Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987
AKSTURSÍÞRÓTTIR
Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Sigur eða ekkert, verður hugarfar margra ökumanna í Norðdekk-rallinu á laugardaginn, sem er síðasta tækifæri rallöku-
manna til að sanna eigin getu. Porsche 911 Jóns S. Halldórssonar og Guðbergs Guðbergssonar verður meðal keppnisbíla
og sjálfsagt verða þeir manna grimmastir eftir ófarir í Ljómarallinu.
„Sigur er mark-
miðid ad venju“
- segirJón Ragnarsson rallökumaður
„ÉG ER ofboðslega rolegur yfir
þessu ralli. Ég hef allt að vinna
og engu að tapa og sigur er
markmiðið að venju. Oryggið
verður þó í fyrirrúmi, enda geta
leiðirnar verið kolómögulegar,
það fer eftir veðri,“ sagði ís-
íandsmeistarinn Jón Ragnars-
son, en hann verður meðal
keppenda í Norðdekk-rallinu,
sem fram fer á laugardaginn.
Það leggur 31 bfll af stað í
keppnina, sem liggur að mestu
um fjallvegina Kaldadal og Uxa-
hryggi.
Islandsmeistarakeppnin er ráðin,
þannig að margir ökumenn
munu sleppa sér lausum á sérleið-
unum, með sigur í huga. „Ég ætla
að gera það sama
Gunnlaugur og allir hinir, allir
Rögnvaldsson ætla að vinna, og
skrifar nilla hver öðrum
upp. Ég geri mitt
ýtrasta til þess að það verði erfítt
fyrir hina að vinna,“ sagði Birgir
Bragason, sem ekur Talbot Lotus.
Orð hans lýsa hugarfari toppöku-
manna vel. Meðal þeirra verða Jón
S. Halldórsson og Guðbergur Guð-
bergsson á Porsche 911, sem veltu
illa í Ljómarallinu. Bíllinn hefur
verið sleginn í samt horf og er klár
í baráttuna. Þeir félagar fengu þó
slakt rásnúmer sem gæti háð þeim
eitthvað.
Margir toppbílar hafa lent í
tæknilegum ógöngum í sumar og
þessi síðasta keppni er mönnum
mikilvæg til að sýna og sanna get-
una. Steingrímur Ingason og Ægir
Armannsson á Datsun 510, Hjör-
leifur Hilmarsson og Sigurður
Jensson á Talbot og Ásgeir Sigurðs-
son og Bragi Guðmundsson á
Toyota eiga allir harma að hefna
og verða skæðir.
Flokkur óbreyttra bíla verður
stór, en þar hefur oftast ráðið
ríkjum Birgir Viðar Halldórsson á
Mazda 323 4x4, sem hann ekur
ásamt Indriða Þorsteinssyni. „Ég
ætla að vinna óbreytta flokkinn,
steikja hina kappana, eða grilla þá
öllu heldur ...“ sagði Birgir sem
er alvanur kokkur. Keppninni lýkur
við húsnæði Norðdekk kl. 16.00 á
laugardag.
HANDBOLTI
Stúdentar leika
í 3. deild í vetur
NÚ í haust mun handknatt-
' leiksdeild ÍS hefja annað
starfsár sitt. Þá munu setu-
þreyttir stúdentar draga fram
skóna og undirbúa sig að kost-
gæfni fyrir 3. deildarkeppnina
í vetur.
Síðasta vetur var frumraun
stúdenta og setti það strik í
reikninginn, hversu æfíngaaðstaða
ri>5 ■íjíl tlt qcL íalvEtt
var bágborin. Enginn íþróttasalur
var þá fyrirligglandi sem var nægi-
lega góður til handboltaiðkunnar.
Aftur á móti hefur liðsmönnum
áskotnast æfíngaaðsta sem þeir
hyggjst nota af fullum krafti í vetur.
Þjálfari liðsins verður hinn gamal-
kunni handknattleiksmaður og
menntaskólakennari, Sigurður Sva-
varsson. Líklegt er að fleiri hand-
kattleiksmenn leynist innan veggja
I r 11.: • j < ,1‘t I. .:; iir.tl 31 ‘
háskólans sem hafa áður leikið
handbolta en orðið að leggja skóna
á hilluna vegna náms.
Allir liðtækir handknattleiksmenn
eru boðnir velkomnir í hópinn. Ef
áhugi er fyrir hendi er hægt að
hafa samband við Bjöm Rúnar í
síma 656103 eða Einar í síma
15841.
Fréttatilkynning
jnj.elii&m ••ar-jjf i> iisíj.
HAFNARBOLTI
Bandarískar
íþróttir
UM þessar mundir er mikið um
sviptingar ívinsæiustu liðs-
íþróttum í Bandaríkjunum.
Þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna
og aðal sumaríþróttin, hafnar-
bolti (baseball), er nú að enda
keppnistímabilið. Aðeins er eftir ein
vika af keppni at-
Gunnar vinnumanna og
Valgeirsson úrslitakeppnin, sem
skrifar þarlendir kalla
„heimsseríuna", er
stutt. Aðeins fjögur lið, sigurvegar-
ar í riðlunum fjórum f aðaldeildinni,
komast í úrslit.
Eins og staðan er eftir leiki sl.
þriðjudags, er næsta víst að lið
Minnesota, St. Louis, San Francisco
og annaðhvort Detroit eða Toronto
komast í úrslit. Ekkert þeirra liða
sem komst í úrslit í fyrra, kemst í
úrslit að þessu sinni.
Flestir spekingar vestra veðja á lið
St. Louis í úrslitakeppninni. Liðið
leikur mjög skemmtilegan bolta og
mun að öllum líkingum sigra í erfið-
asta riðlinum. Lið St. Louis og San
Francisco leika næsta örugglega til
úrslita í „National“-deildinni, en lið
Minnesota og Detroit eða Toronto
í „Amerísku“-deildinni.
Þess má geta að liðin í homabolta
leika 162 leiki yfir sumarið áður
en úrslitakeppnin hefst! Fyrir utan
æfingaleiki áður en keppnistímabil-
ið hefst.
Þrjár vinsælustu vetraríþróttimar
standa misjafnlega þessa dagana.
Körfuknattleiksmenn og leikmenn
í íshokkídeildinni (NHL) æfa nú á
fullu fyrir veturinn. Keppnistímabil
þeirra beggja hefst í október og eru
liðin í þessum íþróttagreinum að
þreifa fyrir sér með kaup og sölur
á leikmönnum þessa dagana. Á
þessu stigi er mest um nýliða að
ræða og engar stórsviptingar vænt-
anlegar í NBA-deildinni fyrir
keppnistímabilið. Báðar þessar at-
vinnudeildir áttu gott keppnistíma-
bil í fyrra og koma vel undirbúnar
fyrir veturinn.
Þriðja vetraríþróttin, bandarísk
knattspyrna (football), stendur nú
á tímamótum. Leikmenn í NFL-
atvinnudeildinni eru í verkfalli, en
leikmenn í háskóladeildinni eru
komnir á fulla ferð.
Ekkert var leikið um sl. helgi í
NFL-deildinni og talið er mjög ólík-
legt að verkfallið leysist fyrir næstu
helgi. Samningaviðræður leik-
manna og eigenda liðanna em
komnar í strand og hefjast ekki
aftur fyrr en seint í þessari viku.
Á meðan þetta ástand varir hafa
eigendur liðanna reynt að „skrapa“
saman í lið fyrir nk. sunnudag.
Hafa þeir reynt að ná í nýliða sem
ekki vom boðnir samningar af fé-
lögunum nú í haust. Þá hafa nokkrir
eldri leikmenn sem hættir vom að
spila verið kallaðir aftur til starfa.
Knattspymuáhugamenn vestra
velta nú fyrir sér hversu lengi þetta
ástand muni vara og hversu góðir
leikimir verði með þessum vara-
mönnum.
Þetta er í annað sinn sem banda-
rískir knattspymumenn fara í
verkfall. Árið 1982 vom þeir í verk-
falli í 57 daga, en þá reyndu
eigendur ekki að ná í varamenn og
ekkert var leikið á meðan á verk-
fallinu stóð.
Samningaviðræður nú hafa strand-
að á kröfum um hærri byijunarlaun
nýliða og „frelsi" leikmanna sem
uppfyllt hafa samninga við félögin.
Leikmenn vilja vera frjálsir til að
semja við hvaða lið sem er eftir að
samningar þeirra renna út, en eig-
endur vilja ekki heyra á það minnst.
Vilja eigendur halda núverandi kerfí
sem gefur þeim allan rétt yfir leik-
mönnum sem uppfyllt hafa samn-
inga.
Leikmenn hafa sýnt mikla einingu
í verkfallinu fram að þessu. Hefur
enginn leikmaður enn snúið aftur
til æfínga eða keppni. Þetta ástand
kemur varla til með að standa til
langframa. Þrýstingur á leikmenn
verður meiri og meiri með hverri
vikunni sem líður um að snúa aftur
til starfa.
Hvar er boltinn?
Nú fer að draga til tíðinda í hafnarboltanum (baseball) í Bandaríkjunum.
Úrslitaleikimir fara að he§ast.
. illJl 1 ,l{n 3 jl j