Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
Tónlist í Hallgiímskirkju
Vetrarstarfið að hefjast
Mörg tónlistarsamtök eru að
byrja vetrarstarfið eða að kynna
það þessa daga, þeirra á meðal
Listvinafélag Hallgrímskirkju.
Dagskrá 6. starfsársins liggur nú
fyrir og byijar 29. nóvember,
fyrsta sunnudag í aðventu. Um
morguninn syngur skólakór Garða-
bæjar við messu undir stjórn
Guðfmnu Dóru Ólafsdóttur og fær
auk þess málmblásara til liðs við
sig. Þar verður flutt messa eftir
Benjamin Britten, sjaldheyrt tón-
skáld hér um slóðir.
Síðdegis kl. 17 verða Aðventu-
tónleikar, fluttar mótettur og
messuþættir frá 16.—18. öld undir
yfirskriftinni „Gjör dymar breiðar,
hliðið hátt“, og tónlist fyrir blokk-
flautu og lútu frá endurreisnartím-
anum. Tónlistin er meðal annars
eftir Palestrina, Lassus, Sweelick,
Schiitz og Hassler, allt saman tón-
skáld sem lifðu á síðari hluta
endurreisnartímans, 16. öldinni og
fram á þá 17. Flytjendur eru Mót-
ettukór Hallgrímskirkju, Camilla
Söderberg flautuleikari og Snorri
Om Snorrason lútuleikari. Stjóm-
andi er Hörður Áskelsson.
Og meira af aðventu- og jólalög-
um í kirkjunni. Þijá fyrstu mið-
vikudagana í desember kl. 21 verða
Náttsöngvar í kirkjunni, fluttir af
þremur gestkomandi kórum,
bamakór Kársnesskóla, Skagf-
irsku söngsveitinni og Dómkóm-
um. 27. desember kl. 17 verða
Söngvar og lestrar á jólum. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju og ein-
söngvarar flytja þekkt jólalög og
lesa jólatexta ritningarinnar.
Eftir jólin fer af stað orgeltón-
leikaröð. Síðasta sunnudag í
janúar, febrúar, mars og apríl
verða orgeltónleikar undir yfir-
skriftinni Norður-þýzku barokk-
meistaramir. Fjórir orgelleikarar
leika verk eftir tónskáld þessa
svæðis og tíma, en láta ekki þar
við sitja að spila, heldur kynna
tónskáldin og verk þeirra. Kær-
komið tækifæri til að svipast um
í þessari grein tónlistarsögunnar,
undir góðri leiðsögn. Vonandi að
framhald verði á, eins og er gefið
til kynna í dagskrá félagsins.
Það er hægt að ganga í félagið,
fyrir þá sem ekki hafa gert það.
Meðlimir fá afslátt á þá tónleika,
sem er selt inn á, en það er reynd-
ar alls ekki gert á alla tónleika
félagsins.
Hallgrimskirkja
Dúr og- moll
Nú í nóvember verða að minnsta
kosti 35 tónleikar í Reykjavík, eftir
gleggstu manna yfirsýn. Sannar-
lega glæsilegt úrval. Af þeim má
nefna að sunnudaginn 15. nóvem-
ber koma Hlíf Siguijónsdóttir
fiðluleikari og David Tutt píanóleik-
ari fram á tónleikum hjá Tónlistar-
félagi Kristskirlqu kl. 16 og þann
20. nóvember verður strengjasveit
Tónlistarskólans með tónleika, sem
reyndar eru útskriftartónleikar eins
af nemendum skólans. Það er
Gunnar Kvaran sem stjómar hljóm-
sveitinni.
Annars væri það mjög til bóta,
ef hægt væri að taka saman mánað-
ardagskrá og gefa út. Hér er ekki
verið að fara fram á glanspappírs-
útgáfu, aðeins ómerkilegt fjölrit,
sem gæti kannski legið frammi á
nokkrum stöðum, eins og í stór-
mörkuðum og bókabúðum. Mikið
væri þetta gott plagg því þó íslend-
ingar séu kannski lítt gefnir fyrir
langtíma skipulagningu þá skaðar
vart að glöggva sig á nánustu
framtíðinni.
Á næsta ári stendur til að gera
kvikmynd um Giacomo Puccini.
Placido Domingo á að leika aðal-
hlutverkið, þá væntanlega tón-
skáldið sjálft. Myndin verður tekin
á Italíu og í Kína.
Það hefur stundum legið í loftinu
að sjónvarpið ætlaði að fara að sýna
óperur oftar en á nýársdag og þær
hafa að vísu sézt stöku aðra daga,
síðast Don Giovanni nú í haust. Það
þarf ekki að hafa mörg orð um hve
heppilegt sjónvarpsefni óperur em
umfram annað tónlistareftii og nóg
Placido Domingo
er til af upptökum, ekki vantar
það, og er alls staðar vinsælt sjón-
varpsefni og ríkulega á borð borið
víða í nágrannalöndunum. Sýning
einu sinni í mánuði væri vel við
hæfi ... eða á að bíða eftir að sam-
keppnisaðilinn hafi fmmkvæði hér?
