Morgunblaðið - 11.10.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 11.10.1987, Síða 1
96 SIÐUR B/C 230. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 11. OKTOBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líbanon: Loftárás á búðir skæruliða Tel Aviv, Beirút, Reuter. ÍSRAELAR gerðu loftárás á stöðvar skæruliða á yfirráða- svæði Sýrlendinga við vatnið Qaroun í Beka-dalnum í suður- hluta Líbanons í gær. Talsmaður ísraelsku herstjórnar- innar sagði að fjórar orrustuþotur hefðu varpað sprengjum á þjálfun- arbúðir fyrir hryðjuverkamenn. Manntjón varð er öflug bílsprengja sprakk í Trípolí í norður- hluta Líbanons í gær. Fossá í klakaböndum Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Uppræting kjarnorkuflauga í Evrópu: Leggur Evrópuríkjum meiri ábyrgð á herðar - segir Carring- ton lávarður Haag, Reuter. CARRINGTON lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, kveðst telja að hugsanlegt samkomulag risa- veldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarnorku- flauga muni verða til þess að ríki Vestur-Evrópu taki i auknum mæli að annast eigin varnir. Seg- ir hann einnig að hlutverk herafla Bandarikjamanna i Evr- ópu kunni að breytast undirriti leiðtogar risaveldanna afvopn- unarsáttmála síðar í haust eins og almennt er talið. Carrington lávarður lýsti þessum skoðunum sínum á föstudag er hann ávarpaði fund áhugamanna um vestræna samvinnu í Haag, höfuðborg Hollands. „Eftir að sam- komulag hefur verið undirritað um meðal- og skammdrægar flaugar álít ég að ríki Vestur-Evrópu muni sæta vaxandi þrýstingi um að taka virkari þátt í eigin vömum einkum með tilliti til ójöfnuðar á sviði hefð- bundins vígbúnaðar" sagði lávarð- urinn í ræðu sinni. Ríki Atlantshafsbandalagsins hafa fallist á samkomulagsdrög risaveldanna um útrýmingu flaug- anna, sem nú liggja fyrir. Hins vegar eru stjórnvöld í mörgum ríkjanna uggandi um að samkomu- lagið verði til þess að veikja fæling- arstefnu bandalagsins. Þá þykja yfirburðir Sovétmanna á sviði hefð- bundins vígbúnaðar vera sérlega ógnvænlegir. Hans van den Broek utanríkisráðherra Hollands hnykkti á þessu er hann ræddi stöðu af- vopnunarmála á fundinum í Haag. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri unnt að gera frekari af- vopnunarsáttmála við Sovétríkin fyrr en að Vestur-Evrópuríkin hefðu treyst vamir sínar. Samningamenn risaveldanna í Genf vinna nú hörðum höndum að gerð afvopnunarsáttmálans. Enn hefur ekki náðst samkomulag um á hve löngum tíma flaugarnar skuli upprættar. Vladimir Suslov, einn helsti afvopnunarsérfræðingur Sov- étstjómarinnar, sagði á föstudag að Sovétmenn þyrftu fímm ár til að fjarlægja flaugarnar en Banda- ríkjamenn hafa lagt til að þær verði eyðilagðar á þremur ámm. „Við höfum náð samkomulagi um hvern- ig standa beri að eyðileggingu flauganna, en við teljum að það muni taka nokkurn tíma,“ sagði Suslov. Sjá ennfremur forystugrein, „Ár frá leiðtogafundi", á bls. 32 og grein um leiðtogafundinn, „Braut- in rudd í átt að þýðingarmiklu samkomulagi", á bls. 60-63. Bretar kaupa bandarísk fyrirtæki London, Reuter. BREZKIR aðilar fjárfestu fyrir 24 milljarða dollara, eða jafnvirði 960 milljarða islenzkra króna, í bandarískum fyrirtækjum á fyrstu 9 mánuðum ársins, að sögn brezks fjárfestingarfyrirtækis, Hoare Govett. Um er að ræða gífurlega aukningu frá fyrri árum því fjárfestingar brezkra aðila í bandarískum fyrir- tækjum allt árið 1986 námu 14 milljörðum dollara og 5 milljörðum árið 1985. Er því spáð að upphæðin nemi 27 milljörðum dollara í ár, eða um 1.050 milljörðum íslenzkra króna. Mestu kaupin á þessu ári voru gerð er British Petroleum (BP) keypti hluta bandaríska olíufyrirtækisins Standard Oil fyrir 7,6 milljarða doll- ara, eða 30 milljarða króna. BP hlaut ekki meirihluta í Standard við kaup- in. Þessu næst koma kaup Hanson Trust á Kidde-fyrirtækinu fyrir 1,7 milljarða dollara. Imperial Chemical Industries (ICI) keypti efnafram- leiðslufyrirtækið Stauffer Chemicals fyrir 1,69 milljarða dollara og vinnu- miðlunin Blue Arrow keypti fyrirtæki í sömu grein, Manpower, fyrir 1,3 milljarða dollara. Grænland: Nýlendutímaimm er lokið — sagði Jonathan Motzfeldt við setningu landsþingsins Nuuk, frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Grænlenska landsþingið var sett í gær og var Poul Schlilter, forsætisráðherra Danmerkur, viðstaddur setninguna. Fer hann nú sjálfur með málefni Græn- lands í dönsku stjórninni eftir að Grænlandsmálaráðuneytið var lagt af 8. september sl. Jonathan Motzfeldt, formaður landstjórnarinnar, sagði í setning- arræðunni, að nú þegar Græn- landsmálaráðuneytið hefði verið lagt niður litu Grænlendingar svo á, að nýlendutímanum væri lokið. Öll eigin mál Grænlendinga væru komin í þeirra hendur að undan- skildum heilbrigðismálunum, sem landstjómin tekur við 1. janúar árið 1989. Sagði hann, að nokkur ágreiningur hefði verið uppi þegar landstjórnin tók við húsnæðismál- unum og svo væri einnig með heilbrigðismálin. Hefði landstjómin því ekki áhuga á að taka við þeim nema danska stjómin legði fram nægilegt fé til endurbóta og upp- byggingar í þeim efnum. Motzfeldt sagði í ræðu sinni, að f efnahagsmálunum yrði lögð mest áhersla á uppbyggingu fiskiðnaðar- ins og nefndi það einnig, að grænlenska þjóðin ætti undir högg að sækja þjóðum, sem lifðu á kjöti af ferfætiingum. Nú væri komið að því að ræða nánar um hvalveið- amar og boðaði hann nánara samstarf við íslendinga og Færey- inga um þau mál. Mennimir lifa þó ekki á brauði einu saman, sagði Motzfeldt. Grænlensk tunga og menning em þessari þjóð sálin sjálf og um- heimurinn gefur henni engin grið. „Þess vegna verðum við að vera á varðbergi fyrir erlendum áhrifum,“ sagði Motzfeldt. „Ef við týnum sjálfum okkur er til einskis barist í þessu landi."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.