Morgunblaðið - 02.10.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.10.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 39 Minning: Þóra P. Jónsdóttir frá Reynisvatni Fædd 13. maí 1891 Dáin 21. september 1987 Ástkær tengdamóðir mín, Þóra Petrína Jónsdóttir frá Reynisvatni, er látin í hárri elli. Hún átti ekki nema fjögur ár ólifuð til að fylla heilt árhundrað. Hún fékk þá ósk sína uppfyllta að fá að vera heima fram á síðustu stundu og skilja við í kunnuglegu umhverfi. Með Þóru er fallinn í valinn verðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem lifað hefur tímana tvenna. í minningu tengda- móður minnar get ég ekki látið hjá líða að fara um hana nokkrum orð- um og endurgjalda henni að nokkru þann hlýhug og velvilja sem hún sýndi mér alla tíð. Þóra var fædd 13. maí 1891 í Breiðholti. Foreldrar hennar voru þau Jón Jónsson, bóndi þar og kona hans Björg Magnúsdóttir, en þau hjón áttu miklu bamaláni að fagna og var Þóra yngst þrettán bama sem þeim hjónum varð auðið. Þrátt fyrir alla ómegðina, tókst Jóni og Björgu alla sína hjúskapartíð að sjá bömum sínum farborða. Jón og Björg bjuggu myndarlegu búi að Breiðholti og víst er að þar hefur oft verið gestagangur mikill í sláturtíðinni, er vinnumenn og bændur af Suðurlandi komu slæptir ofan af Hellisheiði með reksturinn til slátrunar í bæinn, enda lá Breið- holtsbýlið um þjóðbraut þvera. Eftir að Jón féll frá 1897, tók Björg við búrekstrinum, sem henni fórst vel úr hendi. Björg stýrði búi í Breiðholti í ein sex ár eða til 1903 er hún brá búi og fluttist til Reykjavíkur með þau bamanna sem ekki vom að fullu vaxin úr grasi. Þá var Þóra á þrettánda ári og var talan þrettán þar enn á ný áhrifa- valdur í lífi hennar. Eins og títt var með böm og unglinga á upphafsáratugum aldar- innar, varð Þóra snemma að sjá sér farborða og leggja til með sér til heimilishaldsins. Eftir að hún flutt- ist til Reykjavíkur vann hún í fiskvinnu, verksmiðjuvinnu og kaupavinnu uppí Borgarfirði og austur í Fljótshiíð. Þóra kynntist í Reykjavík lífsförunauti sínum, Ólafi Jónssyni, múrarameistara frá Stuðlakoti, miklum ágætis- og hagleiksmanni. Þau gengu í það heilaga 14. októ- ber 1913 og lágu leiðir þeirra saman eftir það í rúm fímmtíu ár, eða þar til Ólafur andaðist 25. september 1965, þá rétt kominn á efri ár. Fyrst um sinn bjuggu Þóra og Ólafur í Stuðlakoti, æskuheimili Ólafs. Stuðlakot kannast óefað margir Reykvíkingar við, en það er steinbærinn við Bókhlöðustíginn, beint fyrir sunnan Bókhlöðu Latínu- skólans gamla, en bærinn hefur fyrir skemmstu venð gerður upp í upphaflegri mynd. í Stuðlakoti og á Bókhlöðustig 6a, húsi sem Ólafur reisti, bjuggu þau í rúm tíu ár, eða þar til þau festu sér jörðina Reynis- vatn í Mosfellssveit til ábúðar. Eftir að þau brugðu búi og flutt- ust að Reynisvatni 1924, þurfti víða að taka til hendinni. Húsakostur á Reynisvatni var bæði rýr og lélegur og túnið lítið og þýft. Það var því í nógu að snúast fyrstu búskaparár- in. Olafur byggði nýtt og rúmgótt íbúðarhús og braut ódeigur mikið land til rætkunar. Ólafur var bú- höldur góður, og hafði á fóðrum margt fyár, sem var bæði vænt og fallegt. Þrátt fyrir óbilandi áhuga Ólafs fyrir búskapnum, var hann þó trúr og tryggur þeirri iðn sem hann hafði menntast til, múrverkinu. Hann stundaði múrverk jöfnum höndum með búskapnum allt fram yfír 1950, er hann lagði múrskeið- ina á hilluna og snéri sér alfarið að búskapnum. Meðal þeirra bygg- inga sem Ólafur vann við og tók þátt