Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 27 IfaYgl Útgefandi istMi&tö Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Svelnsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakið. Auka- fjárveitingar Töluverðar umræður hafa orðið um aukafjárveiting- ar. Er jafnvel gefíð til kynna, að ármál aráðherrar séu að fremja lögbrot með því að sam- þykkja eða stofna til útgjalda, sem ekki eru heimiluð sam- kvæmt Qárlögum. í stjómar- skránni er viðurkennt, að stundum kunni að vera óhjá- kvæmilegt að haga útgjöldum úr ríkissjóði á annan veg en segir í fjárlögum. í 42. grein hennar er mælt fyrir um svo- nefnd fjáraukalög. Með frum- varpi til fjáraukalaga, sem fær sömu þinglegu meðferð og fjár- lög, aflar fjármálaráðherra eða ríkisstjómin heimildar Alþingis, ljárveitingavaldsins, fyrir þeim fjárveitingum, sem stjómin hef- ur innt af hendi á liðnu fjár- hagstímabili umfram fjárlaga- heimild eða án heimildar í fjárlögum. Má líta á samþykkt Qáraukalaganna sem einskonar syndakvittun frá Alþingi ríkis- stjóminni til handa. Oftast gengur afgreiðsla frumvarps til þessara laga hljóðlega og snurðulaust fyrir sig. Almennt séð eru þessar fjárveitingar yfírleitt þannig, að þingmenn sjá litla ástæðu til að þrasa um þær. Fyrir utan það er til lítils fyrir einhvem þeirra flokka, sem hafa átt fulltrúa í ríkis- stjóm hvort heldur fjármálaráð- herra eða annan, að þykjast heilagur og yfír aðra hafínn í þessu efni. Aukafjárveitingar fara ekki eftir flokkspólitískum línum. Að sögðum þessum orðum skal sú skoðun strax sett fram, að aukafjárveitingar á að gagn- rýna eins og annað. Mestu skiptir að það sé gert á réttum forsendum og án þeirrar áráttu að vera í sífellu með alhæfingar og draga alltaf alla í sama dilk- inn. Við mat á þessum fjárveit- ingum eins og öðmm er unnt að líta á tilganginn og spyrja: Er verið að bæta úr brýnni þörf eða að hygla pólitískum samheijum? Er með öðrum orð- um verið að kaupa atkvæði? Þá er eðlilegt, að því sé velt fyrir sér, hvemig á því stendur, að skömmu eftir að afgreiðslu fjárlaga er lokið eftir mikla yfír- legu Qárveitinganefndar, ákveði ríkisstjóm eða ráðherrá með einu pennastriki að breyta þeirri niðurstöðu. Ekki em slík vinnubrögð til þess fallin að efla trú manna á því, að hlut- lægar reglur en ekki geðþótti ráði ákvörðunum. Loks skal það nefnt, að undmn vekur þegar veitt er aukafjárveiting til fram- kvæmda, sem hljóta að hafa verið á döfinni, þegar fjárlög vom ákveðin, eða til reksturs ríkisstofnana, sem hljóta að geta gert haldbærar áætlanir um starfsemi sína. Athyglisvert er, að þeir sem taka sér fyrir hendur að gagn- rýna aukafjárveitingar staldra yfírleitt við einstakar færslur til skýrt afmarkaðra verkefna. Þetta em þó ekki þær fjár- hæðir, sem skipta máli í raun, þegar rætt er um hallann á ríkissjóði. Þar ráða mestu hin almennu útgjöld svo sem vegna launahækkana eða hækkana á tryggingabótum. Fjárlög em þannig úr garði gerð, að í þeim er miðað við ákveðnar verðlags- hækkanir, rejmist sú viðmiðun röng raskast sjálfur gmnnurinn og allir fá einhveija almenna leiðréttingu. Þama em háu töl- umar. Þama eiga einnig flestir