Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Útgefandi roMuMts* Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö.
Stríði
Alþýðubandalagi?
*
Urslit í formannskjöri á
landsfundi Alþýðubanda-
lagsins eru mikill sigur fyrir Ólaf
Ragnar Grímsson, hinn nýja
formann flokksins, þótt hann og
stuðningsmenn hans hafí degi
síðar tapað kosningu til fram-
kvæmdasigómar flokksins og
álitamál sé hver styrkleikahlut-
föllin eru í nýlqorinni miðstjóm.
Þessi úrslit eru jafnframt meiri-
háttar áfall fyrir gamla valda-
hópinn í flokknum, sem tók við
pólitískri arfleifð úr höndum Ein-
ars Olgeirssonar og Brynjólfs
Bjamasonar og hefur glutrað
þeirri arfleifð niður. Spumingin
sem nú blasir við er sú, hvaða
áhrif þessi úrslit hafa á starfsemi
Alþýðubandalagsins inn á við og
út á við.
Þetta er í fyrsta sinn, sem
formaður stjómmálahreyfíngar
sósíalista kemur ekki úr þeim
hópi, sem gömlu kommúnistam-
ir, sem stofnuðu Kommúnista-
flokk íslands og síðar Sósíalista-
flokkinn, hafa velþóknun á. Að
vísu var Hannibal Valdemarsson
formaður Alþýðubandalagsins
um 12 ára skeið, en þá var það
kosningabandalag Sósíalista-
flokksins og Málfundafélags
jafnaðarmanna, en ekki formleg-
ur stjómmálaflokkur, eins og það
hefur verið sl. 19 ár.
Fyrir tæpri hálfri öld mistókst
Héðni Valdimarssyni að ráða við
kommúnista, en hann hafði
gengið til samstarfs við þá um
stofnun Sósíalistaflokksins með
því að kljúfa Alþýðuflokkinn.
Hann hvarf frá því samstarfí
kalinn á hjarta. Ifyrir 19 ámm
gafst Hannibal Valdemarsson
endanlega upp á samstarfí við
sósíalista, sem hann hóf í kosn-
ingunum 1956 eftir að hann
klauf Alþýðuflokkinn. Hann
hvarf frá þeirri samvinnu rejmsl-
unni ríkari. Nú má spyija, hvort
Ólafí Ragnari Grímssyni hafí
tekizt það, sem Héðni og Hannib-
al mistókst. Svarið er: Það mun
ekki liggja fyrir fyrr en á næstu
misserum. Þá fyrst kemur í ljós,
hvort Ólafur Ragnar nær raun-
vemlegum tökum á Alþýðu-
bandalaginu eða hvort gamla
valdahópnum tekst að halda hon-
um í skeQum. Hitt fer ekki á
milli mála, að hinn nýi formaður
hefur komizt lengra áleiðis en
forverar hans tveir.
Kosning Ólafs Ragnars í for-
mennsku Alþýðubandalags
þýðir, að þar verða áframhald-
andi átök. Munurinn verður hins
vegar sá, að þau verða hatrámm-
ari en nokkm sinni fyrr. Pólitískir
arftakar Einars og Brynjólfs
munu beita öllum hugsanlegum
ráðum til þess að koma hinum
nýja formanni á kné. Astæðan
fýrir því að þeir töpuðu for-
mannskosningunni er hins vegar
sú, að mjög er af þeim dregið.
Þeim hefíir ekki tekizt að end-
umýja sig sem skyldi og áttu
ekki foringjaefni úr sínum röð-
um. Þess vegna má auðvitað
spyija, hvort þessi öfl í Alþýðu-
bandalaginu hafí nægilegan
styrk til þess að takast á við
Ólaf Ragnar og hrekja hann úr
formannssætinu, sem hlýtur að
vera markmið þeirra. Um þetta
verður ekkert fullyrt. Það kemur
einfaldlega í ljós á næstu mánuð-
um og misserum.
Andstæðingar Alþýðubanda-
lagsins geta búizt við þróttmeira
starfí flokksins á næstu vikum
og mánuðum. Hinn nýi formaður
mun leita stíft eftir fylgi frá Al-
þýðuflokki, Kvennalista og
Framsóknarflokki, en þar hóf
hann pólitískan feril sinn. Hann
mun leitast við að gefa Alþýðu-
bandalaginu meira sósíaldemó-
kratískt yfírbragð og getur þess
vegna orðið erfíður keppinautur
fyrir Alþýðuflokk Jóns Baldvins.
