Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
7
Deilt um afgfreiðslutíma í Kringlunni:
Kringlan vill hafa
opið á sunnudög-
um í desember
UM 100 félagar í Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur sáu til
þess að verslanir i Kringlunni
lokuðu kl. 16 siðastliðinn laugar-
dag í stað kl. 17 eins og fyrir-
hugað var. Þá hafði stjém og
trúnaðaramannaráð VR ákveðið
að grípa til yfirvinnubanns frá
kl. 9 á föstudagskvöldi til kl. 9 á
mánudagsmorgni ef ekki yrði
lokað kl. 16. Viðræður milli VR
og Kringlunnar hafa staðið yfir
undanfaraar vikur og standa
enn, en að sögn Magnúsar L.
Sveinssonar formanns VR, hefur
Kringlan sótt um leyfi til borgar-
ráðs um að hafa opið milli kl.
13 og 17 á sunnudögum í desem-
ber.
Magnús sagði að VR hefði ekk-
ert á móti lengingu verslunar-
tímans, en fyrst yrði að semja um
skiptingu vinnutímans í vaktir.
Vaktaskipting kallar á aukið stafs-
fólk sem mikill hörgull er á um
þessar mundir og sagðist Magnús
hafa skrifað undir tæplega 20
beiðnir frá Hagkaup fyrir erlent
vinnuafl frá áramótum. „Það er
útilokað að verslunarfólk geti unnið
sex daga vikunnar hvað þá ef
sunnudagar bætast við,“ sagði
Magnús. „Ég staðhæfí að meiri-
hluti starfsmanna í verslunum
þyrfti að vinna alla daga fram að
jólum án þess að fá frí, ef leyft
verður að hafa verslanir opnar á
sunnudögum."
í kjarasamningum verslunar-
manna er gert ráð fyrir að verslanir
loki kl. 16 á laugardögum en marg-
ar verslanir hafa verið opnar til kl.
17 án athugasemda. „Menn verða
að halda kjarasamninga hvort sem
þeim líkar það betur eða ver, en
þegar menn fara að sækja um að
hafa opið á sunnudögum þá er
mælirinn fullur. Stéttarfélagið get-
ur ekki liðið það til lengdar að
brotið sé gert samkomulag þó reynt
hafí verið að taka vægt á málum,“
sagði Magnús.
Ragnar Atli Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar sagði að
áhugi væri fyrir lengri veslunartíma
á laugardögum í ljósi þess að hann
hefur verið gefínn fijáls í Reykjavík.
Gildandi kjarasamningar þar sem
kveðið er á um veslunartíma, er
gerður miili Kaupmannasamtak-
anna og Vinnuveitenda sambands
íslands en Hagkaup og fleiri fyrir-
tæki í Kringlunni eru ekki í þeim
samtökum. „Við áttum ekki von á
svo hörðum aðgerðum en allt fór
þó fram með friði og spekt," sagði
Ragnar. „Nú ætlum við að athuga
málið nánar og leysa við samninga-
borðið. Okkur liggur ekkert á því
verslunartíminn verður hvort sem
er lengdur á laugardögum í desem-
ber.“
Morgunblaðið/Júlíus
Ragnar Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Kringlunnar og Magn-
ús L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur
skiptust á skoðunum i Kringlunni á laugardag.
Morgunblaðið/Júlíus
Um 100 félaga í Verslunarmannaf élagi Reykjavíkur voru mættir í Kringluna og stöðvuðu alla verslun.
FkÖNSKUSMÁBRAUÐ
Hin einu sönnu Frönsku smábrauð fást með
20%kynningarafslætti þennan mánuð.Hafir þú ekki
bragðað þau áður er þess vegna upplagt að gera það nú.
Ljúffengu Frönsku smábrauðin frá Myllunni eru í
bláum, hvítum og rauðum pokum í frystiborðum verslananna.
Frönsk smábrauð setja skemmtilegan svip á hvaða máltíð
sem er. Þau fást bæði gróf og fín og eru auðvitað sykurlaus.
BRAUÐ HF. - SÍMI 83277
P. S. Gott ráð: Að ge/nu tileftii meelum við með að þú takir tvo poka,
einn er svo lygilega fljótur að klárast.