Morgunblaðið - 07.11.1987, Síða 2
2
MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
Rauði kross íslands afhenti slökkviliðinu í
Reykjavík tvo sjúkraflutningabíla i gær, föstu-
dag. Þá var Dalvíkingum afhentur bíllinn sem
fjærst er á myndinni. Á innfelldu myndinni eru
sjúkraflutningamenn að sýna notkun búnaðar
bílanna. Hér eru tveir þeirra að taka hjartarit
af þeim þriðja.
Rauði kross íslands:
Þrír sjúkrabílar bætast í flotann
SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík
var í gær, föstudag, afhentir
tveir nýjir sjúkraflutninga-
bilar. Slökkviliðið hefur nú sex
sjúkrabíla tii umráða og sagði
Hrólfur Jónsson, aðstoðar-
siökkviliðsstjóri, að bílar og
búnaður til sjúkraflutninga hér
væri með þvi besta sem gerðist
i nágrannalöndum okkar. Þá
eignuðust Djúpvíkingar einnig
sjúkrabU á föstudag og er hann
sérstaklega ætlaður tíl aksturs
við erfið skUyrði.
Sjúkrabflamir tveir, sem
slökkviliðið í Reykjavík hefur nú
eignast, voru keyptir til landsins
af Reykjavíkurdeild Rauða krcss
íslands. Þeir eru af gerðunum
Ford Econoline og Chevrolet Sub-
urban og voru innréttaðir hérlend-
is af Óskari Halldórssyni og
Gunnlaugi Einarssyni, bflasmið-
um. Verð bflanna tveggja er
samtals rúmar fjórar milljónir
króna.
Arinbjöm Kolbeinsson, formað-
ur Reykjavíkurdeildar RKI,
afhenti slökkviliðsstjóranum í
Reykjavík, Rúnari Bjamasyni,
lykla að bflunum við hátíðlega
athöfn í slökkvistöðinni og sagði
að bflamir yrðu hér eftir í góðum
höndum ágætra sjúkraflutninga-
manna. Rúnar þakkaði fyrir og
sagði að svo væri Reykjavíkur-
deild RKÍ fyrir að þakka að
sjúkrabflar væm nú sex og allir
yngri en fimm ára.
Þessu næst afhenti Hannes
Hauksson, framkvæmdastjóri
RKÍ, sjúkraflutningabflinn sem
Dalvíkingar hafa nú til umráða.
Hann er af gerðinni Ford Econol-
ine og er sérstaklega útbúinn til
aksturs um illfæra vegi, enda
þurfa Dalvíkingar að aka um 220
kflómetra leið til sjúkrahúss.
Steingrímur Ingimundarson,
gjaldkeri Dalvíkurdeildar RKÍ,
veitti bflnum viðtöku og sagði að
hann myndi auðvelda mjög alla
sjúkraflutninga Dalvíkinga.
Bfllinn er fullkomnasti sjúkra-
flutningabfll landsbyggðarinnar.
Sjúkraflutningabflamir þrír em
allir mjög vel útbúnir og þá sér-
staklega Dalvíkurbfllinn, sem er
hugsaður sem neyðarbfll. í öllum
bflunum em fullkomnar bömr,
spelkur úr áli, hálskragar, hrygg-
og mjaðmaspelkur, neyðartaska
til öndunaraðstoðar, lyfjataska,
súr- og sogtæki og fleira, auk
talstöðvar og bílasíma. í öðmm
bfl slökkviliðsins er sérstakur
demparabúnaður undir sjúkrabör-
um til aukinna þæginda fyrir
sjúklinga.
Nýja ullariðnaðarfyrirtækið:
Neitað um einka-
rétt á sölu til
So vétríkj anna
Niðurgreiðslur á ull óbreyttar
ULLARVERÐ verður áfram nið-
urgreitt í þeim mæli að það
haldist í samræmi við heims-
markaðsverð, segir í svari ríkis-
stjórnarinnar við beiðnum sem
hið nýja fyrirtæki í ullariðnaðin-
um sendi ríkisstjórninni. Beiðni
fyrirtækisins um einkarétt á sölu
ullarvara til Sovétríkjanna var
hins vegar hafnað.
í bréfi hins nýja ullarfyrirtækis
- sem stofnað var við sameiningu
Álafoss og iðnaðardeildar Sam-
bandsins - til ríkisstjómarinnar, vár
að finna fjórar beiðnir. Sérstakur
starfshópur fimm ráðuneyta fjallaði
um beiðnimar, og var álit hópsins
samþykkt á ríkisstjómarfundi á
miðvikudaginn sl.
Fyrirtækið bað ríkisstjómina að
tryggja að það fengi ull á heims-
markaðsverði, og í svari ríkisstjóm-
arinnar er samþykkt að halda
niðurgreiðslum á ull óbreyttum í
samræmi við samkomulag um verð-
lagningu á ull frá 1980. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hjá iðn-
aðarráðuneytinu mun sameining
Álafoss og Iðnaðardeildar Sam-
bandsins ekki hafa kostnaðarauka
fyrir ríkissjóð í för með sér því nið-
urgreiðslur á ull myndu haldast
óbreyttar frá því sem verið hefur.
Beiðni hins nýja ullarfyrirtækis
um að það fengi einkarétt á sölu
ullarvara til Sovétríkjanna var hafn-
að, og er í svari ríkisstjómarinnar
bent á að stofnaðilar fyrirtækisins
hafi verið einir um hituna í þessum
viðskiptum hingaðtil.