í byggingu á voru ýmis stór- hýsi, s.s. Landspítalinn, Lands- bankinn, Hafnarhúsið, Hótel Borg og pamla Bíó. Án efa hefur mikið mætt á Þóru á frumbýlisárum hennar og Olafs að Reynisvatni. Þegar hér var kom- ið við sögu höfðu þau eignast fimm böm, sem öll vom ung að ámm og fjögur önnur bættust í bamahópinn næstu árin. Þær stundir sem bónd- inn dvaldi Qarri heimilinu í Reykjavík við múrverkið, hafði Þóra í mörgu að snúast, barnauppeldi og búverkum. Eflaust hefur jafn- lyndi og æðmleysi Þóm og vænt- umþykja fyrir bömum og ferfætl- ingum átt stóran þátt í því að bústörfm gengu sinn vanagang, þótt Ólafur væri við störf í Reykjavík. Böm þeirra Þóm og Ólafs urðu níu talsins. Þau em Geirlaug, sem dó innan við ársgömul, Geirlaug Ólafsdóttir sem er búsett hjá dóttur sinni og tengdasyni á Berserkseyri á Snæfellsnesi, Björg sem lést rúm- lega tvítug 23. desember 1938 ókvænt og bamlaus, Anna sem var ókvænt og barnlaus og bjó lengst af í foreldrahúsum, en hún lést 9. mars 1984, Jón sem haldið hefur heimili með móður sinni, Sigríður sem búsett er í Keflavík, Guðríður sem er búsett í Njarðvíkum og Jó- hanna og Kristinn sem búa í Reykjavík. Eftir að bömum vom vaxin úr grasi, fyllti næsta kynslóð upp í það tóm sem verður þegar bömin em farin að heiman. Öll barnabömin, sem em 17 að tölu, dvöldu lang- dvöldum á Reynisvatni hjá ömmu og afa meðan hans naut við. Enn á ný 1980 urðu breytingar á högum Þóru. Hún seldi Reykjavík- urborg landareignina og húsakost- um á Reynisvatni og fluttist búferlum að Mávahlíð í Reykjavík, þar sem hún eyddi ævikvöldinu. Tvö bama hennar Anna og Jón héldu þar heimili með henni. Samvistimar við Önnu urðu þó skemmri heldur en vonir stóðu til, því Anna lést fjómm ámm síðar eftir skamm- vinna sjúkdómslegu, sextíu og þriggja ára að aldri. Þrátt fyrir háan aldur og margt viðvikið á langri ævi, hafði Þóra fótavist allt fram á síðasta dag og fylgdist vel með öllu þó líkamlegt þrek væri farið að minnka. Til marks um hversu Þóra var em og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðlífínu, þá hélt hún úr- klippubók yfir það sem henni þótt markverðast í frásögnum blaðanna og hún las og pijónaði alveg fram á það síðasta. Alla ævi hafði Þóra mjög sterkar taugar til æskustöðva sinna í Breið- holtinu. Þegar embættismenn á vegum Reykjavíkurborgar vom að finna götum í Breiðholtinu nöfn, var Þóra höfð með í ráðum, enda óvíst að aðrir eftirlifandi hafi verið t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og jarðarför KARLS ÁSGEIRSSONAR, sfmrltara frá Akureyri. Ragnar Karlsson, Birna Sigvaldadóttír, Ásta Karlsdóttlr, Ólafur Sveinsson, Ásgeir Karlsson, Guðrún I. Jónsdóttir, börn og barnabörn. kunnugri ömefndum og staðháttum á þeim slóðum en hún. Borgaryfir- völdum þótti við hæfi að nefna þijár götur í höfuðið á Þóru og tveimur sytmm hennar, göturnar Þómfell, Lóuhól'ar og Maríubakki. Ræktar- semi Þóm við Breiðholtið kom ekki síst fram í því að henni var um- hugað um varðveislu ömefna í Breiðholtinu, þótt gömlum kvía- stæðum og stekkjarbrotum væri valið það hlutskipti að lenda undir undirstöðum íbúðarhúsa og háhýsa. Þóra brást því glöð við þeirri beiðni starfsmanna Ömefnastofnunar að fylla í eyður stofnunarinnar um ömefni á bernskuslóðum hennar og næsta nágrenni. Þóra var um margt einstæð kona. Hún var hjartahlý og ráðagóð og vildi úr hvers manns vandkvæðum ráða. Hún var mikill dýravinur og náttúmnnandi, hún unni öllu því sem lífsandinn hrærði. Mér er það ávallt minnisstætt