Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
Kona hleypur niður götu í Los
Angeles eftir að jarðskjálfti skók
borgina. Rúðan í fatabúðinni til
vinstri á myndinni liggur möl-
brotin á götunni. Á innfelldu
myndinni sést Tom Bradley,
borgarstjóri Los Angeles, hlaupa
upp á hæð þegar vart varð við
eftirkipp eftir jarðskjálftann,
sem mældist 6,1 stig á Richter-
kvarða. Borgarstjórinn var að
kanna skemmdir, sem urðu á
Kaliforníuháskóla í skjálftanum.
Mannvirki yfir bílastæði hrundi
niður með þeim afleiðingum að
kona ein lést.
Reuter
Yfirlit yfir jarð-
skjálfta í Kaliforaíu
Los Angeles, Keuter.
JARÐSKJÁLFTAR skutu ibúiun
borgarinnar Los Angeles í Kali-
forníu skelk i bringu í gær.
Mældist mesti skjálftinn 6,1 stig
á Richter-kvarða. Hér á eftir fer
skrá yfir mestu jarðskjálfta, sem
mælst hafa i Kalifomíu á þessari
öld, ásamt mestu skjálftum
siðasta áratugar á hnettinum.
Kalifomía
18. apríl, 1906:
2.800 menn fórust í jarðskjálfta,
sem mældist 6,0 stig, í Norður-
Jemen.
13. október, 1983:
1.300 menn létust í jarðskjálfta
í héruðunum Erzurum og Karz í
austurhluta Tyrklands. Skjálftinn
mældist 7,1 stig á Richter.
19. og 20. október, 1985:
Miklar skemmdir urðu í tveimur
jarðskjálftum í Mexikóborg. Mæld-
ust þeir 8,1 og 7,3 stig. Rúmlega
átta þúsund menn létu lífíð.
Mesti jarðskjálfti sögunnar er
talinn hafa riðið yfír Shannxi í Kína
24. janúar árið 1556. Talið er að
830 þúsund manns hafí farist í
skjálftanum.
Ætlaði varla
aðgetastað-
ið í fæturna
- segir Katrín Ólafsdóttir í Los Angeles
„ÉG HÉLT að ég myndi hristast fram úr rúminu þegar
skjálftinn gekk yfir“ sagði Katrín Ólafsdóttir, nemi í Los
Angeles, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Katrín var sofandi þegar fyrsti
og snarpasti jarðskjálftakippurinn
kom klukkan 7:42 að staðartíma,
en vaknaði óþyrmilega, eins og
nærri má geta. „Það gekk allt í
bylgjum," sagði hún, „smáhlutir
hrundu úr hillum, en bækur héld-
ust." Hún þusti fram á gang á
heimavistinni eftir skjálftann, en
sagðist varla hafa getað staðið í
fætuma fyrst í stað. Katrín sagðist
ekki vita til þess að nein slys hefðu
orðið á mönnum í Occidental Col-
lege, þar sem hún stundar nám, en
mikil hræðsla greip um sig meðal
nemenda, og margir fóru út úr
húsum.
Katrín hélt sig inni við eftir fyrsta
skjálftann, og fylgdist með fréttum
í útvarpi. Hún sagði að það hefðu
stöðugt verið smáskjálftar allan
morguninn eftir fyrsta kippinn, og
að margir hefðu óttast að þeir væru
undanfari enn stærri skjálfta. Sum-
ir þessarra smærri slq'álfta voru
allsnarpir, og tveir mældust 4.4
stig á Richter-kvarða.
Katrín býr mjög nálægt Ríkis-
háskólanum í Kalifomíu í Los
Angeles, þar sem ein kona fórst
þegar veggur hmndi ofan á hana.
Hún sagðist hafa heyrt í útvarpinu
að kviknað hefði í Ríkisháskólanum,
og að pálmatré hefðu hmnið á vegi
í nágrenni við hana, og stöðvað
umferð. Hún sagði að veðrið væri
gott í Los Angeles, 30 stiga hiti
og sól.
15 mílur
San Gabriel-fjöll
RoseBov.i
Kalifornía
Þásadena
UCLA-háskóli
Upptök
skjálftans
Los
Angeles
Kalífornía
Franclsci
Los Angeles
Kyrrahaf
Jardskjálftinn I Los Angeles
Tíu ferkílómetrar af borginni
lögðust í eyði í eldsvoðanum mikla
í San Francisco þegar jarðskjálfti,
sem mældist 8,6 stig á Richter-
kvarða, reið yfír. Rúmlega fímm
hundmð menn létu lífíð og tjón á
mannvikjum var metið á 300 millj-
ónir dollara (um tólf milljarða
ísl.kr.).
10. mars, 1933:
Sautján menn létust í jarðskjálfta
á Long Beach í suðurhluta Kali-
fomíu.
