Morgunblaðið - 06.09.1987, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1987
.X
Mozart til New York
fyrir 4 milljónir dollara
Nótnahandrit með fyrstu sinfóníum Mozarts, með handskrifuð-
um athugasemdum og innbundin af föður hans Leopold, seldust
á uppboði Sothebys S London fyrir jafnvirði 4 milljón bandaríkja-
dala. Kaupanda tókst ekki lengi að halda nafni sinu leyndu. Brátt
barst það út að Pierpont-Morgan bókasafnið i New York hefði
bætt enn einum dýrgripnum við sitt fræga safn. Ekki er þó vitað
hvort um er að ræða bein kaup eða hvort þetta er lán frá hinum
kunna listavini Fred Koch i New York.
Nótnahandritið var í einkaeign
f Austurríki, en hafði verið í
geymslu í banka í Sviss. Þegar
fréttist að handritið væri til sölu
og hefði verið bætt á sölulista
skömmu fyrir uppboð, brugðust
Austurríkismenn fljótt við og
söfnuðu bæði hjá einstaklingum
og opinberum aðilum jafnvirði 3,2
milljón dala til að kaupa það. Það
mun vera sú upphæð sem fengist
hefði fyrir það í beinni sölu að
frádregnum kostnaði.
En seljandinn gerði sér vonir
um hærri sölu á uppboði en með
hugsanlega tafsömum samninga-
umleitunum í beinni sölu, þar sem
byggja þyrfti á sérfræðingaáliti
en ekki allt eins líklega á óviðráð-
anlegri löngun í að eignast þetta
á staðnum hvað sem það kostaði.
Slík áhætta varð afdrifarík á
þessu tiltekna uppboði, sem lfka
hafði á boðstólum innbú þýska
tónskáldsins Meyerbeers eins og
það lagði sig. Fram að þessu hafði
innbúið verið í láni hjá Prússneska
rfkisbókasafninu í Berlín, en eig-
andinn hafði nú ákveðið að selja
það. Tilboð safnsins í það virtist
ekki duga til og hann tók þá
ákvörðun að setja traust sitt á
uppboðið í London. En þar sem
allra augu beindust á þessu upp-
boði að handriti Mozarts, seldist
Mayerbeer safiiið fyrir aðeins
helming þess verðs sem bókasafn-
ið í Berlín hafði boðið. Og sá sem
var svo heppinn að hreppa Mey-
erbeersafnið var - Prússneska
ríkisbókasafnið!
Að því er best er vitað lét Leo-
pold Mozart, faðir tónskáldsins,
binda inn þrú eintök af músík-
handritum sonar síns. Fyrir utan
bindið með sinfóníunum, sem nú
er nýfarið til New York, fór annað
bindi með serenöðum hans þangað
líka fyrir nokkrum árum. Kaup-
andinn hefur sfðan leyst það upp
og grætt á að selja hverja síðu
fyrir sig, án nokkurrar tilraunar
til að halda einstökum verkum
saman. Annað bindi með serenöð-
unum er í eigu einhvers sem ekki
vill láta nafns síns getið, hugsan-
lega í Munchen eða Hamborg.
Fyrri eigandi bindisins með sin-
foníunum er sagður búa í
Hamborg. Aðrar heimildir herma
að handritið hafi farið frá Aust-
urríki í byijun síðustu aldar, með
viðkomu í Leipzig og Hamborg,
en komið aftur til Austurríkis, þá
líklega til Syria.
Leiðir þessa sérhæfða markað-
ar eru nokkuð snúnar, ekki síst
þar sem í mörgum löndum eru
ströng lög er banna útflutning á
þjóðardýrgripum án sérstaks leyf-
is. í Austurríki getur það kostað
sekt upp á heildarárstekjur við-
komandi ef þessi lög eru brotin
og að auki endurgreiðslu á áætl-
uðu söluverðmæti ef ekki er hægt
að ná gripnum til baka.
-z;
m t vj H>j vo t>\f rJ\ 3
ST
Lokakafli fyrsta þáttar á sinfóníu nr. 22 eftir Mozart.
Klara Hallgríms-
dóttir - Minning
t
Móðir okkar, dóttir og systir,
EDDA SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR,
augnlæknir
lést 5. september í Landakotsspítala.
