Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
37
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir SHYAM BHATIA
Iran:
Eiginkona Khomeini slas-
aðist í óeirðunum í Mekku
Eiginkona Ayatollah Khomeini, trúarleiðtoga írans, meiddist
nokkuð þegar grjóti var kastað í enni hennar í óeirðunum i
Mekku á nýliðnu sumri. Frá þessu skýrði læknir einn í Egypta-
landi, sem starfaði við sjúkrahús í Mekku þegar frúin var flutt
þangað.
A
Iranskir byltingarverðir sem
voru með hópi pílagríma í
Mekku gengu berserksgang þegar
þeir fréttu um meiðslin. Saudi
arabískur lögregluþjónn var háls-
höggvinn og margir fleiri urðu
fyrir ár^sum áður en öryggissveit-
um tókst að ná yfirhöndinni.
Staðfest hefur verið í íran að
frú Batoul Khomeini hafi orðið
fyrir meiðslum, og fylgir það sög-
unni að hún hafi leitt hóp kvenna
í fjöldagöngu írana að moskunni
miklu í Mekku. Mekka er sem
kunnugt er helgasta vé múham-
eðstrúarmanna.
Yfirvöld, bæði í íran og Saudi
Arabíu, hafa haft hljótt um
meiðsli frú Khomeini af ótta við
að fréttin gæti enn aukið á þá
miklu spennu sem ríkir milli þess-
ara nágrannaríkja við Persaflóa.
En þar sem Khomeini og kona
hans eru mjög samrýmd eru
meiðsli hennar á vissan hátt skýr-
ing á þeirri grimmd sem fram
kemur í stöðugum ádeilum Irana
á Saudi Arabíu. í göngunni í
Mekku var frú Khomeini rétt fyr-
ir aftan hóp íranskra öryrkja, þar
á meðal særðra hermanna í hjóla-
stólum, sem fóru fremstir í
hópgöngu pílagrímanna. Saudi
arabískir áhorfendur köstuðu
grjóti að göngumönnum þegar
Iranirnir hófu að hrópa vígorð
gegn Bandaríkjunum og Saudi
Arabíu. Reiddust áhorfendur ekki
sízt þegar göngumenn hvöttu til
þess í hrópum sínum að beitt yrði
þeim trúarsið að höggva hendurn-
ar af Fahd konungi landsins.
Þegar gijótkastið hófst lenti
einn steinninn á enni frú Kho-
meini. Tengdadóttir hennar og
eiginkonur tveggja annarra íran-
skra klerka hjálpuðu henni að
komast til nálægs sjúkrahúss þar
sem hún fékk aðhlynningu vegna
taugaáfalls og gert var að meiðsl-
unum. Síðar var hún flutt flugleið-
is heim til Teheran. íranskar
heimildir herma að meiðsli hennar
hafí ekki verið alvarleg og að hún
hafí náð sér að fuilu.
Óeirðirnar geisuðu áfram löngu
eftir að frú Khomeini hafði verið
flutt í sjúkrahús. írönsk yfirvöld
halda því fram að saudi arabískir
öryggisverðir hafí síðar skotið úr
hríðskotabyssum á göngumenn-
ina, en innanríkisráðherra Saudi
Arabíu, Nayef prins, aftekur það
með öllu.
Khomeini æfur
Sagt er að Khomeini hafí orðið
ofsareiður yfir árásinni á eigin-
konuna þótt tilviljun ein hafi ráðið
því að hún varð skotmark gijót-
kastaranna. Ummæli hans í
ávarpi til írönsku þjóðarinnar fyr-
ir nokkru lýsa vel bræði hans í
garð Saudi Araba: „Ég gæti hugs-
anlega fyrirgefið þessum mikla
bandaríska Satan,“ sagði Kho-
meini. „Ég gæti jafnvel fyrjrgefið
Saddam Hussein [forseta Iraks],
en ég get aldrei fyrirgefið trúvill-
ingunum í Saudi Arabíu."
