Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
Heilbrigð sál í
hraustum líkama
RoboCop (Peter Weller) mætir ofjarli sínum, Ronnie Cox.
Kvikmyridir
Arnaldur Indriðason
Riddari götunnar (RoboCop).
Sýnd i Háskólabíói. Stjörnu-
gjöf: ★ ★ ★
Bandarísk. Leikstjóri: Paul
Verhoeven. Handrit: Edward
Neumeier og Michael Miner.
Framleiðandi: Arne Schmidt.
Kvikmyndataka: Jost Vacano.
Helstu hlutverk: Peter Weller,
Nancy Allen, Daniel O’Herlihy,
Ronny Cox og Kurtwood Smith.
Detroit. í náinni framtíð. Risa-
fyrirtækið Security Consepts
hefur tekið að sér löggæslu í borg-
inni og hyggst græða á gerð
vélmenna sem eiga að gæta laga
og réttar. Tvær tegundir eru til.
Önnur er risavaxinn og klunna-
legur stáljálkur sem verður stjóm-
laus þegar á að prufa hann og
drepur einn framkvæmdastjó-
rann. „Þetta er örugglega bara
smágalli," segir varaforstjórinn
og ypptir öxlum. Hin tegundin er
RoboCop. Uppistaðan í því er
mannslíkaminn, kjami þess er
löggan Murphy, sem lést á
grimmilegan hátt við skyldustörf.
Hann á ekki að muna neitt frá
sínu fyrra lífí en tölvur geta bilað.
Hollenski leikstjórinn Paul Ver-
hoeven sýndi það með síðustu
mynd sinni, Hold og blóð (Flesh
and Blood) að hann hefur sérstakt
auga fyrir grimmd og ofbeldi. Sú
mynd, þrátt fyrir ljótleika sinn,
var í rauninni hugljúf ástarsaga
en að vísu gat Verhoeven ekki
haldið aftur af sér og drekkti feg-
urðinni í ljótleikanum. í nýjustu
myndinni sinni, Riddari götunnar
(RoboCop), sem sýnd er í Há-
skólabíói, er blandan aftur full-
komin.
Myndin er pökkuð mannlegum
sora og afar myndrænu og
grimmilegu ofbeldi en uppúr því
rís hin göfuga sál, hasarblaðahetj-
an með alla góðmennsku veraldar
í sínu rafstýrða hjarta því
RoboCop er ekki um mann heldur
maskínu. Myndin er toppafþrey-
ing, hasarinn og skotbardagamir
eins og í þriðju heimsstyijöldinni
og hraðinn er ógurlegur. Þu nýtur
þess að halda með og klappa fyr-
ir góða gæjanum í stríðinu við þá
vondu. Og þegar hann hefur lagt
þá alla að velli hoppar í þér hjart-
að eins og eftir þijúbíosýningam-
ar í gamla daga. Áhrifin em þau
sömu. Allir pant vera RoboCop.
Nema hvað RoboCop er ekki
þijúbíó. í gamla daga hefðir þú
aldrei fengið að sjá neitt þessu
líkt. Menn em ekki skotnir og svo
deyja þeir eins og í löggu- og
bófamyndunum hefðbundnu.
Menn em skotnir og svo skotnir
aðeins meira og svo skotnir í tætl-
ur.
Það er löggan Murphy (Peter
Weller) sem m.a. fær þessa með-
ferð hjá óþokkunum og það em
leifamar af honum sem rísa upp
frá dauðum í mynd hinnar ósi-
grandi stállöggu, RoboCop. Það
er lögga sem stoppar ekki til að
fá sér sjeik og pulsu. Hann geng-
ur fyrir góðverkum og hetjudáð-
um; hin göfuga sál hreppt í
nýjustu tækni og vísindum, raf-
eindastýrðu, goðumlíku stállík-
neski kaupmennskunnar.
Hreyfíngamar, þótt klunnalegar
séu, búa yfir seiðandi tign, stál-
brynjan hrindir frá sér byssukúl-
um eins og vel bónaður bíll hrindir
af sér rigningu.
Hann er sannkallaður riddari
götunnar þessi nýja starfsvél lög-
reglunnar í Detroit einhvem
tímann í framtíðinni (ekki svo
langt handan við homið). For-
hertustu glæpahundar verða að
gjalti en fómarlömbin fínna litla
hiýju í bjargvættinum. Hann hef-
ur í byijun tilfínningar á við
venjulega einkatölvu. En það er
áiíur en sálin hans Murphys vakn-
ar til lífsins og gerir sér grein
fyrir hinni nýju stöðu sem hún er
í. Og sættir sig við hana.
RoboCop er feikivel gerð tækni-
lega og stálbúnaðurinn allur hinn
raunvemlegasti. Myndatakan
sýnir okkur inní dmngalega og
myrka stórborg framtíðarinnar
þar sem heiiu götumar em undir-
lagðar skríkjandi glæpalýðnum og
upp í efstu lög þjóðfélagsins þar
sem forstjóramir lifa og starfa.
