Morgunblaðið - 07.11.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 07.11.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 35 Bandaríkin: Raunsær blökkumaður tek- ur við þj óðaröry ggisráðinu Washington, Reuter. NÝI öryggisráðgjafi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta, Colin Poweil hershöfðingi, er fyrsti blökkumaðurinn til að veita þjóðaröryggisráði Bandarfkjanna forstöðu. Reagan skipaði Powell, einn af hæstsettu þeldökku herforingjunum innan bandariska hersins, eftirmann Franks Carlucci á fimmtudag eftir að hann tilnefndi Carlucci eftirmann Ca- spars Weinberger varnarmálaráðherra. Weinberger lætur af störfum af persónulegum ástæðum. Reuter Powell, Colin Powell er nú næst valdamesti blökkumaðurinn innan stjórnar Re- agans, næstur á eftir Samuel Pierce sem er húsnæðis- ráðherra. Hann er sjötti öryggisráð- gjafínn sem Reagan skipar frá þvi hann tók við Colin forsetaembætti f hershöfðmgi. janúar 1981. Litið er á valið á Pow- ell sem enn eitt merkið um framsókn bandarískra blökkumanna. Á síðustu 30 árum hafa þeir fengið fleiri og fleiri áhrifastöður, bæði innan ríkis- geirans og í einkageiranum, stöður, sem þeim voru áður lokaðar vegna kjmþáttar síns. Fyrsta verkefni hins fímmtuga öryggisráðgjafa er að ann- ast undirbúning leiðtogafundarins 7. desember í Washington. Powell sem er gamalreyndur innan hersins, þykir raunsær og góður skipuleggjandi og á gott með að vinna fólk á sitt band. Hann hefur undanfarið starfað við hlið Franks Carlucci fráfarandi öryggisráðgjafa og þekkir því vel til nýja starfsins. Þegar Carlucci var fenginn til að taka við starfí öryggisráðgjafa af John Ppindexter í desember á síðasta ári bað hann Powell, sem þá hafði nýlega tekið við stjóm fímmtu stór- deildar Bandaríkjahers í Vestur- Þýskalandi, að snúa heim og taka við starfí aðstoðarforstöðumanns í þjóðaröryggisráðinú. Saman hafa þeir unnið að því að endurskipu- leggja starfsmannahald ráðsins, sem talið er hafa átt mestan þátt í hneykslismálinu vegna vopnasölunn- ar til írans og kontra-skæruliða í Nicaragua. Colin Powell er fæddur í New York. Hann fékk foringjatign í vara- liði landhersins á meðan hann stundaði nám í City College í New York. Powell hefur háskólagráðu í stjómsýslu frá George Washington háskóla. Hann tók þátt í Víetnam- stríðinu á árunum 1962-68 og hlaut heiðursmerki fyrir vasklega fram- göngu þar. 1983 til 1986 var hann einn helsti hemaðarráðgjafi Caspars Weinberger í vamarmálaráðuneyt- inu. Powell er kvæntur og á son í hemum og tvær dætur. Tíunda sjúkrahúsferðin Router Þessi mynd er tekin á John Hopkins-sjúkrahúsinu á fimmtudaginn. Á myndinni er Benjamin Binder, annar vestur-þýsku síams- tvíburanna, sem aðskildir voru á sjúkrahúsinu í september. Tvíburamir, Benjamin og Patrick, voru vaxnir saman á höfði og var afar erfitt að skilja þá að. Aðgerðin tók 22 klukkustimdir og þurfti meðal annars að tæma allt blóð úr líkömum tvíburanna þeg- ar skomar vom sundur meginslagæðar til heila. Tvisýnt var um Uf bræðranna en þeir munu nú vera á batavegi. Benjamin litli, sem er kominn á sjúkrahúsið til aðgerðar í tíunda skipti, situr hér i fangi yfirhjúkrunarkonunnar, Dottie Lappe, milli tveggja lækna. Filippseyjar: Kommúnistar lýsa stríði á hendur Bandaríkiaher «1 Manilu, Reuter. KOMMÚNÍSKIR skæmliðar á Filippseyjum lýstu í gær yfir striði á hendur Bandarikjaher og starfsemi honum tengdri á Filippseyjum. í yfirlýsingu, sem var boðsend til helstu fréttastofa í Manilu, kom fram að allir banda- rískir hermenn og borgaralegir Stuðningsmenn Einingarsamtaka kommúnista á Spáni (Unificación Communista de Espana) mótmæla þjóðaratkvæðagreiðslunni um áframhaldandi þátttöku Spánar í Nató (Otan). að andúð á Bandaríkjunum sé ekki inngróin meðal Spánveija, eru við- horf þeirra til hlutleysis og herstöðv- anna af gamla skólanum — og á það jafnt við um vinstri- og hægrimenn. González var eitt sinn andvígur herstöðvunum og hann var einnig á móti inngöngu Spánar í Nató árið 1981. Hann skipti hins vegar um skoðun, þegar hann tók við embætti sínu sem forsætisráðherra, og vann landa sína til fylgis við áframhald- andi Nató-aðild í erfiðri kosninga- baráttu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Sá sigur var mikilvægur fyrir Vesturlönd, ekki síst vegna Njörvasunds (Gíbraltarsunds), en einnig vegna ungrar lýðræðishefðar í landinu og