Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 I í í í t Rauði kross íslands: Söfnunarátak vegna yfirvof- andi hungursneyðar í Afríku Einar G. Baldvinsson við eitt verka sinna. Gallerí íslensk list: Einar sýnir 30 olíumálverk EINAR G. Baldvinsson opnar málverkasýningn i Gallerí ís- lensk list á Vesturgötu 17 í dag, laugardaginn 7. nóvember. A sýningunni eru 30 olíumálverk sem öll eru til sölu. Einar G. Baldvinsson er fæddur í Reykjavík 8. desember 1919. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1942-45, Kunstakademien í Kaupmanna- höfn 1946-50. Fór í námsferðir til Frakklands, Ítalíu, Hollands, Belgíu, Noregs, Grikklands og Svíþjóðar. Einar hlaut starfslaun listamanna 1983. Einar hefur verið með einkasýn- ingar í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1958, 1960 og 1970, Mokkakaffí 1959, Unuhúsi 1969, Kjarvalsstöð- um 1980 og Gallerí Vesturgötu 17 1984. Einar hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér á landi og erlendis. Verkeftir Einar eru í eigu Lista- safns íslands, Listasafns ASÍ, Reykjavíkurborgar, Listasafns Sauðárkróks, Listasafns Selfoss og Listasafns Borgamess. Sýningin í Gallerí íslensk iist er opin virka daga kl. 9-17 og um helgar kl. 14-18. RAUÐI kross íslands efnir um þessar mundir til sérstaks söfn- unarátaks til að efla Hjálparsjóð Rauða krossins. Þvi fé sem safn- ast verður varið til hjálparstarfs meðal þurfandi fólks í Eþfópíu og Mósambik, en fyrirsjánlegt er að hungursneyð verði í þess- um löndum á næsta ári vegna þurrka. Öllum ætti enn að vera í fersku minni átak hjálparstofnana í kjölfar mikilla þurrka á árunum 1979 til 1984. Verst var ástandið á árunum 1983 og 1984 en þá rigndi um 40% minna en í meðalári. í kjölfar þeirra þurrka þurftu íbúar Eþíópíu og margra annarra Afríkuríkja að þola ólýsanlegar hörmungar. Á þessu ári hafa verið miklir þurrkar í Eþíópíu og er nauðsynlegt að hefja hjálparstarf nú þegar til að komast megi hjá alvarlegri hung- ursneyð. Þess vegna leitar Rauði kross íslands nú til landsmanna og óskar eftir því að sem flestir láti eitthvað af hendi rakna til hjálpar- starfsins. Alþjóða Rauði krossinn fær fé það sem safnast hér á landi og kaupir fyrir það matvæli á þeim stöðum í heiminum þar sem verð er hagstæðast og fjármagnið pýtist sem best. Þessum matvælum verður síðan dreift með aðstoð Rauða krossins í Eþíópíu til íbúa þeirra svæða sem verst hafa orðið úti. Komist þessar matarsendingar tímanlega í hendur fólks má að öll- um líkindum koma í veg fyrir að það flosni upp og hefji leit að mat þegar lífsbjörg er þrotin á heima- slóðum. Erfitt er að vita með vissu Electrolux útlitsgallaðir kæli- og frystiskápar með verulegum afslætti ! . Afsláttur kí. TR 1178 Tvískiptur kælir/frystir 12.500,- TR 1076 Tvískiptur kælir/frystir 10.000,- TF 966 Frystiskápur RP 1185 Kæliskápur RP 1348 Kæliskápur lO.ooo,- 7.500,- 9.400,- Vörumarkaðurinn Beðið eftir matarskammtinum. hve margt fólk þurfí aðstoð, en áætlað er að um 1,3 milljónir tonna af matvælum vanti í Eþíópíu á ár- inu 1988. Þeim sem vilja leggja fé af mörkum er bent á að í öllum