Morgunblaðið - 02.10.1987, Page 10

Morgunblaðið - 02.10.1987, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 Plastprent í nýtt hús á 30 ára afmælinu: Nýja húsið skraddara- saumað utan um vélarnar -segir Eggert Hauksson forstjóri Plastprents UM ÞESSAR mundir heldur fyrirtækið Plastprent upp á 30 ára afmæli sitt. Tekur fyrir- tækið formlega í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði að Foss- hálsi 17-25 í dag, föstudaginn 2. október. Við það tækifæri verður vígð ný prentvél sem er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis, en hún gerir kleift að prenta t.d. ljósmyndir á plast í miklu litaúrvali. Plastprent hóf starfsemi sína í bílskúr fyrir þtjátíu árum og var fyrsta framleiðslan umbúðir undir bijóstsykur og afköstin lítil. Með aukinni notkun plastpoka jókst starfsemin og flutti því í stærra húsnæði að Skipholti og síðar á Grensásveg. Síðastliðin þrettán ár hefur fyrirtækið verið í leigu- húsnæði við Höfðabakka, en er nú flutt í 6200 fermetra hús- næði, sem er að sögn Eggerts Haukssonar forstjóra, „skradd- arasaumað utan um starfsemina". „Húsnæðið er byggt utan um vél- amar og við hönnun þess var gert ráð fyrir að hægt væri að bæta hæð ofaná. Nú rennur fram- leiðslan sína beinustu og greið- ustu leið gegnum verksmiðjuna og er mikið vinnuhagræði að því. Þetta gjörbreytir að sjálfsögðu allri vinnuaðstöðu hér“ sagði Eg- gert. Húsnæðið hefur risið á skömmum tíma, því aðeins liðu fimmtán mánuðir frá undirritun verksamnings þar til flutt var í nýja húsnæðið. Með tilkomu nýja húsnæðisins hefur tölvustýrð sjálfvirkni verið aukin til muna. „A síðustu fimm árum hafa verkefni og velta fyrir- tækisins tvöfaldast, er starfs- mannafjöldi fyrirtækisins orðinn um 140 manns. Hin aukna sjálf- virkni í framleiðslunni skilar sér fyrst og fremst í lægra vöruverði og betri þjónustu við viðskiptavin- inn“ sagði Eggert. Plastprent framleiðir allskyns plastumbúðir t.d. burðarpoka, umbúðir utan um matvæli og heyrúllupoka. Það selur fyrirtækj- um einnig svokallaðar „pökkunar- lausnir", þ.e. umbúðir og vélbúnað til pökkunar. Prentvélin sem verður vígð í dag, prentar með svonefndri „flexo-graphic“ tækni. Er hún af nýrri kynslóð slíkra prentvéla, svokölluð tromluvél, og sú fyrsta þeirrar gerðar hérlendis. Miklar framfarir hafa orðið í þróun slíkra véla síðastliðin fimm ár. Að sögn Hauks Eggertssonar stjómar- Morgunblaðið/Bj ami Stjórnendur Plastprents, feðgarnir Eggert Hauksson og Haukur Eggertsson fyrir framan nýja húsið. formanns, er þetta hágæðaprent- un, „flexo-graphic" tæknin gerir mögulegt að prenta ljósmjmdir á plast með meiri nákvæmni en áður og í miklu litaúrvali.„Vélin' er mun afkastameiri en fyrri vél- búnaður verksmiðjunnar og þarf geysistór verkefni, þau höfum við. Núna prentum við flskumbúðir fyrir Bandaríkjamarkað, en vélin verður notuð í alla hágæðaprent- un í framtí ðinni. Þetta gjörbreytir þeirri þjónustii sem við getum boðið upp á“ sagði Haukur. Hann sagði það líklegt að í framtíðinni verði þessi tækni nýtt við alla vandaðri prentun þar sem þurfi að vera mikil samstilling lita. Svipmynd úr verksmiðjusal Plastprents. Verið er að prenta burðarpoka. Hin nýja „Flexo-graphic“ prentvél Plastprents gerir kleift að prenta ljósmyndir á plastumbúðir. Olafur Johnson aðstoðarsölustjóri, Eggert Hauksson forstjóri, Jón Steingrímsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Magnús Þorvaldsson aðstoðarprent- smiðjustjóri standa hjá. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Safnaðarferð á sunnudaginn HIN árlega safnaðarferð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verð- ur farin nk. sunnudag. Að þessu sinni verður farið aust- ur að Hruna í Hrunamannahreppi og verður lagt af stað frá Fríkirkj- unni kl. 11.30. Guðsþjónusta verður í kirkjunni að Hruna kl. 14 þar sem safnaðarprestur predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Halldóri Reyn- issyni sóknarpresti í Hruna en kór Fríkirkjunnar leiðir söng. Að lokinni guðsþjónustu verður haldið að Flúð- um í kaffi en síðan farið í skoðunar- ferð um nágrennið. Þátttaka tilkynnist safnaðar- presti sem fyrst. Einar Eyjólfsson Ráðstefna í Washington: Aukin viðskipti íslands og Bandaríkjanna Washington frá ívari Guðmundssyni, frét Íslensk/ameríska verslunaráð- ið gengst fyrir ráðstefnu í gær og í dag i Washington, til þess að ræða möguleika á auknum verslunarviðskiptum milli land- anna. Á annað hundrað manns tilkynntu þátttöku í ráðstefn- unni, þar á meðal nokkrir ræðismenn íslands í Banda- ríkjunum. Viðskiptafulltrúi íslands, Úlfur itara Morgunblaðsins. Sigmundsson, heflr undirbúið ráð- stefnuna með stuðningi Verslunar- ráðs íslands og Útflutningsraðs íslands. Aðalræðumaður ráðstefnunnar er Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sem ræðir um „Alþjóðleg efnahagsviðskiptiíslands". Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands, hefur framsögu um „Þróun viðskipta milli íslands og Bandaríkjanna og fram- tíðarhorfur í þeim efnum." Aðrir ræðumenn á dagskrá ráð- stefnunnar eru: Formaður íslensk/ ameríska verslunarráðsins, Magnús Gústafsson, forstjóri Coídwaters, Ingvi S. Ingvarsson, sendiherra. Jóhann Ólafsson, formaður Versl- unarráðs íslands, Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri og dr. Öm Aðalsteinsson frá E.I. DuPont De Nemours and Co, efnafyrirtækinu í Wilmington í Delaware-fylki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.