grósku í efnahagslífinu. Til þess að tryggja samþykki í þjóð- aratkvæðagreiðslunni var tekið fram, að Spánn mundi standa utan sameiginlegra herstjóma Nató og bandarískum hermönnum þar í landi yrði fækkað um 13.000. Hvort þessi fækkun átti að ná til fyrrnefndrar bækistöðvar F-16 er umdeilanlegt. Spánverjar töldu, að stöðin væri þýðingarlítil fyrir vamir Vesturlanda og Bandaríkjamenn mundu ekki bregðast harkalega við lokun hennar. Þar höfðu þeir rangt fyrir sér. En ef spænsk stjómvöld ætluðu að reyna að kúvenda í þessu máli nú, mundi það kosta pólitískan uppsteyt. Það gæti orðið banabiti hins unga Sósíalistaflokks González- ar og spillt hálfvolgri einingu þjóðarinnar um Nató. Sennilegast er, að sá kostur verði einn fyrir hendi að flytja bækistöð F-16 vélanna til Bandaríkjanna, enda þótt það mundi veikja stöðu Nató á suðurvængnum. Flutningur bækistöðvarinnar til landa eins og Portúgals eða Ítalíu mundi bæði verða kostnaðarsamur og vekja pólitískar deilur. En það er unnt að bæta mikið af þeim skaða, sem af þessum flutningi hlýst. Spánveijar eru um það bil að fá í hendur 72 F-18 orrustuvélar, sem em sambærilegar við F-16. Sérfræðingar Nató segja, að unnt sé að þjálfa Spánveija til að taka við miklu af verkefnum Bandaríkja- mannanna. Leiðtogar Vestur-Evrópuríkja leggja nú að Spánveijum að taka tillit til hagsmuna heildarinnar, en vilji Spánveija stendur hins vegar til þess, að þeirra eina skylda í hem- aðarlegu tilliti verði að veija spánska grund. Með þeirri takmörkun mundu þeir hunsa „allir fyrir einn og einn fyrir alla“- grundvallarstefnu Nató. Hugmyndin um að stofna til vam- arbandalags á vegum Vestur-Evr- ópu-ríkja eingöngu — þ.e. Nató án Bandaríkjanna og Kanada — er vin- sæl á Spáni. Það þarf því ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá, að González stendur til boða leið, sem Spánveijar geta sætt sig við, til að bæta Evrópu upp missi St. 401. Og það hlýtur að vera hlutverk leiðtogans að gegna kallinu. Eða eins og González segir sjálfur: „Þátttaka í vestrænu sam- starfí krefst ábyrgðar." starfsmenn, sem „blönduðu sér í innanríkismálefni Filippseyja" gætu átt von á árás. Aðalritari Lýðræðislegu þjóðfylk- ingarinnar (NDF), Satur Ocampo, undirritaði yfírlýsinguna, en hér er ' um breytingu á baráttuaðferðum skæmliða að ræða. Fyrri hótanir, sem Bandaríkjamönnum hafa borist, hafa verið með almennara orðalagi og óundirritaðar. í yfírlýsingunni var ekki minnst á Bandaríkjamennina tvo, sem vegn- ir vom skammt utan við bandaríska herstöð í fyrri viku. Hins vegar sagði Ocampo að Bandaríkjunum myndi verða „pólitísk og hemaðarleg af- skipti sín dýrkeypt í mann- og eignatjóni" hættu þau þeim ekki þegar. Ocampo sagði að Bandaríkin styddu við bakið á Corazon Aquino, sem hefði tekið upp stefnu Banda- ríkjanna um algert stríð, til þess að stemma stigu við því, sem hann kallaði framsókn skæmliða. Sagði hann að enginn þegn Banda- ríkjanna, sem teldist á einhvem hátt þjóna þessum hagsmunum, væri óhultur. Tugþúsundir Bandaríkjamanna eiga heima og vinna á Filippseyjum, bæði fyrir Bandaríkjaher og ýmis fyrirtæki, en Filippseyjar vom áður nýlenda Bandaríkjanna. Forsetakosningar á Haiti: Ofbeldi einkennir kosningabaráttuna Port-au-Prince, Reuter. RÁÐIST var f gær með vélbyssu- skothríð á skrifstofur tveggja forsetaframbjóðenda á Haiti og á heimili þess þriðja. Forseta- kosningarnar, sem verða 29. þessa mánaðar, eru þær fyrstu i landinu í 30 ár og hefur aðdrag- andinn að þeim einkennst af óöld og ofbeldi. Útvarpsstöðvar á Haiti hafa eftir vitnum, að nokkrir menn á jeppum hafí látið vélbyssuskothríð dynja á skrifstofum þeirra tveggja fram- bjóðenda, sem sigurstranglegastir þykja, Marcs Bazin og Leslies Mani- gat. og i rauðabýtið í gærmorgun var varðmaður á heimili þriðja frambjóðandans, Gregoires Eug- ene, særður í sams konar árás. 35 menn hafa sóst eftir framboði í forsetakosningunum en síðan yfír- kjörstjómin hafnaði 12 þeirra hefur ekki linnt árásum á hina 23. Samkvæmt nýrri stjómarskrá á Haiti ber yfirkjörstjórn að vísa á brott mönnum, sem gerðust sekir um fjárdrátt, morð og misþyrming- ar í stjómartíð Duvalier-feðganna, en svo kynlegt sem það er njóta sumir þessara manna, t.d. Clovis Desinor, fyrrum fjármálaráðherra Francois „Papa Doc“ Duvalier, mik- ils stuðnings meðal almennings.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.