Morgunblaðið - 07.11.1987, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
Þjóðarbókhlaðan:
Ekki lögbrot að draga
úr framkvæmdum
segir fjármálaráðherra
„Þjóðarbókhlaðan mun fá all-
ar þær tekjur sem henni eru
ætlaðar, þó að útgjöld til bygg-
ingar hennar séu lægri en
nemur lögbundnum tekjustofni
hennar á fjárlögum næsta árs,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra, þegar Morg-
unblaðið leitaði álits hans á
gagnrýni Sverris Hermannsson-
ar og fleiri á Alþingi. Jón
Baldvin sagði vera fjölmörg
dæmi um slíka meðferð á mörk-
uðum tekjustofnum á fjárlögum,
og m.a. hefði eins verið staðið
að þessu máli í fyrra, í tíð Sverr-
is sem menntamálaráðherra.
Jón Baldvin sagði að lög um
sérstakan eignarskattsauka til að
fjármagna byggingu Þjóðarbók-
hlöðu hefðu líka verið í gildi á
yfirstandandi ári, og orðrétt sagði
hann: „í fjárlögun ríkisstjómar
1987, þegar Sverrir Hermannsson
gegndi starfi menntamálaráð-
herra, var sama niðurstaða í þessu
máli. í fjárlögum var aðeins veitt
45 milljónum til Þjóðarbókhlöðu,
þrátt fyrir að tekjustofninn, álagð-
ur eignarskattsauki, hafi skilað um
150 milljónum. Menntamálaráð-
herra og fjármálaráðherra gerðu
með sér samkomulag um þetta og
staðfestu það í fjárlögum. Þetta
kemur fram í greinargerð með fjár-
lögum 1987 og var ágreinings-
laust. Það sem nú hefur gerst er
nákvæmlega sami hluturinn. Eign-
arskattsaukinn mun skila um 170
milljónum, framlög til Þjóðarbók-
hlöðu eru um 50 milljónir, og það
er gert samkvæmt ákvörðun ríkis-
stjómar í fjárlögum."
Jón Baldvin sagði að um það
væri ekki deilt að Þjóðarbókhlaðan
fengi þær tekjur sem henni eru
ætlaðar, en það yrði ekki greitt
meira til verkefnisins en íjárlög
segðu til um. Hann sagði að það
væru ótal fordæmi um að ákvæð-
um laga um markaða tekjustofna
væri breytt á fjárlögum og láns-
fjárlögum.
„Rökin fyrir að þetta er gert eru
hin sömu í ár og í fyrra,“ sagði
Jón Baldvin. „Það er gífurleg
þensla í byggingariðnaði á höfuð-
borgarsvæðinu, og það gætir
mikillar aðhaldssemi í útgjöldum,
þar á meðal í opinberri fjárfestingu
og nýbyggingum. Skýiingamar
eru hinar sömu og fyrrverandi
menntamálaráðherra, Sverrir Her-
mannsson, féllst á í fyrra. Ég spyr
að lokum: Hverju reiddust goðin
’87?“
Jón Baldvin var spurður hvernig
honum litist á þá hugmynd sem
Sverrir Hermannsson varpaði fram
á Alþingi, um að láta reyna á
málið fyrir dómstólum. Jón Baldvin
sagði að það væri hæpið að dóm-
stólar myndu hnekkja lögmæti
slíkra aðferða, því það væri komin
áratuga hefð á þær á Alþingi.
Hann sagði að lokum að það væri
stefna ríkisstjómarinnar að draga
úr sjálfvirkni ríkisútgjalda, með því
að afnema sjálfvirkar viðmiðanir,
lögbundnar eða vísitölubundnar.
Framlag til Þjóðarbókhlöðu sett í ríkissjóð:
Fjármálaráðherra hefur
ekkert vald yfir þessu fé
- segir Sverrir Hermannsson fyrrvemdi menntamálaráðherra
SVERRIR Hermannsson alþing-
ismaður og fyrrverandi mennta-
málaráðherra gagnrýndi
harðlega við fjárlagaumræðu á
Alþingi að i fjárlagafrumvarpinu
er gert ráð fyrir að fé úr Bygg-
ingarsjóði Þjóðarbókhlöðunnar
renni að mestum hluta í ríkis-
sjóð, eða 127 milljónir af 177
milljónum sem áætlað er að komi
í sjóðinn á árinu. í gildi eru lög
um sérstakan eignarskattsauka
sem renna skuli óskiptur í bygg-
ingarsjóðinn og sagði Sverrir að
fjármálaráðherra hefði ekkert
vald yfir þeim peningum og til
greina kæmi að láta reyna á það
fyrir dómstólum hvort lögin
standist ekki að því leyti.
„Haustið 1986 fór Þorsteinn
Pálsson þáverandi íjármálaráðhera
þess á leit við mig að vegna erfíð-
leika í fjármálum almennt og vegna
spennu í byggingarmálum hér fengi
ríkissjóður 100 milljónir að láni úr
sjóðnum með venjulegum viðskipta-
kjörum af 140 milljónum sem
áætlað var að rynnu í hann á árinu
1987. Það féllst ég á,“ sagði Sverr-
ir Hermannsson í samtali við
Morgunblaðið en hann var mennta-
málaráðherra á þessum tíma. „Ef
núverandi ríkisstjóm og fjármála-
ráðherra ætluðu að standa við
þennan gerða samning þurfti að
vera inni á fjárlögum núna upphæð
til að borga þetta lán. Þess í stað
leyfír fjármálaráðiierra sér að fara
með staðlausa stafí um að hann sé
að virða eitthvað samkomulag okk-
ar Þorsteins Pálssonar í þessum
efnum og talar tóma vitleysu í því
sambandi af því hann hefur ekki
athugað lögin.
Það mætti þessvegna leggja það
í dóm hvort þessi lög eru í gildi eða
ekki en það leikur enginn vafí á
því að þessir peningar eiga ekkert
erindi í ríkissjóð. Ef að núverandi
menntamálaráðherra og sjóðs-
stjómin vill semja um eitthvað álíka
fyrir næsta ár fínnst mér að það
ætti að vera í föstu formi fyrst
menn hafa slík lausatök á þessu.
Það yrði þá alveg frágengið skrif-
lega hvemig peningunum yrði
skilað og sjóðurinn kaupi til dæmis
ríkisskuldabréf fyrir þessa pen-
inga.“
Sverrir sagðist viss um að núver-
andi menntamálaráðherra myndi
kippa þessu í liðinn þegar hann
kæmi til landsins en hann er nú
staddur í útlöndum. „Það verður
ekkert gefíð eftir í þeim málum og
nýjum mönnum ekki liðið að vaða
yfír þetta verkefni á skítugum skón-
um,“ sagði Sverrir Hermannsson.