Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
I í í í t
Rauði kross íslands:
Söfnunarátak vegna yfirvof-
andi hungursneyðar í Afríku
Einar G. Baldvinsson við eitt verka sinna.
Gallerí íslensk list:
Einar sýnir
30 olíumálverk
EINAR G. Baldvinsson opnar
málverkasýningn i Gallerí ís-
lensk list á Vesturgötu 17 í dag,
laugardaginn 7. nóvember. A
sýningunni eru 30 olíumálverk
sem öll eru til sölu.
Einar G. Baldvinsson er fæddur
í Reykjavík 8. desember 1919.
Hann stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1942-45,
Kunstakademien í Kaupmanna-
höfn 1946-50. Fór í námsferðir til
Frakklands, Ítalíu, Hollands,
Belgíu, Noregs, Grikklands og
Svíþjóðar. Einar hlaut starfslaun
listamanna 1983.
Einar hefur verið með einkasýn-
ingar í Bogasal Þjóðminjasafnsins
1958, 1960 og 1970, Mokkakaffí
1959, Unuhúsi 1969, Kjarvalsstöð-
um 1980 og Gallerí Vesturgötu 17
1984.
Einar hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga, bæði hér á landi og
erlendis.
Verkeftir Einar eru í eigu Lista-
safns íslands, Listasafns ASÍ,
Reykjavíkurborgar, Listasafns
Sauðárkróks, Listasafns Selfoss og
Listasafns Borgamess.
Sýningin í Gallerí íslensk iist er
opin virka daga kl. 9-17 og um
helgar kl. 14-18.
RAUÐI kross íslands efnir um
þessar mundir til sérstaks söfn-
unarátaks til að efla Hjálparsjóð
Rauða krossins. Þvi fé sem safn-
ast verður varið til hjálparstarfs
meðal þurfandi fólks í Eþfópíu
og Mósambik, en fyrirsjánlegt
er að hungursneyð verði í þess-
um löndum á næsta ári vegna
þurrka.
Öllum ætti enn að vera í fersku
minni átak hjálparstofnana í kjölfar
mikilla þurrka á árunum 1979 til
1984. Verst var ástandið á árunum
1983 og 1984 en þá rigndi um 40%
minna en í meðalári. í kjölfar þeirra
þurrka þurftu íbúar Eþíópíu og
margra annarra Afríkuríkja að þola
ólýsanlegar hörmungar.
Á þessu ári hafa verið miklir
þurrkar í Eþíópíu og er nauðsynlegt
að hefja hjálparstarf nú þegar til
að komast megi hjá alvarlegri hung-
ursneyð. Þess vegna leitar Rauði
kross íslands nú til landsmanna og
óskar eftir því að sem flestir láti
eitthvað af hendi rakna til hjálpar-
starfsins.
Alþjóða Rauði krossinn fær fé
það sem safnast hér á landi og
kaupir fyrir það matvæli á þeim
stöðum í heiminum þar sem verð
er hagstæðast og fjármagnið pýtist
sem best. Þessum matvælum verður
síðan dreift með aðstoð Rauða
krossins í Eþíópíu til íbúa þeirra
svæða sem verst hafa orðið úti.
Komist þessar matarsendingar
tímanlega í hendur fólks má að öll-
um líkindum koma í veg fyrir að
það flosni upp og hefji leit að mat
þegar lífsbjörg er þrotin á heima-
slóðum. Erfitt er að vita með vissu
Electrolux
útlitsgallaðir kæli- og frystiskápar
með verulegum afslætti !
. Afsláttur kí.
TR 1178 Tvískiptur kælir/frystir 12.500,-
TR 1076 Tvískiptur kælir/frystir 10.000,-
TF 966 Frystiskápur
RP 1185 Kæliskápur
RP 1348 Kæliskápur
lO.ooo,-
7.500,-
9.400,-
Vörumarkaðurinn
Beðið eftir matarskammtinum.
hve margt fólk þurfí aðstoð, en
áætlað er að um 1,3 milljónir tonna
af matvælum vanti í Eþíópíu á ár-
inu 1988. Þeim sem vilja leggja fé
af mörkum er bent á að í öllum
bönkum og sparisjóðum eru gírós-
eðlar frá Hjálparsjóði Rauða kross-
ins, en gíróreikningur hans er
90000-1.
