Morgunblaðið - 07.11.1987, Qupperneq 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
Frá söngför karlakórsins Fóstbræðra til Mið-Evrópu:
Yfir Austurríki
til Ungveijalands
2. grein
Og enn lá leiðin til suðausturs.
Að þessu sinni var förinni heitið til
þeirrar fomfrægu borgar Salz-
borgar, þar sem gamli Salzborgar-
kastalinn, Hohen Salzburg, gnæfði
yfir borgina. Og þar sem Mozart
fæddist og sleit bamsskónum og
erkibiskupar vom jafnt veraldlegir
höfðingjar sem kirkjulegir öldum
saman og vitna þar um miklar og
fagrar hallir og kirkjur þeirra Salz-
borgara, byggðar í endurreisnarstfl
á ríkisdögum erkibiskupanna.
Þeir úr hópi ferðalanganna sem
nú stefndu til austurrísku landa-
mæranna og voru kunnugir á
þessum slóðum höfðu hlakkað til
að sýna samferðafólki sínu suður-
hluta Bæjaralands þar sem aust-
urrísku Alpamir teygja sig norður
yfir landamæri Þýskalands. Þar
sem fallegir smábæir á bökkum
Qallavatna fagurbiárra brosa lit-
fagrir og guðræknir með líkneski
heilagrar guðsmóður á hveiju götu-
homi og freskumyndir af þeirri
sömu mey í faðmi fjölskyldu sinnar
eru málaðar utan á aðra hveija
krá. 0g þar sem tumspíran teygir
sig til himins upp úr miðju þorpinu,
rétt eins og á öllum fallegu jólakort-
unum. Þar var nú strunsað fram
hjá eftir hraðbrautum suður-þýsku
hásléttunnar stystu leið til Salz-
borgar. Menn skyldu ekki halda að
það hafí verið af áhugaleysi fyrir
ævintýralegu umhverfí Suður-
Bæjaralands. Því — þó það kæti
hjartað í vöskum hal að kljúfa ijúk-
andi kalda í gegn norður á Kaldadal
— þá er það ekki þar með sagt að
léttklæddir túrhestar — sem trúðu
ekki að í útlöndum væri ekkert
skjól, heldur eilífur stormur — legðu
á sig að staldra við fram yfir það
nauðsynlegasta í svoleiðis veðri.
Þegar ekki svo mikið sem grillti í
þessa margfrægu Alpa, sem allir
voru alltaf að tala um, hvað þá
heldur að það sæist út á fjallavötn-
in fyrmefndu í því dómadags úrhelli
og hávaðaroki er dundi þama á
mörlandanum. Reyndar hafði him-
inninn litið líklega út þegar lagt var
- upp frá Heilbronn og fullyrtu Sva-
bar og kinkuðu kolli, eins og þeir
sem hafa reynsluna og þekkinguna
í pokahominu, að nú væri sólin og
góða veðrið komið til Mið-Evrópu.
Því mætti treysta!
Upp á þessar upplýsingar höfðu
íslendingamir lagt í hann létt-
klæddir, eins og fyrr var vikið að.
Og ekki nóg með það. Þar sem til
stóð að gista aðeins eina nótt í
Salzburg, að þessu sinni, en Fóst-
bræður og þeirra fólk, þetta
rúmlega áttatíu manna lið, sem
aftur hafði a.m.k. hundrað og tutt-
ugu ferðatöskur í eftirdragi, höfðu
bílstjóramir vinsamlegast farið þess
,á leit við hópinn að hann skildi stóru
töskumar eftir í bflunum og tæki
aðeins með sér það nauðsynlegasta
í handtöskum inn á hótelin þegar
til Salzborgar kæmi.