Og svo er að svipast um hvað
er boðið upp á á erlendum ópem-
sviðum. í kvöld er verið að fmm-
sýna Toscu í Miinchenarópemnni
og í gær var Cosi fan tutte fmm-
sýnd í ópemnni í Frankfurt, með
nýjum tónlistarstjómanda sínum,
ítalanum Gari Bertini. Seinna í
mánuðinum verður Ífigenía í Ális,
ópera eftir Gluck, fmmsýnd þar.
Sömu ópemr em sýndar í Vín.
Laugardaginn 21. nóvember verður
Ífigenía flutt þar. Joanna Bor-
owska, Gundula Janowitz og Bemd
Weikl syngja aðalhlutverkin, en í
Cosi fan tutte daginn eftir syngja
meðal annarra Lucia Popp, Anne
Howells, Reri Grist, Istvan Gati og
Fermccio Furlanetto.
Þessar vikumar gengur Rínar-
gull Wagners í Metrópólítan-óper-
unni í New York. Þar er auk þess
að sjá II trovatore eftir Verdi. Joan
Sutherland er þar að kveðja sviðið
og með henni syngja Pavarotti og
Leo Nucci. Verdi á þarna líka La
Traviötu, þar sem syngja Anna
Tomowa Sintow, Dano Raffanti og
Sherill Milnes. Tvær Puccini-ópemr
em á flölum Metrópólítan-ópemnn-
ar, Tosca, þar sem Hildegard
Behrens syngur, ásamt Ermanno
Mauro og Comell MacNeil og La
Bohéme með Robertu Alexander
og José Carreras.
Þessa dagana er Placido Dom-
ingo að syngja Ævintýri Hoffmanns
eftir Offenbach í ópemnni í San
Francisco.
Þeir sem hyggja á utanlands-
ferðir með viðkomu í ópem- eða
tónleikahúsi geta haft í huga að
það er hægt að panta miða í gegn-
um miðasöluskrifstofur stórborg-
anna. Sum hótel geta líka tekið að
sér að útvega miða. Og svo em til
erlendar ferðaskrifstofur sem
skipuleggja tónlistarferðir, oft
stuttar ferðir, og útvega þá miða
með á merkilegar uppákomur.
Að læra reglur og kunna
svo að brjóta þær
— Rætt við Snorra Sigfús Birgisson tónskáld og píanóleikara
Ein af samnorrænum menningar-
nefndum er Norræna tónlistamefnd-
in, NOMUS. Furir nokkm pantaði
nefndin kennsluverk hjá Snorra
Sigfúsi Birgissyni, tónskáldi og
píanóleikara. Snorri Sigfús lék þessi
verk meðal annarra verka sinna á
tónleikum Tónlistarfélags Krists-
kirkju fyrir viku síðan og er auk
þess nýbúinn að gefa verkin út.
Útgáfu sína kallar Snorri Steinabæ
í höfuðið á litla húsinu, sem hann
býr í á Bráðræðisholtinu og verkin
Píanólög fyrir byijendur, gefin út í
fjórum heftum. í fyrsta og öðmm
hefti er sitt hvort lagasafnið, en í
þriðja og ijórða heftinu em tvær
svítur, Arstíðimar og Geimferðalög.
Nótumar handskrifaði hann sjálfur
og kverin em offsetprentuð.
Þeir kennarar, sem trúa því að
það sé til góðs að sýna nemendum
sínum fljótlega fram á að nótur og
nótur geti verið með ýmsu sniði,
grípa bækur Snorra vísast fegins
hendi. Hann kemur ögn öðmvísi að
verkefni sínu, en gerist og gengur
í byijendabókum, eins og hans er
von og vísa. En hvað hafði hann í
huga, þegar hann setti heftin saman?
Það vom kannski einkum fimm
atriði, sem ég vildi koma á fram-
færi. í fyrsta lagi að fá nemendur
til að huga að litum píanósins, láta
þá sjá og heyra hvemig sami tónn-
inn getur fengið mismunand lit, haft
yfirtón, verið dempaður, plokkaður
á streng og annað ámóta. í öðm
lagi að sýna opið eða fijálst form,
þannig að nemandinn geti sjálfur
raðað saman eigin formum. í þriðja
lagi að sýna að lengd nótna er hægt
að gefa til kynna á annan hátt, en
tíðkast, ekki aðeins með taktstrikum
og hefðbundnum lengdarmerkjum
heldur einnig á sjónrænan hátt með
því að lengd nótna standi í beinu
hlutfalli við fjarlægðina milli þeirra
á nótnablaðinu. í fjórða lagi að leyfa
nemandum að bregða á leik í tónlist-
inni og að síðustu að kynna hvemig
er hægt að nota segulband.
