Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 69 . Morgunblaðið/Sverrir Olafur Ragnar og Sigríður Stefánsdóttir takast í hendur eftir form- annskjörið en Svavar Gestsson stendur álengdar. flokkurinn velur, en fulltrúar hans verða líklega Guðrún Helgadóttir, Ragnar Amalds og Svavar Gests- son. Úr hinum arminum koma síðan 5 þeirra sem kosnir voru á fundinum auk tveggja þingmanna. Þá eru eftir Óttarr Proppé og Bima Þórð- ardóttir. Ólafur sjálfur segist vera harla ánægður með þessa skiptingu og telur að þama sé um breiðan hóp allra hagsmunaaðila að ræða. Það hefur einnig verið metið svo að það komi Ólafí til góða að hafa fulltrúa tveggja öndverðra verkalýðsmála- póla innan stjómarinnar til að vega þar salt, þá Asmund Stefánsson og Bimu Þórðardóttir; og þá geti hann tekið að sér hlutverk sáttasemjara. Auk þess sé Ólafur í raun með góðan meirihluta innan fram- kvæmdastjómar þar sem varamenn sitji alla fundina. Klofningstal hljóðnar Þótt fyrstu viðbrögð flokksfor- ustunnar og harðasta kjamans innan Alþýðubandalagsins hafí ver- ið vonbrigði og reiði urðu menn hógæværari þegar á leið. Allt tal um hugsanlegan klofning flokksins hljóðnaði og einnig að menn myndu hugsanlega segja sig úr honum. Því var fleygt að gamla flokks- fomstán og þingflokkurinn myndi rejma að einangra Ólaf, en í sam- tali við Morgunblaðið taldi einn áhrifamaður í „flokkseigendafélag- inu“ að slíkt væri af og frá og þegar menn hefðu haft tíma og tækifæri til að jafna sig á ósigrinum myndu þeir vonandi hafa þann félagslega þroska til að bera að vinna að sam- einingu innan flokksins. Það væri það ekki ætlunarverk neins, og allra sýst þingmannanna, að vinna gegn Ólafi og raunar fælist mesta breyt- ingin með stjómarskiptunum, f því að ekki yrði sífellt verið að bíta í hælana á formanninum, eins og Ólafur Ragnar og hans stuðnings- menn hefðu gert við Svavar Gests- son. Samt er ljóst^ að margir myndu ekki gráta þótt Ólafi Ragnari takist ekki ætlunarverk sitt, að endurreisa Alþýðubandalagið sem marktækan, stóran flokk á vinstri vængnum og gamla forustan er væntanlega enn jafn ósammála Ólafi um ýmis stefnumál flokksins og áður. Stuðn- ingsmenn Ólafs eru margir lítt rejmdir í flokksstarfínu og eiga eft- ir að venjast því að hafa fomstu í flokknum. En ef allt gengur upp gæti staða einhverra þingmanna orðið veik, og er þar helst talað um Hjörleif Guttormsson, bæði vegna þess að Ólafur átti mikinn stuðning í Austfjarðakjördæmi, og með tillt- iti til þess að Bjöm Grétar Sveins- son, sem er í raun varaþingmaður Hjörleifs þar sem Unnur Sólrún Bragadóttir er flutt úr kjördæminu, er nú ritari flokksins. Þá gerðu sumir því skóna að Steingrímur Sigfússon kunni að þurfa að vara sig vegna þess að nýi varaformað- urinn, Svanfríður Jónasdóttir, er varaþingmaður hans, en aðrir segja að samstarf þessara tveggja sé mjög gott og því af og frá að Svanfríður ásælist þingsætið. Menn munu sennilega bíða og sjá hvemig gengur og þótt það sé sennilega rétt mat að meirihluti almennra flokksmanna út um landið hafi stutt framboð Ólafs Ragnars vegna þess að það var orðið þreytt á óbreyttu ástandi í flokknum, gæti það orðið fljótt að brejrtast ef ekki sést fljótt árangur og efndir loforða Ólafs Ragnars. Og gamli valdakjaminn verður þá fljótur til að ganga á lagið. Hér á eftir fara nöfn þeirra sem hlutu kosningu í miðstjóm og vara- fulltrúa. Nr. Nöfn fulltrúa: Atkvæði 1. Össur Skarpéðinsson 350 2. Helgi Seljan 306 3. Jón G. Ottósson 290 4. Þröstur Ásmundsson 259 5. Sigríður Stefánsdóttir 257 6. Unnur Sólrún Bragadóttir 254 7. Adda Bára Sigfúsdóttir 202 8. Þuríður Pétursdóttir 199 9. Olga Guðrún Ámadóttir 189 10. Ragnar Óskarsson 172 11. Erlingur Sigurðarson 172 12. Ragnar Stefánsson 170 13. Ámi Páll Ámason 170 14. Lúðvík Jósefsson 167 15. Jóhann Geirdal 162 16. Þorbjörg Samúelsdóttir 161 17. Vilborg Harðardóttir 161 18. Arthur Morthens 158 19. Guðni A. Jóhannesson 156 20. Halldór Guðmundsson 155 21. Þorbjöm Broddason 153 22. Amór Pétursson 151 23. Logi Kristjánsson 147 24. Einar Már Sigurðsson 147 25. Jóhannes Gunnarsson 146 26. Reynir Ingibjartsson 145 27. Skúli Thoroddsen 144 28. MargrétGuðmundsdóttir 144 29. Jóhann Ársælsson 144 30. Anna Hildur Hildibrandsd. 