Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 48

Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987 Ráðdeild í staða skattheimtu Morgunblaðinu hafa borist eft- irfarandi hugmyndir og tillögur ungra sjálfstæðismanna vegna fjárlaga 1988. Ungir sjálfstæðismenn telja að ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar sé í mörgum veigamiklum atriðum á réttri leið. Hins vegar hafna ungir sjálfstæðismenn algerlega nýrri skattheimtu sem leið til jöfnunar fjárlagahallans. Augljóst er að um- talsverðum spamaði má ná í opinberum rekstri með auknu að- haldi og spamaði án þess að dregið verði úr nauðsynlegri þjónustu eða stuðningi við þá sem minna mega sín. Forsendur fjárlaga- frumvarpsins Svo virðist sem lát sé að verða á því mikla góðæri sem þjóðin hef- ur notið á undanfömum árum. Horfur eru á að ytri skilyrði muni ekki breytast þjóðarbúinu í hag á næsta ári öndvert við það sem gerst hefur á liðnum misserum. Munar þar mestu um að afli er ekki lengur vaxandi, verð á erlendum markaði virðist hafa náð hámarki um sinn og hætta er á að olíuverð kunni að stiga á alþjóðlegum markaði. Allt gerir þetta útflutningsgreinum óhægt um vik að mæta innlendum verðhækkunum; ekki síst fyrirtækj- um í samkepnisiðnaði og þjónustu fyrir erlenda ferðamenn. Um leið og framangreind þróun hefur átt sér stað hafa miklar framkvæmdir verið í landinu, ekki síst á vegum opinberra aðila og mikið innstreymi erlends fjármagns þeim samhliða sem haft hafa óhagstæð áhrif á þróun verðlags og launa og valdið mikilli þenslu á efnahagslífínu. Ungir sjálfstæðismenn fagna því að ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar skuli hafa gripið til samræmdra efnahagsráðstafana sem stefna að betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og boða jafnframt breytingar í fijálsræðisátt. Það er fagnaðarefni að stefnt skuli að því að afgreiða fjárlög án halla. A hinn bóginn kysu ungir sjálfstæðismenn að enn frekar yrði dregið úr ríkisútgjöldum þannig að ekki þyrfti að koma til þeirrar auknu skattheimtu sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómarinnar. Samhliða fjárlagafrumvarpinu kynnti ríkisstjómin ýmsar ráðstaf- anir til að treysta gengi krónunnar en stöðugt gengi hefur verið hom- steinn efnahagsstefnu síðustu ára. Sú stefna hefur annars vegar stuðst við hagstæð ytri skilyrði og hins vegar er forsenda hennar sú að unnt reynist að halda verðlagi í skefjum innanlands. Reynir því mjög á að aðilar vinnumarkaðarins semji innan þeirra marka sem ytri skilyrði þjóðarbúsins setja. Ungir sjálfstæðismenn telja að styrkari stoðum hefði mátt renna undir þessa stefnu með því að takmarka erlendar lántökur opinberra aðila enn frekar en fyrirhugað er og má í því sambandi benda á að fresta mætti eða draga mjög verulega úr framkvæmdum við Blönduvirkjun. Gert er ráð fýrir 600 milljóna króna erlendri lántöku vegna fram- kvæmda þar nyrðra á næsta ári. Helstu einkenni frumvarpsins Ungir sjálfstæðismenn fagna því að ríkisstjómin geri ekki ráð fyrir nýjum erlendum lántökum í fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Það er hins vegar áhyggjuefni að enn hækka niðurstöðutölur frum- varpsins meira milli ára en almennt verðlag í landinu. Þótt gripið hafí verið til sérstakra ráðstafana til að eyða þeim 1200 milljóna króna halla, sem ráðgerður hafði verið á fjárlagafrumvarpinu fyrr í haust, er enn að fínna í frumvarpinu dæmi um óþarfa eyðslusemi og mála- flokka, sem ekki virðast hafa þurft að þola mikinn niðurskurð. Meðal skatta sem lagðir hafa verið á eru t.d. hækkun innflutn- ingsgjalda á bifreiðum, þar sem raunar gætir óeðlilegrar mismunun- ar eftir gerð ökutækja. Ungir sjálfstæðismenn telja að unnt hefði verið að komast hjá slíkri skatt- heimtu með meiri einurð og útsjón- arsemi í lækkun útgjalda og benda á nokkrar hugsanlegar leiðir í því sambandi hér á eftir. Ungir sjálfstæðismenn fagna því að í íjárlagafrumvarpinu skuli gerð tilraun til að færa veigamikil verk- efni frá ríki til sveitarfélaga en telja þó að