(Fréttatilkynning)
Hátíðar- og minning-
arsamkoma í
Hvanneyrarkirkju
HÉRAÐSFUNDUR Borgarfjarð-
arprófastsdæmis verður haldinn
á Hvanneyri í dag, laugardaginn
7. nóvember. Auk hefðbundinna
héraðsfundarstarfa er fundur-
inn að hluta til helgaður minn-
ingu séra Eiríks Albertssonar dr.
theol., fv. sóknarprests á Hesti,
og frú Sigríðar Björnsdóttur,
konu hans, en þennan dag verða
liðin 100 ár frá fæðingu sr.
Eiríks. Af þessu tilefni verður
hátíðar- og minningarsamkoma
í Hvanneyrarkirkju kl. 15.
Á samkomunni flytur sr. Bjöm
Jónsson á Akranesi erindi um sr.
Eirík. Kór Hvanneyrarkirkju syng-
ur við undirleik Bjama Guðráðsson-
ar, organista. Ragna Bjamadóttir
syngur einsöng. Lesið verður úr
bók, sem er að koma út til minning-
ar um prestshjónin á Hesti og
nefnist „Ár og dagur í víngarði
Drottins". Kirkjuathöfninni lýkur
með altarisgöngu í umsjá sóknar-
prests, sr. Agnesar M. Sigurðar-
dóttur.
Að lokinni athöfn í kirkjunni
verða kaffiveitingar í Bændaskól-
anum á Hvanneyri í boði skólans
og sóknamefndar Hvanneyrar-
kirkju.
— Jón Einarsson prófastur
Svarfdælinga-
samtökin þrítug
Afmælishaldið í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi
HALDIÐ verður upp á þrjátíu
ára afmæli Svarfdælingasamtak-
anna í Reykjavík með samkomu
í félagsheimilinu á Seltjamarnesi
að kvöldi hins 14. nóvember næst
komandi.
Aðalhvatamaðurinn að stofnun
samtakanna var Snorri Sigfússon
fyrrverandi skóla- og námsstjóri.
Hann var fyrsti formaður samtak-
anna en með honum í stjóm voru
Gísli Kristjánsson og Kristján Eld-
jám þjóðminjavörður. Núverandi
formaður er Kristján Jónsson. Sam-
tökin vom m.a. sett á laggimar til
að vinna að verkefnum sem varða
svarfdælska menningu og efla
kunningsskap meðal fólks af svarf-
dælskum uppruna. Samtökin hafa
t.d. staðið fyrir samkomum,
skemmtiferðum og kórstarfi.
Hægt er að panta miða á af-
mælissamkomu samtakanna hjá
Sólveigu Jónsdóttur í síma
»91-11005 í dag, laugardag og á
morgun, sunnudag klukkan 16 til
18 báða dagana, segir í fréttatil-
kynningu frá samtökunum.
Nýr forstöðu-
maður í Tónabæ
KRINGLUNNI SÍMI 685440
HILDIGUNNUR Gunnarsdóttir
hefur verið ráðin forstöðumaður
æskulýðsmiðstöðvarinnar Tóna-
bæjar, og tekur hún við þvi starf i
af Ólafi Jónssyni, nýráðnum upp-
lýsingafulltrúa Reykjavíkur-
borgar.
Sex umsækjendur voru um stöð-
una, en þeir voru, auk Hildigunnar:
Ari Jónsson, Hjörtur Hjartarson,
Ragnar S. Ragnarsson, Sigríður
Rafnsdóttir, og Skúli Skúlason.
íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkurborgar mælti með Hild-
igunni með fimm samhljóða
atkvæðum, og var hún síðan sam-
þykkt af Borgarráði á þriðjudaginn
sl.
Hildigunnur lærði uppeldisfræði
við Háskóla íslands, og íþróttaupp-
eldisfræði við íþróttaháskólann í
Stokkhólmi. Hún hefur starfað
nokkuð við íþrótta- og æskulýðsmál
hér á landi, m.a. hjá Fimleikasam-
bandi íslands og íþróttafélaginu
Gróttu á Seltjamamesi. Hún hefur
þegar tekið til starfa í Tónabæ.