Árni Leifsson,
Björn Leifsson,
Helga Leifsdóttir,
Una Jóhannesdóttir,
Sigurður Björnsson,
Jóhannes Björnsson.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Fædd 26. nóvember 1916
Dáin 29. ágúst 1987
Þann 29. ágúst sl. lést tengda-
móðir mín, Klara Hallgrímsdóttir,
og langar mig að minnast hennar
hér með fáeinum þakkar- og
kveðjuorðum.
Hún fæddist þann 26. nóvember
1916 á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal
og voru foreldrar hennar hjónin
Rósalind Jóhannsdóttir og Hall-
grímur Friðriksson.
Hún átti sín bemskuár í sveit en
fluttist til Reykjavíkur ásamt fjöl-
skyldu sinni árið 1927. Hún var því
af þeirri kynslóð, sem fæddist í
baðstofu, lifði þrengingar kreppuár-
anna og vaxandi velmegun síðustu
áratuga. Henni lærðist að búa að
sínu og deila því með öðrum en
tókst aldrei að tileinka sér bruðl
og sóun.
Árið 1932 veiktist Klara af löm-
unarveiki og hlaut af fötlun, sem
upp frá því hafði mikil áhrif á allt
hennar líf, en hún átti mikinn dug
og seiglu og lét ekki bugast heldur
sigraðist á fötlun sinni eins og kost-
ur var.
Klara giftist árið 1942 Þórarni
Vigfússyni frá Heiðarseli á Síðu,
sem fæddur var 25. júlí 1902. Þór-
arinn var sérstakur öðlingur,
kærleiksríkur og góður eiginmaður,
faðir og afi. Þau voru í farsælu
hjónabandi í nær 43 ár en Þórarinn
lést 2. janúar 1985.
Böm þeirra em þijú, Ragnhildur
Rósa, gift ívari H. Jónssyni; Jóhann
Hafþór, kvæntur Ásdísi Jónsdóttur
og Þórarinn Viðar, en hann tóku
þau til fósturs frá fæðingu og ólu
upp sem sinn eigin son. Hann er
kvæntur þeirri, er þetta ritar.
Bamabömin em 7 og eitt
langömmubam.
Þegar ég kom fyrst í Borgarholt
árið 1976 var Klara nærri sextug
og tóku þau Þórarinn mér af sér-
stakri alúð frá fyrstu stundu. Þau
vom þá þijú í heimili á neðri hæð-
inni en uppi bjuggu Rósa, ívar og
þeirra böm.
Það sem mér er minnisstæðast
frá þessum ámm er hve heimilið
var stórt og hafði alltaf verið, því
örlæti þeirra Klöm og Þórarins og
sterkur vilji til að liðsinna öðmm
setti svo mjög mark sitt á heimilis-
+
Eiginmaöur minn,
SVEINN V. ÓLAFSSON,
hljóðfæraleikari,
andaðist í Landakotsspítala 4. september. Útför auglýst síðar.
F.h. barna, tengdabarna og barnabarna,
Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa,
ÍSLEIFS ÞORKELSSONAR,
Sörlaskjóli 28,
Jóhanna Alexandersdóttir,
Minný ísleifsdóttir, Ólafur I. Sveinsson,
Guðrún ísleifsdóttir, Haukur V. Guðmundsson
Jóhanna Linda Hauksdóttir,
Ingibjörg Ragnheiður Hauksdóttir,
ísleifur Ólafsson.
+
Utför móður okkar,
KLÖRU HALLGRÍMSDÓTTUR,
Frostaskjóli 9,
Reykjavfk,
verður gerð frá Fossvogskirkju kl. 13.30 mánudaginn 7. septem-
ber. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg, félag
fatlaðra.
Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir,
Jóhann H. Þórarinsson,
Þórarinn V. Þórarinsson.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTÓFERS KRISTÓFERSSONAR,
Sörlaskjóli 11.
Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Kristrún Kristófersdóttir, Styrmir Gunnarsson,
Oddrún Kristófersdóttir, Guðmundur Magnússon,
Smári Kristófersson, Þóra Valentínusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir minn og vinur okkar,
VIGFÚS BRYNJÓLFSSON,
Dalbraut 27,
sem lést á heimili sínu 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaða-
kirkju mánudaginn 7. september kl. 15.00.
Þóra Vigfúsdóttir,
Gunnar Sigurðsson og fjölskylda.
