Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Flug-
vélin skalf
Árið 1947, eftir eitt mesta blóðbað sögunnar, héldu 60.000 skát-
ar frá yfir 40 löndum friðarmót i Frakklandi.
Á skátamótum fyrr og nú elda skátamir matinn sinn sjálf-
ir. Ef eldunaraðstaða er ekki fyrir hendi er hún búin til.
eins og smáfugl
i hrakviöri
Skátahöfðingi Frakka setur Friðar Jamboree
í Frakklandi 1947.
Ferðaminningar frá
Friðar Jamboree
eftirJón
Tómasson
Á þessu ári má vænta þess, að
margir skátar á íslandi og víða um
hinn frjálsa heim rifji upp skátaæv-
intýri; minningar um fjölþætta
þátttöku í skátastarfi og heilladijúg
áhrif þess á líf þeirra og störf.
Ærin ástæða er til hugleiðinga
og endurferðar um farinn veg, um
gamla slóð, leita uppi vörður þær
er geyma leiðsögn til fræðslu, frama
og farsældar þeim er þar vilja stað-
næmast, leita átta og fara að
tilmælum og kenningum frumheij-
ans og hugsjónamannsins Sir
Roberts Baden-Powell, því á þessu
ári eru liðin 130 ár frá fæðingu
hans.
Á árinu 1987 eru fjöldamörg
önnur minnisverð tímamót skáta
og ber hér hæst 75 ára skátastarf
og 65 ára kvenskátastarf á íslandi.
Þá hafa tvö stór félög átt 50 ára
afmæli á árinu, það eru Hraunbúar
í Hafnarfirði og Heiðabúar í
Keflavík.
Sextíu þúsund skátar
frá 40 löndum
Það verður ekki horfið frá þess-
ari upptalningu afmæla án þess að
minnst sé á Friðar Jamboree í
Frakklandi 1947. í þau 40 ár sem
síðan eru liðin hafa ævintýri þess
verið í hugum manna og á vörum
þátttakenda við ýmis tilefni,
kannski þó oftar að tilefnislausu,
því að við sem þá vorum ungir en
nú orðnir feður og afar, segjum
bömum okkar gjaman frá þessari
stórkostlegu friðarsamkomu 60.000
skáta frá 40 löndum, sem kom f
kjölfar mesta blóðbaðs mannkyns-
sögunnar.
Ég tel víst, að í tilefni allra þess-
ara stórafmæla verði margir til
þess að riija upp sitthvað skemmti-
legt frá ýmsum stórmótum, lands-
mótum og Jamboree-mótum víða
um heim. Mig langar hins vegar
að bregða mér á afleggjara út frá
Friðar Jamboreei í Frakklandi og
segja frá stuttum þætti ferðar okk-
ar Skarphéðins Össurarsonar,
fíðurbónda, til Tékkóslóvakíu að
loknu Jamborre-móti.
Áður en við fórum að heiman
höfðum við keypt okkur farmiða frá
París til Prag og að 12 dögum liðn-
um aftur til Parísar og þaðan til
London, þar sem við hugðumst sam-
einast aftur íslensku skátunum til
heimferðar.
Skipsflök í ám og
brunarústir í byggðum
Flugferðin austur var mjög at-
hyglisverð. Flogið var í tveggja
hreyfla tékkneskri vél. Vélin var
fullhlaðin, um 30 farþegar, flest
sjáanlega túristar. Er við lögðum
af stað var veður heiðskírt og loftið
tært eftir næturrigningu. Flugstjór-
inn vildi greinilega gera vel fýrir
ferðamennina. Hann flaug lágt
austur Frakkland og Þýskaland.
Víða mátti sjá hroðalegar afleiðing-
ar stríðsins, skipsflök í ám og
brunarústir í byggðum. Landslag
var fagurt og fijósamt að sjá, og
víða var friðsælt landbúnaðarverka-
fólk að störfum. Ágætur morgun-
verður var borinn fram og farþegar
nutu ferðarinnar eins og best var
á kosið.