í þeim efnum gæti ekki ávallt nægilegs raunsæis og stundum jafnvel misskilnings. Á sama tíma og sveitarfélög miða að samræm- ingu á heimaþjónustu við aldraða klýfur ríkið kostnað við þessa þjón- ustu í tvennt með því að gera ráð fyrir að heimahjúkrun verði í hönd- um ríkisins en heimilishjálp í höndum sveitarfélaga. Úr þessu þarf að bæta. Þá fagna ungir sjálfstæðismenn sérstaklega tilraunum til að draga Hugmyndir og tillögur ungra sjálf stæðis manna varðandi fjárlagagerð fyr- ir árið 1988 úr sjálfvirkni ýmissa útgjaldaliða, svo og því að dregið skuli úr til- færslum til atvinnulífsins og þeim niðurskurði ýmissa styrkja til land- búnaðarins, sem búfjárræktar- og jarðabótastyrkja, sem einkennt hafa fjárlög undangenginna ára og áratuga. Hins vegar lýsa ungir sjálfstæðismenn yfír áhyggjum vegna aukinna kostnaðaráætlana á útflutningsgreinar og aðra atvinnu- starfsemi. Nokkur áherslu- atriði Í peninga- og lánamálum hefur ríkisstjómin tilkynnt §ölþættar ráð- stafanir sem eru mjög í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins. Meðal þessara ráðstafana em gengistryggðir inn- lánsreikningar, heimildir fyrir einstaklinga og fyrirtæki að kaupa erlend verðbréf, gengisbundin spariskírteini, afnám ríkisábyrgðar á skuldbindingum fjárfestingalána- sjóða og niðurfelling gjalds á erlendar lántökur. Þá ber og að fagna að ríkisstjómin áformar að greiða fyrir því að hlutabréfamark- aður komist á legg hér á landi. Ungir sjálfstæðismenn hefðu kosið að ríkisstjómin hefði gripið til eftirgreindra ráðstafana auk þeirra sem kynntar hafa verið: — Boða þarf afnám ríkisábyrgð- ar ríkisbankanna og aukið aðhald með erlendum lántökum til fjárfest- inga á vegum ríkisstofnana á borð við Landsvirkjun. — Hraða þarf því starfí sem nú fer fram á vegum stjómarflokkanna og miðar að auknu frelsi íslenskra fyrirtækja að sækja sér erlent áhættufé. — Takast þarf á við sölu ríkis- fyrirtækja af meiri einbeitni en gert hefur verið. Vinna þarf að sölu ríkis- bankanna og stórfyrirtækja á borð við Póst og síma. Um framangreind málefni má almennt segja að mikið veltur á framkvæmdinni og skora ungir sjálfstæðismenn á ráðherra Sjálf- stæðisflokksins að fylgja stefnu- miðum þessum fast eftir. Aukin ráðdeiid er nauðsyn Við athugun fjárlagafmmvarps- ins fyrir árið 1988 er ljóst að enn er langt í land að nægilegs aðhalds sé gætt í ýmsum útgjöldum ríkis- sjóðs. í því sambandi er bent á eftirfarandi: 1. Áberandi er hversu kostnað- arhækkanir eru miklar í aðalskrif- stofum margra ráðuneyta. Þar gætir greinilega ekki þess aðhalds sem ætlast er til af ýmsum ríkis- stofnunum. Hækkun umfram eðli- legar verðlagshækkanir nemur á annað hundrað milljónum króna á næsta ári. Það er á hinn bóginn fagnaðarefni að ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins ganga á undan með góðu fordæmi hvað varðar aðhald í kostnaði við aðalskrifstofumar, en því miður verður hið sama ekki sagt um ráðherra Framsóknar- og Alþýðuflokks. 2. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að kostnaður við grunn- skólana verði 3,2 milljarðar króna á næsta ári. Kostnaður við grunn- skólakerfíð hefur aukist umfram almennar verðlagshækkanir á und- anfömum áram þótt nemendurh í grunnskólum hafi fækkað. Pullyrða má að gæði menntunar hafi ekki aukist á sama tíma. Ungir sjálf- stæðismenn leggja áherslu á nýja skólastefnu sem m.a. gerði ráð fyr- ir einkaskólum og róttækri upp- stokkun námsefnis og námsfyrir- komulags þar sem ekki yrði stefnt að því að steypa alla í sama mót. Ungir sjálfstæðismenn telja að á sviði menntamála megi koma við veralegri hagræðingu samhliða endurskoðun skólamála í heild sinni. _ 3. Áætlun um að flytja sjávarút- vegsráðuneytið í gamla útvarps- húsið við Skúlagötu er dæmi um óþarfa eyðslusemi. Samkvæmt fjár- lagaframvarpinu er gert ráð fyrir að flutningur þessi muni kosta ríkið 17,1 milljón króna auk sérstaks 25,8 milljóna króna framlags ríkis- ins til endurbóta á húsinu. Á næsta ári má einnig búast við nokkram tugum milljóna í viðbót til endur- bóta og viðhalds. Þótt sjálfsagt sé að ríkisstofnanir hafí hentugt hús- næði má öllu ofgera. 