Ymsir stuðningsmenn Ólafs
Ragnars, og þá ekki sízt úr
menntamannaröðum, gera sér
grein fyrir því að gömlu vígorðin
um marxisma og þjóðnýtingu eru
úrelt og fráhrindandi, ekki sízt
fyrir ungt fólk. Slík sjónarmið
höfðu þó visst brautargengi á
landsfundinum og fíngraför
Fylkingarinnar sem náði vissum
árangri í átökum þessarar heljar-
slóðarorustu eiga eftir að verða
hinum nýja formanni íþyngjandi
veganesti.
Á hinn bóginn sýnir fengin
reynsla, að Ólafí Ragnari
Grímssyni er ýmislegt betur lag-
ið en ná vinsældum meðal
almennings og þar með atkvæð-
um. Árangur Alþýðubandalags-
ins í Reykjaneskjördæmi í
síðustu kosningum, þar sem
Ölafur Ragnar skipulagði kosn-
ingabaráttu flokksins og var í
baráttusæti, sýndi, að hann á
undir högg að sækja hjá kjósend-
um.
Þegar frá líður munu innan-
flokksátök setja mark sitt á
Alþýðubandalagið. Eins og
reynsla bæði Álþýðubandalags-
manna og annarra sýnir hafa
slík átök lamandi áhrif á allt
flokksstarf. Kannski má segja,
að þessi landsfundur Alþýðu-
bandalagsins sé ekki lokapunkt-
ur á tímabili átaka í flokknum,
heldur upphaf lokaorustunnar. Á
þessari stundu getur enginn sagt
til um, hvemig henni lyktar.
Sovéskur kafbátur strandaður i sænska skeijagarðinum.
Sovétríkin, Sví
* mt
o g kafbátami
eftírÁke Sparring
Svíar hafa látið undan Sovét-
mönnum og í raun viðurkennt rétt
sovéska flotans til athafna í sænskri
landhelgi, segir friðarrannsókna-
maðurinn Milton Leitenberg í
nýútkominni bók sinni Soviet Sub-
marine Operations in Swedish
Waters 1980—1986. (Ferðir sov-
éskra kafbátar í sænskri lögsögu
1980-1986.)
í stuttu máli eru fullyrðingar
Leitenbergs þessar:
Eftir atburðina í Hársfjárd 1982
gerðu Svíar sér grein fyrir því í '
hvert óefni var komið. Þeir áttu
aðeins um tvennt að velja, annars
vegar að láta hart mæta hörðu,
hins vegar að leyfa Sovétmönnum
að fara sínu fram. Ef gripið hefði
verið til gagnaðgerða hefði tak-
markið verið aö sökkva kafbáti en
það eitt hefði getað komið í veg
fyrir frekari brot Sovétmanna á
sænskri landhelgi.
En einmitt það að sökkva kaf-
báti var hlutur sem sænska ríkis-
stjómin vildi fyrir alla muni komast
hjá. Annars vegar til að spilla ekki
sambandinu við Kremlveija meira
en orðið var, hins vegar vildu stjóm-
völd forða því að upp kæmu
aðstæður sem sýndu að Sovétmenn
virtu ekki hlutleysisstefnu Svía, að
hlutleysið væri orðið gagnslaust
sem öryggistæki.
Þó ríkisstjómin hljóti vita að
kafbátamir em rússneskir vili hún
ekki fóma hlutleysinu en kýs að
dvelja áfram í eigin draumaheimi
þar sem allt er eins og áður. Árs-
fjórðungslega, þegar skýrslur
hersins um nýjustu landhelgisbrotin
berast, gefur ríkisstjómin út yfirlýs-
ingu um að hún líti málið mjög
alvarlegum augum. En tengslin við
Sovétríkin eru óbreytt eftir sem
áður.
Leitenberg er vel þekktur meðal
vísindamanna á sviði afvopnunar
og vamarmála. Hann hefur búið í
Svíþjóð í tíu ár og starfað, fyrst
við friðarrannsóknastofnunina
SIPRI, siðar í tengslum við Utanrík-
ismálastofnunina.
Bók Leitenbergs um sovézku
kafbátana í sænskri lögsögu er
fyrsta ritið um þetta efni á ensku.
Það er því ekki útilokað að með
tímanum verði bókin nk. grannrit
sem móti skilning Vesturlandabúa
á málinu. Virtur sérfræðingur í
flotamálum, Michael MacGwire, rit-
ar á bókarkápu og er sýnilega mjög
hrifínn. Ummæli hans ljá ritinu blæ
áreiðanleika og sænskri utanríkis-
stefnu hið gagnstæða.
Vilji og geta
Leitenberg gengur út frá tveimur
framforsendum:
1) Landhelgisbrotin era raun-
veraleg og fara fram í þeim mæli
sem fram kemur í skýrslum hersins.