Annar svipur kom þó á flesta
ferðafélagana er við flugum inn í
grásvart skýjaþykkni er mætti okk-
ur með ógnar fyrirgangi yfir fjall-
garðinum við landamæri Tékkóslóv-
akíu. Vélin, sem okkur hafði fundist
stór og sterkleg, nötraði nú og skalf
eins og lítill fugl í hrakviðri. Ógn-
þrungnir skýjabólstrar helltu sér
yfir vélina eins og hafrót yfír báts-
skel. Flugstjórinn virtist þurfa að
beita mikilli tækni til að veija far-
kost okkar áföllum. Hríðin var hörð
er stóð varla nema í 10—12 mínút-
ur. Út úr skýjakófinu flugum við
inn í fyrirheitna landið Tékkósló-
vakíu, sem var í sínu fegursta
síðsumarskrúði. Er önnum kafin
flugfreyjan hafði hreinsað burtu
ælupokana og taugamar að spekj-
ast hjá farþegunum, varð enskum
ferðafélaga að orði: „Ekki hélt ég
að Jámtjaldið væri svona strembið."
Vinalegt fólk
Virðulegur tékkneskur ferðafé-
lagi, Kuveton að nafni, hafði
„Ekki er ég í vafa um
að skátaklæði okkar
voru það sem fleytti
okkur vestur þennan
dag. En oft hef ég hugs-
að til gyðingahjónanna.
Sorgin og örvæntingin
í svip þeirra, mynd sem
gleymist ekki.“
heimsótt Friðarbúðimar og vissi
allt um Jamborree, enda gamall
skáti, en minna vissi hann um ís-
land. Hann kannaðist við gæði
íslenskrar sfldar og lýsis, og þar sem
við skátamir vorum merktir íslandi
gaf hann sig á tal við okkur og
reyndist hinn fróðleiksfúsasti. Við
áttum eftir að njóta ríkulega þessa
kunningsskapar við Kuveton. Hann
virtist njóta virðingar í Kotua, sem
er útflutningsfyrirtæki ríkisins, en
þar var hann umsvifamikill sölu-
stjóri. Meðal annars útvegaði hann
okkur gott hótel í Prag en þau vom
vandfundin vegna stórrar alþjóð-
legrar vörusýningar er opnuð var
daginn eftir að okkur bar að garði.
Hann sá okkur fyrir aðgöngumiðum
að viðhafnaropnunarhátíð sýning-
arinnar og fría ferð suður í verk-
smiðjuborgina Zlín, sem er um 500
km fyrir sunnan Prag, en þar átti
Kuveton snoturt einbýlishús.
í Prag komumst við einnig í
kynni við skátasystkin, Helenu og
Valdimer. Þau voru böm háttsetts
foringja í hemum. Á heimili þeirra
nutum við gestrisni, vorum m.a.
einu sinni boðnir til kvöldverðar,
sem var öllu hátíðlegri en við áttum
að venjast heima á Fróni.
En þau Helena og Valdimer voru
okkur ómetanlegir leiðsögumenn
um hundrað tuma borgina Prag.
Þau ásamt Kuveton, gerðu þessa
ferð okkar til Tékkóslóvakíu bæði
lærdómsríka og ánægjulega og
mætti skrifa um það langt mál.
Fræddu okkur m.a. um sögu þjóðar-
innar og samskipti við stórþjóðir í
austri og vestri.
Eins og áður er frá sagt var það
ekki þrautalaust að komast inn í
landið. Þrumur og eldingar i belj-
andi bólstraflóði orsökuðu uppköst
og sálarkvöl af ótta. En annað
ævintýri og ekki minna sálartrekkj-
andi fyrir okkur Skarphéðin, var
að komast út úr landinu. Mikil
pólitísk spenna var í landinu á þess-
um árum og mun það hafa verið
orsök að brottfararhömlum er fyrir
okkur vom settar.
Vitanlega bar okkur að
nota flugfélagsrútuna
Farmiðar okkur hljóðuðu upp á
flug frá Prag til Parísar kl. 12 á
sunnudegi, eina flug dagsins þá
leið, og eftir stutta viðdvöl í París
áfram til London. Áttum við að
mæta á skrifstofu flugfélagsins í
Prag kl. 9. Okkur fannst þetta dá-
lítið skondið þar sem langt innan
við klukkutíma akstur var á flug-
völlinn, sennilega eitthvað austan-
tjalds kontról, hugsuðum við og
létum gott heita.