hagsmuna að gæta og þess vegna þykir það líklega ekki fréttnæmt. í almennum stjómmálaum- ræðum hafa þeir, sem kenndir em við fijálshyggju, helst varað við ákvæðum á borð við 42. grein stjómarskrárinnar um fjáraukalögin. Meðal talsmanna þess, að í stjómarskrár skuli sett ákvæði er takmarki rétt stjómmálamanna til að leggja á skatta og stofna til útgjalda er James M. Buchanan, er hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði á síðasta ári. Tilraunir í þqssa átt em á döfínni í Bandaríkjunum. Til dæmis hefur öldungadeild Bandarílqaþings samþykkt til- lögu um, að fjárlög skuli vera hallalaus og aukning ríkisút- gjalda takmörkuð. Reynslan frá Bandaríkjunum sýnir hins veg- ar hið sama og hér að þrátt fyrir fögur fyrirheit verður minna úr framkvæmdum, þeg- ar á hólminn er komið. Umræðumar um aukaQár- veitingar era af hinu góða, svo framarlega sem tilgangurinn er að fínna leiðir til úrbóta en ekki koma höggi á einstaka ráðherra eða flokka. Innan marka 42. gr. stjómarskrárinn- ar er unnt að setja skorður við þeirri skipan, sem nú gildir. Á hinn bóginn verða aukafjárveit- ingar ekki stöðvaðar nema þessu ákvæði í stjómarskránni verði breytt. Hefur það verið lagt til? AF INNLENDUM VETTVANGI SVEINN GUÐJÓNSSON Alnæmi á íslandi: Fjórir greinst á lokastigi þrír þeirra eru látnir Um smitsjúkdóminn alnæmi og aðgerðir til að hefta útbreiðslu hans Smitsjúkdómurinn alnæmi hefur vakið meiri ótta meðal almenn- ings en nokkur annar sjúkdómur á þessari öld. Hræðsla fólks er skiljanleg í ljósi þess hversu stutt er síðan sjúkdómurinn uppgötvað- ist og hversu skammt á veg læknavísindin em komin til að spoma við útbreiðslu hans. Þyngst vegur þó sjálfsagt hversu alvarlegar afleiðingar sjúkdómurinn getur haft fyrir þá sem smitast af alnæmi- sveirunni, en þrír einstaklingar hafa nú látist af völdum alnæmis hér á landi. Umræða og fræðsla um sjúkdóminn hefur þó orðið vakning til bættra umgengnis- og hegðunarvenja í þjóðfélaginu og vissulega getur hver einstaklingur lagt mikið af mörkum til að stemma stigu við útbreiðslu alnæmis með þvi að sýna varkámi í samskiptum sinum við aðra, einkum i kynlifi. Þetta dugir þó ekki alltaf og óneitanlega hrekkur maður við þegar sú óhugnanlega staðreynd liggur fyrir, að einn af samborgurum okkar hefur smitast af alnæmisveirunni við það að leggjast inn á sjúkrahús og þiggja þar blóð. Það atvik gefur út af fyrir sig tílefni til að huga nánar að hveraig þessum málum er háttað hér á landi og í eftirfarandi grein verður reynt að varpa ljósi á útbreiðslu þessa sjúkdóms og þá þróun sem orðið hefur í forvarnarstarfi gegn honum hér á landi. Greinin er skrifuð í trausti þess að allar upplýsingar og fræðsla um þessi mál séu af hinu góða. Sá einstaklingur sem varð fyrir þeirri ógæfu að smitast af alnæmi- sveirunni við blóðgjöf er kona á sextugsaldri, gift og á uppkomin böm. Sjúkrasaga hennar hefst með húsbruna seint á árinu 1984. í bmn- anum brenndist konan illa, þannig að 30% af líkamanum brenndist þriðja stigs bmna. Eftir branann var hún flutt á Gjörgæsludeild Landsspítalans í Reykjavík þar sem hún lá hún meðvitundarlaus í heilan mánuð og á gjörgæslu