144 31. Valþór Hlöðversson 143 32. Bjöm ValurGíslason 143 33. Ammundur Backmann 142 34. Stefanía Þorgrímsdóttir 138 35. Bríet Héðinsdóttir 122 36. ValgerðurEiríksdóttir 118 37. Svava Stefánsdóttir 118 38. Hansína Stefánsdóttir 116 39. Guðmunda Helgadóttir 116 40. Fanney Jónsdóttir 115 Varafulltrúar: 1. Gísli Gunnarsson 142 2. Finnbogi Jónsson 137 3. Gunnlaugur Haraldsson 133 4. Gunnar Rafn Sigurbjömss. 131 5. Finnbogi Hermannsson 129 6. Pétur Reimarsson 125 7. Guðvarður Kjartansson 124 8. Pálmar Halldórsson 122 9. Guðm. Hólmar Guðmundss.l 19 10. Kristján Ari Arason 116 11. Ólöf Ríkharilsdóttir 114 12. Kristbjöm Ámason 112 13. Hallveig Thorlacfus 111 14. Gestur Guðmundsson 110 15. Anna Soffía Guðmundsd. 108 16. Valgerður Gunnarsdóttir 106 17. Björk Vilhelmsdóttir 106 18. Dýrleif Bjamadóttir 106 19. Soffía Guðmundsdóttir 103 20. María Kristjánsdóttir 94 < • • Ossur með flest at- kvæði í miðstjórn Á LANDSFUNDI Alþýðubandalagsins voru 40 fulltrúar kosnir i miðstjórn Alþýðubandalagsins en þar situr einnig stjórn flokksins, þingmenn og framkvæmdastjórn auk 32 fulltrúa sem valdir eru í hverju kjördæmi. Á atkvæðaseðilinn er tölustafurinn 3 settur við 3 nöfn, 2 við þijú nöfn og 1 við 34 nöfn á listanum. Samkvæmt regl- um flokksins verða 40% fulltrúa að vera af sama kyni og þvi færast þeir sem lentu í 34.-40. sæti niður i hóp varafulltrúa en 7 efstu konumar í hópi varafulltrúa komu i staðinn. aðeins fyrir Alþýðubandalagip held- ur fyrir íslensku þjóðina. Ég hef núna betri aðstöðu til að nýta þessi sambönd til beinna áhrifa til gagns fyrir íslensku þjóðina og þess mál- staðar sem hún vill fylgja og þannig sé hægt að tvinna saman það starf sem ég hef unnið á undanfömum ámm og þau verkefni sem ég hef nú tekið mér fyrir hendur." —Nú ert þú ekki með fast þing- sæti og ekki varaformaðurinn heldur. Meirihluti þingflokksins studdi Sigríði Stefánsdóttur í form- annskjörinu. Óttastu ekki að reynt verði að einangra þig í valdastöðum flokksins? „Ég ber engan ótta í bijósti um það. Ég hafði mjög eindreginn stuðning úr lq'ördæmum þeirra þingmanna sem hefðu frekar kosið annan formann og ég er mjög á- nægður með þann stuðning sem þar kom fram og raunar einnig viðræð- ur mínar við þingmenn fyrir og á landsfundinum. Eg veit að sam- vinna mín við þingflokkinn verður mjög góð enda starfaði ég þar fyrir kjörið. Ég held hinsvegar að við verðum að gera okkur grein fyrir því að íslenskt þjóðfélag hefur breyst mjög mikið á síðustu áratug- um. Þingið er ekki lengur sá miðdepill þjóðmálastarfseminnar sem það var fyrir nokkrum árum. Við lifum í miklu fjölþættara þjóð- félagi þar sem stefnumótun og þátttaka í þjóðmálum fer fram vítt og breitt um þjóðfélagið allt og for- ustumenn í stjómmálum geta ekki og mega ekki binda sig við þingið eitt. Þessvegna tel ég það vera kost að geta tengt saman það frelsi að geta sinnt samskiptum við fólk og hafa svo aðstæðu til að fara inn á þingið þegar mikið liggur við og ákveðnar vinnulotur eru þar. Þingið starfar heldur ekki nema 5-6 mán- uði á ári svo forustumenn í þjóðmál- um þurfa að beita sér með öðrum hætti en gegnum þingið mikinn meirihluta ársins. Enda tel ég það á ýmsan hátt bæði lýðræðislegra og eins tengjast skýrar því Qölda- starfí sem ég mun leggja höfuðá- herslu á sem formaður í Alþýðubandalaginu, “ sagði Ölafur Ragnar Grímsson. M0BLER REYKJAVÍK húsgagna>höllin IAOIjISIíDGT innig viljum við hafa það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.