Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 41 Jómfrúræða Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur: Vissulega erum við stórhuga Hér fer á eftir jómfrúræða Aðal- heiðar Bjarnfreðadóttur á Al- þingi er flutt var í umræðum um almannatrygging’ar 14. október sl.: Herra forseti. Hv. alþm. Ég er meðflm. að frumvarpi sem hv. 13. þm. Reykvíkinga var að mæla fyr- ir. Ég geri ráð fyrir því að við flytjum þetta frumvarp sé sú sama hjá okkur báðum. Við höfum setið frammi fyrir fólki sem á að lifa á þeim aurum sem það fær úr sjúkra- samlaginu og við höfum gert okkur grein fyrir því að slíkt er ekki mögu- legt. Hæstvirtur heilbrigðismálaráð- herra minntist á sjúkrasjóði verka- lýðsfélaganna. Bæði er það að þeir eru misjafnlega sterkir og það sem þeir greiða nálgast ekki þau laun sem fólk missir. Auk þess eru í mörgum þeirra þau ákvæði, að fólk þarf að vera búið að vera í félaginu í sex mánuði til þess að fá úr sjúkra- sjóði. Það getur náttúrlega enginn verið viss um að fólk sé búið að vera svo lengi í verkalýðsfélagi þeg- ar það veikist. Og ekki eru allir í verkalýðs- félagi. Ég minnist máls sem ég afgreiddi. Ég man að það var í apríl 1985. Það voru hjón sem ég þekkti. Maðurinn var nokkru eldri en konan og hann hafði bara ellilíf- eyri til að lifa af. Þessi hjón komu utan af landi og hún hafði ekki unnið utan heimilis. Síðan verður hún sjúklingur og ég fer að hvetja hana til að athuga hvað hún eigi að fá út úr sjúkrasamlagi. Hún kynnti sér það og það voru í apríl 1985 49 kr. á dag sem þessi kona gat fengið. Ég býst við að við sem stöndum að þessu frumvarpi séum sammála í því að við eigum ekki að vanþakka almannatryggingar. Við munum nefnilega sum þá tíma sem þær voru ekki til nema í litlum mæli. Við vitum að þær hafa gert mikið gagn. En við þykjumst vera svo stórhuga, íslendingar. Við erum alltaf að tala um hvað við séum Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir stórhuga. Og vissulega erum við það. Þær sýna það fínu, dýru bygg- ingamar okkar hingað og þangað úti um landið. En við erum ekkert afskaplega stórhuga þegar við erum að útdeila til þeirra sem eru sjúkir og aldraðir. Það erum við ekki. Við þurfum að taka okkur tak með það líka. Ég vænti þess að háttvirtir alþm. vilji hugsa um þetta og ég er sann- færð um að ef þeir gefa sér tíma til að hugsa um þetta og fara ofan í málin verða þeir sammála okkur um að þetta þarf að bæta og þetta þarf að bæta vel. Forseti sameinaðs þings: Breytingar á fundartíma og dagskrárgerð alþingis ÞORVALDUR Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs þings, tilkynnti í gær um breytingar á fundartíma alþingis og dag- skrárgerð. Mesta nýmælið er að fundir verða í sameinuðu þingi á mánudögum en deildarfundir á þriðjudögum. Einnig að fyrir- spurnarfundir í sameinuðu þingi á fimmtudögum munu nú hefjast klukkan 10 f.h. og í framhaldi af þeim verða venjulegir þing- fundir sameinaðs þings. Hér fer á eftir í heild yfirlýsing forseta sameinaðs þings vegna þessara breytinga: FVá og með deginum í dag eru gerðar breytingar á fundatíma al- þingis og dagskrárgerð. Sameinað þing verður á mánu- dögum og ætlaður tími til kl. 17, en deildafundir verða á þriðjudög- um. Miðvikudagar eru ætlaðir þingdeildum svo sem verið hefur. Fimmtudagar verða fyrir sameinað þing sem fyrr en með veigamiklum breytingum frá því sem verið hefír. Fyrirspumafundir verða að morgni fimmtudags og hefjast kl. 10 og í framhaldi af þeim verða venjulegir