Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 Varsjá, Reuter. KATÓLSKIR biskupar í Póllandi lýstu því yfir um helgina að landslýður stœði frammi fyrir alvarlegum erfiðleikum ef ekki yrði gripið til ráðstafana jafnt á stjórnmálasviðinu sem hinu efnahagslega. Á sunnudag lauk fundi katólskra biskupa í Póllandi í Kielce suður af höfuðborginni Varsjá. Var gefin út tilkynning í fundarlok og sagði í henni að ástand bæði efnahags- og stjómmála gæfi tilefni til að ætla að erfiðir tímar væru framund- an sem gætu re}mst Pólveijum ógnvænlegir. „Á undanfömum ámm hafa landsmenn sannfærst um nauðsyn þess að komið verði á umbótum í eftiahagslífinu. Samtím- is þessu verður að gera breytingar á hinum félagslegu og stjómmála- legu þáttum samfélagsins. Án breytinga verður ekki unnt að virkja frumkvæði óbreyttra borgara," sagði í tilkynningunni. PAP, hin opinbera fréttastofa Póllands, birti ritskoðaða útgáfu lokayfírlýsingarinnar þar sem erfíð- leikatímanna var ekki getið en sagt að nauðsynlegt væri að breyta þeim þáttum samfélagsins sem spilltu fyrir því að draumar og vonir ungra sem aldinna rættust. Yfirlýsing biskupanna minnti um margt á nýlega samþykkt „Sam- stöðu", hinnar óleyfilegu verkalýðs- hreyfingar Pólveija, en biskupamir minntust þó ekki á þjóðaratkvæða- greiðslu, sem boðað hefur verið þann 29. þessa mánaðar. í henni verða lansdsmenn hvattir til, að leggja blessun sína yfír efnahagsá- ætlun stjómvalda til næstu ára. Almennt er litið svo á að gripið verði til róttækra spamaðarráðstaf- ana en landsmönnum verði á móti veitt aukið pólitískt frelsi. Á sunnudag skýrði PAP-frétta- stofan frá því að erlendar skuldir Pólveija væru nú samtals 36 millj- arðar Bandaríkjadalda (um 1.400 milljarðar ísl. kr.). Haft var eftir Andrzej Dorosz, fjármálaráðherra landsins, að ekki hefði tekist að greiða vexti af erlendum lánum og því hefðu skuldimar aukist. Sagði Dorosz að hagstæðari viðskipta- jöfnuður við útlönd væri skilyrði fyrir því að unnt væri að greiða niður skuldimar. Á síðasta ári var viðskiptajöfnuðurinn óhagstæður um einn milljarð Bandaríkjadala en gert er ráð fyrir að hann verði hag- stæður á næsta ári. Reuter Hreinsað til í herbúðum Á myndinni sést norskur skriðdreki ryðja niður hermannaskálum. Fjarlægja þurfti skálana sem voru síðan úr seinni heimstyijöldinni. Var tækifærið notað til að sýna mátt „leopard“-skriðdrekans. Það tók skriðdrekann um eina og hálfa klukkustund að jafna við jörðu 50 metra langa skálabyggingu upp á tvær hæðir. Franska vopnasöluhneykslið: Chirac forsætisráðherra vill ekki blanda sér í deilurnar París, Reuter. JACQUES Chirac, forsætisráð- herra Frakklands, neitaði um helgina að blanda sér í deilur um hugsanlega aðild Francois Mit- terrand, forseta, að vopnasölu- hneyksli. Því var haldið fram í skýrslu, sem birt var í síðustu viku, að Mitterrand hefði vitað um ólöglega vopnasölu fransks fyrirtækis til írans á árunum FAO: Starfstími Saouma var framlengdur Rómaborg, Reuter. EDOUARD Saouma var í gær endurkjörinn framkvæmda- stjóri Matvæla- og landbúnað- arstofunar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) til sex ára eftir harðar deilur um fram- kvæmdastjórastarfið. Saouma, sem er 61 árs Líbani, hlaut 94 atkvæði í leynilegri at- kvæðagreiðslu á þingi FAO, sem ALrr AHREINU MEÐ &TDK haldið er annað hvert ár. Mót- frambjóðandi hans, Moise Mensah frá Benín, hlaut 59 atkvæði. Úrslitin eru að því leyti söguleg að enginn maður hefur gegnt starfí framkvæmdastjóra FAO þijú kjörtimabil í röð. Stjóm Saouma á FAO hefur verið umdeild og þótt ómarkviss og einræðisleg. And- stæðingar