Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
Taka þarf alla refsilög-
gjöfína til endurskoðunar
Jónatan Þórmundsson í ræðustól i upphafi fundar. Morgunbiaðið/Svemr
- sagðiHall-
varður Einvarðs-
son ríkissaksókn-
ari á fundi um
meðferð kynferð-
isafbrotamála
MEÐFERÐ kynferðisafbrotamála
var til umræðu á fjölmennum
fundi sem Orator, félag laga-
nema, hélt sl. fimmtudag. Fram
kom að menn töldu að núverandi
löggjöf, sem er frá árinu 1940,
þarfnaðist endurbóta. Gerðu
Salome Þorkelsdóttir og Sólveig
Pétursdóttir grein fyrir nýfram-
komnum frumvörpum sínum um
þessi mál og sérfræðingar á sviði
laga, geðlækninga og félagsráð-
gjafar ræddu þá hlið málanna sem
snýr að þeirra sérsviðum.
Jónatan Þórmundsson prófessor í
refsirétti við Háskóla íslands hóf
umræðuna og gerði grein fyrir nú-
gildandi lögum um kynferðisafbrot,
þ.e. ákvæðum um skírlífís- og sif-
skaparbrot.
Jónatan taldi brýnt að draga úr
skaðlegum áhrifum rannsóknar
þessara mála á fómarlömbin og að-
standendur þeirra. Hann benti á hve
erfíð meðferð þessara mála væri
m.a. vegna þess að oft væru málsað-
ilar einir til frásagnar um málsatvik.
Ef staðhæfing stæði gegn stað-
hæfíngu, til dæmis ef sá ákærði í
nauðgunarmáli héldi því fram að
engin mök hefðu átt sér stað eða
að þau hefðu verið með samþykki
beggja aðila hlyti að vera erfítt að
meta sekt eða sakleysi. Við þetta
bættist að það væri alfarið á hendi
ákæruvaldsins að sýna fram á sekt
hins ákærða en ekki hans að sýna
fram á sakleysi sitt enda væri það
talið mun alvarlegra að dæma sak-
lausan mann en að sýkna sekan.
Hann sagði að unnið væri að end-
urskoðun þessara mála, m.a. af
sérstakri nefnd, nauðgunarmála-
nefnd, og væri skýrsla hennar
væntanleg á næsta ári. í tillögum
hennar yrði meðal annars lagt til
að refsiákvæðin næðu jafnt yfír kon-
ur sem karla andstætt núverandi
löggjöf sem tæki aðallega yfír brot
karla.
Hann taldi einnig að núverandi
skipting kynferðisafbrota í skírlífís-
brot og sifskaparbrot væri að mörgu
leyti óheppileg og lagði til að að-
greiningu þessari yrði hætt í lögum.
Heppilegra væri að nota hugtakið
kynferðisbrot yfír hvort tveggja. Þá
kom hann inn á löggjöf um kynferð-
islega áreitni og sagði hana að
mörgu leyti ófullkomna.
Mál kynferðisafbrota-
manna njóti forgangs
Salome Þorkelsdóttir alþingis-
maður (S-Rn) kynnti frumvarp það
sem hún hefur lagt fram á alþingi
um breytingu á meðferð opinberra
mála en þar er gert ráð fyrir sifskap-
ar- og skírlífísbrot skuli hafa sér-
stakan forgang fram yfír önnur
hegningarlagabrot hvað varðar
rannsókn og meðferð. Samkvæmt
frumvarpinu á dómur að falla í und-
irrétti innan átta mánaða frá ákæru
nema sérstakar aðstæður hamli.
Salome ræddi sérstaklega um
kynferðisabrot gagnvart bömum og
sagði að þær þjáningar sem þau yllu
mörkuðu tvímælalaust djúp spor í
sálarlíf bamanna sem erfítt yrði að
má í burtu.
Hver áhrif þess kynnu að verða
síðar meir væri oft erfítt að geta sér
til um en ljóst væri að þau væru
mikil. Sérstaklega væri það slæmt
ef bömin ættu síðan um lengri tíma
yfír höfði sér að þurfa að rifja upp
þessa hræðilegu reynslu sína. Nefndi
hún sem dæmi málaferli vegna kyn-
ferðisafbrots gegn bami sem hefðu
velkst um í eitt og hálft ár í dóms-
kerfínu. Þegar dómarinn var spurður
hvemig á þessu stæði sagðist hann
því miður hafa verið of upptekinn
við afgreiðslu „stóru" málanna til
að geta tekið mál bamsins fyrir.
Salome sagðist ekki fá séð hvaða
mál væru mikilvægari en þessi.
Hún sagði að þetta frumvarp
væri þó á engan hátt hugsað sem
gagnrýni á störf dómara og ætti
fremur að geta orðið þeim til aðstoð-
ar.
Salome taldi að þótt skjót máls-
meðferð væri sérstaklega nauðsyn-
leg þegar böm ættu hlut að máli
þyrfti það sama að gilda um önnur
mál svipaðs eðlis.