þingfundir sameinaðs þings. Þá er sú nýbreytni tekin upp að þingfundir þriðja fímmtudags hvers heils starfsmánaðar falla niður, en á föstudegi í næstu viku á eftir verða fundir í sameinuðu þingi, sem hefjast kl. 14. Samkvæmt þessu verða þannig ekki fundir í sameinuðu þingi fimmtudaginn 19. þ.m. Þess í stað verða þingfundir föstudaginn 27. þ.m. Hliðstæð skipan er fyrirhuguð í febrúar, mars og aríl og verða hv. þingmenn minntir á það með góðum fyrirvara. Hins vegar verður þessu ekki til að dreifa í desember og janúar þar sem alþingi situr ekki að störfíim þá mánuði alla. AIMACI Við dagskrárgerð þingfunda verða nú tekin upp ný vinnubrögð. Munu foreldrar leitast við að taka á dagskrá einungis þau þingmál sem ætla má að hægt sé að taka til umræðu á viðkomandi þing- fundi. Með þeim hætti má eyða óvissu hv. þingmanna, sem oft hef- ir verið fyrir hendi, um hvaða mál verði tekin fyrir þegar fyöldi mála er á dágskrá og kylfa kann að ráða kasti um hvaða mál forseti tekur til umræðu hveiju sinni. Jafnframt hefst nú notkun svo- nefnds dagskrárskjals, sem er vinnuplagg handa hv. þingmönnum, en ekki þingslqal í merkingu þing- skapa. Her er um algjört nýmæli að ræða. í dagskrárskjali er prentuð dagskrá hvers þingfundar og það efni þingskjala sem til afgreiðslu er á fundinum. Dagskrárskjöl eru í sérlit til aðgreiningar frá þing- skjölum. Þingmenn hafa nú á borðum sínum dagskrárskjal. Auk annars hagræðis af dag- skrárskjölum má ætla að nú megi fremur en áður verða komist hjá hinum miklu skjalabunkum á borð- um hv. þingmanna, svo að hin fagurgerðu nýju borð í þingsölum fái betur notið sín en ella. Þykir fara vel á því að nú verði meiri breytingar á fundartíma alþingis og dagskrárgerð en átt hefir sér stað í marga áratugi, í sama mund og tekin eru í notkun ný borð og sætaskipan í þingsölum eftir meira en hálfa öld. Reynslan mun skera úr um nota- gildi og hagkvæmni þessarar nýbreytni sem nú heldur innreið sína og allt hlýtur þetta að vera áfram til athugunar eins og annað í stöðugri viðleitni okkar til að bæta vinnubrögð alþingis svo að hv. þingmenn megi sem best gegna skyldum sínum og þingstörfum. Forsetar hafa ákveðið þessa breytingu, sem nú hefír verið greint frá. Það hefír verið gert í samráði við þingflokkana og að bestu manna yfírsýn. Úr umferðinni í Reykjavík sunnudaginn 8. nóvember 1987 Árekstrar bifreiða: 11. Samtals 37 kærur fyrir brot á umferðarlögum. Radarmæling leiddi til 13 kæra fyrir of hraðan akstur. Um miðnætti var 18 ára piltur sviptur ökuréttindum á staðnum en hann mældist aka vestur Sætún með 113 km/klst. hraða. Kl. 17.00 var enn kært fyrir of hraðan akstur um Sætún. Ökumaður 18 ára og hraði mældist 98 km/klst. í Ártúnsbrekku var ökumaður kærður fyr- ir að aka með 94 km/klst. hraða. Um Skógarhlíð með 91 km/klst. hraða. Um Höfðabakka með 90 km/klst. hraða. Á Kleppsvegi voru tveir ökumenn teknir á 80 km/klst. hraða og einnig tveir á Suðurgötu á 79 og 80 km/klst. hraða. Tveir ökumenn voru staðnir að því að aka móti rauðu ljósi á götuvita. Tveir voru staðnir að stöðvunarskyldubroti. Klippt voru númer af 7 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa til skoðunar. Þrír ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur í sunnudagsum- ferðinni og lögreglan stöðvaði tvo bflstjóra sem sestir voru undir stýri. Frétt frá lögreglunni i Reykjavfk. Dreifing útvarps og sjónvarps TILLAGA frá níu þingmönnum Framsóknarflokksins um dreif- ingu útvarps og sjónvarps kom til fyrstu umræðu i sameinuðu þingi i gær. Er lagt til að á næstu þremur árum verði nægjanlegt fjármagn tryggt svo að koma megi upp þeim búnaði sem þarf tU þess að allar útsendingar Rikisútvarpsins náist hvar sem er á landinu. Stefán Guðmundsson (F.