Morgunblaðið - 02.10.1987, Side 22

Morgunblaðið - 02.10.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 Forkosningar Demókrataflokksins: Kosningaslgóri Duk- akis sleginn siðblindu Átti þátt í falli Bidens Washingfton, Reuter. MICHAEL Dukakis, einn forseta- frambjóðenda bandaríska Repúblikanaflokksins, hefur við- urkennt að kosningastjóri hans hafi skipulagt ófrægingarher- ferð á hendur Joseph Biden, sem nýverið neyddist til að hætta baráttu sinni fyrir því að hljóta útnefningu flokksins vegna ásak- ana um að hafa stundað ritstuld. Það orð hefur farið af Dukakis að hann sé drengur góður og þykir þetta mikið áfall fyrir hann og Demókrataflokkinn. Dukakis, sem er ríkisstjóri Massachusetts, sagði á frétta- mannafundi á miðvikudag að kosningastjóri hans hefði komið myndbandssjtólum á framfæri við sjónvarpsstöðvar og dagblöð sem sýndu að Biden hafði stolið heilu köflunum úr víðfrægri ræðu sem Neil Kinnock, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, flutti á sínum tíma. Dukakis sagði að kosn- ingastjóranum hefðu orðið á alvar- leg mistök. Kosningastjórinn, John Sasso, sagði af sér í gær svo og Paul Tully, stjómmálalegur ráðu- nautur Dukakis, sem vissi um athæfi Sassos en laug að blaða- mönnum er þeir spurðu hann um málið. Sérfræðingar hafa talið Duk- akis eiga allgóða möguleika á þvi að hljóta útnefningu Demókrata- flokksins og þykir sýnt að endur- skipuleggja þurfí kosningabarátt- una þar eð tveir helstu ráðgjafar hans hafa nú sagt af sér. Interpolis-skákmótið: Timman heldur for- ystunni ÞRÁTT fyrir tap í 10. umferð gegn Sokolov er Timman enn cfstur á Interpolis-skákmótinu í Hollandi með 6V2 vinning. HUbner getur þó náð Timman að vinning- nm c‘f hann vinnur biðskák sina gegn Kortsnoj. Onnur úrslit í 10. umferð urðu þau að Jusupov og Andersson gerðu jafntefli og einnig Ljubojevic og Nikolic. Biðskákir úr áttundu um- ferð voru tefldar á miðvikudag og þá vann Kortsnoj Nikolic og So- kolov og Andersson gerðu jafntefli. Staðan þegar fjórar umferðir eru eftir er sú að Timman er sem fyrr segir efstur með 6V2 vinning. í öðru sæti er Hiibner með 5V2 vinn- ing og biðskák. Nikolic og Jusupov hafa 5V2 vinning. Kortsnoj hefur 4V2 og bjðskák og Andersson 4V2 vinning. í sjöunda sæti er Sokolov með 4 vinninga og Ljubojevic verm- ir botnsætið með 3 vinninga. Reuter Michael Dukakis skýrir frétta- mönnum frá framferði kosninga- stjórans. Hneykslismál hafa sett svip sinn á kosningabaráttu frambjóðenda demókrata. Gay Hart aeyddist til að leggja niður vopn er uppvíst varð um samband hans og sýning- arstúlkunnar Donnu Rice. Joseph Biden varð einnig að draga sig í hlé og játaði á opinberum vettvangi að hafa stundað ritstuld og logið til um háskólanám sitt. Nokkrir áhrifamiklir. fylgismenn Demókrataflokksins hafa lýst áhyggjum sínum sökum þessa og telja að framferði kosningastjóra Dukakis verði síst til þess að treysta stöðu flokksins í forsetakosningun- um á næsta ári. „Þetta verður okkur til tjóns," sagði ónefndur heimildar- maður Reuíere-fréttastofunnar. „Almenningur tekur að hallast að því að frambjóðendur flokksins standi ekki undir grundvallar sið- ferðiskröfum," bætti hann við. Reuter Frangois Mitterrand, Frakklandsforseti, býður Bush velkominn til Elysée-hallar í gær. Bush í Frakklandi um afvopnunar samninga: Oryggishagsmunir Vestur- Evrópu hafðir í fyrrirúmi Þykir hafa styrkt stöðu sína til forsetaframboðs Paris, Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, kom í gær til Frakk- lands og átti m.a. viðræður við FranQois Mitterrand, forseta Frakklands, og Jacques Chirac, forsætisráðherra. í viðræðum sinum við Chirac tjáði Bush honum það að við gerð afvopnunarsamkomu- lags við Sovétríkin yrðu öryggishagsmunir Evrópu ávallt hafðir í fyrirrúmi og ítrekaði skuldbindingar Bandaríkjamanna gagnvart Evrópubúum. „Ég sannfærði hann um það að í afvopnunarviðræðun- um væri hvers konar aðskilnaður sameiginlegra hagsmuna Banda- ríkjanna og Evrópu ekki til umræðu,“ sagði Bush fréttamönnum eftir klukkustundarlangan fund þeirra Chiracs. Bush er hæstsetti embættismað- á síðastliðnu ári. Varaforsetinn ur Bandaríkjanna sem heimsækir skýrði Chirac frá viðræðum risa- Frakkland eftir að samsteypustjóm veldanna og samkomulagi um hægrimanna tók við völdum í mars upprætingu meðaldrægra flauga. en ^ SIGUErTU-MMILlfl Áður hafði Chirac látið í ljós nokkr- ar efasemdir um