4. Nauðsynlegt er að kanna möguleika Hafrannsóknastofnunar til að auka sértekjur sínar og einn- ig hvort unnt sé að koma einhverri þeirri starfsemi sem stofnunin ann- ast yfír á hendur einkaaðila. Á næsta ári er ráðgert að veita 268 milljónum króna úr almannasjóðum til Hafrannsóknastofnunár. Ungir sjálfstæðismenn hafa áður bent á þá leið að stofnuninni verði úthlut- aður ákveðinn fískveiðikvóti til að renna sjálfstæðum stoðum undir rekstur þessarar stofnunar og er hér með skorað á stjómvöld að at- hugað verði hvort slíkt sé mögulegt. 5. Ljóst er að a.m.k. 7,7 milljarð- ar króna fara á næsta ári í húsnæðiskerfíð og er hér um vera- lega aukningu að ræða frá fyrra ári og varð það þó metár. Þótt vissu- lega sé lofsvert að byggingarsjóð- unum sé tryggt nauðsynlegt flármagn ber einnig á hitt að líta að of ört lánastreymi til húsnæðis- kaupenda getur ýtt undir aukna þenslu í þjóðfélaginu og valdið hærra íbúðarverði. Slíkt þjónar hvorki hagsmunum ríkisstjómar- innar vegna efnahagsstefnu næsta árs né hagsmunum húsnæðiskau- penda sjálfra. Ungir sjálfstæðis- menn telja því að á þessu sviði hefði mátt draga nokkuð úr ríkisútgjöld- um og lækka skattheimtu sem því svarar. 6. Lyfjakostnaður sem greiddur er af ríkissjóði er talinn verða um 1,4 milljarðar króna á næsta ári. Brýnt er að heflast nú þegar handa um að lækka þennan kostnað og telja ungir sjálfstæðismenn að um veralegan sparnað geti verið að ræða í því sambandi og benda á að 10% spamaður, sem ekki ætti að vera of fjarlægt markmið, myndi skila 140 milljónum króna á næsta ári. Nú eru öll lyf niðurgreidd eftir að málamyndagjald hefur verið greitt af notanda. Skiptir þá engu máli hversu dýrt lyfíð er eða hvort unnt væri að fá samskonar lyf á lægra verði. Kanna ber í þessu sam- bandi hvort rétt sé að láta sjúkra- samlög greiða aðeins hlutdeild í ódýrastu vöramerkjum hvers viður- kennds lyfs, eða hvort bjóða skuli lyfín út og versla einvörðungu við þann er býður ódýrasta viður- kennda vöra. Ennfremur ber að huga betur að greiðsluhlutdeild notanda ljfyanna þannig að hann leitist við að veita þeim er ávísar meira aðhald í vali á tegund innan sömu lyfjagerðar. 7. Brýnt er að stjómmálamenn fylgi því eftir að stofnanir dragist saman þegar verkefni þeirra minnka. Á næsta ári greiðir ríkið til Orkustofnunar um 159 milljónir króna. Þótt nokkuð hafi verið geng- ið fram í að minnka umsvif stofnun- arinnar er hún greinilega á leiðinni út í ný verkefni þótt orkufram- kvæmdir liggi í láginni. Þess má geta að um 12 milljónir króna era raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar ísafjörður Fundur um baejarmálefni verður haldinn sunnudaginn 8. nóvember kl. 10.00 f.h. í Sjálfstæðishúsinu 2. hæð. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins mæta. Kaffi á könnunni. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á isafirði. Týr FUS í Kópavogi Viðverutími stjórnar. Stjórn Týs heldur stjórnarfundi á sunndögum kl. 21.00 i Hamra- borg 1, 3. hæð. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Skóga- og Seljahverfi Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20.00 i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins Magnús L. Sveinsson- ar, forseti borgarstjórnar og formaður VR, ræðir um borgarmálefnin. 3. Önnur mál. Ungt sjálfstæðisfólk á Austurlandi Fundur verður haldinn þriöjudaginn 10. nóvember 1987 kl. 20.00 i Samkvæmispáfanum. Dagskrá: 1. Starfið í vetur. 2. Sagt frá Færeyjarferð. 3. Samgöngumál. 4. Önnur mál. Mætum öll. Stjórnin. Óðinn FUS. Sjálfstæðis- félagið á Kjalarnesi heldur almennan félagsfund i Fólkvangi, mánudaginn 9. nóvember. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.30. Gestur fundarins verður Jón Magnússon. Stjórnin. Hafnfirðingar Landsmálafélagið Fram Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi iðnaðarráðherra: Nýiðnaður I og við Hafnarfjörð. 3. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.