Morgunblaðið - 07.11.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987
61
Guðmundur Sigurðsson
bóndi, Sviðugörðum
Fæddur 4. desember 1908
Dáinn 28. október 1987
í dag fer fram frá Gaulverja-
bæjarkirkju útför Guðmundar
Sigurðssonar bónda í Sviðugörðum.
Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands
28. október sl. eftir harða baráttu
við endalokin. í lífsbók hans voru
svo fallegir kaflar að þeim, sem
gegnum vináttu og samvinnu voru
þeim kunnastir, er lítill vandi á
höndum að minnast þeirra svo að
til sæmdar og virðingar sé hinum
látna. I skjóli langrar vináttu okkar
Guðmundar gegnum lífið ber ég
fram fáein kveðju- og þakkarorð.
Guðmundur var fæddur að Sölv-
holti í Hraungerðishreppi 4.
desember 1908. Foreldrar hans
voru sæmdarhjónin Anna Einars-
dóttir frá Sölvholti og Sigurður
Sigurðsson frá Hólum í Stokks-
eyrarhreppi. Guðmundur var
yngstur í fimm systkina hópi. Eldri
voru Einar, Júníus, Steindór og
Kristín. Eru bræðumir látnir fyrir
nokkrum árum en systirin, Kristín,
bjó lengi í Sviðholti á Álftanesi og
dvelur nú þar hjá bömum sínum.
Foreldrar Guðmundar ólu og upp
Ástu Guðjónsdóttur frá Hrygg. Hún
er búsett í Reykjavík. Alla tíð bar
Guðmundur mikla tryggð til
bemsku- og æskustöðva sinna í
Sölvholti og minntist þaðan jafnan
margra góðra stunda, jafnt úr for-
eldrahúsum, sem leikfélaga og
æskuvina úr nágrenninu. Bemsku-
og unglingsár hans voru með svip-
uðum hætti og þá var almennt hér
á landi, skólaganga og bókleg upp-
fræðsla í hefðbundnum stfl og svo
með aldri og þroska þátttaka í til-
fallandi vinnu á heimilinu.
Árið 1928 flytja foreldrar Guð-
mundar með fjölskyldu sína að
Sviðugörðum í Gaulveijabæjar-
hreppi og varð sá staður upp frá
því heimili hans. Næstu árin vann
Guðmundur heimili foreldra sinna
ásamt því að stunda sjóróðra og
vertíðarstörf, aðallega í Grindavík
og Vestmannaeyjum. Hann hafði
að húsbændum hina mestu sæmd-
armenn og hallaðist þar ekki á,
trúmennska hans í starfi og skiln-
ingur útgerðarmannsins á verk-
hæfni hans. Hefi ég, sem þetta
ritar, orð hins merka útgerðar-
manns í Vestmannaeyjum, Ársæls
Sveinssonar, að svo hafi jafnan
verið þær vertíðir er Guðmundur
vann hjá honum.
Guðmundur giftist 8. júní 1940
Sigríði Sigurðardóttur frá Selja-
tungu og tóku þau þá við búsforráð-
um í Sviðugörðum og hafði hann
búsforráð þar til dauðadags. Guð-
mundur og Sigríður eignuðust einn
son, Sigurð, og ólu upp frá bemsku
tvær dætur, Selmu Álbertsdóttur,
og síðar dóttur hennar, Bryndísi
Björgvinsdóttur, en máttu verða að
mæta þeirri þungu sorg að missa
hana aðeins nítján ára gamla er hún
féll fyrir ólæknandi sjúkdómi.
Bryndís var þá heitbundin Oddi
Oddssyni rafvirkja frá Stokkseyri.
Sonurinn Sigurður hefír árum sam-
an unnið hjá Ræktunarsambandi
Flóa og Skeiða en jafnan átt heim-
ili sitt í foreldrahúsum. Selma er
búsett á Selfossi, gift Davíð Axels-
syni byggingameistara. Þau eiga
þijú böm, Svövu, Axel og Guð-
mundu Sigríði.
Hér hefír verið tæpt á ytri um-
gjörð lífsramma Guðmundar í
Sviðugörðum en sérstakt svipmót
þótti mér jafnan yfír búskap hans
og heimili. Húsfreyja kærleiksrík
um velferð fólks og fénaðar, og
Guðmundur verklaginn, sívinnandi
heimilisfaðir. Hann var vel gerður
maður á alla grein, skapið létt,
gestrisinn en ákafamaður við hvert
það verk sem hann vann hveiju
sinni. Guðmundur var smekkmaður
og bar í sér listfengi á marga vegu.
