Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
25
—
dé ■ 1
Í| # -
■ - |
w&l JL ■ v
Sigurður Jónathansson Óskar Sigurðsson
vitavörður 1935-65. vitavörður 1965-
hrifízt af náttúrunni í Mýrdalnum
og þar í kring. Nú blasti annað og
meira útsýni við honum, og kunni
hann vel að meta það. En tvær hlið-
ar eru á hveiju máli, og einnig hér.
Veðrahamurinn gat orðið ofsalegur
uppi á Höfðanum, svo að jafnvel
gat orðið hætt ungum bömum, hvað
þá lauslegum hlutum, sem stóðu
úti. En vitavörðurinn nýi var enginn
viðvaningur í lífsbaráttunni. Hann
hafði góða reynslu frá fyrri störfum
sem bóndi og smiður, hagleiksmað-
ur með iðnaðarmennt að baki. Til
marks um hagleik hans má þess
geta, að hann fékkst nokkuð við
klukkuviðgerðir. Komu margir með
klukkur sínar til hans þegar þær
biluðu og kom hinn þeim aftur af
stað. Sjálfur átti hann vasaúr, sem
voru þá ekki ýkja algeng. Svo hend-
ir það að spindilfjöðrin í því slitnaði,
og fór hann með það til Reykjavík-
ur, en úrsmiður þar kvað upp þann
úrskurð, að ekki væri hægt að gera
við úrið. Bað hann þá úrsmiðinn
að ljá sér aðstöðu þar á verkstæð-
inu og smíðaði spindilíjöðrina með
eigin hendi, svo að úrip gekk upp
frá því árum saman. Úrsmiðurinn
hreifst af þessu handbragði og vildi
fá Jónathan til sín á verkstæðið og
læra þar úrsmíði. En Jónathan
hafnaði því boði, því þetta var á
þeim tíma sem hann var aðalfyrir-
vinna móður sinnar austur á Fossi
eftir að faðir hans lézt, og því taldi
hann sér skylt að hjálpa henni eftir
mætti. Um það leyti fékkst hann
við barnakennslu í þrjá vetur þar
eystra í Dyrhóla- og Hvammshrepp-
um, og sýnir það enn, hvað honum
var margt lagið. Það var á árunum
1890-93.
A milli tektar og tvítugs átti ég
þess kost að dvelja um tíma úti á
Störhöfða hjá Jónathan og fjöl-
skyldu hans. Ég fór þangað í mesta
skammdeginu skömmu fyrir jólin.
Veðrið var eins og bezt verður á
kosið á þeim tíma, hæg norðanátt,
bjart yfir og útsýni hrífandi um
sólstöðumar. En svo breyttist áttin
og gekk til suðausturs. Varð þá
mjög dimmt sjálfa jóladagana, en
á milli jóla og nýárs snerist áttin
aftur til norðurs, og ljómaði þá allt
upp á ný meðan dagur var á lofti.
Strax og komið var fram um þrett-
ándann fannst mér fara að bera á
birtumun, og þegar ég fór úr Höfð-
anum í janúarlok þótti mér ég hafa
lifað stórkostleg tímamót í náttúr-
unni. Fór ég því þaðan ríkur af
þakklæti til almættisins fyrir
minnisstæðan dvalartíma hjá góðu
fólki. Vitavarðarstarfið er býsna
margþætt, ónæðissamt og í mörgu
nákvæmnisverk. Gæta þarf allra
glugga vel, því að á þá vill hlaðast
snjór þegar þannig viðrar. Allt starf
vitavarðarins miðar að því að vísa
sæfarendum rétta leið. Og í því
efni lét Jónathan ekki sinn hlut
eftir liggja.
í lokin þykir mér rétt að geta
nokkuð um Stórhöfðavitann sjálfan.
Hann var tekinn í notkun 1. okt.
1906 og átti því 80 ára afmæli í
fyrra. Ekki var hann mjög fullkom-
inn í fyrstu. Sjónarlengd hans var
aðeins 12 sjómílur, en ljósmagnið
hefur verið aukið oftar en einu sinni
síðan og mun nú vera um 60 sjómíl-
ur. Fyrsti vitavörður var ráðinn
Guðmundur Ogmundsson járnsmið-
ur í Eyjum og gegndi hann því fram
undir það að Jónathan Jónsson tók
við í okt. 1910.
Jónathan gegndi vitavörzlunni í
aldarfjórðung, til ársins 1935, er
Sigurður sonur hans tók við. Hann
andaðist svo fáum árum síðar, 10.
apríl 1939 á 82. aldursári. Sigurður
gegndi stöðunni í þrjá áratugi.