þegar ég kom inn í fjölskylduna um tvítugt og þá meir eftir móðurmissi, að hún gekk mér þá þegar eins og í móðurstað. Það var ávallt á vísan að róa þar sem Þóra Jónsdóttir var annars vpgar. Ég mun standa í ævarandi þakkarskuld við það sem þau hjón bæði, Þóra og Olafur gerðu fyrir okkur og bömin eftir að þau fóm að koma uppeftir að Reynisvatni og dvelja tíma og tíma hjá ömmu og afa. Betri tengdaforeldra hefði ég ekki getað hugsað mér. Guð varðveiti minningu þeirra beggja. Að endingu finnst mér við hæfi að láta fylgja vers úr sálmi Hallgríms Péturssonar, Bæn um kristilega burför, en skáldskapur Hallgríms var í miklum metum hjá Þóm. Þú mildi Guð, þrenning blessuð, það lífið, sem ég unni. Sé þér lof, dýrð Drottinn minn, skýrð djúpum af hjartans grunni. A dauðastund í dýrðar hönd Drottins fel ég minn anda. Jesú Guðs son, gjörðu þá bón: Gef mér farsælan enda. Þorgeir Þorkelsson Amma mín, Þóra Petrína Jóns- dóttir, lést 21. september sl. 96 ára gömul. Ég ætla hér að minnast hennar nokkmm orðum. Amma var fædd að Breiðholti í Reykjavík og ólst þar upp í stómm systkinahópi, en foreldrar hennar bjuggu þar myndarbúi á þeirra tíma mæli- kvarða. Hún giftist afa, Ólafí Jónssyni, múrarameistara árið 1912 og hófu þau búskap sinn að Stuðlakoti við Bókhlöðustíg í Reykjavík og áttu þar heimili í tíu ár, en árið 1922 keypti afi Reynis- vatn í Mosfellssveit og bjuggu afí og amma þar stórbúi að því er mér fannst. Afi vann alltaf við múrverk í Reykjavík og nágrenni og lentu því bústörfin að miklu leyti á ömmu. Afi og amma áttu níu böm. Fjögur þau elstu fæddust í Reykjavík en Guðmundur Ú. Sigur- jónsson - Minning Fæddur: 15. júní 1942 Dáinn: 26. september 1987 Margar góðar minningar leita nú á huga minn þegar elskulegur frændi minn er kvaddur. Við Gummi áttum margar góðar stundir saman þegar ég bjó í návist við hann einn vetur. í herbergi hans var alltaf jafn gaman að koma, þar hafði hann margt athyglisvert til að sýna. Alltaf var Gummi tilbúinn til að gera allt fyrir alla, það þurfti aðeins eitt orð og Gummi var hlaupinn. Hann var mér sérstaklega hjálp- samur fyrir þrem vikum þegar ég var að gæta litlu frænku okkar í tæpa viku, þá fór Gummi út í búð og verslaði, ef ég komst ekki. Eins sátum við oft saman og röbbuðum og eyddum tímanum saman, því oft var tíminn lengi að líða, en um leið og Gummi kom upp og við fórum að leika og spjalla við litlu frænku okkar sem Gumma þótti mjög vænt um, þá leið tíminn. Undir sama þaki og Gummi bjó, býr systir hans Olöf og hennar fjöl- skylda, sem var Gumma mjög góð. Eftir að Gummi missti mömmu sína fyrir íjórum árum hefur Ólöf tekið hlutverki hennar eftir því sem hægt hefur verið. Gummi átti góðan vin á heimilinu, hann Halla, ég man að þeir áttu margar góðar stundir saman, enda saknar hann Gumma frænda mikið. Síðustu stundir okkar saman voru á föstudaginn 25. september og voru það góðar stundir, en svo stutt er á milli lífs og dauða að næsta morgun vakna ég við þá ömurlegu fregn að Gummi frændi sé dáinn, það er alveg ótrúlegt hversu fljótt þetta getur gerst. Það eina sem ég hugga mig við er að hann er kominn til ömmu og hún hefur örugglega tekið vel á móti honum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég minn elskulega frænda Gumma. Bið ég Guð að styrkja elsku afa minn og fjölskylduna í Nökkvavogi 5 við þennan mikla missir. Beta Það er stórt skarð höggvið við lát Guðmundar Siguijónssonar. Hann er þriðji á einu ári sem deyr úr hópnum sem ólst upp hér í