Morgunblaðið - 06.09.1987, Side 53

Morgunblaðið - 06.09.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987 53 Frá íslensku menningardögunum í Rochefort-sur-Mer. Skandinavar + Kelt- * ar = Islendingar „Skandinavar plús Keltar = ís- lendingar" er yfirskriftin á grein eftir M. Jean Renaud, sem birtist í 25.-26. hefti franska tímaritsins ARTUS. Er greinin fyrirlestur sem M. Renaud flutti sl. haust á íslenskum menning- ardögum í Rochefort-sur-Mer í Frakklandi. En þar var einn þáttur ráðstefnunnar fyrirlestr- ar og umræður um menningu þá sem þróast hefur fyrr og síðar hér á þessari norrænu eyju. Voru boðin skáld af íslandi til að fjalla um nútímabók- menntir íslendinga, en um fornan bókmenntaarf íslend- inga fluttu erindi Jónas Krisij- ánsson, forstöðumaður Handritastofnunar, M. Regis Boyer, prófessor við Sorbonne- háskóla í París og M. Jean Renaud, sem er sérfræðingur um norrænar fornbókmenntum og kennir við háskólann í Caen í Normadí. í frásögn í Mbl. af umræðunum í Rochefort, sem urðu mjög lífleg- ar, þar sem fyrirlesarar höfðu að ýmsu leyti öndverðar skoðanir, sagði:„M J. Renaud telur keltnesku áhrifín frá upphafí miklu meiri á íslendinga en menn vilja vera láta, þau hafí m.a. orð ið til þess að íslendingar tóku að skrifa Sögum- ar á íslensku en ekki latínu og gæti keltneskra áhrifa mikið í ís- lendingasögunum" En í fyrirlestr- inum, sem nú hefur verið birtur, færir M. Renaud margvísleg rök fyrir þessari skoðun. M. Renaud hefur lengi haft áhuga á og lagt sitt til rannsókna á norrænum bókmenntum. Hann hefur til dæmis þýtt á frönsku Færeyingasögu, sem kom út 1983 hjá Aubier Montaigne útgáfufyrir- tækinu. Svo og Orkneyingasögu með ítarlegum formála og grein- ingu á sögunni og er hún væntan- leg innan skamms hjá sama útgáfufyrirtæki. Auk fyrirlestra- halds við Caen-háskóla kennir M. Renaud íslenskar og danskar bók- menntir, ásamt tungumálunum báðum við Institut Scandinave. Áður dvaldi hann í Danmörku og kenndi þar frönsku og í Lerwick á Hjaltlandseyjum þar sem hann kenndi norsku. Doktorsritgerð hans var um skosku eyjamar í norrænum bókmenntum. Hann hefur ritað fjölda greina um Ork- neyjar, Hjaltlandseyjar og Suðu- reyjar, en þær eyjar eru lítt kunnar Frökkum. Hefur hann lagt áherslu á að sýna fram á tengsl norrænna manna og keltneskra á þessum eyjum. Að ferðast um í hafínu Nýtt Cousteausafn í París Cousteau leiðangursstjóri um borð i bátnum sínum „Alcyone**, sem gengur fyrir sólarorku. I París er að rísa sérstætt sjávarsafn, sem kennt er við haffræðinginn fræga Cousteau og ætlunin að opna það á næsta ári. Þessi „miðstöð hafsins" verður i Halleshverfinu, skammt frá Pompidousafninu og reiknað með að um milljón gestir mimi koma þar árlega. Aætlaður kostnaður er 110 milljón frankar og er miðstöðin fjármögnuð af Cousteausjóðn- um, Parísarborg og einum af sparisjóðunum í Frakklandi. Þarna í miðri Parisarborg á að gera eftirlíkingu af hafsbotnin- um, nægilega nákvæma til að nýta við kennslu og til almennr- ar fræðslu. „Fólk vill vernda það sem því þykir vænt um“, segir Cousteau og bætir við að áhrifin i þessu safni muni veita gestum næga ástæðu til að- dáunar og til betri skilnings á plánetunni okkar og vatninu sem okkur er í mun að varð- veita.“ Hann er blár, 25 metrar á lengd og ginið er á stærð við ffl. Eftir 1988 verður hægt að fara innan í hann og skoða alla leyndardóma innyflanna. Þessi risahvalur verð- ur eflaust eitt helsta aðdráttarafl- ið í Cousteausafninu í framtíðinni. Cousteau-safnið fellur vel að markmiðum samnefnds sjóðs. Þetta er áhugamannafélagsskap- ur með 250 þúsund styrktarfélög- um og hefur þann tilgang að flytja almenningi fræðslu í sjónvarpi, bókum og með sýningum. Má því búast við að fleira fylgi í kjölfar safnsins í Halles hverfínu. Á 7.800 fermetra tjaldi og þremur hæðum verður gestum safnsins boðið í klukkutíma ferða- lag, byggt á mörgþúsund klukku- tima ferðum og hafrannsóknum rannsóknaskipsins Calypso. Nýj- ustu tækni er beitt og ótal tæknibrellur láta gestinum fínnast hann vera á ferðalagi neð- ansjávar. Til að gera þetta sem best úr garði varð að fá sérfræð- inga víðs vegar að úr heiminum. Ferðin byijar á báti og er gest- urinn fluttur allt niður í hafdjúpin. Þá heldur ferðin áfram fótgang- andi. Ur því er um mismunandi leiðir að velja. Má til dæmis leggja leið sína í hvalinn, láta fara vel um sig innan um risaþörunga eða spássera um sjávarker með kóral- rifjum og sjávargróðri. Síðan tekur við kvikmynd, framleidd með tökuvél sem Sjóðurinn hefur sjálfur þróað og bregður upp 24 myndum á sekúndu. Þá er komið á tvær sýningar. Önnur er helguð „Æfíntýrum Cousteaus". Einn af áhöfninni svarar hvers kyns spumingum um rannsóknaleið- anga Calypsos og annar lýsir helstu uppgötvunum leiðangurs- stjórans og starfsemi Cousteau- sjóðsins. Aður en horfíð er á braut, gefst færi á alls kyns upp- lýsingaleikjum um hafíð og það sem í í því er. Nú þegar siglt er inn í upplýs- ingaöld þykir mikill fengur að fá þetta safn til að fræða um hafíð. (Oliver Lord) V LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ. Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili víðs vegar um borgina fyrir um 4000 börn á aldrinum 6 mán — 10 ára. Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum. Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga. Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis fræðingum (BA-próf eða sambærilegt), einstaklingum sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna, einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi fyrir væntanlegt nám. Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Fanny Jónsdóttir, deildarstióri í síma 2 72 77 alla virka daga frá kl. 9.00 — 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 — 15.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.