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
______um gerð og val legsteina._
1SS.HELGAS0NHF
ISTEINSHIIOJA
H
I SKEMMUÆGI48 SIMI76677
hald þeirra. Klara var höfðingi í
lund og hafði til að bera næman
skilning, umburðarlyndi og samúð
með þeim, sem minna máttu sín
og þessir eðlisþættir einkenndu allt
hennar líf.
Ófáir leituðu skjóls hjá henni og
Þórami þegar á bjátaði og mörg
bömin nutu hlýju þeirra og gæsku.
Henni þótti það ekkert tiltökumál
að taka bam tíma og tíma, eins og
hún orðaði það sjálf og gat það
verið svo vikum og mánuðum skipti.
Hún var þó ekki þeirrar gerðar að
halda því á hólunum, sem hún hafði
öðmm gott gert, svo að sjálfsagt
veit ég fæst af því. Enn voru að
berast í tal dæmi þess að hún hafði
opnað hús sitt fyrir þeim sem að-
stoðar þörfnuðust. „Hún fæddist í
rúminu mínu," sagði hún í fyrra
um unga konu, sem hún hafði hitt
og ég nefndi það þá við hana að
slíkt húshald sem hennar var,
þekktist ekki lengur. Henni þótti
ekki mikið til koma, því allt hafði
þetta verið sjálfsagt og eðlilegt,
þegar erfiðleikar börðu að dyrum
hjá náunganum.
Vinahópurinn var stór og sam-
band haft við marga og vegna
fötlunar sinnar notaði hún símann
mikið til að rækta vináttu og halda
tengslum.
En Klara var ekki einungis vinur
í raun, hún var listamaður í höndun-
um. Það lék allt í hennar fimu
fingrum. Hún lærði ung að sauma
og starfaði við saumaskap þar til
hún giftist og alla tíð var hún að
sauma og voru öll hennar verk unn-
in af vandvirkni, iðni og smekkvísi.
En það var ekki bara saumað í
Borgarholti. Þau ár sem ég hef
þekkt til var líka pijónað, ofið og
bróderað.
Öll fengum við að njóta verka
hennar, ekki síst bamabömin sem
aldrei fóm bónleið til búðar.
Klara tók virkan þátt í félagsmál-
um einkum á vettvangi Sjálfsbjarg-
ar, og það var táknrænt að hún
skyldi vera við vinnu í Sjálfsbjargar-
húsinu í þágu Hjálparstofnunar
kirkjunnar, þegar kallið kom, þótt
kveðja fengi hún heima. Þar bíða
75 svuntur sem hún ætlaði á fjáröfl-
unarbasar Sjálfsbjargar nú í
desember.
Þó að hjálpsemi við aðra hafi
verið ríkur þáttur í fari Klöru skip-
aði fjölskyldan ótvírætt öndvegi.
Við nutum öll umhyggju hennar og
alúðar og þó einkum bömin, sem
alltaf vom aufúsugestir. Heimili
þeirra Þórarins var menningar-
heimili því bæði vom þau bókhneigð
og trúhneigð og vom þeim íslenskar
bókmenntir einkar kærar. Einlæg
trú á framhaldslífíð vék aldrei frá
henni og auðveldaði henni lífið eftir
fráfall Þórarins.
Að leiðarlokum vil ég þakka sam-
fylgdina og allar ánægjustundimar
sem hún veitti mér og dætmm okk-
ar. Heimur þeirra er snauðari þegar
ömmu Klöm nýtur ekki lengur við.
Þá vil ég flytja sérstakar þakkir
fjölskyldu minnar fyrir vináttu,
tryggð og örlæti.
Blessuð sé minning hennar.
Ásdís Guðmundsdóttir
Á morgun, mánudaginn 7. sept-
ember, verður gerð útfor Klöm
Hallgrímsdóttur. Þegar ég hitti
Klöm fyrir rúmum hálfum mánuði
á heimili sonar hennar og tengda-
dóttur, óraði mig ekki fyrir því, að
ég væri að kveðja hana í síðasta
sinn. Hún var hress í bragði og við
skröfuðum margt eins og jafnan
áður.
Klara var austfirskrar ættar en
fluttist bam að aldri með foreldmm
sínum til Reykjavíkur. Hún lærði
saumaskap og starfaði við þá iðn
um skeið og síðan á heimili sínu
þar sem ég hygg að hún hafi verið
sísaumandi, oft á tíðum endur-
gjaldslaust fyrir þurfandi fólk.
Eiginmaður Klöm var Þórarinn