Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
39
Hvað segja þeir um að fallið verði frá frjálsu fiskverði?
TILLAGA um að lýst yrði yfir
fullurn stuðningi við frjálst fis-
kverð var felld á aðalfundi
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna á fimmtudag.
Morgunblaðið leitaði til nok-
kurra manna og bað þá að segja
álit sitt á þessari niðurstöðu.
Fara svör þeirra hér á eftir.
Jón Ingvarsson:
Skýtur skökku
við að LÍÚ
í'alli frá fijálsu
fiskverði
JÓN Ingvarsson, stjórnarform-
aður Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, sagði að það skyti
nokkuð skökku við að Landssam-
band íslenskra útvegsmanna
gengi nú fram fyrir skjöldu og
vildi falla frá ftjálsu fiskverði,
þar sem LÍÚ hefði sótt mjög fast
á sínum tíma að fiskverð yrði
gefið fijálst.
„Þetta sýnir hins vegar það að
menn vilja hverfa til þess kerfis sem
áður gilti vegna þess að fijálst fisk-
verð innan gæsalappa hefur leitt
til þess að deilur um fiskverð hafa
færst inn í einstök fyrirtæki og út
um landsbyggðina. Aðstaða manna
er mjög misjöfn til að takast á við
slíkt. Sjómenn hafa beitt samtaka-
mætti sínum með ólögmætum
verkföllum til að knýja fram hærra
fiskverð. Menn vilja því forðast það
að fara í návígi um þessi mál,"
sagði Jón í samtali við blaðamann.
Óskar Vigfússon:
Veldur mér
vonbrigðum
„Þessi niðurstaða veldur mér
miklum vonbrigðum, en segir
mér um leið að það er fiskvinnsl-
an sem er í raun ráðandi aðili
innan Landssambands íslenskra
útvegsmanna, “ sagði ÞÓskar
Vigfússon formaður Sjómanna-
sambands íslands.
„Annars kemur þetta mér mjög
á óvart. Undanfarin ár hefur maður
heyrt að menn vilji dreifa valdinu
út á landsbyggðina og ákvarðanir
eigi að mestu leyti að vera teknar
heima í héruðunum. Þarna var kjör-
ið tækifæri að fá vald til að taka
ákvörðun um verð. En nú segja
þeir gerið svo vel og takið þetta
vald aftur til Reykjavíkur."
Óskar sagðist ekki sjá hvaða
þýðingu þetta hefði fyrir sjómenn.
„Það er staðreynd að fijálst fisk-
verð hefur orðið að raunveruleika.
Uppboðsmarkaðir hafa þegar verið
settir á fót og aðrir í bígerð hér
og þar. Ég sé ekki hvernig þeir
verða reknir ef fiskverð verður
bundið og ákveðið af Verðlagsráði
sjávarútvegsins. Mér liggur við að
segja að enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur."
Óskar sagði að í sjálfu sér hefði
hann ekkert út á það að setja að
að verðjöfnunarsjóður sjávarút-
vegsins verði lagður niður, eins og
stefnt er að. Sagði hann að þarna
væri greinilegt að sömu aðilamir
réðu ferðinni. „Þeir hafa sótt mjög
fast að leggja niður þennan sjóð.
En það er bæði jákvætt og getur
verið neikvætt, en þetta segir manni
ýmislegt um hvað þarna var að
gerast," sagði Óskar að lokum.
Signrður Garðarsson:
Hefur sára-
lítil áhrif
SIGURÐUR Garðarsson hjá
frystihúsinu Vogar hf. í Vogum
á Vatnsleysuströnd sagðist halda
að þessi ákvörðun hefði sáralítil
áhrif, en áttaði sig ekki á hvaða
vanda hún ætti að leysa.
„Ég tel að þetta lágmarksverð
sem þeir setja verði að vera það
Iágt að menn geti unnið allar teg-
undir af físki," sagði hann.
„Ég átta mig ekki á hvaða vanda
þetta á að leysa og tel að niðurfell-
ing á fijálsu fiskverði hafi einungis
áhrif ef loka á fiskmörkuðunum. Á
meðan þeir eru opnir skiptir ekki
máli hvort lágmarksverð er eða
ekki því alltaf er miðað við það sem
gerist á mörkuðunum.
Mér sýnist að hér sé verið að
flytja vandamálið af einum stól á
annan og tel að áfram verði sama
stríðið á milli útgerðar og sjómanna
um það hvort Verðlagsráð eða fis-
markaðimir eigi að ákveða fiskverð.
Þessi verðmismunur verður alltaf
bitbein."
Helgi Þórisson:
Auðveldar
samninga
úti á landi
HELGI Þórísson skrífstofustjóri
Fiskmarkaðarins í Hafnarfirði
sagðist ekki vera viss um að lág-
marksverð hafi áhrif á fiskmark-
aðina. Hins vegar auðveldar það
samninga á fiskverði úti á landi.
„Á meðan þensla er í þjóðfélag-
inu er eftirspum eftir sjómönnum
á skip alveg eins og í önnur störf.