2) Kafbátamir era sovéskir.
Þessi er einnig skoðun flestra
Svía, leikra sem lærðra.
Sögulega séð hefur ritið ekkert
nýtt fram að færa. Það er byggt á
framheimildum og athuganir höf-
undar á þeim era ekki gallalausar.
Nokkra texta hefur Leitenberg mis-
skilið. Niðurstöður hans era það
sem mestu máli skiptir.
Leitenberg vitnar í opinberar
kenningar en samkvæmt þeim skal
hlutleysisstefnu framfylgt með
nægilega öflugum landvömum og
skjalfestum vilja að beita þeim.
í Hársfjárd kom í ljós að vamar-
getan er engin. Með vamarmála-
samþykkt sænsku ríkisstjómarinn-
ar 1972 var herinn gerður ófær um
kafbátaleit. Enginn annar her í
heiminum er svo illa staddur.
Atburðimir í H&rsfjárd vora _há-
punkturinn á langri þróun. Árið
1981 strandaði rússneskur U-137
kafbátur á litlu skeri innan umráða-
svæðis Karlskrona-herstöðvarinn-
ar. Að mistök hafi valdið því er
mjög ósennilegt. Árið 1980 fannst
sovéskur kafbátur við utö, eyju í
skeijagarðinum við Stokkhólm. í
stað þess að yfirgefa svæðið hóf
hann eltingaleik við leitarmenn. Það
kom ekki í ljós fyrr en löngu síðar
að báturinn var móðurskip eins eða
fleiri smákafbáta og gat því ekki
horfið á braut.
í báðum þessum tilfellum vora
viðbrögð yfírvalda máttlítil. Hvorki
atvikið við Utö né U-137 uppákom-
an leiddi til annars en málamynda-
hækkana á ijárveitinum. Svíar
glötuðu þessu tækifæri til að sýna
ákveðni og héldu áfram að lifa í
eigin ímyndunum. Eftir hvem elt-
ingaleik við kafbát hefur fólk reynt
að telja sjálfu sér trú um að þetta
sé sá síðasti.
Ekki einungis mátturinn, heldur
einnig viljinn var lítill og Rússar
gerðu sér fulla grein fyrir því.
Stjómvöld þorðu ekki að beita þeim
herstyrk sem til var. Að vísu hótaði
Palme forsætisráðherra þrisvar
sinnum að láta sökkva kafbátum
innan landhelginnar, á tímabilinu
frá 1983—1985, en fyrirmæli hers-
ins vora fyrst og fremst þau að
þvinga bátana upp á yfírborði sjáv-
ar. Það mátti skemma bátana en
ekki drepa áhafnir þeirra. Því var
nauðsynlegt að sprengjumar
springu í vissri íjarlægð frá þeim.
Tæknilega séð var þetta nánast
óframkvæmanlegt og árangurinn
var eftir því.
Þegar bæði viljann og getuna
skortir getur aðeins farið á einn
veg. Með sænsku stjómina í vamar-
stöðu áttu Rússar alla möguleika á
að gera innrás. Sökina átti fómar-
dýrið sjálft. Fullyrðingar um
sovéska kafbáta undan ströndum
Svíþjóðar voru gripnar á lofti af
ýmsum íhaldssömum hópum sem
vildu ijúfa tengslin milli landanna
tveggja. Sænsk utanríkistefna var
orðin lítt traustvelqandi. Banda-
rískir blaðamenn komust yfir fölsuð
skjöl þar sem Svíar afhentu Banda-
ríkjunum herstöðina í Karlskrona
og svo framvegis.
Kjarkurinn brást ríkisstjóminni.
Sænskir kafarar búa sig undir að
Eftir atvikið í Hársfjard staðhæfði
óháð nefnd að kafbátamir væra
sovézkir. Síðan hafa stjómvöld
haldið því statt og stöðugt fram að
ómögulegt sé að ákvarða heimaiand
þeirra. Þar að auki hefur Sten And-
ersson, utanríkisráðherra, lýst því
yfir að utanríkisstefnan verði að
byggjast á staðreyndum en ekki
tilgátum. Með þessu hefur tekist
að halda samskiptum ríkjanna eðli-
legum þrátt fyrir að landhelgis-
brotin haldi áffam. Með háttalagi
sínu, segir Leitenberg, hefur
sænska ríkisstjómin haldið frá þjóð-
um heims mikilvægum upplýsing-
um um annað stórveldanna.
Aðrar túlkanir
Harðar en þetta er vart hægt að
dæma ríkisstjóm. Því mótmælir
enginn að vamimar eru ófullnægj-
—I"