Hann lézt skömmu eftir að sonur
hans, Óskar, hafði tekið við vita-
vörzlunni. Óskar hefur nú gegnt
henni í meira en tvo áratugi.
í grein eftir Árna Ámason frá
Grund í blaðinu Dagskrá 1985 rek-
ur hann sögu vitans á Stórhöfða
og kemst þar m.a. svo að orði:
„Jónathan var vel látinn í starf-
inu og ávann sér traust allra, enda
var eftirlit hans með vitanum alla
tíð í mjög góðu lagi. Naut hann
fljótt aðstoðar sona sinna við starf-
ið, sem gerðu sér far um að halda
öllu í sem beztu og fullkomnustu
lagi.
I tíð Jónathans Jónssonar urðu
miklar breytingar á húsakynnum í
Stórhöfðavita, enda voru húsakynni
þar mjög lítil fyrstu árin. Fyrst var
byggt þar vestan við gamla vitahús-
ið, timburhús, sem stendur enn, en
síðar var svo gerð stór og vönduð
viðbótarbygging úr steinsteypu. Má
nú segja að íbúð vitavarðar sé með
ágætum, stór og allvel vönduð.
Breytingar hafa og verið gerðar
á vitanum sjálfum. Er þar og raf-
lýst frá eigin vél til heimilisnotkunar
og ljósmagn vitans aukið að mun.
Þar er nú veðurathugunarstöð og
hefir svo verið frá 1921.
Eitt er það sem engum breyting-
um hefir enn tekið í Stórhöfða. Það
er veðurhæðin. Hún er oft mikil og
töluverður mismunur þar á veðri
og niðri í bænum. En veðurathug-
anir eru gerðar þar af trúmennsku
og réttsýni, svo að þau eru teljandi
dæmin á fingrum sér, sem athugan-
ir vantar frá Stórhöfða.
Stórhöfðavitinn er eitt af þörf-
ustu fyrirtækjum, sem Eyjamenn
börðust fyrir, og hefur ljós hans
ábyggilega borgið lífi óteljandi far-
manna, bæði inn- og útlendum,
miklu fleiri en sögur fara af. Hann
er sannkallað leiðarljós sjómanna
við landtöku í Eyjum og á siglingum
til og frá íslandi. Hefðu Eyjamenn
ekki notið forystu framkvæmda-
mannsins Gísla Johnsens í þessu
velferðarmáli er hætt við að róður-
inn til sigurs málefnisins hefði orðið
erfiður. Þakkir þeim, sem þakka
ber.“
Gaman er að glugga aðeins í
veðurathugunartölur frá Stórhöfða.
Þaðan eru veðurskeyti send til Veð-
urstofu íslands á þriggja tíma fresti
allt árið um kring, jafnt á hátíðum
sem aðra daga, enda er stöðin svo-
kölluð alþjóðleg stöð og mikil
áherzla lögð á stundvísi. Meðalveð-
urhæð um árið mun vera um 5
vindstig. Sumarið 1968 var settur
þar upp vindmælir af fullkomnustu
gerð með sírita, sem skráir hveija
vindhviðu. Síðan þá hefur mesta
hviða mælst 119 hnútar. Það var
14. des. 1977. Mesta sólarhrings
úrkoma hefur mælst 193 mm. Það
gerðist 28. nóv. 1978. Mesta mán-
aðarúrkoma var hinsvegar í nóv.
1979, 444 mm. Mesta ársúrkoma
var 2034 mm árið 1984. Mesta frost
á síðari árum varð 16,1° á selsíus
1. apríl 1968. Mesti hiti hinsvegar
13, ág. 1985, 19,1°.
Öllu þessu er til skila haldið af
vitaverðinum í Stórhöfða.
Höfundur er tæknifræðingur.
Marmaraflísar
Farymann
Smádíselvélar
5.4 hö við 3000 SN.
8.5 hö við 3000 SN.
Dísel-rafstöðvar
3.5 KVA
Jfc-LLr
SfiynHMtuigjyir
d)^in)©©®iríi <§t
Vesturgötu 16,
sími 14680.
OIÆSmi
SKINNAVARA
FRÁ HEIMSÞEKKTUM
HÖNNUÐUM:
JILSANDER
YVES SAINT LAURENT
JEAN PÉCAREL
BARTOLI
CASAVENETTA
PENTIK
TURKIS TUKKU
OTDK
HUÓMAR
BETUR
HAFARoyd
HVÍTAR
BAÐINNRÉTTINGAR
OPIÐ LAUGARDAGA
t*4>UÍS€*n
SUÐURLANDSBRAUT10 - SÍMI686499.