Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 4 EITT AR LIÐIÐ FRA LEIÐTOGAFUNDINUM I REYKJAVIK Brautin rudd íáttaðþýð- ingarmiklu samkomulagi sín frumkvæðið. Ótrúlega langur blaðamannafundur Gorbachevs í Háskólabíói, sem sýndur var í beinni útsendingu ríkissjónvarpsins, líður mönnum seint úr minni og hið sama gildir um furðulega samkundu, sem efnt var til á Keflavíkurflugvelli er Reagan forseti ávarpaði vamarliðs- menn og sömuleiðis þótti ástæða til að varpa milliliðalaust inn á hvert heimili í landinu. Blendin viðbrögð Óhætt er að fullyrða að viðræður leiðtoganna í Reykjavík vöktu tak- markaða hrifningu meðal stjóm- valda í mörgum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Mönnum þótti framhjá sér gengið og þær raddir heyrðust að Bandaríkjamenn hygðust ganga á bak skuldbinding- um sínum um að ábyrgjast vamir Vestur-Evrópu á átakatímum. Þótt brýna nauðsyn hefði borið til að setja upp Evrópuflaugamar til að þrýsta á Sovétmenn um að setjast að samningaborðinu þótti mörgum skorta pólitískt samráð. Fyrr í vik- unni birti tímaritið Newsweek stórmerka grein eftir Henry Kiss- inger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna þar sem hann segir alvarlegan trúnaðarbrest hafa skapast milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Vestur-Evr- ópu. Kissinger talar um leiðtoga- fundinn sem „áfallið í Reykjavík" óg telur Bandarílqastjóm hafa gef- ið Sovétmönnum tækifæri til að beita Evrópuríkin þrýstingi. Vígbúnaðarsérfræðingum þóttu tillögur Bandaríkjamanna ekki nógu vel ígrundaðar og sköpuðust þegar líflegar umræður um her- 1 fræðilegar afleiðingar þess að uppræta Evrópuflaugamar. Raunar er þeim umræðum hvergi nærri lok- ið. Mörgum þótti vegið að grund- vallarvamarstefnu Atlantshafs- bandalagsins, sem hvílir á kenningunni um sveigjanleg við- brögð á átakatímum. Yrðu flaug- amar flarlægðar yrði vikið frá einum lið fælingarstefnunnar og hugmyndir um stigmögnun átaka fyrir borð bomar. Kjamorkuvarnir Bandaríkjamanna í Vestur-Evrópu yrðu fjarlægðar og eftir stæðu lang- drægar kjamorkuflaugar, sem samkvæmt vamarstefnu Atlants- hafsbandalagsins em lokaliður kenningarinnar um sveigjanleg við- brögð á átakatímum. Henry Kiss- inger sagði á árum áður, þegar rætt var um uppsetningu banda- rísku flauganna í Evrópu, að langdrægu flaugamar í Banda- ríkjunum kæmu bandamönnum í Evrópu að litlu gagni, þar sem eng- inn fremdi sjálfsmorð fyrir annan. Meðaldrægu flaugamar hafa ekki síður sálrænt og pólitískt gildi en hemaðarlegt. Yfirburðir Sovétmanna Þá var á það bent að Sovétmenn hefðu komið upp fjölda skamm- drægra kjamorkuflauga, sem draga 500 til 1.000 kílómetra, og myndu þær tryggja þeim ógnvænlega yfir- burði ekki síst í ljósi þess að herafli Atlantshafsbandalagsins réði ekki yfir þess háttar vígtólum fyrir utan 72 úreltar flaugar af gerðinni Pershing 1A sem staðsettar eru í Vestur-Þýskalandi. Að auki nytu Sovétmenn gífurlegra yfirburða á sviði hefðbundins vígbúnaðar og efnavopna, sem yrði ógnvænlegri en ella yrði kjamorkuvömum í Vestur-Evrópu kastað á glæ. Loks nefndu sumir herfræðingar að Sov- étmenn kynnu einfaldlega að meta vígstöðuna, sem skapast myndi, á þann veg að það væri raunhæfur möguleiki að hefja sókn til vesturs. Vestur-Þjóðverjar bentu á að bloss- uðu átök upp í Evrópu yrðu þeir bardagar háðir á þýsku landsvæði. Töldu þeir því nauðsynlegt að jafn- framt yrði samið um fækkun skammdrægra kjamorkuflauga og svonefndra vígvallarvopna, sem draga innan við 500 kflómetra. Al- mennt má því segja að menn hafí óttast að uppræting Evrópuflaug- anna myndi raska vígbúnaðarjafn- væginu og reynast alvarleg ógnun við öryggi Evrópu. Vert er að geta þess að enn er deilt um mörg þeirra atriða sem hér hafa verið nefnd þótt risaveldin hafi gert með sér bráðabirgðasamkomulag um með- al- og skammdrægar flaugar og tekist hafi að leysa ákveðin ágrein- ingsefni. Grein Henrys Kissinger, sem minnst var á hér að framan, er glöggt dæmi um þetta. I febrúar á þessu ári afréð Mik- hail Gorbachev að binda samkomu- lag um Evrópuflaugamar ekki lengur því