Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
HAFNIA 87 að baki
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
í frímerkjaþætti 4. júlí sl. sagði
ég frá alþjóðafrímerkjasýningu,
sem stæði fyrir dyrum í Danmörku
á þessu hausti, HAFNIU 87. Nú
er sýningin um garð gengin, en hún
var haldin í Kaupmannahöfn, þ.e.
í Bella Center úti á Amager dagana
16.—25. október sl. Þar sem ég
sótti þessi sýningu heim og var
raunar þátttakandi í henni, vil ég
veita lesendum nokkra vitneskju um
það, ,sem þar fór fram, í von um,
að þeir verði nokkru fróðari eftir
en áður. Verður þessi þáttur ein-
vörðungu um HAFNIU 87, en
trúlegt þykir mér, að ýmislegt, sem
þar var að sjá og heyra, verði mér
umræðuefni í öðrum þáttum líka.
Að því er ég bezt veit, hafa aldr-
ei áður svo margir íslenzkir
frímerlcjasafnarar tekið þátt í al-
þjóðafrímerkjasýningu sem nú í
haust. Er það vissulega mikil breyt-
ing frá því, sem verið hefur, og er
ekki annað sýnna en framhald verði
á þeirri þróun, því að nú þegar
hafa þessir sömu safnarar fengið
leyfist til að sýna söfn sín, — eða
raunar hluta af þeim, þar sem mjög
verður að takmarka rammafjölda
hvers sýnanda, — á FINLANDIU
88, en það er alþjóðafrímerkjasýn-
ing, sem haldin verður í Helsinki í
júní á næsta ári. Eins tel ég víst,
að flestir þeirra hafi einnig hug á
að taka þátt í alþjóðafrímerkjasýn-
ingu í Tékkóslóvakíu síðla næsta
sumars, PRAGA 88. En frá þeim
sýningum verður síðar greint hér í
þáttunum. En nú skal horfíð að
HAFNIU 88.
Áður en sagt verður frá sýning-
unni almennt og þeim áhrifum, sem
hún hafði á mig og væntanlega
fleiri, er sjálfsagt að segja fyrst frá
frammistöðu íslenzku þátttakend-
anna. Þar er vissulega oftast við
ramman reip að draga, þegar í hlut
eiga erlendir stórsafnarar og oft
auðjöfrar bæði í frímerkjum og á
öðrum sviðum. Þá munar eðlilega
ekkert um að kaupa dýrum dómum
þá hluti, sem greiða götuna til
hæstu verðlauna. Engu að síður er
ekki ástæða fyrir okkur að leggja
árar í bát. Þátttaka okkar vekur
bæði athygli á íslenzkri frímerkja-
söfnun og er um leið nokkur
landkynning. Þá er það og orðið
ljóst, að ýmsir hérlendir safnarar
eiga vel frambærileg söfn á erlend-
um vettvangi, en þau eru einnig í
stöðugri framför um efni, gæði og
framsetningu. Um það get ég borið
glöggt vitni af eigin sjón og raun.
Þátttaka okkar hlýtur og að leiða
til þess, að við smám saman tökum
mið af því bezta, sem fyrir augu
ber á erlendum sýningum, enda
þótt við getum ekki alltaf keppt við
stórmennin um dýrasta sýningar-
efnið.
Fjórir íslenzkir safnarar sýndu í
samkeppnisdeild. Hafa þrír þeirra
áður tekið þátt í alþjóðasýningum,
en höfundur þessa pistils lagði nú
upp í fyrstu för sína á þann vett-
vang. Hjalti Jóhannesson er vel-
þekktur fyrir safn sitt af íslenzkum
póststimplum. Hefur hann einkum
lagt áherzlu á svonefnda uppruna-
stimpla, þ.e. elztu stimplagerðir,
sem notaðar voru til að ógilda
íslenzk frímerki. Eins á hann gott
safn kórónu- og tölustimpla, sem
notaðir voru um skeið á póststöðv-
um landsins. En Hjalti er auðvitað
farinn að reka sig á, að torgætustu
stimplarnir eru vandfundnir. Er
þeirra þá helzt að leita erlendis,
enda var svo á fyrri hluta aldarinn-
ar, að menn söfnuðu fæstir stimpl-
um, heldur frímerkjum. Þannig
soguðust flestir þessara stimpla út
úr landinu og höfnuðu í erlendum
frímerkjasöfnum, þar sem þeir sitja
fastir, þar til söfnin leysast upp að
eigendum þeirra gengnum og eru
seld öðrum söfnurum til ánægju og
fyllingar í söfn sín. Enda þótt Hjalti
hafi bætt safn sitt töluvert milli
sýninga, hefur það ekki hækkað að
verðlaunastigum frá því á STOCK-
HOLMIU 86, en verið dæmt stórt
silfur. Ég hygg, að bæði hann og
aðrir telji þau úrslit ekki ósann-
gjöm. Þau sýna okkur hins vegar
vel, hversu erfitt er að þoka söfnum
upp um eitt verðlaunastig á al-
þjóðasýningum.