Ef útgerðarmenn eða verkendur
ætla að hafa lágt verð á sínum
skipum geta sjómenn auðveldlega
fengið starf á skipum sem fá hátt
verð fyrir fiskinn.
„Ég er ekkert hræddur um að
þetta verði fjötur um fót fyrir físk-
markaðina. Én með þessu em menn
frekar að samhæfa lágmarksverð
úti á landsbyggðinni.
Helgi sagðist halda að menn
hefðu almennt þá trú að fiskmark-
aðirnir verði reknir áfram. „Reynsl-
an af því hefur verið það góð að
okkar mati. Þó trúi ég því að þetta
auðveldi mönnum að gera samninga
um fiskverð úti á landi," sagði
Helgi.
Halldór Ásgrímsson:
Hefur sína
kosti
og galla
ÞAÐ ER eins með ftjálst fiskverð
og annað. Það hefur sína kosti
og sína galla", sagði Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra um niðurfellingu á frjálsu
fiskverði. „Hvort sem verðið er
fijálst eða ekki þurfa menn að
semja um það.“
„Frjálst fískverð hefur skapað
alls konar vandamál," sagði Hall-
dór. „Menn vilja greinilega gera hlé
á þessu. Ég vil hins vegar benda á
að lágmarksverð sem ákveðið hefur
verið á undanförnum ámm hefur
aldrei komið í veg fyrir að menn
geti samið um annað verð. Mín
skoðun er sú að menn innan grein-
arinnar eigi að koma sér saman um
leikreglur.
Það kemur nokkuð á óvart að
útvegsmennimir skuli taka þessa
afstöðu. Hinsvegar hafa fulltrúar
fískvinnslunnar haldið þessu sjónar-
miði á lofti. Ef til vill bendir það
til þess að meiri samstaða er að
skapast á þessum vettvangi en ver-
ið hefur að undanförnu. Ég býst
við að mörgum fínnist að þær deil-
ur sem komið hafa upp milli veiða
og vinnslu eigi upptök sín í þessu
máli og ég skil þessa samþykkt
þannig að menn vilji gjarnan fá
meiri ró í þessum málum.
Ekki ságðist Halldór telja að
þetta hefði áhrif á fiskmarkaðina.
„Sérstök lög voru sett um fiskmark-
aðina svo að þeir eru undanþegnir
lágmarksverði. En aldrei hefur ver-
ið bannað í þessu landi að semja
um hærra verð en ákveðið hefur
verið í Verðlagsráði. Það hefur oft
gerst.
Hvemig sem verðlagningunni er
hátta er samkeppni milli fískkau-
penda hér og fiskmarkaða erlendis
alltaf til staðar."
Halldór sagði að hann væri ekki
þeirrar skoðunar að leggja ætti
verðjöfnunarsjóð niður og sagðist
telja að hann hafi oft gert mikið
gagn. „Ég vil minna á að þegar
verðið var sem hæst í rækjunni var
borgað mikið fé í sjóðinn. Ef svo
hefði ekki verið hefðu enn fleiri
faríð til rækjuveiða. Sú góða af-
koma sem þá hefði orðið í greininni
hefði skapað falskt öryggi. Nú hef-
ur verðið lækkað mjög og byijað
er að greiða úr sjóðnum til að jafna
UPPBOÐ verður á fundi hjá
Myntsafnarafélaginu i Templ-
arahöllinni klukkan 14.30
sunnudag.
Á uppboðinu verða boðnir upp
margir góðir silfurpeningar þ.á m.
peningar frá Haiti, Miðbaugs-
Gíneu, Kambódíu, Muskat og
Leiðrétting
RANGT var farið með nafn í
frétt um lyfjafræðinga í Kaup-
kjör þeirra sem í greininni starfa,
sjómanna og annarra. Ég tel mjög
varasamt að leggja sjóðinn niður.
Hitt er annað mál að það þarf að
endurskoða lög og reglur um hann
og nokkuð starf hefur verið unnið
í því. En þetta er eitt af mörgum -
verkefnum sem bíða úrlausnar í
sjávarútveginum og ekki vinnst tími
til fyrr en við losnum við fiskveiði-
stjórnunarmálið af borðinu. En eins
og ég hef oft sagt áður fer allt of
mikill tími í það.“
Oman, Mexíkó og fleiri löndum.
Seðlar af fyrstu og annarri útgáfu
Landsbankans. Ríkissjóðs seðlar 5
og 10 krónur en rúsínan í pylsuend-
anum er Kúrant-seðill danskur frá
1792 en á bakhlið seðilsins er
íslenskur texti. Er þetta afar sjald-
gæfur seðill og langt síðan svona
seðill hefur komið á uppboð.
mannahöfn í gær.
Var Petra Mogensen sögð heita
Petrea. Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Húsmæðrafélagið með
basar á Hallveigarstöðum
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
heldur sinn árlega basar á
morgun, sunnudaginn 8. nóv-
ember, á Hallveigarstöðum við
Túngötu.