Ef halda ætti upp réttarríki hér
á landi væri nauðsynlegt að virðing
ríkti fyrir lögum og reglum. Hætt
væri við að sú virðing þyrri ef sami
maðurinn kæmist upp með að bijóta
af sér gagnvart bömum áratugum
saman. Sagði hún að sér virtist
stundum sem síbrotamenn á þessu
sviði fengju magnafslátt, svo vægir
væru dómamir.
Salome taldi að þótt frumvarp
hennar næði ekki fram að ganga
hefði það þegar vakið fólk til um-
hugsunar um þessi málefni enda
hefði það öðrum þræði verið tilgang-
urinn.
Jónatan Þórmundsson benti á að
samkvæmt núgildandi lögum bæri
að hraða meðferð allra opinberra
dómsmála eftir föngum. Það væri
vissulega álitamál hvort hraða bæri
meðferð sumra opinberra mála
meira en annarra og þá væri ljóst
að einhver mál yrðu að sitja á hakan-
um.
Afbrotamaðurinn sjálf-
ur fórnarlamb
Sigrún Júlíusdóttir félagsfræðing-
ur og félagsráðgjafí sem hefur unnið
mikið með fómarlömbum kynferðis-
afbrota sagði að oft væri erfítt að
skilgreina hver væri fómarlamb og
hver ekki í svona málum. Afbrota-
maðurinn væri í raun sjálfur fómar-
lamb og það sjónarmið nyti nú
vaxandi fylgis að hann ætti rétt á
aðstoð og að oft væri hægt að koma
þeim til aðstoðar.
Hún sagði það skipta miklu máli
fyrir konur sem hefðu orðið fyrir
nauðgun hvemig farið væri með
afbrotamanninn. Sumar konur sem
hefðu orðið fyrir nauðgun veigruðu
sér við að kæra atburðinn vegna
þess að þær hefðu meðaumkun með
afbrotamanninum eða teldu að hon-
um væri ekki sjálfrátt. Aðrar kærðu
atburðinn í von um að hægt væri
að koma honum til hjálpar og koma
í veg fyrir að aðrar konur yrðu fyr-
ir því sama. Reiði í garð afbrota-
mannsins, hefndarþorsti, von um að
endurheimta sjálfsvirðingu sína og
fleira mótaði síðan afstöðu annarra
kvenna.
Sem dæmi um fyrirbyggjandi að-
gerðir nefndi hún neyðarathvarf
fyrir karlmenn sem sett hefði verið
upp í Gautaborg. Þangað hefðu
margir leitað, þar á meðal karlmenn
sem höfðu framið kynferðisafbrot
eða óttuðust að þeir kynnu að fremja
það.
Sigrún ræddi talsvert um sálar-
ástand kvenna . sem hefði verið
nauðgað og lýsti tillögum hóps
kvenna sem hafði verið nauðgað um
úrbætur í þessum málum.
Þær teldu mikilvægast að flýta
málsmeðferð. Einnig væri nauðsyn-
legt að lögregluþjónar og hjúkrunar-
fólk sem ætti að aðstoða þær væri
til þess menntað og að konur tækju
á móti fórnarlömbunum eftir nauðg-
un ef þess væri óskað.
Þá þyrfti að vera auðvelt að fá
upplýsingar um hvemig ætti að snúa
sér í svona málum og nauðsynlegt
væri að geta fengið persónulega
ráðgjöf.
Afkynjun á ekki rétt á
sér
Högni Óskarsson geðlæknir ræddi
um það hvort afkynjun afbrota-
manna með skurðaðgerð væri
æskileg lausn í sumum tilfellum.
Hann sagði líffræðilega stjómun
kynhvatarinnar flókið ferli en karl-
hormónið testosteron skipti þar
mestu máli. Það að skera burt kyn-
kirtla karlmanns drægp stórlega úr
framleiðslu þess.
Hins vegar væri þessi aðgerð óaft-
urtæk og taldi Högni hana ekki eiga
rétt á sér.
Oft væri unnt að beita öðmm
aðferðum til að hjálpa mönnum sem
ættu við svona vandamál að stríða
og koma í veg fyrir að þeir gerðu
öðmm mein. í vægari tilfellum gæti
svokölluð atferlismeðferð skilað góð-
um árangri en einnig væri hægt að
beita lyfjameðferð. Til væm lyf sem
drægju m.a. úr kynhvöt án hættu-
legra aukaverkana. Lyfjameðferð
hefði líka þanr, kost umfram afkynj-
un að ef tekst að lækna sjúklinginn
er hægt að hætta meðferðinni.
Það væri hins vegar erfítt að beita
LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ.
Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili
víðs vegar um borgina íyrir um 4000 börn á aldrinum
6 mán — 10 ára.
Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu
Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu
og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum.
Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa
yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum
þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga.
Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis
fræðingum (BA —próf eða sambærilegt), einstaklingum
sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna,
einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi
fyrir væntanlegt nám.
Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Fanny Jónsdóttir, deildarstióri í síma 2 72 77 alla virka daga
frá kl. 9.00 — 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 — 15.00