írfl
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Sögnin að hinkra merkir
tvennt: 1) haltra, stinga við.
2) doka, tefja, bíða. Er þá gjama
haft með henni atviksorðið við.
Af hinkra í fyrri merkingunni
er til orðtakið Þú ert ekki svo
haltur sem þú hinkrar=þú ger-
ir þér upp helti, eða: þú ert ekki
eins aumur og þú læst.
Merkingin doka við, tefja
mun vera yngri, dregin af hinni,
að haltra eða ganga skakkur.
Samsvarandi sögn er til í mjög
mörgum germönskum málum,
en er þá alltaf r-Iaus, hinken,
hinke, hink. Upphafleg gerð
sagnarinnar í íslensku er líka
hinka=haltra, silast áfram. í
Flóamannasögu stendur: „Kon-
ungr hafði hest latan og hinkaði
hestrinn undir honum."
Til var og er nafnorðið hinkur
hvk., beygist eins og hreiður).
Hænsna-Þóríssögu segir
söguhetjan á einum stað: „Vil
ek eigi hinkr; hefí ek mikit til
unnit, ok vil ek þegar á morgin
láta fara ok stefna BIund-Katli.“
Þama merkir hinkr töf, bið,
sems eða sis. í nútímamáli merk-
ir það einnig helti og jaftivel
sumstaðar á landinu kvöldvöku-
tímann, sem að vísu er að mestu
dautt hugtak.
Samkvæmt germönsku hljóð-
færslunni (eða Grimms lögum)
getur h skipst á við sk í upp-
hafí skyldra orða. Hér verður
því haft fyrir satt að hink(r)a
sé skylt orðum eins og skanki,
skakkur, skykkur (=mishæð,
bylgja) og jaftivel skinka, enn-
fremur, skaka, skokka og e.
shock.
Elsta dæmi um sögnina að
hinkra (með r-inu sem sagt)
hefur fundist í Vísnabók herra
Guðbrands Þorlákssonar, en hún
var frumprentuð 1612. Þar seg-
ir svo í Súsönnu kvæði:
Hvör af þeim lést hafa sig heim,
en hinkrar meir,
fínnast að í öðrum stað
þá aftur þeir.
Kemur þar loks þeir kennast tveir
þá kvelji gimd fyrir hringa eir.
Mennimir viðurkenndu sem
sé að lokum að þeir brynnu báð-
ir af gimd til konunnar. Þá notar
Kláus Eyjólfsson lögréttumaður
sögnina að hinkra í skrifi 1627.
Að hinkra við merkir sama
og doka við. Alexander Jóhann-
esson telur uppmna sagnarinnar
að doka óvissan, og Jan de Vri-
es hefur auk heldur ekki tekið
hana upp í sína bók. Hún virðist
miklu yngri en hinka í íslensku.
★
Nafnorðið veisa merkir sam-
kvæmt orðabók Menningarsjóðs:
1) veita, forardíki, mjög blautur
staður, vatnsósa jarðvegur. 2)
óhreinn blettur, rák eftir eitt-
hvað. 3) vilsa úr kýli. 4) ræsi,
og er sú merking talin fom eða
úrelt.
Johan Fritzner þýðir veisa á
dönsku: „Sump, Pyt, Samling
af stillestaaende Vand.“ Hann
tilfærir mörg dæmi um orðið úr
fomri íslensku, meðal annars
þetta úr Flateyjarbók:
„Hann ríðr á veisu einni eða
díki er grafít var fyrir útan borg-
ina, ok skýtr honum þar í, svá
at hann stóð fastr í allt til beltis
— en er menn sjá þetta — ok
mæla svá — :nú er keisarasonur-
inn í keytu fallinn."