Nú, vegna fyrmefndrar veður-
spár og tilmæla bflstjóranna höfðu
fæstir sett í handskjóður sínar ann-
að en eitthvert sólarhíalín, sem
ekkert dugði í rosanum þeim arna,
þegar lagt var af stað frá Heil-
bronn. Nokkrir höfðu þó haft vit á
að verða sér úti um regnhlífar í
votviðrinu að undanfömu og enn
aðrir höfðu keypt sér þarfagripi
'þessa á áningarstöðum við hrað-
brautimar suðureftir. En svo var
veðurofsinn mikill að ekki stóðust
allar regnhlífar áreynsluna. Þegar
neyðst var til að stansa augnablik
að sinna brýnustu nauðsynjum —
eins og þegar söngstjórinn þurfti
að fá sér reyk — þá bara lagðist
. regnhlífin hans saman. En til Salz-
borgar komst þó mannskapurinn
fremur svona slæptur og kaldur.
Þó ekkert á við þá hröktu vesalinga
er hættu sér út á krár og aðra
matsölustaði að fá sér í svanginn
þetta kvöld. Það gat varla heitið
að þurr þráður væri á þeim sumum
við heimkomuna. Þá var ekki til
nema eitt ráð að koma einhveijum
hita í kroppinn: Sjóðandi heitt bað!
Ekki var upphituninni fyrir að
fara á austurrfskum hótelum frem-
ur en í öðmm húsum þessa heims-
hluta á þessum árstíma. Það er
einfaldlega ekki hitað upp frá því
í apríl-maí þar til í nóvember eða
í besta falli í október — jafnvel þó
ísöld væri að skella á! En á öllum
hótelum var hægt að fara í vel
heitt bað. Sem er þó lúxus út af
fyrir sig. Og stundum hrein lífs-
björg! Eins og þama í Salzburg,
þar sem íslenskt ferðafólk var á
sumarfötunum sínum.
Næsti dagur rann upp ekki út
af eins rennblautur og sá á undan.
Fóru þá sumir í skoðunarferð um
þessa dásamlegu borg (a.m.k. í
sæmilegu veðri), en aðrir ruku til
og reyndu að kaupa sér einhveijar
skjólflíkur — endanlega búnir að
tapa trúnni á að bráðum kæmi betri
tíð. En ekki dugði að dvelja lengi
við slíka iðju. Ferðaáætlunin var
ströng. Um kvöldið skyldi náð hátt-
um í Vínarborg. Lagt var af stað
frá Salzborg um hádegisbilið og þar
sem ekki rigndi nú beint lengur og
skýjabólstramir tóku ekki af nema
hæstu íjallatoppana, var þess freist-
að að aka ekki eftir hraðbrautum
fyrsta spölinn, heldur um djúpa
dali Alpahéraðanna og koma við í
þorpunum við vötnin. Sjá það sem
ekki var séð í Bayern og horfa á
fijöllin steypa sér á hausinn niður í
spegilsléttan flöt vatnanna.
Þar var komið við í þorpi einu
sem átti svo fallega kirkju að þorps-
búar stungu augun úr málaranum
sem hafði málað freskumar er
prýddu kirkjuna innanverða svo
hann málaði ekki kirkjur nágranna-
þorpanna eins fallega.
Leiðin til Vínar, sem lá nú aftur
örlítið til norðurs en aðallega í aust-
ur, breyttist úrgáskafullri og litríkri
rómantík Alpahéraðanna í mjúka
rómantík skógi vaxinna heiða og
búsældarlegra akra. Og brátt var
það Dóná svo blá sem vísaði veginn.
Til Vínarborgar var komið að
kvöldi föstudagsins 5. júní. Veðrið
hafði farið batnandi eftir því sem
á daginn leið, og þegar til Vínar
kom, var komið blíðskaparveður.
Hluti hópsins gisti á Hótel Etap,
en hinum hlutanum var komið fyrir
á Hótel Royal, en bæði voru þetta
prýðishótel í hjarta borgarinnar.
Og loks virtist þetta draumaveður
— sem íslendingar á ferðalögum í
útlöndum ætlast til að sé alls staðar
— vera komið í alvöru.