Kvöldið fyrir brottför buðum við
Helenu og Valdimer í kveðjukaffi á
notalegu kaffíhúsi. Við uppgjör þar
kom í ljós að Skarphéðinn átti um
1.000 tékkneskar krónur eftir í
veskinu, sem ekki vom gjaldgengar
vestan tjalds. Var þá tekin ákvörð-
un um að bjóða systkinunum í
ökuferð á flugvöllinn morguninn
eftir og ákveðið að leggja af stað
kl. 10 og taka það rólega, skoða
umhverfíð við góðar aðstæður.
Er halda átti af stað var leigubíl
veifað. Dyr flugu upp og góðra við-
skipta vænst, enda við í fullum
skátaskrúða. En er við nefndum
áfangastaðinn var viðskiptunum
hafnað á þeirri forsendu að hann
mætti ekki aka til flugvallarins. Við
stöðvuðum eina 6—8 bfla og fengum
alltaf sömu svörin. Nú var illt í efni.
Flugfélgsrútan farin. Klukkan orðin
10.30 og við að verða strandaglóp-
ar. Þá tók Skarphéðinn upp seðla-
búntið og veifaði því. Fleiri bflar
staðnæmdust en allt fór á sömu leið.
Loks kom vel roskinn ökumaður,
sem sagði okkur að setjast inn,
hann skyldi reyna. Fargi var af
okkur létt og vestræn sól virtist
brosa við okkur er á daginn liði.
Stefnan var tekin á flugvöllinn. Við
vomm þó langt innan borgarmarka
er við vomm stöðvuð af einhvers-
konar varðhópi vopnaðra manna.
Eftir að hafa skoðað skilríki okkar
lauslega fengum við fararleyfi.
Mjög svipað gerðist við varðstöð á
borgarmörkunum, en þriðja varð-
stöðin ea. 5 km nær vellinum, var
ósveigjanleg, hingað og ekki lengra.
Það var alveg sama þó við bæmm
okkur illa, tíndum fram farmiða og
flugplögg, skátaskírteini og við-
skiptagögn við Kotva, sem fengu
þó mesta yfírvegun, okkur var af-
dráttarlaust snúið til baka.
••
Orvænting grípur
okkur Skarphéðin
Ekið var aftur inn í borgina og
við Skarphéðinn vomm yfírkomnir
af örvæntingu. Átti það fyrir okkur
að liggja að verða kyrrsettir aust-
antjalds? Þá sagði blessaður karlinn
undir stýri: „Sonur minn er skáti
og sjálfur var ég skáti. Ég hef
stundum komist í hann krappan.
Ég ætla að reyna aðra leið sem ég
hjólaði stundum sem ungur skáti."
Hann ók síðan út úr borginni í
aðra átt, kom þar brátt inn á skóg-
arslóða, sem ekki var greiðfær. Þar
ók hann hraðar en vænta mátti,
enda nálgaðist klukkan óðum há-
degi. Allt í einu komum við út úr
skóginum 10 m frá þjóðveginum
og um 200 m frá varðstöð við völl-
inn. Vopnaður vörður kom vaðandi
á móti okkur, en við vomm þá þeg-
ar með öll skilríki á lofti og bentum
á brottfarartíma vélarinnar, sem
átti að vera eftir 2—3 mínútur.
Vörðurinn kom í bflinn og ók með
okkur til afgreiðslunnar. Þegar
þangað kom stóðu gyðingahjón við
afgreiðsluna og var karlinn að tína
fram seðla. Þau vom sem sé að
kaupa okkar sæti í vélinni, þar sem
hætt var að búast við okkur.
Eftir nokkurt þref vom þau við-
skipti afturkölluð og við stimplaðir
inn og reknir út í vélina. Bflstjórinn
okkar fékk vel borgað fyrir þessa
ævintýraferð um skóginn og hlýjar
ámaðaróskir okkar. Kveðjustund
við Helenu og Valdimer varð styttri
en við hefðum kosið því að flugvél-
in bókstaflega beið eftir þessum
„uniform“klæddu skátapiltum.
Ekki er ég I vafa um að skátaklæði
okkar vora það sem fleytti okkur
vestur þennan dag. En oft hef ég
hugsað til gyðingahjónanna. Sorgin
og örvæntingin í svip þeirra, mynd
sem gleymist ekki.
Höfundur er skáti iKeflavík.