bönkum og sparisjóðum eru gírós- eðlar frá Hjálparsjóði Rauða kross- ins, en gíróreikningur hans er 90000-1. (Fréttatilkynning) Hátíðar- og minning- arsamkoma í Hvanneyrarkirkju HÉRAÐSFUNDUR Borgarfjarð- arprófastsdæmis verður haldinn á Hvanneyri í dag, laugardaginn 7. nóvember. Auk hefðbundinna héraðsfundarstarfa er fundur- inn að hluta til helgaður minn- ingu séra Eiríks Albertssonar dr. theol., fv. sóknarprests á Hesti, og frú Sigríðar Björnsdóttur, konu hans, en þennan dag verða liðin 100 ár frá fæðingu sr. Eiríks. Af þessu tilefni verður hátíðar- og minningarsamkoma í Hvanneyrarkirkju kl. 15. Á samkomunni flytur sr. Bjöm Jónsson á Akranesi erindi um sr. Eirík. Kór Hvanneyrarkirkju syng- ur við undirleik Bjama Guðráðsson- ar, organista. Ragna Bjamadóttir syngur einsöng. Lesið verður úr bók, sem er að koma út til minning- ar um prestshjónin á Hesti og nefnist „Ár og dagur í víngarði Drottins". Kirkjuathöfninni lýkur með altarisgöngu í umsjá sóknar- prests, sr. Agnesar M. Sigurðar- dóttur. Að lokinni athöfn í kirkjunni verða kaffiveitingar í Bændaskól- anum á Hvanneyri í boði skólans og sóknamefndar Hvanneyrar- kirkju. — Jón Einarsson prófastur Svarfdælinga- samtökin þrítug Afmælishaldið í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi HALDIÐ verður upp á þrjátíu ára afmæli Svarfdælingasamtak- anna í Reykjavík með samkomu í félagsheimilinu á Seltjamarnesi að kvöldi hins 14. nóvember næst komandi. Aðalhvatamaðurinn að stofnun samtakanna var Snorri Sigfússon fyrrverandi skóla- og námsstjóri. Hann var fyrsti formaður samtak- anna en með honum í stjóm voru Gísli Kristjánsson og Kristján Eld- jám þjóðminjavörður. Núverandi formaður er Kristján Jónsson. Sam- tökin vom m.a. sett á laggimar til að vinna að verkefnum sem varða svarfdælska menningu og efla kunningsskap meðal fólks af svarf- dælskum uppruna. Samtökin hafa t.d. staðið fyrir samkomum, skemmtiferðum og kórstarfi. Hægt er að panta miða á af- mælissamkomu samtakanna hjá Sólveigu Jónsdóttur í síma »91-11005 í dag, laugardag og á morgun, sunnudag klukkan 16 til 18 báða dagana, segir í fréttatil- kynningu frá samtökunum. Nýr forstöðu- maður í Tónabæ KRINGLUNNI SÍMI 685440 HILDIGUNNUR Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður æskulýðsmiðstöðvarinnar Tóna- bæjar, og tekur hún við þvi starf i af Ólafi Jónssyni, nýráðnum upp- lýsingafulltrúa Reykjavíkur- borgar. Sex umsækjendur voru um stöð- una, en þeir voru, auk Hildigunnar: Ari Jónsson, Hjörtur Hjartarson, Ragnar S. Ragnarsson, Sigríður Rafnsdóttir, og Skúli Skúlason. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar mælti með Hild- igunni með fimm samhljóða atkvæðum, og var hún síðan sam- þykkt af Borgarráði á þriðjudaginn sl. Hildigunnur lærði uppeldisfræði við Háskóla íslands, og íþróttaupp- eldisfræði við íþróttaháskólann í Stokkhólmi. Hún hefur starfað nokkuð við íþrótta- og æskulýðsmál hér á landi, m.a. hjá Fimleikasam- bandi íslands og íþróttafélaginu Gróttu á Seltjamamesi. Hún hefur þegar tekið til starfa í Tónabæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.