Iranir segja að Khomeini hafí
mikið dálæti á Batoul. Hún er
móðir fimm bama hans, þar á
meðal Ahmeds, eina eftirlifandi
sonar hans, sem er pólitískur ráð-
gjafí föður síns. Sú saga er sögð
Moskan mikla i Mekku, en miðpunktur hennar er Kaaba —
helgidómur múslima.
mesti
rani heldur á lofti Kóraninum
og mynd af Fahd Arabíukon-
ungi, en á henni er búið að
stinga úr konungi augun og
skera úr tunguna.
í íran að hjónaband Khomeinis
hafi hlotið guðlega blessun.
Spámaðurinn Múhameð á að
hafa birzt Batoul í draumi og
varað hana við vanþóknun sinni
ef hún ekki tæki bónorði Kho-
meinis. Eftir að þau giftust hefur
hún verið dyggur stuðningsmaður
eiginmanns síns.
Eftir byltinguna sæmdi Kho-
meini eiginkonu sína heiðursnafn-
bótinni Fakhr Iran, eða Stolt
írans. Hún er nú á sjötugsaldri,
og ákvörðun hennar um að fara
til Mekku er gott dæmi um það
að hún lætur engan segja sér fyr-
ir verkum.
Átti að steypa
stjórninni?
Saudi Arabar telja nú að óeirð-
irnar í Mekku hafí átt að vera
upphafið að skipulögðum aðgerð-
um í tveimur áföngum er áttu að
færa írönum yfírráð konungsrík-
isins. í fyrsta áfanga átti að leggja
undir sig • Kaaba helgiskrínið í
musterinu mikla í Mekku, helg-
asta trúartákn múhameðstrúar-
manna, og þar að lesa upp ávarp
frá Khomeini til pílagrímanna ut-
an dyra.
í síðari áfanga átti að kynda
undir uppreisn í olíuhéruðunum í
austurhluta landsins, þar sem íbú-
amir eru flestir shítar. Hersveit
er hlotið hafði sérþjálfun í íran
átti að ræna Mohammed príns,
landstjóra austurhéraðanna sem
er sonur Fahd konungs, og lýsa
síðan yfír sjálfstæðu íslömsku lýð-
veldi í austurhéruðunum.
Þegar til kastanna kom tókst
þetta ráðabrugg ekki vegna þess
að öryggissveitir Saudi Arabíu
brugðust við af meiri festu en
reiknað hafði verið með í Mekku,
og ekkert varð úr fyrirhugaðri
uppreisn í austurhéruðunum.
Starfsmaður leyniþjónustu Saudi
Arabíu í sendiráði landsins í Te-
heran hafði sent yfírboðurum
sínum í Riyadh greinargerð um
fyrirætlanir Irana í austurhéruð-
unum.
Þessi starfsmaður var Mo-
hammed Ghamdi. Þegar upp
komst um aðgerðir hans réðust
íranskir byltingarverðir inn í skrif-
stofu hans í Teheran og köstuðu
honum út um gluggann. Lézt
Ghamdi stuttu seinna af sárum
sínum. Hefur Fahd konungur fyr-
irskipað að ekkju Ghamdis skuli
greidd sérstök eftirlaun til ævi-
loka.
Stúdentar kallaðir
heim
Til að draga úr frekari árekstr-
um í framtíðinni vilja yfírvöld í
Saudi Arabíu að um 100 Saudi
Arabar, sem nú eru við nám í
íran, komi heim fyrir lok þessa
árs. Þessir stúdentar eru shitar
og yfirvöld óttast að þeir verði
þvingaðir til að gerast félagar í
lítt þekktum félagsskap er nefnist
„íslömsk samtök fyrir frelsun
Arabíu“ og lýtur stjóm yfírklerks-
ins Mohammeds Tabi al Mudarris.
Það eru þessi samtök, undir
vemdarvæng ríkisstjómar írans,
sem senda áskoranir um útvarpið
í Teheran til shíta í austurhémð-
um Saudi Arabíu um að gera
byltingu gegn „kúgurunum“ í
Riyadh. Saudi Arabar telja að einn
forustumanna samtakanna hafi
komið á laun til austurhéraðanna
í júlí s.l., en honum hafí ekki
tekizt að tryggja þann stuðning
sem hann reiknaði með hjá for-
svarsmönnum shíta þar.
Höfundur er fréttaritari brezka
blaðsins The Observer.
