Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 66
„ Úg tyndi úrinu mína*" Þessi óskabrunna-hug- mynd er stórkostleg! HÖGNI HREKKVÍSI „ ÉG Viupl taOARMAKJ FÁ A&S7Á MATSBÐIU, ^VOUA ElNU SINNI ! " Enginn ræður sínum næturstað Kæri Velvakandi A lífsleið hvers manns vaknar oft spumingin: Af hvetju ég? Við spyijum okkur oft hvers vegna þetta og hitt mæti okkur. Af hveiju þarf ég að ganga í gegnum þessa erfíðleika? Okkur finnst okkur mis- boðið, að náunga okkar vegni betur. Við erum kannski stödd í hinni myrkustu örvæntingu og ótta, í grárri tilveru hversdagsins þegar sorgin, óttinn og kvíðinn, kvölin og tilgangsleysið eru svo yfírþyrmandi að allt virðist búið. Þá hrópum við kannski út í tómið af öllum lífs og sálarkröftum einu sinni enn: Af hveiju ég, Guð, af hveiju? Og okk- ur finnst við ein og yfirgefin og að ekkert svar sé að fá. Kannski fínnst okkur líka að allt fari á annan veg en við höfðum ákveðið. Við ætluðum að verða eitt- hvað en urðum annað. Við ætluðum að fara eitthvað en lentum annars staðar. Við gerum núna allt annað en við ætluðum okkur að gera, og við spyijum: Af hveiju? Eitt sinn var ég staddur í slíkum aðstæðum á erlendri grund og mér fannst tilveran hrunin til grunna, áætlanir mínar að engu gjörðar og allt búið og ég hrópaði: Af hveiju?, í sárri örvæntingu. Þá kom til mín kona með lítið bréfspjald. Á því stóð ein setning, og hún var á þessa leið: „Hjarta mannsins upphugsar sinn veg, en Drottinn stýrir gangi hans“ (Orðskv. 16:9) Síðan þá hefur ritningarvers þetta úr Biblíunni oft komið upp í huga minn þegar bæði lífsganga mín og samferðamanna minna á jörðinni hefur leitt okkur á annan dvalarstað en upphaflega var áætl- að að fara á. En „enginn ræður sínum næturstað", eins og oft er haft á orði. Margar eru tilvitnanim- ar í heilagri ritningu sem gefa okkur styrk á stund neyðarinnar. Mig langar að tilfæra nokkrar hér. I Hebreabréfinu segir eftirfar- andi: „Drottinn agar þann sem hann elskar" (12:6). „I bili virðist allur agi . . . ekki vera gleðiefni, held- ur hryggðar, en eftir á gefur hann þeim, er við hann hafa tamist, ávöxt friðar og réttlæti“ (12:11). í Rómveijabréfinu stendur: „Ver- ið glaðir í voninni, þolgóðir í þján- ingunni og staðfastir í bæninni" (12:12). Oft sjáum við ekki tilgang- inn með erfíðleikum okkar og svartnættið virðist ekki vilja víkja fyrir sólarupprásinni. En nóttin tek- ur enda, vorið kemur á ný þó veturinn sé kaldur, upp úr hyldýp- inu er aðeins ein leið, upp. Og þó vegir Guðs séu órannsakanlegir okkur mönnunum megum við þó vera viss að vilji Drottins er réttur og bestur fyrir okkur sérhveija stund, því Drottinn er réttlátur Guð og agar þann sem hann elskar. Við skulum því hafa orðin í Rómveija- bréfínu í huga: „Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyj- um vér Drottni" (14:8). Og meðan við lifum, eða dauðinn kallar skul- um við taka undir orð Páls. „Því að lífið er mér Kristur, og dauðinn ávinningur" (Fil. 1:21). Hvemigsvo sem allt er þá skulum við beygja höfuð í hljóðri bæn og segja orðin í bæninni sem Kristur kenndi okk- ur: „verði þinn vilji“ (Matt. 6-10). Einar Ingvi Magnússon „Náttúru- lega“ Til Velvakanda Náttúrulega. Þetta orð tröllríður alstaðar í blöðum og öðmm fjölmiðl- um og svo manna í millum. Meira að segja einn af uppáhalds dálkarit- umm mínum, Víkveiji, segir hinn þriðja nóvember að Flugleiðir sé NÁTTÚRULEGA margfalt stærra en Amarflug. Hvað er náttúmlegt við það? Það er auðvitað, það vita allir, að það er stærra. Ég hlustaði á einn svaranda í útvarpi um daginn, segja fjómm sinnum „náttúmlega" í svari til spyijanda. Hlustið eftir þessu í sjón- varpi og útvarpi. Venjum okkur af þessari vitleysu. Ólafur Yíkverji skrifar Einn viðmælenda Víkveija, sem rekur þjónustufyrirtæki í borg- inni, segir að mikill samdráttur hafí orðið í viðskiptum nú á haust- mánuðum í kjölfar mikillar aukn- ingar fyrri hluta árs og fram á sumar. Segir hann þetta samdóma álit manna í ýmsum greinum við- skiptalífsins, sem sumir hveijir tali um hmn. Þetta samtal, sem fór fram fyrir u.þ.b. viku riíjaðist upp, þegar DV birti á laugardag myndir af tómum sölum veitingahúsa í borginni og viðtöl við veitingamenn, sem staðfestu að viðskipti hefðu minnkað mjög að undanfömu. Er góðærinu að ljúka? xxx Frá því, að nýja útvarpsstöðin, Ljósvakinn, tók til starfa, hefur Víkveiji- sem var búinn að fá of- næmi fyrir útvarpi- við og við opnað fyrir nýju útvarpsstöðina í von um að heyra þar alvöm tónlist. Þvi miður hefur hlustandinn jafnan orð- ið fyrir vonbrigðum. Sígfild tónlist hefur nánast aldrei verið leikin í þau skipti, sem opnað hefur verið fyrir þessa stöð. Að vísu er sú létta tónlist, sem leikin er, rólegri en það garg, sem heyrist í hinum útvarps- stöðvunum. En Ljósvakinn hefur ekki enn a.m.k. tekið þá stefnu að flytja allt aðra tónlist en hinar stöðvamar. Hvers vegna ætti fólk þá að hlusta á þessa stöð? XXX Annars ættu blöð og blaðamenn að fara varlega í að fella dóma á borð við þennan hér að framan! Þekktur bandarískur rithöfundur, Gore Vidal, hefur skrifað merka skáldsögu um Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjanna. í þessari sögu kemur fram, að stórblaðið Times í London, sem þá var áhrifa- mesta blað á Vesturlöndum, taldi hina frægu Gettysborgarræðu Linc- olns svo ómerkilega, að lengra væri tæpast hægt að komast í lágkúra. Það var hins vegar smáblað í Ohio í Bandaríkjunum, sem spáði því, að ræðan sú yrði í minnum höfð um langan aldur, sem og varð. XXX A Osköp er þetta rifrildi stjóm- málamanna um Þjóðarbók- hlöðuna leiðinlegt. Er ekki verið að byggja þetta hús í tilefni af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar? Þrátt fyrir allt er þjóðin svo vel efnum búin, að hún getur byggt þetta hús með reisn og af myndarskap. Það á ekki að þurfa lágkúrulegt rifrildi til á hveiju ári. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.