milli heims og helju alls í 2 mánuði. Konan var úrskurðuð 75% öryrki af völdum bmnans og myndi mörgum þykja nóg um slíkt áfall. Þetta var þó aðeins upphafið að enn alvarlegra máli, eins og síðar kom á daginn. Blóð úr sýktum ein- staklingi í læknameðferð á Landspítalan- um var nauðsynlegt að gefa konunni blóð eins og ástand hennar var. Eins og áður er getið var þetta seint á árinu 1984, ári áður en skim- prófanir á blóði hófust í Blóðbank- anum. Það var því engin von til að nokkur gæti séð fyrir afleiðingar þessarar blóðgjafar, þótt það út af fyrir sig sé engin sárabót fyrir kon- una. Reglulegar skimprófanir í Blóð- bankanum hófust í október 1985. Þá vom rannsökuð sýni nokkra mánuði aftur í tímann og í sýni frá því í maí 1985 kom fram jákvæð svömn með tilliti til alnæmismót- efiia. Þetta sýni hafði ekki verið notað í lækningaskyni, en þegar saga blóðgjafans var könnuð kom í ljós, að hann hafði áður gefið blóð árið 1983 og var það blóð notað í umræddu tilviki með þeim afleið- ingum að konan smitaðist af alnæmisveimnni. Ástæðulaust er að rekja hér nánar sjúkrasögu kon- unnar enda getur hver og einn gert sér í hugarlund hvflíkt áfall það hlýtur að vera að verða fyrir slíkri reynslu. Þróun sjúkdómsins Áður en lengra er haldið er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir þróun alnæmissjúkdómsins og þeim erfið- leikum sem læknavísindin standa frammi fyrir í baráttunni gegn út- breiðslu hans. Faglegar upplýsingar í þeirri umfjöllun em að mestu fengnar hjá dr. Haraldi Briem, smitsjúkdómafræðingi, en hann, ásamt læknunum Sigurði B. Þor- steinssyni, Sigurði Guðmundssyni, Kristjáni Erlendssyni og fleirum, hefur látið einna mest að sér kveða í baráttu íslenskra heilbrigðisstétta gegn alnæmi. Það fyrsta sem menn verða að átta sig á er hversu stutt er síðan alnæmissjúkdómurinn uppgötvað- ist. Það var sumarið 1981 að læknar í Bandaríkjunum veittu því athygli að ungir hommar, sem áður höfðu verið líkamlega hraustir, fengu sjaldgæfar sýkingar, sem fram til þess tíma höfðu nær eingöngu hijáð fólk með illkynja sjúkdóma eða þá sem vom á lyfjameðferð sem bælir ónæmiskerfið. Læknamir veittu því einnig athygli að þessir einstakling- ar virtust fá sjaldgæfan illkynja sjúkdóm, sem á fagmáli kallast „Kaposis sarkmein", sem aldraðir einstaklingar fá einstaka sinnum. Ástand þetta var kallað „Acquired Immunodeficiency Syndrome", skammstafað AIDS, sem á íslensku hefur verið nefnt alnæmi eða eyðni. Upphaflega var ekki ljóst hvað olli alnæmi, en á árinu 1983 tókst að fínna veiru, sem veldur sjúk- dómnum. Veiran (Human Im- munodeficiency Vims - HIV) veldur svokallaðri hæggengri veirasýkingu og á lokastigi hennar hefur hún eyðilagt ónæmiskerfi líkamans og leitt til þess að sjúklingurinn verður berskjaldaður fyrir sýkingum og ýmsum illkynja sjúkdómum. Eftir að smit hefur átt sér stað mynda langflestir einstaklingar mótefni gegn veimnni og er misjafnt hversu langur tími líður, í flestum tilvikum nokkrar vikur eða mánuðir. Ástandi einstaklinga, sem smit- ast hafa af alnæmisveimnni, má skipta í fjóra flokka: 1. Einkennalaust smit. Að líkind- um em langflestir í þessum hópi en ennþá er ekki ljóst, hversu marg- ir þeirra sem smistast fá einkenni. 