9. febrúar, 1971:
Los Angeles. 64 menn létust í
jarðskjálfta, sem átti upptök sín í
San Femando-dal. Tjón var metið
á einn milljarð dollara (um 40 millj-
arðar ísl.kr.). Jarðskjálftinn mæld-
ist 6,5 stig á Richter-kvarða.
Heimurinn
4. mars 1977:
Rúmenía. Miðborg Búkarest
lagðist í rúst í jarðskjálfta, sem
mæidist 7,5 á Richter-kvarða. 1.541
maður lét lífíð og 11 þúsund slösuð-
ust.
16. september, 1978:
Talið er að 25 þúsund menn hafi
látið lífíð í jarðskjálfta, sem lagði
borgina Tabas í austurhluta fran í
rúst. Skjálftinn mældist 7,7 stig á
Richter-kvarða.
23. nóvember, 1980:
2.735 létu lífið í jarðskjálfta, sem
mældist 7,2 stig á Richter-kvarða,
í suðurhluta Ítalíu.
13. desember, 1982:
Öðlast guWið fyrri sess
á fj ármálamörkuðum?
Waahington, Reuter.
TILLAGA James A. Baker, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, um
að gengi Bandaríkjadollars og annarra helstu gjaldmiðla verði
m.a. miðað við gullverð kann að verða til þess að gull öðlist á
ný fyrri sess á gjaldeyrismörkuðum heims, að sögn fjármálasér-
fræðinga. Baker kynnti tillögu þessa á miðvikudag á árlegum
fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans i Washington.
Baker lagði til að helstu iðnríki
heims sameinuðust um nýja vísitölu
til að unnt væri að sjá fyrir og fylgj-
ast með hugsanlegum verðsveiflum
í heiminum. Kvaðst Baker telja að
á þennan hátt væri unnt að treysta
stöðu Bandaríkjadollars og koma á
stöðugleika í g]aldeyrismálum.
Lagði hann til að vísitalan yrði
bundin meðaltali verðbreytinga á
ýmsum nauðsynjavörum svo sem
hveiti og komi og góðmálmum m.a.
gulli. Sjö helstu iðnríki heims hafa
náð samkomulagi um leiðir til að
samhæfa efnahagsaðgerðir og
kvaðst Baker telja að treysta mætti
samkomulagið á þennan hátt.
Hagfræðingar segja að með til-
lögu þessari sé Baker ekki aðeins
að mælast til þess að gullverð verði
notað sem mælikvarði á verðbólgu-
þróun heldur feli hún í sér að gull
öðlist á ný fyrri sess á fjármála-
mörkuðum heims. Lengi hefur verið
deilt um hvaða hlutverki gullverð
eigi að gegna innan hagkerfisins.
Roosevelt Bandaríkjaforseti tók
Bandaríkjadollar af gullfætinum
svonefnda í kreppunni miklu árið
1933 og Richard Nixon hnykkti enn
frekar á þessu árið 1971 er hann
ákvað að skuldabréf í eigu erlendra
aðilja yrðu ekki lengur innleysanleg
í gulli. Við þetta tók verð á gulli
að hækka en það hafði lengi verið
stöðugt. Frá þeim tíma hafa fjár-
málamenn fjárfest í gulli ef þeir
óttast að verbólga muni rýra verð-
gildi gjaldmiðla. Þannig kostaði
gullúnsan 850 dollara í janúar árið
1981 þegar óðaverðbólga geisaði
og vextir hækkuðu upp í 20 pró-
sent og hefur verðið aldrei orðið
hærra. Bandaríski Seðlabankinn
skarst í leikinn og verðið lækkaði
aftur.
Árið 1982 komst nefnd á vegum
Bandaríkjastjómar að þeirri niður-
stöðu að ekki væri rétt að innleiða
gullfótinn svonefnda að nýju þar
eð hann myndi ekki reynast heppi-
legt tæki til að hemja verðbólgu.
Um miðjan þennan áratug var verð-
ið að meðaltali 260 dollarar á
únsuna en það hefur farið hækk-
andi upp á síðkastið sökum veikrar
stöðu dollarans og kostaði únsan
453,50 dollara á miðvikudag.
Tillaga Bakers kom flestum fjár-
málasérfræðingum á óvart en að
sögn heimildarmanna hefur hann
lengi velt hugmyndum þessum fyrir
sér. Robert Mundell, sem er prófess-
or við Columbia-háskólann í New
York og óopinber ráðgjafí banda-
ríska flármálaráðuneytisins, kvaðst
lengi hafa barist fyrir því að sam-
bærilegt kerfí yrði tekið upp. Að
sögn heimildarmanna Reuters-
fréttastofunnar er líklegt að Bretar
styðji hugmynd Bakers og Frakkar
em einnig sagðir henni hlynntir.
Hins vegar er talið að Japanir og
Vestur-Þjóðveijar leggist gegn