Morgunblaðið - 06.09.1987, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987
' 48
atvínna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Matreiðslumaður
Óskum eftir matreiðslumanni og stúlkum í
sal í vakta- og helgidagavinnu.
Upplýsingar í síma 23433.
Bókari
Öflugt þjónustufyrirtæki vill ráða bókara með
starfsreynslu til að annast vandasamt fjár-
hagsbókhald. Hluti starfsins felst í aðstoð
við aðrar deildir.
í boði er krefjandi starf í notalegu starfsum-
hverfi miðsvæðis í borginni.
Útflutningur
Traust fyrirtæki sem stundar umboðsvið-
skipti óskar að ráða skrifstofumann til að
annast útflutningspappíra og skýrslugerð því
viðkomandi. Æskilegt er að umsækjendur
hafi verslunarmenntun. Góð vinnuaðstaða
miðsvæðis í Reykjavík.
Ritari
Fyrirtæki, er stundar hönnun og útboð verka,
vill ráða ritara.
Starfið felst í ritvinnslu og frágangi útboðs-
gagna, ásamt almennum skrifstofustörfum.
Góð enskukunnátta og sæmilegt vald á einu
Norðurlandamáli, ásamt vélritunarkunnáttu,
áskilin. í boði er skemmtileg vinna með
hressu fólki á góðum stað í Reykjavík.
Ef þú telur að eitthvert þessara starfa gæti
verið fyrir þig, skaltu leggja inn umsókn til
Ráðgarðs fyrir 12. september.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni.
RÁÐGAREXJR
RÁÐNINGAMIÐLLJN
NÓATÚNI 17,105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688
Skeljungur hf.
Skeljungur hf. óskar að ráða í eftirfarandi
störf:
Bensínafgreiðsla
Bensínafgreiðslustörf í Reykjavík og
Garðabæ. Vaktavinna. Starfsreynsla æskileg.
Bifreiðastjóri
Vöruútkeyrsla, vörumóttaka og almenn lag-
erstörf. Meirapróf æskilegt.
Verkamaður
Almenn verkamannastörf í olíustöðinni í
Skerjafirði, ásamt aðstoð á smurolíuíager.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í móttök-
unni á 5. hæð á Suðurlandsbraut 4.
Nánari upplýsingar veittar í síma 687800.
VINNUEFTIRUT RlKISINS
SÍOumúla 13, 105 Reykiavik, Simi 82970
Efnafræðingur
Óskað er eftir efnafræðingi eða starfsmanni
með sambærilega menntun til að annast
mælingar á mengun o.fl. á vinnustöðum um
land allt. Fjölbreytileg og áhugaverð verkefni.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi fái sérstaka
starfsþjálfun á vegum stofnunarinnar.
Umsóknum með ítarlegum upplýsingum um
menntunn og fyrri störf skilist til Vinnueftir-
lits ríkisins fyrir 4. október nk. Nánari
upplýsingar veitir Víðir Kristjánsson í síma
(91 )-67 25 00.
KAUPSTAÐUR
IMJODD
Höfum ákveðið að ráða sérstaka svæðis-
stjóra í hina nýju og stórglæsilegu sérverslun
okkar sem við opnum um miðjan október.
Um er að ræða svæðisstjórn í:
1. Tísku- og dömufatnaði.
2. Herra- og sportfatnaði.
3. Kaffiteríu.
4. Filmuframköllun.
Hér er um krefjandi og spennandi fram-
tíðarstörf að ræða.
Við leitum að áhugasömu og þróttmiklu fólki.
Æskilegur aldur frá 25 ára til 40 ára. Góð
laun í boði og starfsmannafríðindi.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
KRON, milli kl. 10.00 og 12.00 á Laugavegi
91, og í síma 22110.
REYKJHJÍKURBORG
St&cávi
Utideildin
í Reykjavík
Við í Utideild erum að leita að karlmanni, til
að sinna leitar- og vettvangsstarfi meðal
barna og unglinga í Reykjavík.