Á basarnum verður úrval alls-
kyns handavinnu, s.s. sokkar,
vettlingar, peysur, húfur, jóladúk-
ar, jólasvuntur, púðar o.fl. Einnig
verða lukkupokar fyrir börnin.
Allur ágóði af sölu munanna
rennur til líknarmála.
Uppboð á mynt-
safnarafundi
Ur umferðinni í Reykjavík
fimmtudaginn 5. nóvember 1987
Árekstrar bifreiða: 19.
Samtals 50 kærur fyrir brot á umferðarlögum.
Kl. 16.10 var ökumaður kærður fyrir að aka með 103 km/klst hraða
um Kringlumýrarbraut samkvæmt radarmælingu.
Radarmæling leiddi til þriggja kæra í Ártúnsbrekku, hraði 92 km/klst.
Kranabifreið Ijarlægði 20 ökutæki vegna ólöglegrar stöðu.
Klippt voru númer af 10 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa til aðal-
skoðunar.
I fímmtudagsumferðinni fannst einn réttindalaus ökumaður og laust
eftir miðnætti leiddi óöruggur akstur til gruns um ofneyslu lyfja.
Frétt frá lögreglunni í Reykjavík.
Karpov og Kasparov hvíldu sig
Skák
Margeir Pétursson
Þeir Gary Kasparov, heims-
meistari, og Anatoly Karpov,
heimsmeistarí, fengu lang-
þráða hvíld í gær eftir gífurleg
átök í undanförnum einvígis-
skákum. Það tók sér þó
hvorugur frí, en tíunda skákin
var svo tilþrífalítil að það var
eins og þeir hefðu sammælst
um að slappa af, án þess að
annar þyrfti að eyða dýrmætrí
frestun. Staðan i þessu æsi-
spennandi einvígi er því ennþá
jöfn, báðir hafa hlotið fimm
vinninga. Ellefta skákin verður
tefld á mánudaginn. Þá hefur
Karpov hvítt.
Keppendur mega aðeins fresta
skák þrisvar í einvíginu og báðir
hafa þegar frestað einu sinni.
Vönum einvígismönnum þykir
nauðsynlegt að eiga frestanimar
til góða þegar líða tekur að lokum
og spennan færist í aukana. Eftir
er að tefla fjórtán skákir og eru
likur á að úrslit fáist ekki fyrr en
um jólaleytið.
Heimsmeistarinn leitaði á ný
mið í byijun tíundu skákarinnar
í gær er hann hóf taflið með
kóngspeðsbyijun í fyrsta sinn í
einvíginu. Hingað til hefur hann
beitt enska leiknum með hvítu,
sem kom mjög á óvart í upphafí.
Eins og vænta mátti svaraði
Karpov þessu með bytjun sem er
tiltölulega ný í vopnabúri hans,
Caro-Kann-vöm, sem þykir af-
skaplega traust. Karpov vegnaði
mjög vel með henni í áskorenda-
einvíginu við Sokolov í febrúar.
Fljótlega kom í ljós að heims-
meistarinn var í engum baráttu-
ham. Hann reyndi ekki að hindra
uppskipti og skákin tók því fljót-
lega stefnu í jafnteflishöfn.
10. einvígisskákin:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Caro-Kann-vörn
1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. Rd2 -
dxe4 4. Rxe4 — Rd7 5. Rf3 —
Rgf6 6. Rxf6+ - Rxf6 7. c3
Þessi rólegi leikur lýsir ekki
miklum baráttuvilja. Mun algeng-
ara er 7. Re5 eins og Sokolov lék
tvivegis gegn Karpov. Þeim skák-
um lauk báðum með jafntefli án
mikilla sviptinga.
7. - Bg4 8. h3 - Bxf3 9. Dxf3
- e6 10. Bc4 - Be7 11, 0-0 -
Rd5 12. Be3
Nokkuð dæmigerður leikur fyr-
ir Kasparov, hann er tilbúinn til
að láta biskupaparið af hendi,
fyrir sóknarfæri eftir f línunni.
12. - Db6 13. De2 - 0-0 14.
Hadl - Bd6 15. Bb3 - Rxe3
16. fxe3
Keppendur hafa verið duglegir
við að skipta upp á léttu mönnun-
um og nú er komin upp staða
með mislitum biskupum. Slíkt
eykur yfirleitt mjög líkumar á
jafntefli, nema þegar annar tef-
lenda er veikur fyrir á reitum sem
biskup andstæðingsins hefur að-
gang að. Um slíkt er ekki að
ræða í þessari skák, Kasparov
getur auðveldlega hrundið sókn
eftir svörtu skálínunni b8-h2 og
að sama skapi á Karpov auðvelt
með að veija hvítu reitina f7 og
h7.
16. - c5 17. Hf3 - Hae8 18.
Hdfl - He7 19. Df2 - Dc7 20.
Dh4
í þessari stöðu var samið jafn-
tefli.