Morgunblaðið - 02.10.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
19
Tilfinning tung-
unnar og orð-
anna meining
eftir Gunnar Bjarnason
Óttar Kjartansson, starfsmaður
„Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík-
urborgar" ræðir í Mbl. í dag (30/9)
um heitin „Vatnsendahæð" og
„Rjúpnahæð“, sem ég fjallaði um í
blaðaviðtali sl. sunnudag. Nú er það
svo, að staðir eignast oft ný heiti og
ömefni breytast í tímanna rás. Mér
finnst Óttar allt of viðkvæmur í þess-
um efnum. Nú gefur hann Vatn-
sendahæð (Vat.nsendahvarfi) raunar
nýtt heiti í grein sinni og kallar
hæðina „Bæjarfell" Breiðholtsbúa.
Mikið má vera ef Breiðhyltingar fara
nú ekki að'kalla hæðina þessu nafni.
Það virðist mér vera „rismeira" og
nær hjarta fólksins þama í hæðunum
en gömlu nöfnin. Ég hef ávallt heyrt
Reykvíkinga, bæði búfjáreigendur og
veðurfræðinga, nota orðin „Vatn-
sendahæð" og „Rjúpnahæð“ frá því
ég fyrst kom til starfa í Reykjavík
árið 1940. Landið þama er stærra
en hóll og minna en fell eða frjall.
Það er hæð.
Meining orðsins og tilfinning tung-
unnar (málsins) í áratugi hefur þama
fært gamalt heiti til betri vegar.
Menn og húsdýr geta verið í „hvarfi"
við hæð, en menn reisa ekki þing-
höll í hvarfi, heldur á hæð!
Vatnsendabændur til foma hafa
sjálfsagt talað um að fénaður hafi
farið í hvarf við þessa hæð, og þann-
ig hafi þetta „rislága" rangnefni
orðið að málvenju fólks, sem hafði
hvorki góða tilfinningu tungunnar
né skilning á orðanna meining.
„Rjúpnadalshlíð" gæti verið nothæft
heiti á hlíð „Rjúpnadals", ef sá dalur
Gunnar Bjarnason
hefur veirð til, einnig „Rjúpnahlíð",
en hún er þá aðeins ein af hliðum
Rjúpnahæðar.
Fyrst var landið okkar kallað
„Garðarshólmi" af landnámsmönn-
um við Skjálfanda, en seinna komu
aðrir menn til sögunnar, ámu land
hér í Reykajvík og kölluðu Garðars-
hólmann „ísland"! Við Þingeyingar
höfum aldrei fárast um þetta við
Sunnlendinga! Forfeður okkar hafa
fundið, að seinna heitið var betur við
hæfi!
Um leið og ég sendi Óttari kveðju
mína vil ég óska þess, að hann sjái
áður en langt um líður Alþingis-
framkvæmdir á Vatnsendahæð, sem
þá mun verða kölluð „Alþingishæð".
©HUSQVARNA
H AUSTTILBOÐ!
10% stadgreiðsluafsláttur fram að mánaðamótum
SAUMIÐ FÖTIN SJÁLF. . .
Það þarf ekki að sauma margar buxur
og blússur til að borga upp
Husqvarna saumavél - hægri hönd
heimilisins.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðuriandsbraut 16 sími 91 -691600
Nýkomið, allskonar fatnaður og skór. Frábært verð.
Peysur á börn
og fullorðna frá kr. 390,-
Skólapeysur frá kr. 490,-
Skólabuxur frá kr. 590,-
Nærfatnaður, mikið úrval.
Nærbuxur kvenna frá kr. 39,-
Nærbuxur karla frá kr. 75,-
Opið mánud.
til fimmtud. kl. 9-18:30
föstudaga kl. 9-20:00
laugardaga kl. 10-16:00
Vatteraðar úlpur á börn
og fullorðna.
Fullorðinsstærðir frá kr. 1.690,-
Regngallar barna frá kr. 800,-
Regngallar
fullorðinna frá kr. 900,-
SIDRMARKAÐUR
Barnastígvél frá kr. 390,-
Barnagallar frá kr. 1.290,-
Jogginggallar.
Nylonsloppar kvenna,
mjög ódýrt.
Skemmuvegi 4 a
■"T*