samninginn, eftir viðræðumar við Bush sagði hann samninginn vera „góðan sem fyrsta skrefíð í rétta átt,“ en bætti við að „einn og sér væri þetta slæm- ur samningur." Bush heldur til Lundúna í dag, en áður hafði hann farið til Ítalíu, Póllands og Vestur-Þýskalands. Hinni tíu daga löngu ferð Bush um Evrópu lýkur á morgun. Forsetafram- bjóðandinn Bush Fréttaskýrendur em á einu máli um að Bush hafí vaxið mjög í áliti við ferðalag hans um Evrópu undan- fama daga. Bush hefur ferðast um í þotu forsetaembættisins og við- tökur þær, er hann hefur fengið, hafa verið forseta sæmandi. Mikill höfðingjabragur hefur þótt vera á Bush þessa daga, en til þessa hafa gagnrýnendur gjaman fundið að litleysi hans og dregið leiðtogahæfi- leika hans í efa. Telja menn því að Bush hafí mjög styrkt stöðu sína í ferðinni. Starfsmenn varaforsetans eru á einum máli um að förin hafí tekist eins vel og kostur var. Blaðafulltrúi hans, Stephen Hart, benti á að alls staðar hefðu þjóðhöfðingjar og for- sætisráðherrar umgengist Bush sem jafningja sinn, bæði hvað varð- aði opinberar móttökur sem í einkasamtölum. „Varaforsetinn er virtur ráðgjafí bæði vegna þess að hann hefur víðtæka reynslu og er orðvar." Bush var m.a. sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóð- imar, sérstakur sendifulltrúi forset- ans í Kína og yfirmaður CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, áður en hann var kjörinn varaforseti Ronalds Reagan árið 1980. Skoðanakannanir í Bandaríkjun- um benda til þess að þarlendir kjósendur leggi ríka áherslu á að næsti forseti þeirra sé vel heima í utanríkismálum. Að Alexander Haig, hershöfðingja og fyrrverandi utanríkisráðherra, undanskildum ætti Bush því að hafa forskot á aðra tilvonandi forsetaframbjóð- endur á þessu sviði. Reuter Stjórnarhermenn í Nicaragua með borða þar sem skorað er á Kontra-skæruliða að leggja niður vopn og njóta sakaruppgjafar --------------- sandínista. Sljórnin í Nicaragna til- kynnir vikulangt vopnahlé Bandaríska alríkislögreglan: Virtir rithöfundar voru undir eftirliti Managua, Reuter. DANIEL Ortega forseti Nic- aragua tilkynnti á miðvikudag að hermenn stjórnarinnar myndu leggja niður vopn í eina viku, fram til 7. október. Hermenn, á þrem svæðum þar sem átök hafa átt sér stað milli Kontra-skæru- liða og stjómarhers, munu ekki grípa tíl vopna nema í sjálfsvöm, sagði Ortega í útvarpsávarpi. Vopnahléð er liður í áætlun sem samið var um milli fimm ríkja í Mið-Ameríku 7. ágúst síðastliðinn. í samningnum er gert ráð fyrir að ríkin þijú sem eiga í stríði við skæruliða semji við þá um frið fyr- ir 7. nóvember. Einnig skulu ríkin fímm auka frelsi og lýðræði. Ortega forseti Nicaragua hefur þegar stig- ið stór skref í átt til aukins frelsis með því að leyfa útgáfu dagblaðsins La Prenza og útvarpsstöð kaþólskra í landinu. Ortega sagði að ef vopnahléð yrði virt myndi stjómarherinn á fleiri svæðum leggja niður vopn og vopnahléð yrði framlengt til 7. nóv- ember. Kontra-skæruliðar segjast ekki munu virða vopnahléð. Wa8hington, Reuter. STJÓRNENDUR bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) viður- kenndu á miðvikudag að stofnun- in hefði á sinum tíma safnað upplýsingum um fjölmarga virta bandaríska rithöfunda og fylgst með ferðum þeirra og athöfnum. Sagði í tilkynningu stofnunarinn- ar að þessu hefði verið hætt fyrir 11 árum. Nýlega voru gerð opinber trúnað- arskjöl sem sýna að FBI fylgdist um 50 ára skeið með virtum rithöf- undum svo sem John Steinbeck, Emest Hemingway og William Faulkner. Voru skjölin birt sam- kvæmt lögum um upplýsingaskyldu stjómvalda. Elstu skjölin eru frá því á þriðja áratug aldarinnar og kemur fram að upplýsingum var safnað um 134 rithöfunda vegna grunsemda um að þeir tengdust pólitískum öfgahópum, hefðu and- þjóðfélagslegar skoðanir eða styddu niðurrifstarfsemi. í flestum tilfell- um var þó ekki tiltekið nákvæmlega hvetjar grunsemdimar væru. Lengi hefur verið vitað að FBI fylgdist grannt með athöfnum virtra bandarískra rithöfunda og hafa nöfn þeirra Steinbecks, Carls Sandburg og Johns Dos Passos verið nefnd í því sambandi. Hins vegar varð mönnum ekki ljóst hversu umsvifamikil starfsemi hafði verið rekin í þessu skyni fyrr en skjölin voru gerð opinber. I þeim er einnig að fínna nöfn þekktra höfunda svo sem Thomas Wolfe, Williams Faulkner og Normans Mailer.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.