Nökkvavogi. Gummi, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist ásamt tvíbura- bróður sínum, Sigurði, 15. júní 1942. Voru þeir annað og þriðja bam hjónanna Elísu Guðmunds- dóttur og Siguijóns Úlfarssonar. Gummi gekk aldrei heill til skóg- ar og hafði þar af leiðandi skerta starfsorku. En það er ekki þar með sagt að hann hafi setið auðum hönd- um. Hann var manna liprastur í sendiferðum og útréttingum um allan bæ og nutu margir góðs af því. Aðalsmerki hans voru artar- semi og góðvild, eins og að senda stelpukrakka stóra afmælistertu, af því að mamma hennar var ijar- verandi á sjúkrahúsi og senda nýorðinni ömmu í næsta húsi blóm í tilefni fyrsta bamabamsins, svona mætti lengi telja. Móðir hans rækt- aði þessa eiginleika dyggilega. Það var stór og áhyggjulaus bamahópur sem ólst upp í Vogun- um, þar sem mömmumar vom heimavinnandi og alltaf til taks ef á þurfti að halda. Systkinin á 5 vom sjö talsins, samheldin í æsku og stóðu saman ef eitthvað var gert á hlut annarra. Gummi átti stóran vinahóp og var vel liðinn og marga velgjörðar- menn átti hann. Get ég ekki látið hjá líða að nefna Halldór Sigfússon hárskera og Gunnar Fredriksen flugstjóra, skal þó á enga aðra hall- að. Elísa móðir Gumma lést mjög skyndilega í júní 1983 og var það honum mikill harmdauði. Það var sem eitthvað biysti hjá honum við lát hennar. Þá kom í hlut Siguijóns hin fæddust að Reynisvatni. Eins og að líkum lætur var í mörgu að snúast á stóm búi með stóran bamahóp og var því oft erilsamt hjá ömmu. Þrátt fyrir mikið álag var amma alltaf við góða heilsu og náði hún háum aldri. Hún bar aldur- inn vel og var hraust og vel em fram á það síðasta. Afi dó árið 1965 og bjó amma áfram að Reynis- vatni fram til ársins 1980, en þá flutti hún til Reykjavíkur. Móðursystir mín, Anna, bjó alltaf með ömmu eftir að afi dó og vom þær mjög samrýndar. Anna lést árið 1984. Einnig bjó móðurbróðir minn Jón hjá ömmu. Sem bam og unglingur var ég mikið á Reynisvatni og taldi ég þar vera mitt annað heimili. Nú þegar ég horfi til baka finnst mér að ég eigi ömmu og Önnu mikið að þakka fyrir alla þá hlýju og umönnun sem þær sýndu mér. Eins og áður getur var amma alltaf heilsuhraust. Hún stundaði öll búskaparstörfin, fór í §ósið, vann við heyskapinn og gekk til allra starfa auk sjálfs heimilishalds- ins. Það var alltaf mjög gestkvæmt á Reynisvatni og kunni amma því vel enda hafði einnig verið svo á æskuheimili hennar, Breiðholti, sem lá í þjóðbraut, er bændur áttu leið til Reykjavíkur. Amma tók því vel á móti gestum, gaf þeim tíma og sinnti þeim. Hún var glaðlynd og glettin, félagslynd og var mjög virk í starfi og leik. Amma átti mikið af bamabömum og bamabama- bömum og var henni mjög annt um þau og fylgdist vel með þeim öllum. Ömmu var mjög annt um mig og tók virkan þátt í uppeldi mínu. Oft spilaði hún við mig og em mér stundimar með henni mjög minnis- stæðar. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti um leið og ég kveð hana ömmu mína. Fari hún í friði. Þóra Björg Ólafsdóttir foður hans að halda heimili fyrir þá og gerði hann það vel með að- stoð Olafar, yngstu systur Gumma, og hennar íjölskyldu. Það em dásamlegar minningar sem gleymast ekki frá síðasta fundi okkar, daginn áður en kallið kom. Það vekur mann til umhugsunar um hvað bilið milli lífs og dauða er stutt. Kæra fjölskylda í Nökkvavogi 5, mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur á sorg- arstundu. Inda Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.