Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987
Kammersveit
Reykiavíkur
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Fyrstu tónleikar Kammersveit-
ar Reylg'avíkur á þessu starfsári
voru haldnir fyrir troðfullu húsi í
Áskirkju sl. sunnudagskvöld.
Fluttir voru þrír kvintettar eftir
Mozart, og á undan hveiju verki
las Gunnar Eyjólfsson leikari upp
eitt og annað sem vitað er um
Mozart, bæði af heimildum og úr
bréfum hans en lestexti þessi var
tekinn saman af Þorsteini Gylfa-
syni.
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari
hefur bæði stjómað þessu fyrir-
tæki og verið leiðandi í leik, en
hefur nú samkvæmt læknisráði
haldið sér frá öllu spilverki. Það
er því mjög ánægjulegt að starf-
semi þessi skuli samt sem áður
halda sínu striki, og víst er að
áheyrendum þykir nokkuð til um
þetta framtak, því þeir bókstarf-
lega talað troðfylltu kirkjuna.
Kvintettamir vom K. 407,
ettinn og klarinettukvintettinn K.
581. Allt em þetta dýrðarinnar
falleg tónverk og flutningurinn
var feikna góður. Flytjendur vom
Joseph Ognibene homleikari,
Kristján Þ. Stephensen óbóleikari
og Guðni Franzson klarinettuleik-
ari. Allir léku þeir frábærlega vel
og var mjög ánægjulegt að heyra
Guðna leika Mozart, eins og hann
hafí aldrei gert neitt annað. Júlí-
ana E. Kjartansdóttir og Szymon
Kuran skiptu með sér verkum að
leika 1. fíðlu í fyrri kvintettunum.
Lágfíðluleikarar vom Elisabeth
Dean og Sesselja Halldóredóttir,
en sellóleikari var Carmel Russill,
sem nú hyggst yfírgefa okkur
íslendinga og fylgir henni hlýhug-
ur fyrir vel unnin störf og ósk um
að allt verði henni til góðs í ham-
ingjuleit hennar.
I heild vom þetta einstaklega
skemmtilegir tónleikar, góður
flutningur og góð tónlist, sem
hefur um langan tíma verið aðals-
merki Kammersveitar Reylqavík-
ur og hlustendur kunna svo
Frá vinstrí Guðni Franzson, Elizabeth Dean, Carmel Russill og Szymon Kuran og Júlíana E. Kjart-
ansdóttir eru hér að spila Mozart, K.581.
Alþýðutónlistarmót
homkvintettinn, K. 406, óbókvint- sannarlega að meta.
Tónlistarsamband alþýðu,
sem á aðild að samnorrænum
samtökum, hélt tónleika um
síðustu helgi, fyrst með kórtón-
leikum í Langholtskirkju, þar
sem fram komu gestakórar frá
Noregi og Danmörku og í Há-
skólabíói, þar sem íslenskir og
erlendir þátttakendur stilltu sig
saman í söng og hljóðfæraleik.
Yfírleitt er hér um að ræða
starfsgreinahópa eða framtak
er á sér skjól hjá einstaka verka-
lýðsfélögum. Nokkuð er það á
reiki hvað skal kallast alþýðu-
tónlist og það eina, sem í raun
Dómkirkjan í Reykjavík.
TONLISTARDAGAR
DÓMKIRKJUNNAR
Tónlistardagar Dómkirkjunnar
hófust á orgeltónleikum er franski
orgelleikarinn Jacques Taddei
stóð fyrir. Á efnisskránni voru
verk eftir Boellmann, Cesar
Franck og Vieme, en tónleikunum
!auk með því að Taddei lék af fíng-
rum fram tilbrigði yfír tvö lög er
orgelleíkari kirkjunnar, Marteinn
H. Friðriksson, skenkti Taddei,
en það voru tónhendingar úr Son
Guðs ertu með sanni og frönsku
lagi.