2. Bráð einkenni. Lítill hluti ein- staklinga fær einkenni sem svipar til einkymingasóttar, eins konar hálsbólgu eða heilahimnubólgu af völdum veimnnar. Einkennin koma upp nokkmm vikum eftir smit og líða síðan hjá og getur einstakling- urinn orðið einkennalaus eftir það. 3. Forstigseinkenni alnæmis, sem lýsir sér m.a. í því að sjúklingamir fá viðvarandi eitlabólgju, á a.m.k. tveimur öðmm stöðum líkamans fyrir utan nára. Einnig hafa fundist fleiri einkenni svo sem megmn, hiti, nætursviti, eitlastækkanir, þung- Iyndi, kvíði og fleira. 4. Alnæmi, sem er lokastig sýk- ingarinnar, en þá er sjúklingurinn kominn með fylgisýkingar af völd- um sveppa, einfmmunga, óvenju- legra berklabaktería eða ákveðinna veira. Einnig telst sjúklingur vera með alnæmi ef hann er með sjúk- dóminn „Kaposis sarkmein" og er yngri en 60 ára eða hefur aðra vissa illkynja sjúkdóma. Erfítt hefur reynst að meta hversu hátt hlutfall smitaðra fær lokastig sjúkdómsins, til þess er of skammur tími liðinn frá því að sjúk- dómurinn uppgötvaðist. Nokkrar rannsóknir benda þó til þess að 5 ámm eftir smit séu allt að 20% smitaðra komnir með lokastig al- næmis og að um helmingur þeirra sem sýkst hafa fái forstigseinkenni alnæmis á sama tíma. Horfur þeirra sem fá lokastig sýkingarinnar em afar slæmar og er meðal dánartíðni þeirra um 80% á tveimur ámm frá því að alnæmi greinist. Um smit og smitleiðir Talið er, að allt frá því að ein- staklingur smitast geti hann smitað aðra. Ekkert bendir til að myndun mótefna komi í veg fyrir að menn smiti. Því ber að líta svo á að allir, sem mótefni mælist hjá, geti verið smitberar. Alnæmisveiran hefur verið rækt- uð úr blóðfmmum, sæði, munn- vatni, slími í leggöngum kvenna, támm, bijóstamjólk og öðmm líkamsvessum. Niðurstöður rann- sókna benda til að smitleiðimar séu blóðgjafir, samfarir milli karla og milli karla og kvenna og nálarst- ungur við fíkniefnaneyslu. Þá er einnig hætta á smitun frá smitaðri móður til bams í meðgöngu, fæð- irigu og við bijóstamjólkurgjöf. Hvað varðar samfarir em þær tald- ar hvað varhugaverðastar þegar þær em særandi. Ekki hefur verið unnt að benda á neina sérstaka athöfn í samfömm karls og konu sem em varhugaverðari en önnur, en þó er ljóst að samfarir við marga auka líkumar á smiti. Þess skal getið í þessu sambandi að þótt veir- an hafí fundist í munnvatni hefur ekki verið sýnt fram á að alnæmi smitist með þeim hætti. Sjúkdómur- inn virðist því ekki bráðsmitandi, enda hefur ekki verið sýnt fram á að hann smitist við daglega um- gengi eins og til dæmis venjulega snertingu, með hósta eða hnerra Fíkniefnaneytendur, sem sprauta sig í æð, era í einum af svokölluð- um áhættuhópum. og ekki heldur með matvælum, drykkjarvatni eða í sundlaugum. Þótt bent hafí verið á sérstaka áhættuhópa, svo sem homma og fíkniefnaneytendur, er ljóst að allir geta sýkst af alnæmisveimnni ef smitleiðir þær, sem nefndar vom, em fyrir hendi. Blóðþegar, einkum dreyrasjúklingar, sem þurfa á storkuþáttum að halda, vom í hættu að fá sjúkdóminn, en eftir að blóðskimun á blóðgjöfum og