Hann var gæddur fallegri söngrödd
og bar þar á gott skynbragð. í verk-
legum skilningi var hann útsjónar-
samur og hafði góð tök á smíði,
hvort heldur var úr tré eða járni.
Þá var hann sérstakur hagleiks-
maður við byggingu margvíslegra
verkefna þar sem til kom hleðsla
úr eldri tíma byggingarefni. Má
víða í sveitinni hans sjá verk hans
í þeim efnum. Á löngum búskapar-
ferli hafði Guðmundur verið
húsbóndi mikils fjölda ungs fólks
sem vann hjá honum yfir sumartíð.
Án efa minnist nú það góða fólk
með hlýju og virðingu margra
bjartra samverustunda við sinn
ágæta vin, Guðmund í Sviðugörð-
um. Hann fékk og notið þeirra
tryggða með dæmafárri ræktarsemi
þessa trygglynda fólks.
Og nú, þegar lífsbók Guðmundar
hefír verið lokað, eru mér allar
minningamar um hann tærar og
óbrotgjarnar. Minningin um ná-
grannan góða, heilsteyptan og
hégómalausan og gleðigefandi. Efst
er þakklætið fyrir þá virðingu sem
hann jafnan sýndi foreldrum mínum
og öllum okkur systkinunum í löngu
nágrenni og margbreytilegum sam-
skiptum.
Það haustar að í umhverfinu.
Sólbjörtu dagar liðins sumars sitja
eftir í minningunni. Það haustar að
í sálarlífí sérhvers þess sem sér á
bak svo bjarts og einlægs vinar sem
Guðmundur í Sviðugörðum var
mér. Við hjónin og böm okkar
kveðjum hann með virðingu og
þökkum almættinu fyrir að hafa
gefíð okkur hann að vini.
Eiginkonu hans, börnum og öðr-
um skyldmennum vottum við
einlæga samúð.
Gunnar Sigurðsson
frá Seljatungu
í dag kveðjum við kæran vin
okkar, Guðmund Sigurðsson í
Sviðugörðum. Upp í hugann koma,
á slíkri kveðjustund, margar góðar
minningar og viljum við systumar
minnast hans hér með nokkrum
fátæklegum orðum.
Guðmundur var einstakur maður
sem alla heillaði með glaðværð sinni
og kæti. Þegar Guðmundur kom í
heimsókn var sem húsið fylltist af
lífí og spaugi. Það var eftirtektar-
vert hvað börn og unglingar
hændust nð Guðmundi. enda kom
hann fram við alla sem jafningja
sína, hvort sem þeir voru ungir eða
gamlir. Við sem nutum nábýlis við
hann fengum oft að skreppa í heim-
sókn til Siggu frænku okkar og
Guðmundar í Sviðugörðum. Alltaf
var okkur tekið með þeirri einstöku
gestrisni, sem ávallt hefur einkennt
það heimili.
Það er svo margt sérstakt við
það heimili. Náið samband við móð-
ur náttúru, menn og málleysingja
og hugurinn fyllist af nýjum og
fijóum hugsunum við komur þang-
að. Þar er alltaf tími fyrir allt og
alla.
Þau Sigga og Guðmundur höfðu
alltaf tíma fyrir okkur krakkana.
Hún svo elskulega kærleiksrík og
hann var sprellandi fjörugur. Há-
mark gleðinnar var að drekka þar
kvöldkaffið og njóta gamanyrða og
ijörugrar frásagnar húsbóndans.
Perlurnar eru margar, en í upp-
hafi sögðum við að þetta< yrðu
fátækleg orð því að öll orð verða
fátækleg, þegar minnast á Guð-
mundar í Sviðugörðum. Hann var
okkur svo kær.
Við biðjum þess að Guð gefí
Siggu og Denna styrk í sorg þeirra.
Guðný, Sigrún,
Magga og Laufey.
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
iwtakttiupphina
PHIUPS
Tvær sjónvarpsstóövar eru barnateiku,
fvrir Philips HQ-VR 6542 myndbandstækið -
tæki sem svarar krötum nútimans.
• Þráðlaus fjarstýring
• Sjálvirkur stöðva leitari
• 16 stöðva forval
• Upptökuminni i 14 daga
fyrir 4 skráningar
• Skyndiupptaka óháð
upptökuminni
• Myndleitari i báðar áttir
• Frysting á ramma
• Og ótal fleiri möguleikar
sem aðeins Philips kann tökin á
• Verðið kemur þér á óvart.
Opiðídag:
Sætúni 8 kl. 10-13
Kringlunni kl. 10-16
Heimilistækl hf
!aFN ArSr*TI 3 - KRINGLUNN. - SŒTUNI 8 - SIMI 69 15 00
l/í