Veisa á sér Qölda svipaðra
frændyrða í skyldum málum, og
Jan de Vries linnir ekki fyrr en
hann hefur rakið það saman við
lat. virus=vökvi, slím, eitur.
Egill, um Egil, frá Agli, til
Egils; Ketill, um Ketil, frá Katli,
til Ketils. Af hveiju Agli og
Katli, en ekki Egli (Eigli) og
Ketli? Reyndar heyrði ég menn
segja frá Eigli í minni sveit, en
þeir voru svo fáir, sem þannig
töluðu, að það var hlegið að
þeim. En sleppum öllum hlátri.
Ástæðan til þess, að þágufall
fyrrgreindra orða er með a-i, en
ekki e-i, er sú, að í því falli féll
niður i í svokölluðu viðskeyti,
412. þáttur
en það i olli hljóðvarpi f hinum
föllunum. Það i, sem þágufallið
endar á núna, olli hins vegar
ekki hljóðvarpi vegna þess, að
það var orðið til úr é. Lítum
betur á orðið Egill. Það er orðið
til úr ‘AgiiaR, skylt orðum eins
og agi, ógn og ægilegur, enn-
fremur pafninu Agnar, og
kannski Ög- í Ögmundur. Þeg-
ar hin endurgerða orðmynd
’AgilaR breytist í Egill, þá hef-
ur a-ið fallið niður í svokölluðu
Stóra brottfalli, r-ið samlagast
(tillíkst) 1-inu og i-ið breytt a-inu
í e. Sambærileg breyting varð í
þolfalli og eignarfalli, en í þágu-
fallinu hvarf sem sagt i-ið, sem
breytingunni olli, og því breytt-
ist ekki a í e. Eftir stendur
Agli sem við skulum að sjálf-
sögðu segja, eins og Katli.
En hvers vegna varð ekki
svokölluð áhrifsbreyting, svo að
þágufallið lagaði sig eftir hinum
föllunum þremur? Ég veit það
ekki. Orðið lykill er nefnilega í
sama flokki og Egill og Ketill.
Það „átti“ því að beygjast og
beygðist reyndar lykiU, um lyk-
il, frá lukli, til lykils. En nú eru
allir hættir að segja lukli og í
fleirtölu luklar. Það hefur sem
sagt orðið áhrifsbreyting, en
það er fínt nafn á fyrrverandi
málvillu, þegar nógu margir
hafa tekið villuna upp. Við ætt-
um því ekki að hlæja hátt,
meðan við sjálfum segjum lykli,
þótt út úr einhveijum álpist Eigli
og Ketli. Hitt veit ég, að fáum
dettur í hug að segja að heitt sé
á ’ketlinum, og er það vel.
★
Þetta með Egil, Ketil og lykil
var nú ljóta þvælan, svo að ég
prjóna hér aftan við limrukomi
frá Þjóðreki þaðan:
Þeir segja frá Lofnheiði á Laugura,
að lægju þar biðlar í haugum.
En Lofnheiður hló
og labbaði í mó
og tók þá þar alla á taugum.
Páll H. Ásgeirsson sýndi íslenzkt
flugfrímerkjasafn sitt eða réttara
sagt flugsögusafn frá 1928—1946.
Hann sýndi það einnig á CAPEX
87 í Kanada í sumar og fékk þar
stórt silfur. Síðan hefur hann bætt
það verulega, en þar munar mest
um svonefnt Balbó-bréf frá 1933,
sem hann eignaðist í Ameríkuferð
sinni. Með hliðsjón af því og ýmsu
öðru hefði ég ekki orðið undrandi,
þótt safnið fengi einu stigi hærra
á Hafniu 87. Svo var þó ekki, held-
ur fékk það stórt silfur sem fyrr.
Hvað sem því líður, fer ekki milli
mála, að þetta safn Páls er hið lang-
bezta hérlendis á þessu sviði.
Sigurður H. Þorsteinsson sýndi
einnig íslenzkt flugsafn og hlaut
fyrir silfrað brons. Er það einu stigi
lægra en safnið fékk á STOCK-
HOLMIU 86. Þeir, sem til þekkja,
telja þessi úrslit samt ekki ósann-
gjöm, þar sem safnið mun ekki
vera að öllu leyti hið sama og í
fyrra. Sigurður virðist ekki heldur
hafa lagt eins mikla áherzlu og
Páll á að slægjast eftir venjulegum
flugbréfum, því að vitað er, að
margt á þessu sviði er í reynd „til-
búningur", eins og oft er kallað.
