Morgunblaðið - 02.10.1987, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
Ein af uppáhaldslæðunum, enda hænd að Lúðvik
og fjölskyldu hans. Hún var tekin inn á heimilið
sem yrðlingur og vináttan hefur haldist óslitið
síðan.
Lúðvík Björnsson að gefa ameríska þurrfóðrið.
Hann telur það aðeins nægjanlegt til viðhalds.
Gefur refunum amerískt þurrfóður:
„Hagkvæmara en innlent fóður“
Afmælishátíð SÁÁ
í Háskólabíói
SAMTÖK áhugafólks um áfeng-
isvandamálið, SÁÁ, voru stofnuð
1. október 1977 og eru þau því
tíu ára gömul um þessar mundir.
Af því tilefni efna SÁÁ til há-
tíðarsamkomu í Háskólabíói laugar-
daginn 3. október, sem öllum verður
heimill ókeypis aðgangur að, að því
er segir í fréttatilkynningu frá sam-
tökunum.
Jónas Jónasson, útvarpsmaður,
verður stjórnandi og kynnir á sam-
komunni sem hefst klukkan 14 á
stuttu yfírliti Pjeturs Þ. Maack,
formanns SÁÁ, um sögu samtak-
anna.
Því næst flytur Jón Baldvin
Hannibalsson, íjármálaráðherra,
ræðu og Ólafur Ólafsson, landlækn-
ir, ávarpar síðan samkomuna.
Á eftir ávarpi landlæknis
skemmta Egill Ólafsson og félagar
samkomugestum með tónlistar-
flutningi, Flosi Ólafsson flytur SÁÁ
kveðju sína og Bjami Arason „þen-
ur látúnsbarkann“.
Næst á dagskránni er ræða
Magnúsar Péturssonar og þar næst
syngur Ólaf Kolbrún Harðardóttir
við undirleik Jóns Stefánssonar.
Sigurður Guðmundsson, settur
biskup, slítur síðan samkomunni.
SÁA verða einnig með kaffísam-
sæti í húsakynnum samtakanna að
Síðumúla 3-5, á annarri hæð,
sunnudaginn 4. október á milli
klukkan 14 og 16. Allir vinir og
velunnarar SÁÁ eru velkomnir í
samsætið.
Stjóm SÁÁ telur tilefni til há-
tíðarhalda ærið, segir ennfremur í
tilkynningunni, því mikið hafí áunn-
ist í meðferðarmálum áfengis- og
fíkniefnaneytenda hér á landi frá
því að samtökin vom sett á laggim-
ar.
Allir íslenskir áfengissjúklingar
geti nú farið í meðferð hér á landi,
auk þess sem mikil hugarfarsbreyt-
ing hafi orðið hjá allri þjóðinni í
garð áfengissjúklinga og annarra
vímuefnaneytenda. Þessi vakning
hafí vakið athygli víða um heim og
árlega sæki tugir útlendinga þekk-
ingu til SÁÁ. Þar sé þess skemmst
að minnast er sænsku konungs-
hjónin sóttu SÁÁ heim í júní
síðastliðnum, segir að lokum í til-
kynningunni.
- segir Lúðvík Björnsson refabóndi á Suðurnesjum.
Keflavík.
„FÓÐURKOSTNAÐUR hjá mér
er ekki minni en 4 þúsund krón-
ur á dag og það er hagkvæmara
hjá mér að gefa innflutt þurrfóð-
ur frá Ameríku en að kaupa
fóður hjá öðrum eins og ég gerði
i fyrstu,“ sagði Lúðvik Björnsson
refabóndi á Ásgarði III á Garð-
skaga í samtali við Morgunblað-
ið.
Lúðvík hefur stundað refarækt í
2 ár og í fyrstu keypti hann fóður
frá öðm refabúi sem hafði yfír að
ráða fóðurblöndunarstöð. „Kílóið
þar kostaði 15 krónur og er það
sama verð og á þurrfóðrinu fyrir
utan flutningskostnað. Ég tel mig
geta framleitt mitt eigið fóður fyrir
4 krónur með eigin fóðurblöndunar-
stöð. Gallinn er sá að enga fyrir-
greiðslu er að hafa. Ekkert er lánað
til nýrra stöðva, en eldri stöðvar
virðast hinsvegar hafa nægjanlegt
lánsfé."
