Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 02.10.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1987 51 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Ólafur Þórðaraon skoraði glæsilegt mark gegn Austur-Þjóðveijum á Laugardalsvelli í undankeppni Ólympíulei- kanna. Liðið sem leikur gegn Portúgal á miðvikudaginn verður að mestu leiti skipað sömu leikmönnum og sigraði Austur-Þjóðveija svo eftirminnilega. íslenska ólympíuliðið leikur gegn Portúgal á miðvikudaginn Birkir Kristinsson í hópinn fyrir Guðmund Hreiðarsson FRJÁLSAR Stefnt aðsigri gegn Lúxem- borg UNGLINGALANDSLIÐ drengja (19 ára og yngri) f f rjálsum fþróttum keppir á morgun við nokkur af bestu félagsliðum Evrópu auk unglingalandsliðs Lúxemborgar. essi keppni var fyrst á milli þriggja félaga frá Englandi, Hollandi og Belgíu, en er nú opin öllum félögum í Evrópu og auk þess mega landslið fámennustu Evrópuþjóða taka þátt. Eftirfarandi félög keppa að þessu sinni: R.F.C. Liege og Houtland frá Belgíu, A.A.C. Amsterdam frá Holl- andi, Shaftesburi Harriers og Birchfíeld Harriers frá Englandi, Stade Clermontois frá Frakklandi, Herakles frá Grikklandi, Bruhl frá Sviss, Bayer Uerdingen frá Vest- ur-Þýskalandi, Karlskrona frá Svíþjóð, landslið Lúxemborgar og landslið íslands. Eftirtaldir skipa íslenska liðið, keppnisgreinar innan sviga: Jón a. Magnússon HSK (lOOm, 4xl00m, stangarstökk), Einar Ein- arsson Armanni (200m, 4xl00m), Friðrik Larsen HSK (400m, 4x400m), Steinn Jóhannsson FH (800m, 4x400m), Finnbogi Gylfa- son FH (1500m), Bjöm Pétursson FH (2000m), Frímann Hreinsson FH (3000m), Ólafur Guðmundsson HSK (HOm grind, langstökk, 4xl00m), Friðrik Steinsson UMSS (400m grind, 4xl00m), Einar Kristjánsson FH (hástökk), Haukur Guðmundsson HSK (þrístökk), Bjarki Viðarsson HSK (kúluvarp, kringlukast), Ágúst Ándrésson UMSS (spjótkast), Jón A. Sigur- jónsson KR (sleggjukast), Einar Freyr Jónsson UMSB (4x400m), Kristinn Guðlaugsson FH (4x400m). íslenska liðið tók þátt í þessari keppni í fyrra og tapaði þá fyrir öllum liðunum, en nú er stefnt að sigri gegn Lúxemborg. SIGFRIED Heid landsliðsþjálf- ari íknattspyrnu hefur valið 16 leikmenn til þátttöku f leik Portúgals og íslands í undan- keppni Ólympfuleikanna sem fram fer « Leiria í Portúgal á miðvikudagskvöld. Eina breyt- ingin á liðinu frá þvf í leiknum gegn Austur-Þjóverjum hér á Laugardalsvelli er að Birkir Kristinsson kemur inn fyrir Guðmund Hreiðarson. ÆT Islendingar eru nú í 3. sæti í riðl- inum, hafa 3 stig eftir jafn marga leiki. Austur-Þjóðveijar eru í efsta sæti með 6 stig eftir 5 leiki og ítalir í öðru sæti með 5 stig eftir 3 leiki. Hoilendingar eru í 4. sæti með 2 stig eftir 4 leiki og Portúgalar í neðsta sæti með 2 stig eftir 3 leiki. Portúgal hefur gert tvö jafntefli, við Austur-Þjóðveijar og ítali á heimavelli, en tapað fyrir Austur- Þjóðveijum 1:0 á útivelli. Það getur því orðið við ramman reip að draga hjá íslendingum í leiknum gegn Portúgöium í Leiria á miðvikudag- inn. En íslensku strákamir hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir. Eftirtaldir leikmenn skipa landsliðs- hópinn, landsleikjafjöldi í sviga: Markverðir: Friðrik Friðriksson...Fram (9) Birkir Kristinsson.......ÍA (0) Aðrir leikmenn: Guðmundur Steinsson ....Fram (14) Guðmundur Torfason.............. Winterslag (9) Guðni Bergsson..........Val (15) Halldór Áskelsson......Þór (13) Heimir Guðmundsson.......