Ef slíkt efni er í miklum meiri
hluta, hlýtur það að mínum dómi
fremur að draga söfnin niður en
hitt við stigagjöf. Hitt er svo annað
mál, að erfitt getur verið að fá
aðra hluti í þessi söfn en þá, sem
safnarar hafa sent ýmist öðrum
söfnurum eða jafnvel sjálfum sér
til þess að ná f frímerki eða stimpla,
sem notaðir voru í sérstökum flug-
ferðum.
Þá sýndi höfundur þessa þáttar
danskt safn, sem nær yfír tímabilið
1870—1905 eða þar um bil. Einkum
er þar lögð áherzla á svokölluð
tvílit frímerki, bæði skildinga-
frímerki og aurafrímerki. Þetta svið
hefur verið afar vinsælt meðal-
danskra safnara, enda býður það
upp á margs konar möguleika, sem
hér verður ekki farið út í. Þetta
safn hlaut silfrað brons, og eru þau
úrslit réttlát, ekki sízt í ljósi þess,
sem þar var allt í kring af verulega
fallegu dönsku efni. Engu að síður
var fróðlegt að leggja þetta efni
undir mæliker meistaranna og fá
dóm þeirra.
í bókmenntadeild HAFNIU 87
voru þijár bækur héðan að heiman.
Þór Þorsteins sýndi bók sína um
Pósthús og bréfhirðingar á íslandi
og hlaut fyrir silfrað brons. Þá átti
Sigurður H. Þorsteinsson hér bæði
Kennslubók í frímerkjasöfnun og
verðlista sinn íslenzk frímerki 1987.
Fékk hann einnig silfrað brons fyr-
ir þessar bækur.
Þá sýndi Hálfdan Helgason safn
sitt af íslenzkum bréfspjöldum í
deild dómara, en það efni er að sjálf-
sögðu utan samkeppni og þess
vegna ekki dæmt sérstaklega.
Síðast, en vissulega ekki sízt er
svo að geta þess efnis, sem Þjóð-
skjalasafn íslands og Landsbóka-
safn íslands sýndi í heiðursdeild.
Þetta sýningarefni er svo merkilegt
og sérstætt, að það þyrfti langt
mál til þess að lýsa þvi sæmilega
vel. Segja má, að það hafi aðallega
orðið til við athuganir þeirra Þórs
Þorsteins og Ólafs Elíassonar í
þessum tveimur söfnum. Fyrir þetta
sýningarefni voru veitt tvenn gull-
verðlaun, og er það í fyrsta skipti,
sem söfn íslendinga fá svo há verð-
laun á alþjóðasýningu.
í næsta þætti verður haldið
áfram að segja frá öðrum þeim
íslenzku söfnum, sem voru til sýnis
á HAFNIU 87.
Nýir eigendur ferða-
skrifstofunnar Terru
NÝIR eigendur hafa nú tekið við
rekstrí ferðaskrifstofunnar
Terru, þeir Jósteinn Krístjánsson
og Bjarni Friðþjófsson. Forstjóri
fyrirtækisins verður sem fyrr
Kolbeinn Pálsson.
Að sögn Kolbeins var gengið frá
kaupunum þann 2. nóvember, en
stærsti hluthafí áður var Guðmund-
ur Ingólfsson. „Það verða nokkrar
breytingar á rekstri fyrirtækisins
nú,“ sagði Kolbeinn. „Það hefur
verið ákveðið að stofna nýja deild,
sem sér um sölu ferða hingað til
lands, en aukning farþega okkar
héðan hefur verið um 3-400% á
þessu ári. Erlingur B. Thoroddsen
hefur verið ráðinn til að sjá um
nýju deildina, en hann hefur
víðtæka reynslu af að skipuleggja
ýmiss konar ævintýraferðir, svo
sem jöklaferðir og bátsferðir á ám.
Við erum komnir í samband við
ferðaskrifstofur erlendis, sem selja
ferðir hingað. Auk þessa mun Erl-
ingur sjá um rekstrardeild fyrirtæk-
isins."
Ekki var unnt að fá gefið upp
hversu mikið nýir eigendur greiddu
fyrir ferðaskrifstofuna Terru.