Daginn eftir komuna til Vínar-
borgar, laugardaginn fyrir hvíta-
sunnu, sá ekki skýhnoðra á himni
og hitinn steig upp í 25 stig. Menn
notuðu morguninn í örvæntingar-
fulla og tilgangslitla leit að opnum
bönkum, bæði til að ná sér í aust-
urríska peninga til að eyða þama
um helgina í Vín og þó ekki síður
til að verða sér úti um ungverskan
gjaldmiðil, þar sem til stóð að aka
til Ungveijalands að morgni mánu-
dagsins annars í hvítasunnu, en
einhvem veginn höfðu menn lítið
gert sér grein fyrir öllum þessum
helgidögum sem í hönd fóru ásamt
allri þeirri banka- og búðaþurrð er
þeim fylgdi.
Síðdegið þennan laugardag nýtt-
ist aftur á móti vel til skoðunar á
borginni. — Loks kom að því að í
förina slógust leiðsögumenn, vel-
mæltir á enska tungu, sem var í
öllu meira uppáhaldi hjá íslenska
kórfólkinu en sú germanska. Það
er nú ekki einfalt mál að sýna ferða-
löngum alla dýrð Vínarborgar á
einu síðdegi. Þessarar fyrmrn höf-
uðborgar hins heilaga rómverska
keisaradæmis og síðar austurríska
keisaradæmisins. Háborgar fágun-
ar og frægðar, tónlistar og leik-
hússlífs. Borgarinnar þar sem
Mozart, Beethoven og Schubert
skópu ódauðlega tónlist og valsar
valsakónganna freyddu með
kampavíninu um glaðvær hjörtun.
Jú, eitthvað tókst þeim að sýna
íslenskum kórmönnum og fylgdar-
liði þeirra. Handan við Hótel Royal,
Karlskirkjan í Vinarborg.
þar sem helmingur Fóstbræðra
gisti, gnæfði hinn gotneski Stefáns-
dómur. Burgtheater og Staatsoper
— eða Vínaróperan — voru heldur
ekki langt undan. Þá urðu glæsi-
hallir Habsborgara einnig á vegi
íslenskra ferðalanga á þessum sól-
bjarta júnídegi í Vín. Ekið var í
gegnum Prater — skemmtigarðinn
fræga — og efnt til veislu fyrir
augað og skoðað furðuhús nútíma-
listamanns.
Þegar halla tók degi var þyrstum
og svöngum ferðamönnum boðið
upp á ljúfa hvfld í Grinzing-þorpun-
um í útjaðri borgarinnar þar sem
gestir og gangandi skála í „Heur-
ingen", víni ársins ef ekki líka
hússins, og fá sér bita af tilheyr-
andi svínaspiki og magálum. Þarna
tóku Fóstbræður líka lagið undir
svignandi lauftijám við óspara
hvatningu viðstaddra. Sumir Fóst-
bræðrannna þurftu reyndar að flýta
sér, því ætlunin var að eyða kvöld-
inu í Staatsoper eða einhveijum
öðrum leikhúss- eða tónleikasal
borgarinnar. Það var nefnilega ekk-
ert lítið um að vera þessa dagana
í Vín: Wiener Festwochen — lista-
hátíðin í Vfn — var nýlega hafin
þegar Fóstbræður bar að garði, og
stóð allan júnímánuð — enda var
erindi Fóstbræðra við Vínarbúa að
þessu sinni að taka sjálfir þátt í
þessari heimsfrægu listahátíð með
tónleikum í Karlskirkju. En gjaman
hefðu þeir víst flestir viljað taka
þátt í listahátíðinni lfka með því að
sjá og heyra eitthvað af því sem
listunnendum var boðið uppá. En
tíminn var naumur. í rauninni að-
eins eitt fríkvöld, því menn voru
ekki komnir á hótelin sín f Vín fyrr
en upp úr hálf átta á föstudags-
kvöldið. Og einmitt á þeirri stundu
var allt að fara í gang. Þó tókst
þeim Jónasi Ingimundarsyni píanó-
leikara og Ragnari Bjömssyni
stjómanda kórsins að sleppa út úr
rútunum á réttum stað og réttri
stundu til að komast á píanótónleika
hjá Maurizio Pollini — en þeir em
nú líka gamlir Vínarar — lögðu
Svona fór slagviðrið á suður-þýska hálendinu með regnhlíf söngstjór-
ans (t.v.). ' ,