-Nv.) mælti fyrir tillögunni og sagði það vera mikið réttlætismál að allir fengju að heyra og sjá útsendingar RÚV auk þess sem það væri örygg- isatriði. Stefán spurði hver hefði tekið sér umboð til að ákveða hveij- ir fengju að heyra og sjá útsending- ar RUV og sagði Alþingi eiga að taka af skarið og koma á jafnrétti í þessum málum. Friðrik Sophusson, starfandi menntamálaráðherra, sagði ástandið í dag vera þannig að 80 sveitabæir næðu ekki eða illa út- sendingum Ríkissjónvarpsins. Kostnaður við að bæta úr því væri að meðaltali um 500 þús. á bæ eða samtals um 40 milljónir. Ef útsend- ingar Rásar 2 ættu að ná til allra Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings. landsmanna þyrfti að setja upp um 25 stöðvar til viðbótar og væri kostnaðurinn um 1 milljón króna á stöð. Friðrik sagði það vera stefnu RÚV að ná sem fyrst til allra lands- manna. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl.-Vl.) sagði Kvennalistann styðja þessa tillögu en þær teldu þó að þessa áætlun mætti fram- kvæma á skemmri tíma en gert væri ráð fyrir. Júlíus Sólnes (B.-Rn.) minnti á ljósleiðarakerfið sem verið væri að leggja um allt land af Pósti og síma. Sagði hann að gegnum það mætti senda útvarps- og sjónvarpssend- ingar til símstöðva og notendur nálgast þær þaðan. Stuttar þing-fréttir Fundur var í sameinuðu þingi í gær. Fimmtán þing- menn höfðu tilkynnt um fjarvistir fyrir fundinn, flest- ir vegna fundar í Norður- landaráði. Nýir þingmenn Fjórir varamenn tóku sæti á Alþingi í gær. Lára V. Júlíus- dóttir (A.-Rvk.) kom í stað Jóns Balvins Hannibalssonar, fjár- málaráðherra, Sturla Böðvars- son (S.-Vl.), sveitarstjóri, í stað FViðjóns Þórðarssonar, Unnur Stefánsdóttir (F.-Sl.), fóstra, í stað Jóns Helgasonar, land- búnaðarráðherra, og Jónas Hallgrímsson (F.-Al.) í stað Halldórs Ásgrímssonar, sjávar- útvegsráðherra. Þau Lára, Unnur og Jónas hafa ekki setið áður á þingi. Viðskiptabankar Ingi Bjöm Albertsson (B.- VI.) og Hreggviður Jónsson (B.-Rn.) hafa lagt fram fmm- varp til breytinga á lögum um viðskiptabanka. Segir í greinar- gerð að tilgangur frumvarpsins sé að „sporna við misnotkun valds og aðstöðu“ við ráðningu í stöður bankastjóra hjá ríkis- bönkunum. Tunnulöndun á Hornafirði. Morgunblaðið/JGG Saltað 1170.000 turniur Tunnuskortur tafði söltun um helgina SÖLTUN Suðurlandssíldar nem- ur nú um 170.000 tunnum. Nokkurt uppihald kom i söltun um helgina vegna tunnuskorts, sem stafaði af óviðráðanlegum töfum á tunnuflutningum til landsins. Nú er tunnudreifing hafin að nýju. Á sama tíma i fyrra hafði verið saltað í 83.412 tunnur. Mest hafði verið saltað á Eski- firði, 27.317 tunnur á mánudags- kvöld. Næstu staðir vom þá Homaljörður með 20.409 tunnur, Reyðarfjörður 18.823 og Grindavík 17.801. Hæstu söltunarstöðvamar em Fiskimjölsverksmiðja Homa- fjarðar með 12.351 tunnur, Pól- arsfld á Fáskrúðsfírði með 11.222 og Strandarsfld á Seyðisfirði með 9.260. Söltunarstöðvamar hafa nú fengið úthlutað ákveðnum kvóta í söltun samkvæmt reglum frá félög- um sfldarsaltenda. Samkvæmt honum má hver stöð salta í ákveð- inn fjölda tunna, sem meðal annars miðast við söltun hjá þeim á síðustu vertíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.