ÍA (1) Ingvar Guðmundsson......Val (3) Njáll Eiðsson..........Val (7) Pétur Amþórsson.......Fram (10) Ólafur Þórðarson........ÍA (13) Ormarr Örlygsson......Fram (3) Sveinbjöm Hákonarson....ÍA (8) ValurVálsson...........Val (2) Viðar Þorkelsson......Fram (11) Þorsteinn Þorsteinsson...Fram (5) Liðið heldur utan á morgun, laugar- dag, til London. Þaðan verður haldið á sunnudaginn til Lissabon, þar sem dvalið verður til þriðju- dags. Þá verður haldið til Leiria og dvalið þar fram yfír leik. KNATTSPYRNA Lélthjá Feyenoord ^ ÞRÍR leikir fóru fram í Evrópu- keppni félagsliða í knattspyrnu í gœrkvöldi. Beveren frá Belgíu tapaði 1:0 á útivelli gegn Bohemians Prag og skoraði Pavel Chaloupka eina mark leiksins á 11. mínútu. Það dugði samt skammt því Beveren vann fyrri leikinn 2:0 og fer áfram í 2. umferð. Katowice, sem slí Fram út úr Evr- ópukeppninni f fyrra, tapaði 2:1 á |fl| heimavelli gegn Sportul Búkarest. Tirlea og Cristea skoruðu fyrir gest- ina, en Koniarek minnkaði muninn á 30. mínútu. Þá vann Feyenoord Spora 5:2 f Lúxemborg, en Hollendingamir unnu fyrri leikinn 5:0. Elstrup skor- aði fyrst fyrir gestina, en Di Domenico og Jeitz komu heima- mönnum jrfir fyrir hlé. Hockestra, Wijnsteckers og Hausch skoruðu sfðan þijú mörk á fímm mínútum eftir klukkutíma leik. ENGLAND Fer Liverpool á toppinn á morgun? LIVERPOOL hefur byrjað keppnistímabillð mjög vel M. deild ensku knattspyrnunnar og þó liðið eigl tvo leiki til góða er Ifklegt að meistararnir fyrr- verandi skjótist á toppinn í deildinni á morgun. Liverpool lék sér að Derby í vikunni og aðeins Peter Shilton í marki Derby kom í veg fyrir að sigurinn varð ekki stærri en 4:0. í fyrri viku sýndi Liverpool stórleik gegn Newcastle og er almennt talið að nýliðar Portsmouth sæki eklri stig á Anfíeld á morgun. QPR er enn í efsta sæti, en leikur á útivelli gegn Wimbledon. QPR hefur leikið gegn fímm Lúndúnar- liðum í deildinni f haust og ávallt sigrað, en Wimbledon hefur enn ekki tapað heima. Chelsea fær Newcastle í heimsókn og verður það fyrsti leikur Mirand- hina í London. Everton fer til Southampton og Sheffield Wednes- day mætir Spurs í London. Totten- ham hefur sigrað í síðustu 13 heimaleikjum í deildinni og liðið er sigurstranglegt á morgun. West Ham fær Derby í heimsókn, en hvorugt liðið hefur skorað í síðustu þremur leikjum. KNATTSPYRNA / 1.DEILD Morgunblaöiö/Gunnlaugur Hðrður Halgason og Sigurður Már, sonur hans, eftir 6:0-sigurleik gegn Vfði á Akureyri f sumar. Hörður Helgason hættur hjá KA HÖRÐUR Helgason, sem tók við nýliðum KA frá Akureyri í vor og hélt þeim f 1. deild, verð- ur ekki áfram þjálfari liðsina. Hörður sagði við Morgunblaðið í gær að hann hefði tilkynnt stíóm KA þetta með mikilli eftirsjá. „Eg hafði mikinn áhuga á að vera áfram, en vegna persónulegra ástæðna sá ég mér það ekki fært. Ég er hins vegar ekki hættur að þjálfa og er að hugsa framhaldið," bætti hann við. Hörður náði frábærum árangri með Skagaliðið og KA náði settu marki undir hans stjóm f sumar. Víst er að mörg félög hafa áhuga á að fá þennan snjalla þjálfara, en hann fer ekki langt frá Akranesi, þar sem hann starfar sem kennari. , Slgurður einnig suður? Sigurður Már Harðarson, sonur Harðar, sem kom inn f KA-liðið sfðari hluta sumars, og blómstraði þar, fer að öllum líkindum einnig suður á ný — búast má við að hann verði í herbúðum Skagamanna næsta sumar, en með þeim lék hann auðvitað upp alla yngri flokka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.