hans hafa sakað hann um spillingu og skrifræðið innan stofnunarinnar hefur margfaldast undir hans stjóm. Á FAO í veruleg- um kröggum. Bandaríkjamenn, Kanadamenn og flest ríki Norður-Evrópu lögð- ust gegn kjöri Saouma. Studdu þau Mensah, sem einnig naut stuðnings Afríkuríkja, Asíuríkja og ríkja í Karíbahafí. Saouma naut meðal annars stuðnings Arabarikja, ríkja róm- önsku Ameríku, Frakka og Ind- veija. Stuðningsmenn hans héldu því ákaft fram að Mensah væri ekki nógu mikill bógur til að stýra jafn stórri stofnun og FAO. 1984 til 1986. Ýmsir hægrimenn hafa líkt hneykslismálinu við vopnasölu Bandaríkjanna til írans, hið svokall- aða Irangate-mál. Hafa þeir skorað á Mitterrand að leysa frá skjóðunni og segja hvað hann viti og hvenær hann hafi fengið þá vitneskju. Hefur hann ekki orðið við þeirri áskorun. „Hafi ólögleg vopnasala til írans átt sér stað varðar það þjóðarör- yggi. Málið er nú til athugunar og það verður að fá eðlilega meðferð. Við skulum ekki stofna til rifrildis á þessu stigi og allra sízt gera það að kosningamáli," sagði Chirac. í skýrslunni um hina meintu vopnasölu var því haldið fram að vopnaframleiðandinn hafi látið fé af hendi rakna til Jafnaðarmanna- flokkksins Hafi háttsettir flokks- menn síðan stofnað til samsæris um að halda málinu leyndu. Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóð- emisfylkingarinnar, hélt því fram í gær að hugsanlega hefðu franskir hryðjuverkamenn, Action Directe, myrt Rene Audran, herforingja, í hitteðfyrra til þess að koma í veg fyrir að hann stöðvaði vopnasöluna til írans. Le Pen sagði að Audran, sem var einn æðsti maður franska vamarmálaráðuneytisins, hefði kom- ist á snoðir um vopnasöluna og verið mótfallinn henni. Hann sagði að hryðjuverkamenn hefðu veirð leigðir til að koma honum fyrir kattamef en neitaði að segja hveijir hefðu fengið þá til verksins. Reuter Robert Dole og kona hans, Elizabeth, koma frá messu í heimabæ þeirra á sunnudag. Forsetaframbjóðandi repúblikana: ^ Robert Dole öldungadeild- arþingmaður slæst í hópinn Russell, Kansas, Reuter. ROBERT Dole, leiðtogi repúbHk- ana í öldungadeild Bandaríkja- þings, tilkynnti i gær að hann gæfí kost á sér í forvali flokksins um hver yrði frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Sagði hann við það tækifæri að hann biði Banda- ríkjamönnum skynsamlegar lausnir á aðsteðjandi vandamál- um og sagði feril sinn á þingi sýna best hvað hann hefði til brunns að bera. Dole er sjötti repúblikaninn sem ætlar að keppa um útnefningu flokksins. Hinir em: George Bush varaforseti, Jack Kemp, þingmaður frá New Yopk, Pierre du Pont, fyrr- um ríkisstjóri í Delaware, Pat Robertsson, predikari, og fyrrum utanríkisráðherra Alexander Haig. „Ég býð fram reynslu heils manns- aldurs og æviferil sem sýnir hvað í mér býr,“ sagði Dole í ræðu sem hann hélt í heimabæ sínum, Russell í Kansas, þar sem hann tilkynnti opinberlega fyrirhugað framboð sitt. Dole sagði að það sem væri helsta ógnun við velmegun í Bandaríkjun- um væri ijárlagahalli ríkisins. Sagðist hann myndi beijast fyrir því að minnka hallann án þess að hækka skatta. Hann útilokaði þó ekki óbein- ar skattahækkanir. Þessi yfirlýsing er í mikilli andstöðu við yfírlýsingar mótheija Doles innan flokksins, sem hafa allir fímm lýst því yfir að þeir muni beijast gegn skattahækkunum. Skoðanakannanir segja Dole hafa 15% til 20% minna fylgi en Bush sem hefur verið talinn líklegasti fram- KiAflímíli mnúKlil'QnQ Katólskir biskupar funda í Póllandi: Hvatt til um- bóta á stjóm- málasviðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.