Um er að ræða tæplega 70% starf í dag-
og kvöldvinnu.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á
félags- og/eða uppeldissviði, t.d. félagsráð-
gjafar, kennarar, uppeldisfræðingar ofl.
Nánari upplýsingar um starfiö eru gefnar í
síma 20365 og 621611 á milli kl. 13.00 og
17.00 virka daga.
Umsóknarfrestur er til 14. september.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5.hæð
á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Létt vinna óskast
Kona á miðjum aldri (öryrki) óskar eftir léttri
vinnu hluta úr degi. Heimavinna kæmi til
greina.
Svar merkt: „Létt vinna — 5356“ sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. september.
Smiður
Félagsstofnun Stúdenta óskar eftir að ráða
smið í framtíðarstarf til að sjá um minnihátt-
ar viðhald og þ.h. á stúdentagörðunum.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu F. S. við
Hringbraut, s. 16482. Umsóknum með upp-
lýsingum um aldur, menntun, launakröfur og
fyrri störf sé skilað þangað fyrir laugardaginn
12. sept. nk.
Trésmiðir
og verkamenn
óskast til að byggja 6000 fm hús í nýja mið-
bænum. Upplýsingar gefur Þórður G.
Jónsson í s. 46941 eftir kl. 19.00.
Skrifstofustýra/
(stjóri)
— Lögfræðistofa
Okkur vantar duglegan og samviskusaman
starfskraft á aldrinum 20-40 ára í heils-
dagsstarf. Starfð felst í tölvuinnslætti, vélrit-
un, símsvörun og ótal öðru sem til fellur.
Vinnuaðstaðan er sérlega góð og vinnuveit-
endurnir alveg bærilegir. Laun eru mjög
sanngjörn en kröfurnar á móti líka miklar,
svo og ábyrgð. Æskilegt er að umsækjandi
geti hafið störf sem fyrst og ekki síðar en
1. nóv. nk.
Eiginhandarumsókn skal skila á skrifstofu
okkar fyrir lokun miðvikudaginn 9. sept.
1987.
LÖGMENN
SELTJARNARNESI
ÚLAFUR GARÐARSSON HDL. JÓHANN PÉTUR SVEINSSON LÖGFR
Austurströnd 6 ■ Sími 622012 . Pósthólf 75 172 Sclljamames
REYKJMJIKURBORG
^cuc&vi Sföcácr
Hólabrekkuskóla í Breiðholti vantar nú þegar
skólaritara í 50% starf síðdegis og ganga-
vörð í 100% starf.
Upplýsingar gefur skólastjóri eða yfirkennari
í síma 74466.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð
á eyðublöðum sem þar fást.
Starfsfólk óskast
Einar J. Skúlason hf. er öflugt og ört vaxandi
fyrirtæki á sviði tölvu- og skrifstofutækni.
Vegna aukinna verkefna og umsvifa þurfum
við að bæta við starfsfólki í eftirtaldar stöð-
ur. Við leitum að ungu og hressu fólki með
góða framkomu, sem getur unnið sjálfstætt.
— Tæknideild. Rafeindavirkja eða tækni-
fræðing til viðhalds og þjónustu á Victor
PC tölvubúnaði.
— Kerfisþjónusta. Starfsmenn með góða
þekkingu á PC vél- og hugbúnaði, til upp-
setninga á kerfum og aðstoðar við
notendur.
— Sölumann á tölvubúnaði. Æskilegt er að
viðkomandi hafi stúdentspróf og/eða
reynslu í meðferð tölvubúnaðar.
— Sölumann á skrifstofutækjum.
— Afgreiðslustarf. Starfsmann í afgreiðslu
í verslun okkar, ekki yngri en 18 ára, van-
an vélritun.
— Lagerstarf. Starfsmann til að sjá um lag-
er, vörumóttöku og vörusendingar.
Upplýsingar veita Örn Andrésson og Guðjón
Kr. Guðjónsson á staðnum. Farið verður með
allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknir sendist Morgunblaðinu merktar:
„S — 599" fyrir 12. september.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933.