hita- meðferð storkuþáttanna hófst em líkumar taldar hverfandi á því að smit berist eftir þessum leiðum. Útbreiðsla Aður en mótefnamælingar urðu mögulegar var ekki við annað að styðjast til að meta útbreiðslu sjúk- dómsins en að skrá fiölda alnæmis- sjúklinga. Sýkingin er langút- breiddust í Afríku en þar gera menn nú ráð fyrir að um 10 milljón manns kunni að vera smituð af alnæmisvei- mnni, þótt ekki séu til neinar áreiðanlegar skrár um fíölda alnæ- missjúklinga þar. Á Vesturlöndum hefur alnæmi breiðst hvað mest út í Bandaríkjunum og tvöfaldast um þessar mundir skráð tilfelli þar á um það bil 12 til 13 mánuðum. Sjúk- dómurinn virðist hafa komið nokkm seinna upp í Evrópu, en vex nú með svipuðum hraða þar og hann .«SV" Æmrjtk fc..ié,í 'i i __________, i. : ’... l ______________i,. : C______________________________________h._____________________________f ■j v y v ’ j> v" * v * \. ' v J v t v • cs5 '€]?■ ’Cjífr -snp %:|ÍU|gi0jpUl!grsfi -id nfi ] r-.lt-Tft: Skiniprófanir á mótefnum gegn alnæmisveimnni hófust i Blóðbankanum i október 1985 og hafa þær dregið mjög úr lfkunum fyrir smiti við blóðgjöf. gerði í Bandaríkjunum. í október 1986, fyrir réttu ári, vom skráðir yfír 30.000 sjúklingar með alnæmi, yfírgnæfandi meiri- hluti þeirra í Bandaríkjunum. Nú er talið að alnæmissjúklingar sú um 60 þúsund talsins og þar af 40 þúsund í Bandaríkjunum. Sjúk- dómurinn hefur hins vegar greinst í að minnsta kosti 122 löndum f öllum heimsálfum og hafa ber í huga, að víða er sýkingin margfallt útbreiddari en skráð tilfelli gefa til kynna og er litið svo á, að fyrir hvem alnæmissjúkling kunni allt að 100 einstaklingar að vera smit- aðir af veimnni. Alnæmi á íslandi Fyrsta frétt þess efnis að mót- efni alnæmisveiru hefði fundist í blóðsýni hér á landi birtist í Morg- unblaðinu laugardaginn 30. mars 1985. Fréttin var varfærnislega orðuð, einkum þar sem vitnað var í talsmenn heilbrigðisjrfirvalda, enda mun skoðun þeirra á þeim tíma hafa verið sú, að fæst orð bæm minnsta ábyrgð í þessum efn- um. Það var allöngu síðar, að menn komust á þá skoðun að fræðsla og upplýsingar væm bestu vopnin í baráttunni gegn alnæmi. Þrátt fyr- ir varfæmislegt orðalag vakti fréttin talsverða úlfúð, enda höfðu landsmenn fram til þessa bægt þeirri hugsun frá sér, að þessi hræðilegi sjúkdómur gæti borist hingað til lands. Þetta var í mars 1985 og má í því sambandi minna á að blóðið, sem smitaði konuna haustið 1984, var frá árinu 1983. Frá því að fyrsti íslenski sjúkling- urinn greindist með alnæmi (þ.e. á lokastigi) f október 1985 hafa sam- tais fjórir greinst með sjúkdóminn hérlendis, allt karlmenn. Þrír af þeim em nú látnir af völdum sjúk- dómsins. í október 1986 höfðu höfðu alls fundist 29 einstaklingar með smit af völdum veimnnar og nú em þeir 32. Um 70% þeirra em hommar og yfir 20% eiturlyfjaneyt- endur. Af þessum 32 einstakling- um, sem smitast hafa af alnæmisveirunni em, fyrir utan þá fjóra sem fengið hafa alnæmi á lokastigi, 14 með forstigseinkenni en 14 einkennalausir. Varnir gegn alnæmi Enn sem komið er er enginn lækning til við alnæmi og þó lyf séu til, sem geta haldið sýkingunni í skefíum, geta