Sjónvarpið flytur fréttir af slysum
og hörmungum; tveir fyrmrn for-
setar létu lífið eftir slysaskot úr
geimnum. Nýjasta fjölskylduspilið
er Kjamorkuleikurinn (NUK’EM),
sem líkir eftir kjamorkustyijöld.
Verhoeven lýsir þessu öllu á
háðskan og skemmtilegan hátt.
Peter Weller tekst vel að lýsa til-
finningum vélmennisins í gegnum
þykkar stálbrynjur, Ronnie Cox
er vemlega góður sem hinn ger-
spillti yfirmaður Security Cons-
epts og Kurtwood Smith er illskan
uppmáluð í hlutverki erkiskúrks-
ins, sem drepur Murphy og verður
svo fyrir barðinu á RoboCop.
Riddari götunnar er pottþétt
skemmtun en það er hugsun í
henni sem nær langt útfyrir
ramma hreinnar afþreyingar.
I kröppum leik
Ellen Barkin { mynd Bíóborgarinnar, I kröppum leik.
í kröppum leik (The Big Easy).
Sýnd i Bíóborginni. Stjörnu-
gjöf: ★ ★ ★
Bandarísk. Leikstjóri: Jim
McBride. Handrit: Daniel
Petrie jr. Framleiðandi: Step-
hen Friedman. Tónlist: Brad
Fiedel. Klipping: Mia Goldman.
Helstu hlutverk: Dennis Quaid,
EHen Barkin og Ned Beatty.
Dennis Quaid leikur lögreglu-
mann í New Orleans; smart
klæddur og smartur í kjaftinum.
Hann munar ekki um að þiggja
mútur ásamt félögum sfnum í
morðdeildinni. Þar eru allir eins
og ein stór hamingjusöm fjöl-
skylda. Hann nýtur þess að þurfa
ekki að fara í biðraðir og borga
ekki fyrir matinn á veitingahúsum
af þvf hann er lögga. Ellen Bark-
in leikur lögfræðing hjá ríkissak-
sóknara og vinnur við að rannsaka
hugsanlega spillingu innan lög-
reglunnar. Hún er ákaflega hörð
og óvægin. Þau lenda saman þessi
tvö og það er ekki alltaf ijóma-
logn f þvf sambandi.
Það er hægt að segja að saka-
málamyndin The Big Easy (í
kröppum leik), sem sýnd er í Bíó-
borginni, sé um spillta löggu í
New Orleans og strangheiðarleg-
an saksóknara, sem rugla saman
reitunum, fást við lögregluspill-
ingu og lifa hamingjusöm það sem
eftir er. En það er miklu meira í
henni en bara það. Góður samleik-
ur þeirra Quaid og Barkin, góðir
leikarar í aukahlutverkum, leik-
stjóm Jim McBride, sem veit hvar
á að stilla upp skuggum f kvöld-
myndum af þessu tæi og skapa
gott andrúmsloft á milli persón-
anna stórra og smárra, plús
handrit Daniel Petrie, sem virkar
best í munninum á Quaid, gera
The Big Easy að ansi smellinni
rómantískri sögu um löggu og
lagaref sem bæta hvort annað
upp.
Kostimir fela þó ekki flækings-
legt og trauðla skiljanlegt glæpa-
málið sem Quaid rannsakar þvf
þótt handritið sé oft hið rennileg-
asta og samtölin glettin bregst
það í lýsingu sinni á glæpnum.
Hann verður einfaldlega of flók-
inn þegar iíða tekur á myndina
til að maður nenni að hugsa hann
til botns.
Og það er kannski eins gott
því hann truflar bara skemmtun-
ina sem ástarsagan bíður uppá.
Rauði þráðurinn í myndinni er
samband Quaids og Barkins;
hvemig þún breytir honum úr
spilltri löggu, sem misnotar að-
stöðu sína og nýtur þess, og
hvemig hann breytir henni úr til-
finningaiega bældri og lít hú-
morískri konu. Hann miðlar henni
af lífi og fjöri en hún bætir hann
upp með heiðarleika og staðfestu.
Dennis Quaid er loksins að
komast á blað í Hollywood. Hann
var í Innerspace í sumar og núna
ieikur hann á móti Cher í annarri
glæpamynd sem heitir Suspect.
Við hér sáum hann síðast í Óvina-
námunni (Enemy Mine). Hann er
góður leikari á sinn hægláta máta,
fyndinn og skemmtilegur í hlut-
verki lögreglumannsins, fer vel
með erfiðu tilfinningaríku atríðin
og talar með hreim sem erfitt er
að lýsa en hlýtur að vera mjög
New Orleanískur. Ellen Barkin
er ekki síðri í hlutverki lögfræð-
ingsins sem kemst um síðir á þá
skoðun að það er hvorki gaman
eða æskilegt að lifa eftir lagabók-
stafnum. Enginn er fullkominn.
