Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 42
pjt . T?fií or fnjoAniTWTíM mnA tpvíttosom
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Áþreifanleg reynsla
af blómafrj ókorninu
eftir Gissur
Guðmundsson
Ég tel mér skylt og ljúft að skýra
frá reynslu minni af „High Des-
ert“-blómaftjókominu, notkun þess
og áhrifum, svo fremi það yrði til
þess, að fleiri færu að neyta þess
sér til heilsubótar. Hætt er við að
ekki komi allir eiginleikar blóm-
aftjókomsins fram í þessari stuttu
frásögn, því þeir em ótrúlega marg-
ir. Ég mun samt reyna að skýra frá
því áþreifanlegasta og þeirri undur-
samlegu breytingu, sem það átti
eftir að hafa á heilsufar mitt til
hins betra.
Áður en lengra er haldið verð ég
að skýra stuttlega frá forsögu þessa
máls og aðdraganda, er varð til
þess að ég datt niður á þetta kom.
Mitt aðalstarf var húsasmíði um
langt árabil. Ég lærði þá iðn og
fékk réttindi 1933 til að standa
fyrir húsbyggingum. Minn vett-
vangur var aðallega vestur á
fjörðum. Mestu umsvifin stóðu yfír
frá stríðsbyijun og fram undir
1970. Var þá oft langur og strang-
ur vinnudagur og í mörgu að
snúast. Húsasmiðin var ákaflega
erfíð á þeim tíma, ekki síst úti á
landi þar sem lítið var um hjálpar-
tæki til að létta störfín.
Það var um sextugsaldur, sem
ég fór að fínna verulega til mæði,
einkum þó er ég þurfti að bera timb-
ur á öxl mér eða taka upp þunga
Gissur Guðmundsson
„Nú skeði undrið og
skriðan fór af stað.
Verkir úr liðum hurfu,
margt fleira fylgdi í
kjölfarið, svo sem þrek,
þol og lífslöngun hefur
vaxið mikið.“
hluti sem ekki var ósjaldan. Ég fór
þá að nefna þetta við lækni minn,
sem þá var Guðsteinn Þengilsson
og búsettur á staðnum, góður og
gegn læknir. Hann skoðaði mig
mjög nákvæmlega, eins og hans var
vandi. Eftir þá athugun kvað hann
upp þann úrskurð, að ég væri með
þröngar kransæðar og fleira væri
ekki í sem bestu lagi, svo sem slit
í liðum og bólgnir vöðvar, væri því
best fyrir mig að slaka nú á og
hætta allri þungavinnu og það helst
strax, ella hlytist verra af, ég gæti
jafnvel dottið dauður niður. Þetta
þóttu mér ekki góð tíðindi. Eftir
þetta fékk ég tungurótartöflur, sem
ég hafði alltaf í vasanum upp frá
því og lét undir tunguna, ef ég
gekk upp brekku eða gerði eitthvað
sem þurfti átök við.
Þegar hér var komið sögu fór
ég smám saman að skipta yfír í
léttari vinnu. 1972 fluttist ég alfar-
inn til Reykjavíkur og fékk inni hjá
Öryrkjabandalagi íslands. 1975
varð ég húsvörður hjá því í Hátúni
10B, þegar það var tekið í notkun.
Eftir rúmlega 9 ára starf varð ég
Fulningahurðir
Fura - greni
Verð frá kr.
10.530.-
_____BÚSTOFN
Smiðjuvegi 6, Kópavogi,
símar 45670 og 44544.
Orðsending til
Verslunar-
MANNA
í MIÐBÆNUM
Föstudaginn 13. nóvember kl.
14:00 opnar Gula línan upplýs-
ingamiöstöð í Turninum á Lækjar-
torgi. Þangað mun almenningur
leita eftir upplýsingum um vörur
og þjónustu miðbæjarins. Ferða-
fólk (innlent og erlent), fólk af
landsbyggðinni og við hin sem
erum ekki alveg viss, fáum í Turn-
inum greinagóðar upplýsingar um
vörur og þjónustu þátttakenda í
Gulu línunni. Turninn á Lækjar-
torgi verður þannig samncfnari
fýrir þá fjölþættu þjónustu sem
hægt er að fá í miðbænum.
Þú veröur aö vera meö því fiað er
sjálfsögö fijónusta við neytendur!
Þú veröur aö vera með til aö
missa ekki af viöskiptum!
Þú veröur aö vera meö til aö taka
þátt í aö gera miöbœinn aö heil-
steyptara og eftirsóknarveröara
verslunarsvϚi!
Þú veröur meö af fiví aö skráning
kostarfrá 26 krónum á dag.
VERÐUR ÞÚ MEÐ LÍKA?
