Morgunblaðið - 07.11.1987, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
fflSamkeppni um gerð
umhverfislistaverks á
torgi við Borgarleikhús
Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar minnir á
að skila ber tillögum í samkeppninni til trúnaðar-
manns dómnefndar, Ólafs Jenssonar, Bygginga-
þjónustunni, Hallveigarstíg 1, í síðasta lagi
mánudaginn 16. nóv. nk. kl. 18.00.
Allar nánari upplýsingar veitir trúnaðarmaður í
síma 29266.
Símar 35408 og 83033
Birkihlíð
Lerkihlíð
KOPAVOGUR
Holtagerði
|Wtr0i!tinlblaliííl>
Gunnar Gísla-
son - Minning
Fæddur 28. nóvember 1983
Dáinn 27. október 1987
Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund,
en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund.
San bam Guðs þú unir sem btómstur við sól,
þótt brothætt sé sem reyrinn þitt iukkunnar hjóL
Þó lukkan sé brothætt, þó ljós þitt sé tál,
sá leitar þín, sem finnur og týnir engri sál.
(M. Joch.)
Þann 27. október sl. andaðist
Gunnar Gíslason á bamadeild
Landspítalans, aðeins tæpra 4ra
ára, eftir baráttu við illkynja sjúk-
dóm. Hann var sonur hjónanna
Karólínu Gunnarsdóttur frá Akur-
eyri og Gísla Sigurðar Gíslasonar
frá Víðivöllum í Skagafirði.
Það var um miðjan sl. vetur að
ný fjölskylda flutti hingað í Furu-
gerði. Sonur minn var fljótur að
uppgötva sér til mikillar gleði að
þar var á ferð lítill drengur á svip-
uðu reki. Hann bauð honum í
heimsókn til að líta á leikföngin
sín. Þar með hófust kynni okkar
af Gunnari litla, einstaklega skýrum
og fallegum dreng. Hann var þá í
erfíðri geislameðferð, sem gaf von
um bata.
Það voraði vel á landi voru. Þann-
ig var það líka í lífí Gunnars og
hann gat notið sumarsins sem í
hönd fór. Þeir vinimir voru úti öllum
stundum, í fótbolta, á hjólunum
sínum og svo var farið í þykjustu
fyallgöngu upp á næsta hól. Ymis-
legt var brallað eins og best jgerist
hjá rúmlega 3ja ára snáðum. I sum-
ar fór hann svo norður til afa og
ömmu sem hann talaði svo oft um.
Hann var sannkallaður sólargeisli
í lífi fjölskyldu sinnar. Skuggi sjúk-
dómsins virtist horfínn með
sumargeislunum.
En er sumri fór að halla og sum-
arblómin í garði Línu mömmu hans
fóru að fölna, eins fór að daprast
heilsa litla vinar míns, þrátt fyrir
að allt væri reynt, sem í mannlegu
valdi stóð, honum til hjálpar. Það
hafa verið þung og sár sporin hjá
Línu og Gísla undanfamar vikur.
Vegir Guðs er órannsakanlegir.
Megi algóður Guð vemda og
styrkja Gísla og Línu, afa og ömm-
ur og ástvini alla.
Legg ég nú bæði líf og ðnd
Ijúfi Jesú, í þína hðnd
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H. Pétursson)
Áslaug Sif Guðjónsdóttir
Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja,
Iðgð í jörð að himnaföður vilja,
leyst frá lífi nauða;
ljúf og björt I dauða
lézt þú eftir litla rúmið auða.
Því til hans, sem bömin ungu blessar.
Biðjuni hann að lesa rúnir þessar;
heyrum hvað hann kenndi:
„Hér þótt lífið endi,
rís það upp í Drottins dýrðarhendi."
Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
lof sé Guði, búin ertu að stríða.
Upp til sælu sala
saklaust bam, án dvaia.
Lærðu ung við engla Guðs að tala.
(Matth. Jochumsson)
í dag, 7. nóvember, er kvaddur
hinstu kveðju að Miklabæ í Skaga-
fírði lítill drengur, Gunnar Gíslason.
Þegar tæplega fjögurra ára gamall
drengur er kvaddur burt úr þessum
heimi er illskiljanlegur máttur þess
sem öllu ræður. Um leið vaknar sú
trú að slíkum sólargeisla, sem hann
var, sé ætlað að lýsa á æðri slóðum.
Minningin um lítinn ljúfan dreng
lifír ætíð í hjörtum þeirra er urðu
þess aðnjótandi að kynnast honum.
Gunni litli, eins og hann var kall-
aður, var einkabam hjónanna Gísla
Sigurðar Gíslasonar og Karólínu
Gunnarsdóttur, ættuð úr Skagafírði
og frá Akureyri, nú búsett í
Reykjavík.
Fyrir tæpu ári kom í ljós að hann
gekk ekki heill til skógar. Á þessu
ári skiptust á skin og skúrir. Að-
dáunarvert var að fínna hversu vel
þau nutu þess að vera saman og
lifa eðlilegu fjölskyldulífi allt þar
til yfír lauk.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
JÓHANNA ÁRNADÓTTIR,
Hjaltabakka 10,
lóst 5. nóv. í Landspítalanum.