Lúðvík sagðist geta fengið allt
það hráefni sem hann þyrfti á að
halda á Suðumesjum og rúmlega
það. „Gotið í vor misfórst hjá mér
eins og mörgum öðmm og ljóst er
að búið stendur varla undir fóður-
kostnaði. Því er þetta ákaflega
mikið hagsmunamál að geta gert
sitt fóður sjálfur," sagði Lúðvík.
í refabúinu í Ásgarði III em 130
læður og 70 högnar. Læðumar
gáfu af sér 280 yrðlinga sem telst
ekki mikið. Algengt er að hver læða
eignist 8 yrðlinga. Lúðvík sagði að
margar af læðunum hefðu verið á
fyrsta ári og flestar geldar. Þetta
hefði verið útkoman hjá fleirum og
menn verið með margar skýringar.
Helst dytti honum í hug að einstak-
Lánsfjáráætlun:
Fjárveitingar til Leifs-
stöðvar skornar niður
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Nýja stálgrindarhúsið, Lúðvík hefur smíðað grindina sjálfur. í bak-
grunninum er refabúið.
iega mildur vetur hefði mglað
refína í ríminu.
Lúðvík sagði að refaræktin væri
ekki arðbær hjá sér enn sem komið
væri og hann yrði að vinna fulla
vinnu með búskapnum. Hann er þó
ekki á því að gefast upp og tímann
eftir venjulegan vinnutíma notar
han til að reisa nýtt stálgrindarhús.
Þar ætlar hann að vera með mink
og sagðist Lúðvík eiga von á 200
minkum seinna í haus.
- BB
ENGU fé er veitt til nýrra fram-
kvæmda við Flugstöð Leifs
Eirikssonar á lánsfjáráætlun
næsta árs. í frumvarpi því sem
ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi
er gert ráð fjrir að veija erlend-
um lánum vegna flugstöðvarinn-
ar til greiðslu skulda frá þessu
fjárlagaári.
Á lánsfjárlögum 1987 var gert
ráð fyrir 520 milljóna króna lántöku
vegna flugstöðvarinnar. Kostnaður
fór hinsvegar 680 milljónir króna
fram úr áætlun. Samkvæmt heim-
ildum blaðsins gerir ríkisstjómin
ráð fyrir að veita erlend lán sem
nema þessari upphæð til stöðvar-
innar og verður því ekkert fé
afgangs til að ljúka frágangi i vet-
ur. Byggingamefnd flugstöðvarinn-
ar mun hafa farið fram á 250
milljóna króna fjárveitingu til þess.
Það fé sem ríkisstjómin vill taka
að láni til flugstöðvarinnar er rúm-
ur helmingur af erlendum lánum
ríkisins á lánsijáráætlun. Sam-
ÞRIR GOÐIR FRA
WRIGLEYS
kvæmt þeim upplýsingum er
byggingamefnd Leifsstöðvar birti
Qölmiðlum nam heildarkostnaður
mannvirkisins um 2,6 milljörðum
króna í sumar.
Hjól og
grafa saman
VÉLHJÓL og skurðgrafa skullu
saman í Garðabænum síðastlið-
inn miðvikudag. Piltur, sem ók
hjólinu, var fluttur á slysadeild
og reyndist fótbrotinn.
Slysið varð um kl. 8 á miðviku-
dagsmorgun á mótum Hafnarfjarð-
arvegar og Lækjarfítjar.
- . :
0] Electrol ux
Ryksugu-
D-720
1100 WÖTT.
D-740
ELECTRONIK.
Z-165
750 WÖTT.
Aðeins
1 .500 kr. út
og eftirstöðvar til allt
að 6 mánaða.
Vörumarkaöurinn hí.
KRINGLUNNI, SÍMI 685440.