þau ekki unnið bug á sjúkdómnum. Til að vinna bug á útbreiðslu alnæmis þarf að finna haldbært bóluefni, en það virðist miklum erfíðleikum bundið vegna þess að veiran hefur þann eiginleika að breyta jrfirborðsmótefnavaka sínum. Það er því ljóst að fyrir- byggjandi aðgerðir em vænlegastar til árangurs að hefta útbreiðslu þessa sjúkdóms. Mikið forvamarstarf er nú hafið hér á landi þótt deila megi um hvort nógu skjótt hafi verið bmgðið við. í ljósi þess hversu stutt er síðan sjúkdómurinn uppgötvaðist verða íslensk heilbrigðisyfirvöld þó tæp- lega sökuð um slóðaskap í þeim efnum. Eins og áður segir hóf Blóð- bankinn skimprófun fyrir mótefn- um gegn alnæmisveiranni hjá blóðgjöfum í október 1985. Að sögn Ólafs Jenssonar, jrfirlæknis í Blóð- bankanum, er auk skimprófana kannaður ferill blóðgjafa og rejmt á þann hátt að útiloka smitaða ein- staklinga frá blóðgjöf. Skimunin felst í því að leitað er mótefna gegn alnæmisveimnni, sem finnst hjá fólki eftir ákveðinn tíma frá smit- un. Ólafur sagði að meðgöngutími veimnnar væri misjafn en venjulega hefðu einstaklingar myndað mót- efni eftir 4 til 6 vikur. Þó væm dæmi um að lengri tími liði enda væri þetta einstaklingsbundið auk þess sem það færi nokkuð eftir með hvaða hætti viðkomandi einstakl- ingur hefur smitast. „Þegar hins vegar mótefnið hefur mjmdast höfum við tækni, eins og allir Blóðbankar, til að að finna það í blóðsýnum og þetta er kannað við allar blóðgjafír," sagði Ólafur. Hann sagði að sú aðferð, sem notuð væri í þessum efnum hefði verið þróuð í Bandaríkjunum og sett fram í byijun árs 1985 og því mætti segja að sá tími sem þessar aðgerðir vom teknar upp hér á landi hafi verið eðlilegur miðað við nágTannalöndin. Mál konunnar, sem greint er frá hér að framan, væri einsdæmi og ekki vitað um aðra einstaklinga hér á landi, sem smitast hefðu með þessum hætti. „En þetta er skýrt dæmi og lærdómsríkt um það hvað getur gerst, þótt líkumar á að þetta endurtaki sig séu afskaplega litlar. Það yrði þá helst með blóði frá ein- staklingi, sem tekið yrði á með- göngutíma veirúnnar, það er á því tímabili frá því viðkomandi smitast og þar til hann hefur mjmdað mót- efni. Líkumar á því verða þó að teljast hverfandi. Eftir því sem við best vitum emm við að loka mögu- leikanum á þvi að alnæmisveiran berist með bljóðgjöf, og vonandi gerist slíkt ekki aftur hér á Iandi“ sagði Ólafur. Jafnframt því sem byijað var á skimprófun á blóði til blóðgjafar var hafin hitameðferð á storkuþáttum sem gefnir em drejrasjúklingnm og er það talið koma í veg fyrir smit til þeirra. Af öðmm aðgerðum heilbrigðisjrfírvalda má nefna að komin er aðstaða fyrir þá sem em í áhættuhópum, til að fá gerða á sér mótefnamælingu við rann- sóknadeild Borgarspítalans. Á vegum Landlæknisembættisins hafa verið fullmótaðar reglur um meðferð sjúklinga með alnæmi og meðferð sýna frá sjúklingum sem sýktir em. Við Borgarspítalann hefur verið komið upp sérstakri áhætturannsóknastofu þar sem gerðar em allar nauðsynlegar rann- sóknir á sýnum frá alnæmissjúkl- ingum. Heilbrigfðisjrfirvöld hafa haft for- göngu um upplýsingaherferð meðal almennings um smitleiðir