Tónleikamir hófust á Gotnesku
svítunni eftir Boellmann, reisu-
legu verki í fjórum þáttum, en
þriðji þátturinn er hin fræga „Bæn
Maríu meyjar". Taddei er trúlega
mikill tekniker en samt er leikur
hans á köflum flausturelegur og
eins og t.d. í Tokkötunni, sem er
síðastí þáttur svítunnar, þar var
hraðinn það mikill að viðhafnar-
legur ritháttur verksins rann út i
eitt. Kóralamir þrír eftir Cesar
Franck em meðal merkust orgel-
verka Frakka. Taddei lék annan
og þriðja kóralinn og báða undar-
lega órólega, með ósannfærandi
hraðaskiptingum. Síðustu verkin
voru svo þrjú stykki eftir blinda
orgelleikarann Louis Vieme. Ann-
að verkið heitir Vatnadísin og var
það nokkuð hrátt í flutningi, en
Tunglskin (þriðja verkið) aftur á
móti fallega flutt.
Að loknum þessum tónleikum
lék Taddei af fíngmm fram og
þar sýndi hann mikla leiktækni
og víða skemmtileg tónræn tilþrif
og hugmyndir. Að leika af fíng-
mm fram byggist á æfíngu, góðri
leikkunnáttu og hugkvæmni, en
margir þeir sem íjallað hafa um
þessa „listgrein" telja „ímprovis-
ation" í raun ekki til, :iema sem
ftjálsa útfærslu á því sem þegar
hefur verið æft. Hvað nem þessu
líður er Taddei fimur apunamað-
ur, enda mjög leikinn orgelleikari.
Það kann að valda nokkm um
leikútfærelu Taddei, að orgelið í
Dómkirkjunni er ekki „nægjan-
lega" rómantískt fyrir menn eins
og Boellmann og Franck, og þá
ekki heldur Vieme, sem var nem-
andi Francks og Vidors, þó svona
göslulegur leikur, eins og heyra
mátti í nærri öllum viðfangsefn-
unum, hafí verið meiri en þörf var
á og alls ekki við hæfí af jafn
færum orgelleikara og Taddei.
stendur eftir þegar allt hefur
verið tínt til, er að um sé að
ræða áhugastarf fólks sem ekki
hefur hlotið mehntun á sviði
tónlistar, fólks sem aðallega
stundar iðn- og erfíðisstörf.
Það voru Fom-Grikkir sem
fyrstir greindu á milli listiðju
leikmanna og menntaðra og þó
að þeir reyndu að gera tónlist
að „fínni“ námsgrein, tókst það
ekki vegna vinsælda alþýðlegrar
iðkunar, svo að um síðir taldi
hin menntaða yfírstétt sér ekki
sæmandi að fást við hljóðfæra-
leik. Enn eru menn að basla við
þessa 2500 ára gömlu aðgrein-
ingu, þrátt fyrir þá staðreynd,
að flest öll æðri listsköpun hafí
alla tíð verið sótt í sjóði al-
þýðunnar, sem fram á okkar
daga tókst að varðveita sér-
kenni sín.
Þessi sérkenni hafa dofnað
fyrir tilverknað tón- og mynd-
miðlunar nútímans, svo að skilin
eru að mestu kunnáttulegs eðl-
is, en viðfangsefnin meira eða
minna alþjóðleg og :ið mestu í
takt við það sem fjölmiðlamir
hafa gert vinsælt. Á þessu móti
kom það fram í verkefnum eins
og negrasálmum, raddsetning-
um á lögum eftir Theodorakis,
lögum úr bandarískum söng-
leikjum, dægurlögum og jafnvel
alþýðulögum, sem allt var svo
meira eða minna „djassað" sam-
kvæmt formúlunni, „vinsæl
tónlist“.
KORTONLEIKAR
Aðrir tónleikamir á tónlistar-
dögum Dómkirkjunnar voru
aðallega helgaðir kórtónlist en
auk söngs Dómkórsins var ein-
leikur á orgel, sem Bjöm Steinar
Sólbergsson sá um, Dómkórinn
er allvel skipaður og þó söngur
kórsins í heild sé nokkuð hrár á
köflum var margt fallega gert
en betur má ef duga skal og þar
bjargar ekkert betur en meirf
æfíngar og að stöðugt sé verið
að keppast að ná valdi á erfíðum
verkefnum. Einsöngvari með
kómum var Sigrún Þorgeire-
dóttir. Hún hefur mikla og
nokkuð hljómskarpa rödd en
mun enn vera í námi, svo að
frammistaða hennar lofar góðu
og líklegt að hér sé á ferðinni
efnileg söngkona.