í þriðja lagi bað fyrirtækið um
30 milljón króna styrk til starfs-
þjálfunar, og í fjórða lagi var óskað
eftir skuldbreytingum og styrk til
markaðs- og þróunarmála. Ríkis-
stjómin hafnaði beinum styrkjum
úr ríkissjóði til þessarra mála, þar
sem ekki var talið rétt að veita einu
fyrirtæki styrk fram yfir önnur. I
bréfí iðnaðarráðherra til forráða-
manna ullarfyrirtækisins segir að
iðnaðarráðuneytið muni beita sér
fyrir að meira fé fáist til starfs-
þjálfunar í iðnaði en nú er gert ráð
fyrir í fjárlögum, og að ráðuneytið
muni óska eftir fyrirgreiðslu til hins
nýja fyrirtækis við sjóði iðnaðarins,
sem verði innan þeirra reglna sem
sjóðimir starfa eftir.
í dag
lesbúk
B1 @ ® @ (Oj 0 ®__[g S gj ®
Fundur um særafstrenginn í London í gær:
Kostnaður áætlaður
sjö mílljarðar punda
BLAO B
Árekstur við
Fnjóskárbrú
ÁREKSTUR tveggja bifreiða
varð 300 metrum fyrir austan
nýju Fnjóskárbrúna í gær.
Tvennt úr öðrum bílnum var flutt
á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri með minni háttar meiðsli,
að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri-. _ -_________
ÓLAFUR Egilsson, sendiherra
íslands i Bretlandi, átti i gær
fund með Alexander G. Copson,
forstjóra North Venture Shipp-
ing Agencies Ldt., fyrirtækisins
sem gert hefur áætlanir um að
flytja allt að 10 gigavattstundir
af rafmagni frá fslandi til Bret-
lands með sæstreng. í áætlunum
fyrirtækisins er gert ráð fyrir
kostnaði, sem nemi allt að 7
milljörðum punda, að sæstreng-
urinn verði 1600 kilómetrar að
lengd og lagningu hans verði
lokið áður en næsta áratug iýk-
ur. Þetta yrði lengsti særaf-
strengur sem lagður hefur verið.
Áð sögn Ólafs Egilssonar sagði
Copson, að góðar aðstæður væru
til að koma slíku máli fram í Bret-
landi. Copson taldi að tæknifram-
farir gerðu þessa áætlun
framkvæmanlega og að ekki yrðu
annmarkar á að ná saman því fjár-
magni sem þyrfti til að hrinda þessu
í framkvæmd ef um semdist við
íslensk stjórnvöld. Ólafur sagðist
hafa notað tækifærið til að lýsa
fyrir Copson þeirri afstöðu, sem ríkt
hefði á íslandi til samstarfs við er-
lenda aðila, og því hvað kynni að
vera raunhæft f málinu. Pritchard, ráðgjafa fyrirtækisins,
Copson ráðgerir að koma til ís- til að ræða við iðnðaðarráðherra og
lands innan skamms, ásamt George forsvarsmenn Landsvirkjunar.
Landsfundur Alþýðu-
bandalagsins:
Formaður
kosinn
fyrir
hádegið
NÝR formaður Alþýðubanda-
lagsins verður kjörinn á lands-
fundi flokksins klukkan 10 í dag.
Þegar fundi lauk í gær var stað-
an i formannsslagnum óljós og
útlit fyrir að kosningin yrði mjög
tvísýn.
Á fundinum í gær voru umræður
mestan part dagsins en einnig var
fjallað um tillögur um lagabreyting-
ar sem fram komu á fundinum.
Tillaga kom frá laganefnd að fresta
öllum lagabreyti gum til næsta
landsfundar nema lagabreytingu
um varaformannskjör, en þar var
lagt til að varaformönnum yrði
fjölgað. Var sú tillaga samþykkt.
Þá var borin fram tillaga um að
fresta einnig öllum tillögum um
varaformanrí og var það samþykkt
með 120 atkvæðum gegn 96.
Fundur hefst í dag klukkan 9 og
verður formannskosning klukkan
10. Að henni lokinni verða umræður
og nefndaálit og upp úr klukkan
14 er gert ráð fyrir að kosning
varaformanns og annara trúnaðar-
manna he§ist.
Umferðin í Reykjavík:
Óhöppum í umf erðinni
fækkar en slysum ekki
UMFERÐIN í Reykjavík gekk
ekki áfallalaust í október. Þá
slösuðust 23 í umferðinni, þar
af 12 mikið. I lok október hafði
tilkynningum til lögreglu um
umferðaróhöpp fækkað veru-
lega, eða úr 681 I október 1986
í 595 á þessu ári. Þó voru slys í
október í fyrra einu færra en i
ár, eða 22.
Jafnvel þótt slysum hafi ekki
fækkað þrátt fyrir fækkandi óhöpp
í umferðinni þá segir það ekki alla
söguna. Alvarleg slys voru mun
færri nú en þá og af þeim 12 sem
töldust hafa slasast mikið i október
sl. slösuðust 2 alvarlega. Þá virðist
sem átak lögreglu gegn hraðakstri
hafi borið verulegan árangur, þvi í
september siðastliðnum var of hrað-
ur akstur miðað við aðstæður orsök
51 umferðaróhapps, en aðeins 22 í
október.
í þessum mánuði, nóvember,
ætlar lögreglan að halda áfram
átaki sínu. Okuhraðaeftirliti verður
haldið áfram, eftirliti með óskoðuð-
um ökutækjum, ölvunarakstri,
ólöglegum bifreiðastöðum, eftirliti
með að umferðarljós séu virt, stöðv-
unarskylda og aðrar umferðar-
merkingar, eftirlit með fram-
kvæmdum og vörubifreiðum j
íbúðarhverfum og fleira. Þá má
minna á að lögreglan stundar nú
hraðamælingar á ómerktum bifreið-
um og nýlega var hafist handa við
að kanna öryggisþætti óskráning-
arskyldra vinnuvéla, sem eru í
umferð á götum borgarinnar.