sjúk- dómsins og alvarlegar afleiðingar hans. Ljóst er þó að betur má ef duga skal og verður þar að koma til víðtæk samvinna alls þorra al- mennings og heilbrigðisjrfirvalda. í þeim efnum er ekki síst nauðsyn- legt að upplýsa fólk um hvemig sjúkdómurinn smitast ekki, til að draga úr óþarfa ótta við hann og koma í veg fyrir félagslega útskúf- un þeirra sem þegar em smitaðir af alnæmisveirunni og þeirra sem skýkjast kunna í framtíðinni. Eins og nú horfír em allar lfkur á að baráttan gegn þessum heimsfar- aldri verði bæði löng og erfíð og heilbrigðisyfirvöld ein fá þar litlu áorkað, ef ekki kemur til kröftugur stuðningur alls almennings. Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra: Tenging Evrópugjald- miðla um- hugsunarverð FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráð- herra lét þau ummæli falla á - námsstefnu Iðnlánasjóðs um út- flutning að vert væri að vekja athygli á þeirri hugmynd dr. Sig- urðar B. Stefánssonar að tengja gengi islensku krónunnar við gjaldmiðla Evrópubandalagsins. Á námsstefnunni sagði Friðrik að síðastliðin 16 ár hefði verðbólga hér á landi verið margfalt meiri en í samkeppnislöndunum okkar og enn á ný væri verðbólgudraugurinn. að knýja dyra. „Þessi óheillaþróun veldur því að menn hljóta að huga að kostum og göllum þess að fasttengja krónuna við gjaldmiðlakerfi stærri ríkja, eins og reyndar fíölmörg smærri ríki hafa gert,“ sagði Friðrik og vakti athygli á grein Sigurðar B. Stefáns- sonar í Morgunblaðinu, þar sem Sigurður telur vafasamt að íslend- ingum vegnaði verr með gengi krónunnar tengt stöðugleika Efna- hagsbandalagsins. „Ekki skal tekiiT afstaða til þessarar skoðunar, en full ástæða er til að skenkja henni þanka í tengslum við umræðu um útflutningsmál," sagði Friðrik. Mótor tann- læknis gafst upp SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var á miðvikudagsmorgun kallað að tannlæknastofu í Þingholts- stræti, en þar hafði mótor brunnið jffir. Mótor þessi hafði það hlutverk að stjóma sogi plastpípu þeirrar er fólk hefur í munni á meðan það situr í stól tannlæknisins. Ekki er vitað hvað olli því að mótorinn gafst upp á hlutverki sínu. Ekki varð þó af því mikill eldur, en nokkur reyk- ur. Skemmdir urðu því ekki miklar, nema á mótomum sjálfum. Hafnarfjörður: Sjólastöð- in íhugar dagheimilis- rekstur SJÓLASTÖÐIN í Hafnarfirði. hefur farið þess á leit við bæjar- yfirvöld að kannaðir verði möguleikar á samvinnu við fyr- irtækið um rekstur dagheimilis. Að sögn Kristjáns Þórs Gunn- arssonar framleiðslustjóra er stefnt að dagheimili fyrir um 20 til 30 böra. Kristján sagði að hugmjmdin um dagheimili hefði verið til umræðu hjá fyrirtækinu undanfarin ár og nú væm hafnar viðræður við dagvi- starfulltrúa Hafnarfíarðar um hugsanlega staðsetningu og rekstr- arfyrirkomulag. „Hugmyndin er að dagheimilið verði jafnvel rekið í samstarfi við bæjaryfirvöld, en Sjólastöðin leggi til hluta af stofn- kostnaði," sagði Kristján. „Það hefur verið mjög erfitt að full manna fískvinnsluna en dagheimil- ispláss fyrir böm starfsmanna ætti að auðvelda mannaráðningar. “

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.