Morgunblaðið - 11.10.1987, Page 63

Morgunblaðið - 11.10.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 63 anna. Fundarmenn fögnuðu því einnig að stárveldin skyldu stefna að 50 prósent fækkun langdrægra kjamorkuvopna og hvöttu til þess að samið yrði um eyðingu efna- vopnabirgða og bann við frekari framleiðslu efnavopna. A ráðherra- fundinum í Reykjavík lögðu aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins því blessun sína yfir upprætingu með- al- og skammdrægra flauga. „Nú er Bandaríkjamanna að ákveða framhaldið," sagði Carrington lá- varður. Sinnaskipti Vestur- -Þjóðverja í júlímánuði tilkynnti Mikhail Gorbachev að Sovétstjórnin gæti fallist á „tvöföldu núlllausnina", þ.e. eyðingu allra skamm- og með- aldrægra flauga og svo framarlega sem kjarnorkuflaugar Vestur-Þjóð- vetja, sem unnt er að búa kjarna- oddum í eigu Bandaríkjamanna, yrðu ekki undanskildar. Þar með hafði brautin verið mörkuð í átt til bráðabirgðasamkomulagsins, sem risaveldin gerðu með sér, er Eduard Shevardnadze átti viðræður við bandaríska ráðamenn í Washington í síðasta mánuði. Eftir að risaveldin höfðu margítrekað ólíka afstöðu sína til vestur-þýsku flauganna, sem virtust ætla að tefja verulega fyrir samkomulagi, lýsti Kohl kansl- ari því óvænt yfir í ágústmánuði að Vestur-Þjóðveijar væru reiðu- búnir til að taka flaugamar niður eftir að stórveldin hefðu eyðilagt margnefndar flaugar sínar. Með þessum sinnaskiptum hjuggu Vest- ur-Þjóðveijar á hnútinn og víst er að lengi munu menn velta því fyrir sér hvað olli þeim. Pullvíst má telja að þeir Reagan og Gorbachev komi saman síðar í haust til að undirrita samkomulag um upprætingu meðal- og skamm- drægra flauga og verður það í fyrsta skipti sem stórveldin semja um raunverulega afvopnun en ekki takmörkun vígbúnaðar. Dagsetning leiðtogafundarins verður ákveðin er George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur til Moskvu þann 23. þessa mánaðar til fundar við Shevardnadze, starfsbróður sinn. Samningamenn risaveldanna í Genf leggja nú nótt við dag við að leysa þau ágreiningsmál sem eftir standa en þau munu flest vera tæknilegs eðlis og aðallega varða framkvæmd eftirlits og hvemig staðið skuli að eyðileggingu vopn- anna. Víðtækar afleiðingar Þegar hafa komið fram ákveðin viðbrögð ráðamanna ríkja Vestur- Evrópu og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á þeim vettvangi. Bretar og Frakkar hyggjast ekki láta undan þrýstingi um að skera niður eigin kjamorku- herafla og Frakkar og Vestur- Þjóðveijar hafa rætt um að koma á fót sameiginlegu varnarmálaráði, sem fleiri ríki Vestur-Evrópu geti síðar átt aðild að. Bent hefur verið á að Sovétstjómin muni vafalítið halda áfram þeirri stefnu sinni að freista þess að reka fleyg milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Evrópu. Ræða Gorbachevs í Múrmansk á dögunum er raunar staðfesting þessa svo og umræða um að tiltekin svæði verði lýst kjamorkuvopnalaus, sem er bæði óframkvæmanlegt og beinlínis stór- hættulegt þegar litið er til þess að kjamorkuvopn þjóna þeim tilgangi, með ótvíræðum fælingarmætti sínum, að koma í veg fýrir að ógn- vænlegustu vígtólunum, hinum hefðbundna vopnabúnaði, verði beitt. Verði kjamorkuflaugar í Evr- ópu upprættar má búast við að stjómvöld í stærstu ríkjum Vestur- Evrópu sjái sig tilneydd til að auka framlögtil varnarmála til að styrkja hinn hefðbundna herafla. Sagan sýnir að aukin fjárframlög í þessu skyni vekja litla hrifningu meðal almennings og verði þessi raunin má búast við heiftarlegum deilum í þessum ríkjum. Fullgild rök virðist mega færa fýrir því að það muni veikja Atlantshafsbandalagið stór- lega taki Evrópuríkin einhliða upp þá stefnu að leita eigin leiða í örygg- is- og vamarmálum. Hitt er jafn- ljóst að eftir Reykjavíkurfund leiðtoganna munu NATO-ríkin í Evrópu kosta kapps um að skil- greina betur öryggishagsmuni sína og krefjast þess að tekið sé tillit til þeirra á næstu stigum afvopnunar- viðræðna. Þessar nánast þversagn- arkenndu niðurstöður kunna að reynast afdrifaríkustu afleiðingar fundarins sögulega á íslandi. Samkomulagið verður lagt fyrir