Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Eftir vigsluathöfnina var öllum boðið til kaffidrykkju.
Eyrarbakki:
Dvalarheimilið Sól-
vellir tekið í notkun
Selfossi.
DVALAJtHEIMILI fyrir aldraða
var vigt og tekið í notkun á Eyr-
arbakka sunnudaginn 1. nóvem-
ber. Heimilið heitir Sólvellir og
er í gamla læknisbústaðnum sem
var gerður upp fyrir forgöngu
Samtaka áhugamanna um dval-
arheimilið á Eyrarbakka.
Undirbúningur að stofnun dval-
arheimilisins hófst fyrir fimm árum
þegar Ási Markús Þórðarson hóf
undirskriftasöfnun og starf í þá
veru að fá gamla læknisbústaðinn
fyrir dvalarheimili. Ifyrir tveimur
árum voru stofnuð samtök áhuga-
fólks um stofnun dvalarheimilisins
og þau hafa haft forgöngu um
framkvæmdir við að lagfæra húsið
að utan og innan.
Mjög mikil sjálfboðavinna hefur
Sigrfður Gunnarsdóttir, Prestshúsi, Ágústa Magnúsdóttir, Einars-
höfn, og Helga Jónsdóttir, Frambæjarhúsi, verða meðal fyrstu
dvalargesta. Með þeim á myndinni er Ási Markús Þórðarson.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Vilhjálmur Einarsson, 94 ára, aldursforseti Eyrarbakka, var meðal
gesta. Við hlið hans stendur Vigdís Jónsdóttir bamabarn hans og
barnabamabarnið Jón Ólafsson situr á gólfinu.
verið unnin við dvalarheimilið og
margir aðilar, fyrirtæki og einstakl-
ingar gefið efni og vinnu. í máli
Ingu Láru Baldvinsdóttur sem hafði
orð fyrir samtökunum kom fram
að gjafir til byggingarinnar næmu
einni og hálfri milljón en auk þess
hefðu borist margar fleiri gjafir.
Heildarkostnaður byggingarinnar
er í kringum 5 milljónir króna. Inga
Lára gat þess að við endumýjun
hússins hefði verið valin mun ódýr-
ari leið við að skapa öldruðum
aðstöðu en viti afhenti Samtökun-
um um dvalarheimilið gjafaafsal
fyrir húsið en það var í eigu hrepps-
ins og byggt 1946. Hann sagði að
endumýjun hússins sem dvalar-
heimilis sýndi að það væri ekki
nauðsynlegt að sveitarfélagið hefði
fmmkvæði í öllum málum. Það
gæfi allt eins góða raun að sveitar-
félagið styddi við bakið á áhugafólki
um_ framfaramál.
Á Sólvöllum er rúm fyrir 11 vist-
menn og þar muna var afhent píanó
að gjöf frá Guðlaugi Pálssyni kaup-
manni, bömum hans og tengda-
bömum. Einnig barst mikið af
blómum og heillaóskum. Meðal
gesta var elsti íbúi Eyrarbakka,
Vilhjálmur Einarsson 94 ára, og
það fólk sem fengið hefur pláss á
dvalarheimilinu. Að lokinni vígslu-
athöfninni á Sólvöllum var öllum
boðið til kaffidrykkju í félagsheimil-
inu.
— Sig. Jóns.
Heimaland undir Eyjafjöllum:
Fjölsótt skemmt-
un listafólks frá
Hvíta-Rússlandi
Morgunblaðið/Halldór Gunnaraaon
Nina Kozlova og Jaroslav Evdókimov sungu saman i lok dagskrárinnar.
Holti undir Ejjafjöllum.
LISTAFÓLK frá Hvita-Rússl-
andi hefur undanfarið ferðast
um landið í tilefni sovéskra
daga á 70 ára byltingaraf-
mæli Sovétríkjanna. Föstu-
dagskvöld 30. október kom
þetta listafólk að Heimalandi
undir Eyjafjöllum og skemmti
fjöida áheyranda.
Lástafólkið hefur ferðast um á
vegum MÍR, Menningartengsla
íslands og Ráðstjómarríkjanna,
og var heimsóknin að Heimalandi
undirbúin í samvinnu við kvenfé-
lagið Eygló í sveitinni, sem
undirbjó móttöku fyrir listafólkið.
Dagskráin hófst með ræðu for-
svarsmanns frá Hvíta-Rússlandi
sem var túlkuð. Síðan söng óperu-
og konsertsöngkonan Nína
Kozlova, þjóðdansaflokkurinn
„Kryshatsjok" dansaði ýmsa þjóð-
dansa í hinum ýmsu og ákaflega
litfögru búningum, einsöngvari við
ríkisútvarpið í Hvíta-Rússlandi,
Jaroslav Evdókimov, söng rúss-
nesk þjóðlög og samleikur og
%
i» * m
Arséní Vanftski, formaður rússn-
eska vináttufélagsins.
einleikur fór fram á tsimbal, píanó
og fíðlu.
Vakti þessi dans- og tónlistar-
viðburður mikla ánægju þeirra
sem sóttu víðs vegar að úr Rangár-
vallasýslu.
Aðspurður kvað Arséní Vaníski,
formaður rússneska vináttufélags-
ins, það hafa verið þessu listafólki
frá Hvíta-Rússlandi mikil gleði að
fá tækifæri til að heimsækja ís-
land, landið þar sem leiðtogar
stórveldanna hittust og lögðu drög
að samkomulagi um frið og kjam-
orkuvopnalausan heim, sem síðar
ætti vonandi eftir að ná betur
fram. Þjóðdansaflokkurinn væri
áhugafólk sem væri við nám í hin-
úm ýmsu greinum við ríkisháskóla
Hvíta-Rússlands, en hefði engu
að síður hlotið viðurkenningu víða.
Tónlistarfólkið væri í fremstu röð
í sínu heimalandi. Vansíski sagði
að fólkið vissi heilmikið um ísland,
menningu þess og bókmenntir og
nefndi sérstaklega bækur Halldórs
Laxness sem væri vel þekktur.
Samvinna landanna væri að auk-
ast á ýmsum sviðum og svona
heimsóknir stuðluðu að gagn-
kvæmri hlýju og virðingu. Hann
hefði t.d. fundið að tónlistin og
dansinn frá listafólkinu hefði kom-
ið frá hjarta flytjenda og náð til
hjarta þeirra sem sáu og heyrðu.
Þau hefðu komið til landsins 27.
október og komið víða og alls stað-
ar mætt gestrisni, hlýju og virð-
ingu og fyrir það vildi Vanískí
þakka sérstaklega.
— Fréttaritari