Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 rFATASKÁPAR i H. O-ff-h-ÆJL LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 Ingólfur Theodórs- son - Afmæliskveðja í dag, 10. nóvember, er Ingólfur Theodórsson 75 ára. Það er nokkuð hár aldur, en þegar um Ingólf frænda er að ræða, þá finnst mér hann svo langt frá því að vera gam- all. Ingólfur er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Foreldrar hans voru Guðrún Ólafsdóttir og Theodór Pálsson skipstjóri. 15 ára gamall byijaði Ingólfur að læra þá iðn sem hann hefur unnið við alla tíð síðan, eða í 60 ár. 1937 stofnaði hann í Reykjavík, ásamt öðrum, sitt fyrsta netaverk- stæði. Þannig að í ár eru 50 ár sfðan. Á þessu ári var haldið uppá 40 ára afmæli Netagerðar Ingólfs í Vestmannaeyjum. Svo það má með sanni segja að hann eigi fjórfalt afmæli á árinu 1987. Hann frændi minn er og hefur alltaf verið alveg sérstakur. Það var aldrei nein halfvelgja hjá honum. Þar sem hann var, þar var eitthvað að gerast. Röddin hans hijúfa og hjartalagið góða hefur spilað vel saman. Ég minnist hans sem góða, glæsi- lega frændans, sem kom norður með síldinni. Hjá mér var sumarið ekki komið fyrr en hann Ingólfur frændi var kominn með sína menn. Þeir bjuggu yfirleitt í bröggum og þegar ég lít til baka, þá finnst mér þeir hafa búið í þeim flestum. Mér sem smástelpu fannst mjög gaman að eiga þennan frænda, sem fór svo mikið fyrir og allir þekktu. Netamennimir hans Ingólfs, sem voru þeir sömu ár eftir ár, urðu vinir mfnir. Það er fallegur ljómi yfir þessum liðnu sfldarárum. Vest- manneyingar voru og eru kannski ennþá alveg sérstaklega skemmti- legt fólk, söngelskt og glaðvært. Það var mikið um það, að þeir kæmu norður á sumrin og Siglfirð- ingar fóru á vetrarvertíð til Eyja. Þessi mikli samgangur á milli ungs fólks á þessum árum leiddi til Alveg sjálfsagt Öllum finnst okkur sjálf- sagt að hafa rafmagn. Það er svo snar þáttur í lffi okkar að við veitum þvf varla athvgli. Við þrýstum á hnapp og heim- ilistækið eða vélin á vinnustað er reiðubúin til þjónustu við okkur. Rafmagnsveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í að dreifa rafmagni til notenda sinna stöðugt og hnökralaust. Dreif- RAFMA3NSVEITA REYKIAVlKUR SUÐURLANDSBRAUT34 SÍMIÓ86222 ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir rafmagns- reikningar valda auknum lán- tökum og hærri rekstrar- kostnaði. Jafnsjálfsagt og það er að hafa stöðugt rafmagn ætti að vera sjálfsagt að greiða fyrir það á réttum tíma. Láttu rafmagnsreikninginn 1 hafa forgang! I margra hjónabanda. Ingólfur var einn þeirra sem kvæntist Eyjarós, Sigríði Sigurðardóttur frá Skuld, og eiga þau 5 böm. Þau hafa búið allan sinn búskap í Eyjum, nema gosárið 1973, þegar þau fluttust til lands og Ingólfur kom sér upp aðstöðu í Grindavík til að þjóna Eyjabátum. En þau hjónin vom samtaka með að snúa aftur heim til Eyja. Þar líður þeim best og þar vilja þau vera. Ingólfur minn, í dag vil ég þakka þér alla þá vinsemd og gleði sem þú hefur gefíð mér. Ég gleymi aldrei frændanum góða, sem stakk aur í litla hendi og tók mig og syst- ur mínar með í bátsferð úr í Kambalá, en þangað var farið til að tína ber. Það vom aðrir tímar þá og lítið um aura og ferðalög. Þess vegna man ég þetta kannski svona vel. Elsku Ingólfur, við Bessi sendum þér og allri flölskyldunni heillaóskir á þessum tímamótum. Guð gefi að heilsan fari batnandi hjá ykkur hjónunum og að Sigga þín komi heim af sjúkrahúsinu sem allra fyrst. Elskulegur frændi, lifðu heill. Sigga — Tóta. Ingólfur er að heiman. Alþýðusamband Vesturlands; Atkvæði um hvort leggja eigi sambandið niður ALMENN atkvæðagreiðsla fer fram í öllum aðildarfélögum AJ- þýðusambands Vesturlands um það hvort leggja beri sambandið niður dagana 19. og 20. nóvember næstkomandi. Þetta var sam- þykkt á fundi stjórnar Alþýðu- sambands Vesturlands 18. október. Ákvörðun um atkvæðagreiðsluna er tekin í samræmi við samþykkt 5. þings Alþýðusambands Vestur- lands, þar sem samþykkt var með 21 atkvæði gegn 19 að leggja ætti sambandið niður og að allsheijat- kvæðagreiðsla færi fram um það í öllum félögunum. Aukaþing sambandsins verður haldið 28. nóvember, þar sem úrslit allsheijaratkvæðagreiðslunnar verða kynnt og endanleg ákvörðun tekin um framtíð sambandsins. Al- þýðusamband Vesturlands var stofnað í marsmánuði 1977 og aðild- arfélög þess eru 12. Formaður er Jón Agnar Eggertsson, Borgamesi og varaformaður Kjartan Guð- mundsson, Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.