skilyrði að jafnframt yrði samið um takmarkanir á sviði geimvarna. Þar með féllust Sovét- menn endanlega á tillögu Banda- ríkjastjómar frá árinu 1981 um „núlllausnina" svonefndu. Banda- ríkjamenn og aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins fögnuðu þessum sinnaskiptum og sögðu að unnt yrði að heíja viðræður á grundvelli Reykjavíkurfundarins en jafnframt yrði að he§a viðræður um fækkun skammdrægra kjamorkuflauga. Gorbachev féllst á þessa tillögu í aprílmánuði er hann var staddur í Tékkóslóvakíu. Lagði hann til að skammdrægar flaugar yrðu uppr- ættar með öllu en krafðist þess jafnframt að slíkt samkomulag tæki einnig til Pershing lA-flauga í eigu Vestur-Þjóðveij a. Kjamorkuáætlananefnd Atlants- hafsbandalagsins kom saman til fundar í Stavanger í Noregi í maí- mánuði. Fundinn sátu vamarmála- ráðherrar þeirra 14 ríkja sem eiga fulltrúa í nefndinni. Fundarmenn urðu ásáttir um að krefjast bæri þess að Sovétmenn eyddu öllum meðaldrægum flaugum sínum bæði í Evrópu og Asíuhluta Sovétríkj- anna. Sovétstjómin mótmælti þessu í fyrstu og sagði niðurstöðu ráð- herranna ekki í samræmi við viðræður leiðtoganna á fundinum í Reykjavík.' Fáeinum dögum síðar féllst Gorbachev hins vegar á þessa kröfu þó svo hann sakaði Bandríkja- stjóm um að vilja tryggja sér yfirburði á sviði kjamorkuvopna í Asíu. Ráðherrafundur í Reykjavík Afstaða vamarmálaráðherranna var síðan ítrekuð er utanríkisráð- herrar NATO-ríkja funduðu í Reykjavík í júnímánuði. Voru Sov- étmenn jafnframt hvattir til að fallast á að samkomulag tæki einn- ig til meðaldrægra kjamorkuflauga í Asíu þar eð ljóst væri að eftirlit með ákvæðum samkomulags yrði á allan hátt auðveldara ef flaugamar yrðu upprættar með öllu. Sama afstaða var látin í ljós varðandi skammdrægar flaugar. Carrington lávarður framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins sagðist á blaðamannafundi í Háskólabíói telja sérlega mikilvægt að í lokaályktun ráðherrafundarins hefði verið horfið frá upprunalegu tillögunni um „núlllausnina", sem tók eingöngu til kjamorkuflauga í Evrópu. Vert er að benda á að í lokaályktuninni var ekki minnst á kjarnorkuflaugar Vestur-Þjóðveija. Afstaða Atlants- hafsbandalagsins hefur ævinlega verið sú að þær tilheyri þriðja ríki og séu því ekki á samningaborðinu í viðræðum risaveldanna frekar en kjamorkuvopn Breta og Frakka. Deilur höfðu verið uppi innan sam- steypustjómar Helmuts Kohl kanslara en eftir mikið japl, jaml og fuður höfðu stjómarflokkamir náð samkomulagi um að þeim skyldi haldið utan afvopnunarviðræðn- Viðræður um meðal- og skammdrægar eldílaugar í janúar til þess að bæðí Sovétrík- in og Bandaríkin útrými meðal- drægum flaugum í Evrópu á fímm til átta ára tímabili að því tilskildu að Bretar og Frakkar auki ekki við kjamorkuherafla sinn. í febrúar leggja Banda- ríkjamenn til að öllum meðal- drægum flaugum risaveldanna verði komið fyrir kattamef fyrir lok þessa áratugar, en hafna því að kjamorkuvopn Breta og Frakka verði með á þeim for- sendum að það sé ekki Banda- ríkjanna að semja um þau. Eduard Shevardnadze, hinn nýi utanríkisráðherra Gorbac- hevs, heimsækir Washington og fellur frá kröfu Sovétmanna um vopn Bretlands og Frakklands. í sömu heimsókn færir hann Bandaríkjaforseta leynilega upp- ástungu um skyndilegan leið- togafund. Á Reykjavíkurfundinum í október verða Reagan og Gorbachev ásáttir um hugmyndir til grundvallar samningi um upprætingu meðaldrægra flauga í Evrópu, en hvort ríkið um sig megi halda eftir 100 kjamaodd- um í Bandaríkjunum og Asíu- hluta Sovétríkjanna. Gorbachev krefst þess á hinn bóginn að í slíkum samningi sé kveðið á um geimvopn og fundurinn rennur út í sandinn. Skammdræg kjarnorkueldflaug af gerðinni Pershing-IA. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, hjó óvænt á hnútinn er hann tilkynnti í ágústmánuði að flaugar þessar í Vestur-Þýskalandi yrðu teknar niður er stórveldin hefðu uppfyllt ákvæði samkomulags um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarnorkueldflauga. 4-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.