Norræna húsið:
Sonur Knut
Hamsuntalar
um föður sínn
NORSKI málarinn Tore
Hamsun, sonur rithöfundarins
Knut Hamsun, talar um föður
sinn í Norræna húsinu sunnu-
daginn 4. október kl. 16.00.
Tore Hamsun er málari og
teiknari, sem haldið hefur Qölda
sýninga í Noregi. Hann hefur einn-
ig sent frá sér nokkrar bækur, sem
fjalla að mestu um föður hans.
Fyrsti fundur FÍD
FÉLAG íslenskra djammara,
FÍD, heldur sinn fyrsta fund i
veitingahúsinu Útópíu að Suður-
Iandsbraut 26 föstudaginn 2.
október.
Markmið félagsins er að leitast
við að hlúa að djammtauginni og
láta hana titra um helgar, eins og
segir í frétt frá félaginu. Fundurinn
í Utópíu hefst kl. 23.30.
Knut Hamsun
Tore Hamsun átti upphaflega að
koma á Knut Hamsun-dagskrá
Norræna hússins í vor, en af því
gat ekki orðið.
Knut Hamsun hefur verið
þekktur hér á landi síðan þýðingar
á bókum hans byijuðu að koma
út. Húsfyllir var á Hamsun-dag-
skránni í vor og er ekki að efa
að fengur er að því að heyra son
hans spjalla um hann segir í frétt
frá Norræna húsinu.
Aðalfundur Bátatryggingar Breiðafjarðar:
91 skip í skyldutryggingu
Stykkishólmi.
AÐALFUNDUR Bátatryggingar
Breiðafjarðar fyrir árið 1986 var
haldinn í húsakynnum félagsins
18. september síðastliðinn. Soff-
anias Cesilsson formaður Báta-
tryggingarinnar setti fundinn og
fundarstjóri var Finnur Jónsson,
en Arni Helgason ritaði fundar-
gerð.
Gissur Tryggvason, framkvæmda-
stjóri Bátatryggingarinnar, las
skýrslu stjómar og gerði grein fyrir
starfsemi sl. árs sem var 48. starfsár
félagsins, en það var stofnað 22.
júlí 1938.
Á árinu voru í skyldutryggingu
hjá félaginu 91 skip og bátar, þar
af 28 opnir bátar og 7 fískiskip yfir
100 tonn. Bókfærð frumtrygginga-
riðgjöld voru um 28 milljónir og þar
af iðgjöld til endurtrygginga um 26
milljónir. Bókfærð endurgreidd
frumtryggingariðgjöld vegna hafn-
arlegu o.fl. námu 4,3 milljónum og
þar af hluti endurtryggjenda 4 millj-
ónir. Nettó frumtryggingargjöld
bókfærð á árinu voru rúm milljón
króna.
42 tjón voru tilkynnt á árinu;
skrúfutjón 19, tjón við bryggju 8,
árekstrar 5 og önnur tjón 8.
Bókfærð iðgjöld hringtrygginga
voru á árinu tæpar 9 milljónir. Ið-
gjöld vegna topptrygginga voru um
1 milljón. Tjón hringtrygginga voru
4.5 milljónir og hlutur topptrygginga
500 þúsund. Eigin tjón vegna hring-
trygginga voru því um 4 milljónir.
Félagið hefír eins og áður umboð
fyrir Samábyrgð íslands á slysa- og
ábyrgðartryggingum skipshafna.
Starfsemi félagsins var með hefð-
bundnum hætti. Ogreidd iðgjöld voru
vaxtareiknuð eins og árið áður og
var viðskiptabátum gert að greiða
1.5 milljónir í vexti.
Tjón ársins voru rúmar 20 milljón-
ir og af 42 tjónum sem urðu á árinu
voru 33 gerð upp í árslok.
Einn starfsmaður er hjá félaginu,
þ.e. framkvæmdastjóri. Varasjóður
Bátatryggingarinnar er nú um 3
milljónir og bótasjóður 8 milljónir.
Afkoman má teljast góð.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Gissur Tryggvason fram-
kvæmdastjóri Bátatrygginga
Breiðafjarðar.
Stjómina skipa nú Soffanias Ces-
ilsson, Grundarfirði, Kristján
Guðmundsson, Rifí, og Kristján Lár-
entinusson, Stykkishólmi.