62-33-88
I Cíuli Turninn :i Ixkjartorgi
að hætta vegna vanheilsu. Eitt og
annað hijáði mig á þessu tímabili,
en einkum þó slitgigt, sem olli óþol-
andi þrautum í flestum liðum,
ennfremur stífír vöðvar og mæði,
enda átti ég orðið erfítt um gang.
Ég fór oft í rannsóknir á þessu
tímabili og síðar vegna alls konar
kvilla sem hijáðu mig. Allt var reynt
til að lina þrautir, svo mér liði bet-
ur. Þrisvar fór ég í sjúkrameðferð,
ennfremur las ég bækur um svæða-
nudd og kom mér upp iljanuddi.
Það var nokkuð gott, svo langt sem
það náði. Ég las um bætiefnaþörf
líkamans og prófaði ýmsa kúra á
sjálfum mér, en forðaðist öll lyf
eftir mætti. Þetta allt virtist stefna
í rétta átt og vera til bóta í sumum
tilfellum.
Á síðustu 5 árum hafa verið
smíðuð hjálpartæki handa mér,
vinnuborð og stóll við lestur og
skrift, hvort tveggja sérsmíðað,
ennfremur reimaðir teygjuhólkar
um hnén til stuðnings þegar ég
gekk. Ég var líka farinn að ganga
með staf. Nú hefí ég sleppt hólkun-
um og stafnum.
Þegar ég las um blómafijókomið
fannst mér að þama væri eitthvað
á ferðinni, sem vert væri að athuga
nánar. Ég fór að spyijast fyrir í
heilsubúðum og lyfjaverslunum. Jú,
það stóð heima, þetta var víða til,
en leiðbeiningar, sem áttu að fylgja,
vom af skomum skammti. Eg
keypti þetta undraefni í Iðunnar
apóteki, þar sem ég fékk góðan
leiðarvísi með. Ég keypti þetta í
töfluformi til að byija með. Eftir
rétta 2 mánuði var ég þúinn að
borða 90 töflu skammt. Á þessum
tíma hafði lítil breyting orðið til
batnaðar. Næst keypti ég mér box,
sem innihélt komið í lausu formi.
Nú fyrst fór ég að auka skammtinn
allvemlega og þá fór líkami minn
heldur betur að taka við sér. Nú
skeði undrið og skriðan fór af stað.
Verkir úr liðum hurfu, margt fleira
fylgdi í kjölfarið, svo sem þrek, þol
og lífslöngun hefur vaxið mikið,
þannig að á ný fínnst mér sjálfsagð-
ur hlutur að fara í langar göngur
dag hvem, sem ég veigraði mér við
áður og gat ekki með góðu móti.
Hjartaslög em í fullkomnu lagi,
sjóntmflanir horfnar, og hef nú lagt
frá mér lesgleraugu, sem ég hef
þurft á að halda í 37 ár. Óþægindi
í ristli hef ég haft í mörg ár, en
em nú horfín. Ég átti erfítt með
að losna við þvag og hafði þrautir,
en er nú einkennalaus. Innvortis
óþægindi hafa plagað mig lengi, svo
sem magasýmr, sveppir í þörmum
og ristli, þetta allt hefur lagast
mikið.
í dag er ég fullkomlega ánægður
með lífíð og nú fínnst mér gaman
að lifa, en slíkri tilfínningu hefur
ekki skotið upp í mörg ár.
Ég er núria tæplega áttatlu og
eins árs. í allmörg ár hef ég byijað
hvem dag með öndunaræfingum
út við opinn glugga, því næst tek
ég nokkrar líkamsæfíngar í um það
bil 10—15 mínútur. Að því loknu
borða ég léttan morgunverð og les
það markverðasta í einu dagblað-
anna. Síðan fer ég í fyrri göngu
dagsins.
Fyrir nokkm setti ég mér það
markmið, að ganga ekki skemur
en 5 km daglega, ef aðstæður leyfa.
Nú tek ég 20 g af „High Desert“-
blómafijókomi hvem dag, meiri-
hlutann að morgni á fastandi maga
og skola því niður með 1—2 glösum
af köldu vatni, læt svo líða 2 tíma
minnst þar til ég borða. Ég tel þetta
góða aðferð til að ná góðum
árangri. Ég mun ekki hætta að
taka þetta kom, sem hefur gert svo
stóra hluti fyrir mig.
Síðustu 5 árin hefur frú Hildur
Viðar verið heimilislæknir minn.
Ég var með þeim fyrstu, sem skráði
mig hjá henni þegar hún gaf kost
á sér fyrir íbúa Öryrkjabandalags-
ins. Ég tel mig hafa verið mjög
heppinn með þá ákvörðun, henni
er einstaklega annt um heilsufar
sjúklinga sinna og ávallt reiðubúin
þegar til hennar er leitað. Hún hef-
ur lagt blessun sína yfír það, sem
skráð er hér að ofan, að rétt sé
farið með þau 5 ár sem hún hefur
verið iæknir minn.
Höfundur er ellilífeyrisþegi.