Morgunblaðið - 07.11.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
41
-f-
Akranes:
Hvað verður um Kirkjuhvol ?
Akranesi.
MIKLAR umræður hafa farið
fram á Akranesi um framtíð
nokkurra bygginga í eigu bæjar-
ins í framhaldi af tillögum
húsnýtingarnefndar bæjarins
sem fram komu nú í haust. Eink-
um eru deilur um fyrrverandi
prestsetur staðarins Kirkjuhvol.
í skýrslu sem húsnýtingamefnd
gerði og lagði fyrir bæjarstjóm
kemst nefndin að þeirri niðurstöðu
að selja beri húsið í núverandi
ástandi sem íbúðarhús. Nefndin
telur of kostnaðarsamt að láta gera
húsið upp. Er talið að kostnaður
Kristín Kristjánsdóttir píanóleik-
ari.
Píanótónleik-
ar í Garðabæ
TÓNLEIKAR verða í safnaðar-
heimilinu Kirkjuhvoli á vegum
Tónlistarskóla Garðabæjar á
morgun, sunnudaginn 8. nóvem-
ber.
Kristín Kristjánsdóttir leikur á
píanó verk eftir Bach, Mozart,
Skriabin, Debussy og Rachmanin-
við slíkar breytingar geti numið
allt að tveim milljónum króna.
Húsfriðunamefnd Akraness er á
öndverðum meiði. Hún telur að
varðveita eigi húsið og leggur til
að húsið verði nýtt á vegum bæjar-
ins og nefnir nokkra möguleika þar
um. Bæjarstjóm er þessu ekki sam-
mála og hefur nú samþykkt að fela
tæknídeild bæjarins að útbúa út-
boðsskilmála vegna sölu hússins.
Nú þegar hafa einkaaðilar falast
eftir kaupum á húsinu ogjiyggjast
þeir ætla að nýta það sem íbúðar-
hús. Einhugur er þó ekki um þessa
afgreiðslu í bæjarstjóm. Einn bæj-
arfulltrúi hefur lýst andstöðu við
þessa samþykkt og vísar í staðfest
aðalskipulag, því sá reitur sem hús-
ið stendur á er ætlaður fyrir
opinbera þjónustu. Af þeim sökum
beri að hafna hugmyndum um sölu
eignarinnar.
Kirkjuhvoll var til langs tíma
prestsetur Akumesinga eða fram
til 1975 er séra Jón M. Guðjónsson
prófastur lét af störfum. Húsið hef-
ur nú síðustu árin verið notað sem
heimavist fyrir Fjölbrautaskóla
Vesturlands og óhætt er að segja
að það megi muna fífil sinn fegri.
Það hefur verið í niðumíðslu og því
er full ástæða til að taka ákvörðun
um framtíð þessa merka húss. Gísli
Gíslason bæjarstjóri á Akranesi,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að nú á næstu dögum yrðu hafnar
viðræður við stjórn sjúkrahúss
Akraness um framtíð hússins en
húsið er í næsta nágrenni sjúkra-
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Kirkjuhvoll fyrrum prestsetur Akurnesinga.
hússins og því er möguleiki á að
það geti nýtt húsið eða lóð þess.
Gísli sagði að á meðan þessar við-
ræður fæm fram yrði væntanlegir
útboðsskilmálar látnir bíða.
- JG
Það er ekkert erfitt að stíga fyrstu
skrefin. . .
off.
Kristín hefur stundað nám við
Tónlistarskóla Garðabæjar frá 10
ára aldri og hafa kennarar hennar
verið Unnur Amórsdóttir og Gísli
Magnússon.
Tónleikamir em jafnframt loka-
próf Kristínar. Tónleikamir í
Kirkjuhvoli hefjast kl. 16.00.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Hafnarfjarðarkirkja:
Fræðsluerindi
um list og trú
DR. GUNNAR Krístjánsson sókn-
arprestur Reynivöllum I Kjós
flytur fræðsluerindi um list og
trú í Hafnarfjarðarkirkju og sýn-
ir litskyggnur af listaverkum í
dag, 7. nóvember, og næstu tvo
laugardaga, 14. og 21. nóvember,
og hefjast erindin ld. 10.30.
í framhaldi af erindaflutningum
verður boðið upp á umræður í
Dvergasteini yfír kaffíbolla og
stefnt að því að öllu sé lokið fyrir
hádegi.
SJÓÐSBRÉF VIB
báru 11,9 % ávöxtun umfram verðbólgu
fyrstu sex mánuðina.
Sjóðsbréf VIB er hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er og selja aftur á auglýstu kaupgengi hjá
Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf.
SJÓÐSBRÉF 1 SJÓÐSBRÉF 2
Sjóðsbréf 1 eru kjörin fyrir þá sem vilja leggja Sjóðsbréf 2 eru ætluð þeim sem eiga nokkurn
fyrir og fá háa ávöxtun. Kostir Sjóðsbréfa 1 eru sparnað og þurfa að lifa af eignunum og láta þær
m.a. að jafnframt ávaxtast sem best. Kostir Sjóðsbréfa 2 eru m .a. að
• þau er hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð
sem er • vextir umfram verðbólgu eru greiddir eigendum á þriggja mánaða fresti
• áhætta er minni en þegar keypt eru einstök
skuldabréf með jafnhárri ávöxtun vegna • kostnaður við ávöxtun er hlutfallslega lítill
áhættudreifingar sjóðsins og fé liggur ekki bundið á lágum vöxtum
• ekki þarf að hafa áhyggjur af endurfjárfest- • þau er hægt að selja aftur á auglýstu
ingu afborgana vaxta. Starfsfólk VIB sér um kaupengi hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðar-
að ávaxta sjóðina og hefur áralanga reynslu bankans.
að baki.
Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B., Vilborg og Þórólfur munu leitast við að veita nánari upplýsingar
um sparnað og ávöxtun. Verið velkomin í afgreiðslu VIB að Ármúla 7 eða hringið í síma 91-68 15 30.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 1530
+
— Gunnþór Ingason
m