Þessar æfingar mínar em ekki
hugsaðar í staðinn fyrir annað hefð-
bundið efni, heldur sem viðbót og
þannig hefur það verið notað, það
íitla sem það hefur verið notað, því
verkin hafa aðeins verið til í ljósriti.'
Ég hef spurt píanókennara, hvort
nótnaskriftin, sem er frábmgðin
venjulegri skrift, mgli nemendur, en
þeir segja ekki. Þeir sjái strax, að
þetta er annað, setja það í aðra
skúffu, svo það virðist ekki tmfla."
— Nú hefurðu nasasjón af píanó-
kennslu, þú hefur kennt hljómfræði
og það er ekki ýkja langt síðan þú
laukst píanónámi sjálfur, svo þú
hefur vísast hugsað sitthvað um tón-
listarkennslu.
„Eiginlega heilmikið og ég reyndi
vissulega að setja mig í spor píanó-
kennara, þegar ég samdi Píanólög
fyrir byijendur.
Aðkoman fer eitthvað eftir á
hvaða stigi er verið að kenna, en
það er bæði mikilvægt að örva hug-
myndaflugið og að leggja gmnninn
að tæknikunnáttu. Sumir segja að
annars vegar sé tæknin, hins vegar
tónlistin. Þetta fínnst mér takmark-
andi sjónarhom, þetta þarf helzt að
koma hvað með öðm. Það er engin
tónlist án aga.
Byijendalögin í heftunum fjómm
höfða til ímyndunaraflsins, en það
er samt ekki hægt að gera hvað sem
er í þeim. í hveiju lagi er einhver
rammi, einhveijar skorður, en mis-
munandi í hveiju lagi fyrir sig. Það
er verið að leita eftir ákveðnu jafn-
vægi, ákveðnum litum, en ekki bara
einhveiju jafnvægi, einhveijum lit-
um.
Það em til kennarar og reyndar
líka tónlistarmenn, sem em með
skiptingu milli tækni og tónlistar
alveg á hreinu, líkt og sumir þykjast
kunna að greina að efni og anda. I
samræmi við þetta þá hafa sumir
kennarar ákveðnar kenningar um
að það eigi að kenna tækniatriði
eingöngu, láta tónlistarhliðina eiga
sig. Það er vafamál, hvort þetta er
öfundsverð skarpskyggni. Mér finnst
Snorri Sigfús Birgisson
þetta vera tvær hliðar á því sama
og er til efs, að það gangi að skilja
þarna á milli.
í kennslu er mikilvægast að hver
kennari finni sína leið, sem hentar
hans manngerð, skapferli. Ég hef
haft kennara, sem komu sínu til
skila á mjög tilfinningalegan hátt.
Þeim hentaði það vel, því þeir vom
þannig gerðir. Aðrir fóm öðmvísi
að, því þeir vom öðmvísi í sér. Þess
vegna em allar allsheijar samræm-
ingar vafasamar í tónlist, bæði hvað
varðar val á verkum, aðferðum og
kennsluefni. Þar með er ekki sagt,
að það eigi að sleppa öllu lausu,
heldur að hver vinni eftir eigin takti,
sé heill í því sem hann geri. Þannig
hafa beztu kennaramir mínir verið.
Hluti af því að ganga heill til verks
er að vita hveiju á að koma til skila
og reyna að miðla því. Það er hægt
á marga vegu.
Tilhneigingin til að steypa allt í
sama far liggur í loftinu. Samræm-
ingar- og framleiðsluskólaspekin er
einn helsti veikleiki skólakerfisins.
Það hafa verið skrifaðar margar
lærðar bækur um hvemig menntun-
in sjálf hefur orðið undir, en skóla-
kerfið lent ofan á.
— Þú kennir hljómfræði. Hvað
er hljómfræði?
Sú grein kennir hvernig eigi að
setja margar raddir saman, svo þær
hljómi „rétt“ og hún á sér langa
hefð. Það er erfitt að kenna hana
með afdráttarlausum boðum og
bönnum, því tónskáldin hafa farið
svo fijálslega með allar reglur. Hvert
tónskáld hefur eiginlega haft sína
hljómfræði, sem er ekki endilega
eins og hljómfræði þess næsta á
undan. Þess vegna ríkja þar engin
algild boð og bönn.
Eina færa leiðin er að kenna eitt
og eitt atriði í einu, reyna að þroska
tilfinningu nemandans fyrir þessum
reglum, svo þeir læri að nota þær,