Ned Beatty er feitur og vinaleg-
ur lögreglukafteinn með ekki
alltof hreina samvisku og aðrir
aukaleikarar standa sig allir piýð-
isvel. Sérstaklega má nefna hinn
stórkostlega veijanda Quaids í
mútumálinu, sem gæti þess vegna
verið einn af dvergunum sjö.
Leikstjórinn Jim MacBride er
iaginn við að skapa góðar mann-
eskjulegar stemmningar eins og
t.d. á lögreglustöðinni, sem er
líkari Qölskyldusamkomu en
vinnustað, og hann bætir sannar-
lega upp misgott handrit. Stfllinn
hans er hraður en persónulegur
og lifandi, myndin hans er öðruví-
si og ef fólk er á annað borð að
leita eftir rómantfk með glæpsam-
legu ívafí er The Big Easy rétta
myndin.
Frá keppni hjá Bridsdeild Húnvetningaféiagsins
________BrSds___________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag
Suðurnesja
Mjög góð þátttaka er í JGP-
sveitakeppninni sem nú hefír staðið
yfir í tvö kvöld. Spilaðir eru tveir
16 spila leikir á kvöldi og trónir
gamla kempan, Gestur Auðunsson,
á toppnum eftir 4 umferðir.
Staðan:
Gestur Auðunsson 85
Birkir Jónsson 82
Jóhannes Ellertsson 71
Haraldur Brynjólfsson 66
Bjöm Blöndal 62
Næstu tvær umferðir verða spil-
aðar á mánudaginn kemur kl. 20.
Spilað er í Golfskálanum í Leiru.
Islandsmót kvenna
o g yngri spilara
íslandsmót kvenna og yngri spil-
ara í tvímenningskeppni verður
spilað f Sigtúni 9 nk. laugardag og
sunnudag. Spilamennska hefst kl.
13 á laugardag. 19 pör taka þátt
í hvorum flokki og spila allir við
alla með fjórum spilum milli para,
alls 76 spii. Keppnisstjori er Agnar
Jörgensen, en Vigfús Pálsson mun
annast tölvuútreikninga.
Reykjavíkurmót
í tví menningi
Spilarar á Reykjavíkursvæðinu
eru minntir á skráninguna í
Reykjavíkurmótið í tvímenningi,
undanrásir, sem spilaðar verða
helgina 28.-29. nóvember í Sigtúni
9. Mótið er opið öllum félögum á
svæðinu. Skráning fer fram f félög-
unum, á skrifstofu BSÍ og hjá
Kristjáni Blöndal á kvöldin. Úrslit
verða síðan spiluð helgina 12.—13.
desember.
Bridsfélag kvenna
Eftir 5 kvöld í aðaltvímennings-
keppni félagsins er staða efstu para
orðin þessi:
Stig
Gunnþórunn Erlingsdóttir —
Ingunn Bemburg 424
Steinunn Snorradóttir —
Þorgerður Þórarinsdóttir 421
Ingibjörg Halldórsdóttir —
Sigríður Pálsdóttir 341
Kristín Karlsdóttír —
Svafa Ásgeirsdóttir 328
Halla Bergþórsdóttir —
Kristjana Steingrímsdóttir 326
Esther Jakobsdóttir —
ValgerðurKristjónsdóttir 252
Júlíana Isebam —
Margrét Margeirsdóttir 252
Aidís Schram —
Soffía Theodórsdóttir 199
Bridsfélag Akureyrar
Staðan í Akureyrarmótinu í
sveitakeppni eftir tvær umferðir er
þessi:
Stig
Sveit Hellusteypunnar 50
Sveit Kristjáns Guðjónssonar 47
Sveit Grettis Frímannssonar 43
Sveit Gunnlaugs Guðmundssonar42
Sveit Ragnhildar Gunnarsdóttur 41
Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 39
Sveit Zarich Hamadi 30
Sveit Gunnars Berg 25
Bridsfélag
Tálknafjarðar
Eftir tvö kvöld í einmennings-
keppni félagsins er staða efstu
spiiara þessi:
Stig
Steinberg Ríkharðsson 280
Brynjar Olgeirsson 267
Símon Viggósson 266
Jón H. Gíslason 261
Kristín Ársælsdóttir 259
Bridsdeild Húnvetn-
ingafélagsins
Hafin er hraðsveitakeppni hjá
deildinni með þátttöku 15 sveita.
Staðan eftir 1. umferð:
Jón Ólafsson 635
Bjöm Kjartansson 540
Guðni Skúiason 537
Valdimar Jóhannsson 537
Lovísa Eyþórsdóttir 534
Kári Siguijónsson 525
Gísli Vfglundsson 525
HermannJónsson 525
Önnur umferð verður spiluð á
miðvikudaginn í Ford-húsinu í
Skeifunni, þriðju hæð kl. 19.30.