.a. útskurðinn. Eftir það sá svili hans Böðvar Bjamason og mágur Jonu Kristínar um allt viðhald á húsinu, og sonur hans Bjami Böð- varsson, byggingameistari sér nú um endumýjunina og hefur líka sér- hæft sig í slíku. Þá hafa þau fengið ábendingar frá Leifi Blumenstein og Herði Agústssyni, listmálara, sem hafa fylgst með verkinu. En víkjum aftur að uppruna þessa húss, Tjamargötu 40, sem var byggt 1908, þegar embættismenn voru upp úr aldamótum að reisa sín fallegu timburhús við Ijömina. Það var Thorvald Krabbe, landsverkfræðing- ur og seinna vita- og hafnarmála- stjóri og kona hans Margrethe sem létu byggja það og urðu fyrstu íbú- amir. Var þetta syðsta húsið við 'Ijamargötuna. Fyrir austan það tóku við melar og Skothúsið, en Melkot var næsta hús fyrir neðan. Var húsið þá þegar málað rautt með hvítum gluggum og mun ásamt bisk- upshúsinu við Tjamargötu 26 vera fyrsta rauða húsið i ’oænum. Húsið var hið vandaðasta frá upp- hafi. í viðtali við Helgu Krabbe, dóttur þeirra hjóna í Lesbók Morg- unblaðsins fyrir nokkmm ámm, tekur hún fram að vatnspípur hafi verið í húsinu frá upphafi, en ekki teknar í notkun fyiT en árið eftir er vatni var veitt úr Gvendarbmnn- um og vatnsveita tekin í notkun í bænum. Þangað til var notað vatn úr bmnni sem faðir hennar lét gera undir húsinu og enn er þar. Sagði Jóna Kristín, sem er mjög fróð um sögu þessa húss, að bmnnurinn hefði verið fylltur með gijóti og yfir hann látinn skrúfaður hlemmur eftir að þau Magnús komu i húsið, enda betra að byrgja bmnnin áður en bömin dyttu ofan í hann. Með vatn- sveitunni var fengið vatnsklósett, en þangað til hafði verið útikamar að húsabaki. Jónu Kristínu hittum við úti í garðinum einn góðviðrisdaginn í sumar og gáfum okkur á tal við hana um húsið og garðinn. Hún var þá að hlú að gömlu tijánum, sem ekki hefur í sumar verið hægt að komast almennilega að vegna vinnu- palla og viðgerða á húsinu. Garður- inn er jafngamall húsinu og sum trén sem þar em enn frá tíð Krabbe- fjölskyldunnar. Benti Jóna Kristín okkur á þijú rósatré, sem á hveiju sumri blómstra og bera hvítar og rauðar rósir. í hominu vestan við húsið stendur gamall heggur frá sama tíma og nær enn að blómstra stómm hvítum blómum. Jona Kristfn sagði að garðurinn hafí alltaf frá því hún kom í húsið 1951 verið henn- ar stóra áhugamál. Magnús Niels- son, sem vann m.a. að skógrækt hjá Hermanni Jónassyni ráðherra og Húsið við Tjarnargötu 40 er nú að koma nýuppgert und- an vinnupöllunum og verður bráðum rautt aftur, eins og það var upphaflega. Síðan það var byggt 1908 hefur útliti í engu verið breytt. Upsir prýða útskomar rósettur, sem alltaf hafa verið endumýjað- ar, en listarnir á milli em ekki eins og ætla mætti úr tré heldur úr bárujárni, sem svo hugvitsam- lega er notað. nágranna þeirra, hjálpaði henni að gróðursetja hin trén öll fyrir 30 ámm. Næsti nágranni í Tjamargötu 38, Sigurgísli verslunarmaður hjá Siemsen, gaf þeim m.a. stóra álminn í homi garðsins. Fyrmm kvaðst hún hafa verið með mikið af blómum í garðinum hvert sumar, m.a. í stein- beðum, en það væri nú orðið minna. Eftir að hafa stansað í garðinum hjá Jónu Kristínu við nýviðgert hú- sið, var forvitnin vakin og við fengum að koma inn með henni og þiggja kaffi úr einum af þessum gömlu fallegu könnum hennar, sem em hreinustu fomgripir. Þau Magn- ús búa á efri hæðinni og risinu. Við rekum strax augun í rósettuna kring um loftljósið í einni stofunni. Á dög- um Krabbefjölskyldunnar var fyrst / hverju herbergi í þessu gamla húsi em lofttúður með spjöldum úr skrautlegu bronsi, sem halda uávallt fersku lofti inni. Engin gerfiloftræsting þar. notuð steinolía til ljósa og hangir steinolíulampi frá heimili Jónu Kristínar enn sem minjagripur í eld- Borgaprjði Í80ár Texti: Elín Pálmadóttir Myndir: Bjarni Áhugi á að halda við gömlum húsum hefur verið mjög vaxandi á undanförnum árum. Hvert gamla húsið á fætur öðru fær endurnýjuð klæði. Gömul upp- dubbuð hús setja þannig sitt svipmót á bæina, Akureyri, ísa- fjörð, Stykkishólm, Hafnarfjörð, Eskifjörð o. fl. í Reykjavík vekur mesta athygli að Gijótaþorpið, upphaf byggðar í Reykjavík, hef- ur nú tekið stakkaskiptum og orðin mikil borgarprýði í mið ' bænum. En í borginni eru líka slík gömul og reisuleg hús, sem í áratugi hafa glatt augu vegfa- renda, ávallt falleg og vel við haldin. Eitt þeirra er rauða húsið með hvítu útskornu upsunum og hvítmáluðu gluggunum á horni Tjarnargötu og Skothúsvegar. Slikt gerist ekki af sjálfu sér, heldur fyrir alúð og umhyggju þeirra sem þar búa. Nú er þetta reisulega hús að koma með nýrri klæðningu og viðgerðum tré- skurði undan vinnupöllum og bíður þess að verða rautt aftur. Víkur ekki fremur en fyrr frá uppruna sínum. Það er í rauninni ekki síður í frásögur færandi en þegar bjargað er á elleftu stundu því því sem illa er farið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.