Bjöm Seinar Sólbergsson er
frábær orgelleikari og lék hann
fyrst G-dúr fantasíuna eftir
Bach, sem mun vera samin um
1712, er meistarinn starfaði í
Weimar. Verk þetta þykir ótrú-
lega laust unnið nema miðhlut-
inn, sem er fímmradda
kontrapunktískur meistaravefn-
aður. Selnna verkið sem Bjöm
Steinar flutti var þriðji kórallinn
af þremur eftir Cesar Franck.
Þar var leikur Bjöms Steinars
feikna vel útfærður.
Dómkórinn flutti tvo fallega
bænasöngva eftir Hugo Wolf og
lítið og fallegt lag eftir Hjálmar
Ragnarsson er hann nefnir Gam-
alt vers. Þar næst voru tvö verk
eftir Þorkel Sigurbjömsson, 121.
sálm Davíðs og Hosíanna. Mot-
etta eftir Jacob Handl
(1750—1791) var þama nokkuð
utan gátta í allri þessari nútíma-
rómantík en fallegt er samt
tónmál gömlu meistaranna og
litlu hefur í raun verið bætt við
síðan þeir sungu guði lof og dýrð.
Tvö síðustu verkin voru Hymn
to St. Cecilia, eftir Britten og
gimsteinninrt Requiem eftir Jón
Leifs. Þar vantaði nokkuð á sön-
greynslu kóreins, séretaklega í
Sesselíusöngvunum og í sálu-
messu Jóns Leifs hefði þurft að
leggja meiri áherslu á hægferð-
ugt tónferli, til að einföld og
sérkennileg hjómskipanin nyti
sínsem best.
Á fýrri tónleikum Tónlistar-
sambands alþýðu, sem haldnir
voru í Langholtskirkju sl. föstu-
dag, komu fram þrír kórar og
fyrst kvennakór frá Þelamörk.
Á efnisskránni var fyrst trúar-
leg tónlist, sem var þokkalega,
en sérlega dauflega sungin. Þá
komu nokkrir negrasálmar er
eins og ávallt, þegar söngvar
em fluttir á milli menningar-
svæða, hljómuðu annkanalega.
Tvö síðustu lög kvennakórsins
frá Porsgrunn í Þelamörk eru
eftir Schubert og Mendelssohn.
Ekki eitt einasta lag frá heima-
högum kórsins, sem trúlega
hefði orðið nokkuð meiri
skemmtun að, en að heyra t.d.
Heilig ist der Herr, eftir Schu-
bert, sem allir kórar hafa fyrir
löngu ofsungið.
Danski kórinn, sem nefnist
HK-kórinn, starfar í tengslum
við verkalýðsfélögin í Silkiborg.
í efnisskrá stendur að kórinn
leggi „höfuðáherslu á rytmiska"
tónlist. Það er heldur grunn
skilgreining að kalla þá tónlist
sem kórinn flutti sérstaklega
„rytmiska" rétt eins og annar
„rytmi" sé ekki til í tónlist og
að „skurka“ eða !*éttara sagt
að „beija“ \mdir á píanó er hvo
flatneskjulegt og ómúsíkalskt,
að engu tali tekur. Það var eins
og kórinn hefði kastað trölls-
hamrinum er sungin voru tvö
lög eftir Carl Nielsen, svona
fallegur söngur var allur ann-
arrar ættar, eins og þegar menn
syngja sína eigin tónlist, en
reyna ekki að herma eftir öðr-
um, það sem haldið er að sé
vinsælt.
Þriðji kórinn var norskur, frá
Rjukan I Þelamörk. Efnisskráin
var hinn undarlegasti samsetn-
ingur, öllu hrært saman, lögum
eftir Theodorakis, Kem, Egil
Hovland, dægurlögum, negra-
sálmum og alþýðulögum.
Kórinn frá Rjukan var sönglega
séð betur í stakk búinn til að
færa upp tilþrifamikinn söng en
fyrri kóramir, enda mun fjöl-
mennari. Framhjá því verður
ekki komist, að þrátt fyrir að
söngtækninni sé ábótavant er
það ekki meinið varðandi þessa
alþýðustarfsemi, heldur að hún
er orðin bergmálandi undirlægja
þess smekks sem fjölmiðlamir
hafa skapað og gerir ekki, að
því er séð verður, tilraun til
andófs eða að halda sínum
merkjum hátt á lofti, svo að
merkt verði hveijir séu á ferð.