Bryndfs Magnúsdóttir,
Elísabet Magnúsdóttir,
Stella Magnúsdóttir,
Magnús S. Magnússon,
Ingibjörg Magnúsdóttir,
GuömundurJóhannsson,
Baldvin Einarsson,
Ragnar Svafarsson,
Jóhanna F. Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faöir okkar,
ANDREAS S. J. BERGMANN,
andaöist í Landakotsspítala 6. nóvember.
Jón G. Bergmann,
Guörún I. Schneider,
Sigrún Bergmann,
Carl A. Bergmann.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
HENRIKS SIGURÐSSONAR
rennismiðs,
Laugarásvegi 55.
Kristfn Henriksdóttir,
Helga Siguröardóttir,
Súsanna Sigurðardóttir,
Ingunn Sigurðardóttir,
Egill V. Slgurðsson,
Baldvin Garðarsson
Sigurður Egiisson.
Guttormur P. Einarsson,
Matthfas Pálmason,
Hafdfs Sveinsdóttlr,
og systkinabörn.
Við samstarfskonur Línu vorum
svo heppnar að fá að njóta þess að
hlusta á hversu mikla umhyggju
hún bar fyrir drengnum sínum
hvemig sem á stóð.
Elsku Lína og Gísli, með þessum
fáu orðum sendum við ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur og öllum
þeim sem eiga um sáirt að binda —
ömmur, afar og aðrir aðstandendur.
Megi ykkur gefast styrkur á
þessum erfíðu tímum.
Bryndís og Lilja
Hvítt blaðið starir á mig. Penninn
neitar að hlýða. Eitthvað hefur
brostið innan í mér. Hann, sem lék
sér á gólfínu hjá mér, með brosið
í bláu augunum sínum, er horfínn
og þó vantaði hann bara mánuð til
að fylla fjórða árið.
Á stundum er forsjónin svo mis-
kunnarlaus að manni liggur við
lömun. Ungur drenghnokki, sem
ekkert hafði sér til sakar unnið
annað en að kíkka örlítið í kringum
sig, stíga fyrstu sporin í fallvaltri
veröld, vera augasteinn pabba og
mömmu, varpa birtu á hversdags-
lega hluti, er horfínn sjónum.
Sjúkdómurinn, sem fullorðna
fólkið skelfist mest, lagði þetta
unga bam að velli eftir tíu mánaða
þrotlaust stríð þar sem aflsmunur-
inn var svo auðsær. Engum vömum
var við komið, allt reynt — en
árangurslaust.
Eg, sem skrái þessar línur, naut
þeirra forréttinda að hafa Gunna
litla bróðurson minn í gæslu nokkur
síðdegi í ágúst. Raunar var það
kannski hann sem var eins konar
barnfóstra fyrir mig. Þó að hann
væri ekki nema árinu eldri en hún
Ásthildur, litla dóttir mín, leyndi
sér ekki að hann, karlmaðurinn,
axlaði ábyrgðina og passaði litlu
frænku. Saman tifuðu þau stuttum,
fráum fetum á róluvöllinn. Ég, í
hægðum mínum á eftir, hugsandi
um hvað lífíð væri fallegt fyrir
framan mig. Þegar svo heim var
komið var enginn hávaði eða gaura-
gangur. Hljóðlátur en brosmildur
leiðbeindi hann frænku. Sérstak-
lega stendur það fast í mér á hvem
hátt hann umgekkst leikföng og
aðra dauða hluti af mikilli natni og
alúð. Hann nostraði við leikföngin,
færði til stóla og annað, sem hann
réð við, allt með þeirri vandvirkni
sem þeim einum er gefíð sem hljóta
í vöggugjöf þann sjaldgæfa eigin-
leika að gæta þess að ekkert sé illa
gert. Þegar hann kvaddi okkur á
daginn ljómuðu bláu stjömumar og
andlitið varð eitt sólskinsbros.
Sólskinið var enn í stofunni hjá mér
þegar hann kom aftur næsta dag.
Þannig var Gunni litli.
Ég á erfítt með að hugsa til for-
eldranna ungu. Vonandi færir
sorgin þau nær hvort öðm, herðir
böndin sem tengja þau saman. Þeg-
ar fram líða stundir breytist sorg
þeirra í gleði og þakklæti fyrir að
hafa notið þeirrar gæfu að fylgjast
með frumburðinum, þó ekki væri
nema i tæp fjögur ár.
Fari Gunni frændi í friði.
Gullý
Hann kom til mín eins og Iítið
ljós haustið ^ 1985, þá tæplega
tveggja ára. Ég var að hefja dag-
mömmustarfíð og hann var fyrsta
bamið mitt.
Við fengum að vera saman tvö
ein fyrstu tíu dagana og það vom
góðir dagar. Brosandi kom hann í