Morgunblaðið - 07.11.1987, Page 27

Morgunblaðið - 07.11.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 27 Opna úr Atlasinum. Atlas AB kominn út ÚT ER komin hjá Almenna Bókafelaginu bókin „Lönd og FUJ í Reylga- vík 60 ára FÉLAG ungra jafnaðarmanna, FUJ, í Reykjavík verður 60 ára á morgun, sunnudaginn 8. nóv- ember. Af því tilefni verður haldið sérstakt afmæliskaffi í Hótel Holiday-Inn. í afmæliskaffinu sem hefst kl. 15.00 verða ávörp flutt og boðið upp á skemmtidagskrá. Einnig verða útnefndir heiðursfélagar. lífheimur - Atlas AB“. Meginefni bókarinnar eru landa- kort sem sýna landshætti, ríkja- skipan, náttúrufar, tungumál o.fl., en einnig er í bokinni 95 síðna kafli um jörðina sem reikistjömu, eðli hennar, jarðsöguna, og sól- kerfíð. Atlasinn er unninn og prentaður á vegum kortagerðarfyrirtækisins Esselte Map Service í Stokkhólmi. Fjórar blaðsíður hans eru sérstak- lega helgaðar íslandi og er sá hluti gerður af Landmælingum íslands. Atlasinn er 299 blaðsíður að lengd, og allur litprentaður. Alliance Frangaise: Gamanleikrit eftir Duras í Þjóðleikhúsinu Nicollet leikhópurinn flytur verkið á frönsku í Þjóðleikhúsinu. LEIKRITIÐ „Le Shaga“ eftir eftir Marguerite Duras verður sýnt í Þjóðleikhúsinu á morgun, sunnudag, klukkan 20.30. Franski leikhópurinn Nicollet kemur hingað til lands á vegum Alliance Francaise og flytur verkið á frönsku. „Le Shaga" varð til þann 5. janúar árið 1968 þegar höfundur leikstýrði verkinu í Gramont leik- húsinu í París. í fréttatilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar segir meðal annars um verkið: „Skyndilega einn góðan veðurdag, tekur kona nokkur að tala „le shaga“, tungumál sem er henni og öllum öðrum framandi. Kona og maður sem hitta hana, senni- lega í húsagarði geðveikrahælis, geta engu að síður spjallað við hana. Þrjár hlægilegar og hjart- næmar manneskjur sem ekki eru í neinum tengslum við raunverulei- kann eru samankomnar á óá- kveðnum stað um óákveðinn tíma. Jafnvel þótt lögð sé áhersla á neyð þessarra einstaklinga sem ganga hlið við hlið án þess að nokkum tíma að ná hver til annars, er leik- ritið fyndið og gætt greinilegum léttleika. Lögð er áhersla á hlátur- inn sem gerir það að verkum að tilfinningamar koma ennþá betur í ljós.“ Ekið á mann við Hollywood EKIÐ var á mann fyrir utan veit- ingahúsið Hollywood við Armúla um síðustu helgi. Okumaðurinn ók á brott án þess að sinna um manninn, enda ekki talið ólíklegt að hann hafi ekki gert sér grein fyrir að hann ók á hann. Slysið var tilkynnt til lögreglu um kl. 4 aðfaranótt sunnudagsins 1. nóvember. Talið er að maðurinn, sem gekk út á götuna, hafí lent utan í hlið bifreiðar, sem síðan var ekið á brott. Maðurinn skarst á höfði, en er ekki alvarlega slasað- ur. Slysarannsóknardeild lögregl- unnar biður ökumanninn um að gefa sig fram, eða vitni ef einhver em. Krabbameinsfélagið: Einungis kon- ur fá miða Happdrættismiðar Krabba- meinsfélagsins voru póstlagðir um síðustu mánaðamót. Að þessu sinni voru miðar eingöngu sendir til kvenna i hjónabandi eða skráðri sambúð, því þær hafa ávallt veitt félaginu öflugan stuðning. Vinningar í happdrættinu era á annað hundrað talsins. Meðal vinn- inga era tvær BMW bifreiðir, svo og þrjár Corolla bifreiðir. Dregið verður í happdrættinu 24. desember næst komandi, segir í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. Ráberg blæs í Heitapottinum DJASSBAND Kópavogs, 18 manna stórsveit jassleikara und- ir stjóra Araa Scheving, efnir til tónleika í Heita pottinum í Duus- húsi mánudagskvöldið 9. nóvem- ber kl. 20.30. Með Djassbandi Kópavogs kemur fram Svíinn Mikael Ráberg og leik- ur á básúnu. Ráberg sem er 28 ára gamall er auk þess að vera jass- básúnuleikari útsetjari og stjómar eigin stórsveit í Svíþjóð. Djass- bandið flytur m.a. útsetningar eftir Ráberg á mánudagskvöldinu. „BÍLL ÁRSINS" Um helgina kynnum við nýjan glæsilegan bíl fra Peugeot, PEUGEOT 405. PEUGEOT 405 hefur alla þá góðu eiginleika sem einkennt hafa Peugeot bíla í gegnum tíðina, svo sem sparneytni, þægindi, öryggi, gott rými og hina rómuðu Peugeot fjöðrun. Nýtt glæsilegt útlit, tölvuhönnun, hagæðasamsetning framkvæmd af vélmennum, ABS bremsukerfi og frábærir aksturseiginleikar gera hann öðrum bílum fremri sem sést best á því að hann er kjörinn bill arsins i Danmörku. Littu inn um helgina og kynntu þer gæðin af eigin raun POBHILDLR'SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.