Morgunblaðið - 06.09.1987, Page 36

Morgunblaðið - 06.09.1987, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 Trölli sökk TRÖLLI, sem er dýpkunarskip Búrfellsvirkjunar, sökk í Þóris- vatn aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Mjög hvasst var þá ^við vatnið og fengu menn í landi ekki við neitt ráðið. Enginn var um borð i skipinu þegar óhappið varð. Skipið hefur undanfarið unnið í Þórisvatn að dýpkun á skurði milli Þórisvatns og niður að lokum Búrfellsvirkjun- ar. Síðari hluta mánudags gerði slæmt veður og fór það versnandi um nóttina. Hvöss norð-austanátt var, sem síðan snerist í norðanátt. Þá blés eftir vatninu endilöngu og risu háar öldur. „Það mældust um 8-9 vindstig við Búrfellsvirkjun, en þama upp frá er líklegt að hafi verið enn hvassara, en Þórisvatn er í um 580 metra hæð yfir sjávar- máli," sagði Helgi Arason, fulltrúi stöðvarstjóra Búrfellsvirkjunar. „Við sáum lítið út á vatnið um nótt- ina, en gerðum okkur þó grein fyrir að skipið væri að sökkva. Þegar rofaði aðeins til að milli verstu vind- hviðanna sáum við móta fyrir skipinu og virtist þá helst sem það hefði reist sig. Síðan fóru öll ljós af skipinu og hefur það þá verið að fara niður." Lítið hefur lygnt við Þórisvatn síðan skipið sökk og því hefur ekki verið hægt að gera tilraunir til að ná Trölla upp. „Við erum með lítið hjálparskip, Nökkva, en það er ekki ráðlegt að fara á því út á vatnið á meðan ekki lægir,“sagði Helgi. „Utan á Trölla eru tankar, sem eru boltaðir við skipið og eru þeir oft- ast hálffullir af sjó til að haldá m sr Z' s^#s(l Njótið lífsins og reynið splunkunýjan og ferskan sérrétta- seðil auk fjölda annarra úrvals málsverða. Víkingaskipið er á sínum stað hlaðið alskyns grænmeti og brauðum. Rómantískt og huggulegt kvöld í Blómasal - ánægjunnar vegna. m HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL ballans á skipinu. Við ætlum að reyna að dæla lofti í tankana og fá skipið til að lyfta sér aðeins. Þá gætum við hugsanlega dregið það á grynnra vatn. Þetta óhapp breyt- ir engu um framkvæmdir, því skipið var sem næst búið að gera það sem gera átti í haust. Vonandi verður Trölli kominn í notkun aftur næsta sumar, þegar við ætlum að halda áfram." Dýpkunarskipið Trölli hefur verið notað við Búrfellsvirkjun síðastliðin 13 ár. Fyrst var skipið með díselvél- ar, en hefur undanfarin ár gengið fyrir rafmagni úr landi. Helgi Ara- son sagðist ekki vita hvað slíkt skip kostaði núna, en það er bókað hjá virkjuninni á 20 milljónir. Útvarpsf élagið Rót hf Hlutafjár- útboð á hlustunar- svæðinu STJÓRN Útvarpsfélagsins Rót hf. hefur ákeðið að efna til hluta- fjárútboðs að andvirði 3,5 til 4,5 milljónir króna. Leitað verður til sem flestra einstaklinga og fé- lagasamtaka á fyrirhuguðu útsendingarsvæði um hlutafjár- kaup. Hafa um 250 félagasam- tökum verið send fundarboð á kynningarfund sem haldinn verður í samkomusal Sóknarr Skipholti 50A, miðvikudaginn 9. september kl. 20:30. I júlímánuði síðastliðnum stofn- uðu 30 manns, sem starfað hafa í hinum ýmsu áhuga- og hagsmuna- samtökum, með sér Útvarpsfélagið Rót hf. Tilgangurinn er að koma á fót grasrótarútvarpi, sem senda á út á Faxaflóasvæðinu. Markmiðið er ekki að afla hagnaðar heldur skapa vettvang fyrir þjóðfélagslega og menningarlega umræðu. Mun útvarpið leggja sérstaka rækt við umræðu um: Mannréttindamál, þjóðfrelsismál, velferðarmál, verka- lýðsmál, umhverfismál, menningar- mál, friðarmál, kvenfrelsismál, og uppeldis- og menntamál. Meginhluti dagskrárgerðar hjá útvarpsstöðinni verður í höndum þeirra einstaklinga og samtaka, sem áhuga hafa á að notfæra sér þá aðstöðu sem hún hefur upp á að bjóða. Þegar stöðinni vex fiskur um hiygg, verða einnig dagskrárlið- ir í hennar nafni, svo sem frétta- þjónusta í tengslum við óháðar erlendar fréttastofur. (Úr fréttatilkjmningu.) JL/esió af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.