Bandaríkjaþing til staðfestingar og hafa tilteknir þingmenn, þeirra á meðal Sam Nunn formaður her- málanefndar öldungadeildarinnar, sagt að þegar þar að kemur verði hugsanlega þrýst á Reagan forseta um að skuldbinda sig til að virða ákvæði ABM-sáttmálans sem gæti aftur á móti orðið til þess að hefta tilraunir og rannsóknir tengdar geimvamaráætluninni. Hins vegar er ekki við öðm að búast en sam- komulagið hljóti staðfestingu þingsins. Ákvörðun NATO um að koma fyrir bandarískum kjamorku- eldflaugum í Vestur-Evrópu olli miklum deilum í viðkomandi ríkjum. Nú hafa sömu stjómmálaflokkar og í flestum tilfellum sömu ráða- menn og sögðu flaugamar nauð- synlegar á sínum tíma lýst því yfir að hlutverki þeirra sé í raun lokið. Eftir þetta verður ekki aftur snúið. 1987: í febrúar fellst Gorbachev á það sem Reykjavíkurfundurinn strandaði á — að samið verði um meðaldrægar flaugar óháð öðr- um málum. Shultz fer í heimsókn til Moskvu í apríl og þar segist Gorbachev samþykkja að uppr- æta allar skammdrægar flaugar (500-1000 km) innan árs frá samningi um meðaldrægar flaugar, en NATO-ríkin höfðu lýst yfír áhyggjum sínum á þessu sviði. Þrátt fyrir efasemdir Vest- ur-Þjóðveija samþykkir utanrík- isráðherrafundur NATO-ríkj- anna í Reykjavík að allar bandarískar og sovéskar skamm- og meðaldrægar flaugar skuli upprættar, en Shultz ítrekar að samkomulagið megi ekki taka til Pershing lA-flauga Vestur- Þjóðveija. 22. júlí fellst Gorbachev á til- lögu Reagans um að samkomu- lagið taki ekki eingöngu til kjamorkuflauga í Evrópu heldur verði skamm- og meðaldrægar flaugar upprættar með öllu. Bandaríkjastjóm og aðildarríki NATO telja að verði allar flau- garnar eyðilagðar verði auðveld- ara en ella að sannreyna hvort samningar séu haldnir. 26. ágúst heitir Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, því að kjamorkuflaugar af gerðinni Pershing 1A, sem staðsettar em þar í landi, verði teknar niður þegar risaveldin hafa fjarlægt kjamorkuflaugar sínar. Sovét- stjómin kveðst ekki geta sætt sig við að bandarískir kjarnaodd- ar í flaugamar verði aðeins fjarlægðir, þá beri að uppræta. 18. september tilkynna risa- veldin að bráðabirgðasamkomu- lag um upprætingu meðal- og skammdrægra flauga liggi fyrir og muni þeir Reagan og Gorbac- hev undirrita samkomulag þessa efnis á leiðtogafundi síðar í haust. Ræsir auglýsir til sölu nýjan MERCEDES BENZ 260 E-4MATIC aldrifsbíl. Bifreiðin er árg. 1988 og vel búinn aukahlutum. Fyrir viðskiptavini okkar auglýsum við til sölu: Mercedes Benz 190E árg. 1986, ekinn 9 þ.km. Mercedes Benz 300D árg. 1984, ekinn 250 þ.krrv,. Nánari upplýsingar gefur Stefán Jónsson í síma 91-619550. RÆSIR HF Aóalumooö Daimier Benz AG á Islandi Skúlaqötu 59 Sfmi 91^19550 PósJhóll 5031 Teiex 2166 raesir is 125 Reykjavik AUTOHAUSHAMBURG Útflutningurá bílum til íslands án vandræða á viðráðanlegu verði beinustu leiðfrá Þýska- landi. Mercedes Benz - BMW - Porche - Audi T.d eigum við á lager úr 300 bílalagerokkar: 14xDB SE 280 árg. ’80-’85 í mismunandi litum, tæki fylgja. Útflutningsverð frá DM 25.000.- 60xDB E árg. ’83-’87 sjálf- skiptan og beinskiptan í mismunandi litum, tæki fylgja. Utflutningsverðfrá DM 20.500.- Audi 100 árg. ’83-’86 sjálf- skiptan og beinskiptan. Útflutningsverð frá DM 14.200,- Við seljum alla bíla á nettó/ útflutningsverði. Öll nauðsyn- leg pappírsvinna innifalin. Heimsækið okkur eða hafið samband í síma. Ensku- og sænskumælandi sölumenn okkar munu reyna að verða við öllum ykkar óskum í sam- bandi við bílaviðskiptin. Autohaus Hamburg St. Georg Steindamm 61,2000 Hamburg 1, W-Germany. Sími: 40-24-11 68 69/40-24-24 32 12 Teiex: 2166703 wkd. rýmingarsala á borðdúkum og fl. 20% til 50% afsláttur Matar- og kaffidúkar, blúndudúkar, flauelsdúkar, hekl- aðir dúkar, allskonar smádúkar og löberar. Jóladúkar Tilboðsverð á 10 til 12 manna útsaumuðum kaffidúkum m/servéttum, áður 4.820,- nú 1.900,- Uppsetningabúðin, Hverfísgötu 74, Sími 25270, póstsendum ■91 VTÐURKENNDIR: Bamabílstólar Bamaöiyggisbelti BamabUpúðar Burðarrúmsfestingar naust BORGARTUNI 26 Sími 62 22 62.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.