Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1987 AÐALFUNDUR LANDVERNDAR Selfossi. MJÖG slæmt ástand er viða á landinu i sorpmálum og mikil þörf á sameiginlegu átaki til að koma á endurnýtingu og landhreinsun. Nýtanlegt sorp er urðað og til dæmis hafa um 100 ker úr Álver- inu i Straumsvík verið urðuð i flæðigryfjum í sjávarmálinu þar, en i þessum keijum er eitthvert magn eiturefna. Gert er ráð fyrir að sorpmagnið á sorphaugunum í Gufunesi verði 120 tonn á þessu ári, en urðun á þvi kostar um 70 milljónir króna og er þá aðeins reiknaður kostnaður innan girð- ingar. Þetta kom meðal annars fram í framsöguerindum á aðal- fundi Landverndar á Flúðum um helgina. Þorleifur Einarsson, .. formaður Landvemdar, sagði í ávarpi í upp- hafí fundarins að nauðsynlegt væri Aðalfund Landverndar sóttu rúmlega 60 manns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sorp og úrgangsefni vax- andi umhverfisvandamál að kenna fólki að þekkja umhverfi sitt. Hann benti á nauðsyn þess að ffæðslusetur Landvemdar í Alviðru gæti ráðið starfsmann til að sinna slíkri fræðslu. Hann gagnrýndi kennslu í líffræði og skyldum grein- um í framhaldsskólum og sagði nauðsynlegt að kenna fólki meira að umgangast náttúruna og þekkja hana. Það mætti ekki viðgangast að fólk þekkti til dæmis bara jólatré og hinsegin tré. Hann sagði að stefnt væri að því að umhverfiskennsla færi fram síðasta vetrardag í öllum skólum landsins í eina klukkustund til að leggja áherslu á nauðsyn henn- ar. Þá vék hann að því að erfítt væri að fá fólk til sjálfboðastarfa. Páll Líndal, deildarstjóri í iðnaðar- ráðuneytinu, flutti kveðjur iðnaðar- ráðherra og minnti á stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar um að umhverfismál heyrðu undir eitt ráðu- neyti. Hann sagði að á næstunni yrði nefnd skipuð til að fjalla um endurvinnslu á sorpi og benti á að mikilvægt væri að Landvemd léti málið til sín taka. Tonn af birki- fræi safnaðist Andrés Amalds, beitarþolsfræð- ingur Landgræðslunnar, sagði að áhuga skorti ekki á sjálfboðastarfi heldur vantaði að boðið væri upp á hentug verkefni fyrir almenning. Hann minnti á heppileg viðfangs- efni, sem nefnd hafa verið: Flag í fóstur og Urð í uppeldi. Fólk hefði tekið vel við sér þegar því bauðst úðað fræ með áburði til dreifingar. Birkifræsöfnunin nú í haust hefði gengið mjög vel og líklegt væri að upp undir tonn hefði safnast af óhreinsuðu birkifræi. Það er verk- efni, sem skólar nota til að fara með nemendur sína út í náttúmna. „Yrk- ing andans er það sem skiptir mestu máli í landvemdinni," sagði Andrés Amalds. Klúbbastarf nauðsynlegt Æskulýðs- og tómstundaráð hlaut nokkra gagnrýni á fundinum fyrir það að drepa niður fmmkvæði ungl- inga til starfa að umhverfísvemdun. Ásta Þorleifsdóttir sagði frá klúbba- starfi við félagsmiðstöð í Frostaskjóli í Reykjavík. Farið var með unglinga í ferðir og náttúran hreinsuð, svo sem í Henglinum. Áhugi var mikill hjá unglingunum að fá verkefni hjá Nátt- úruvemdarráði, en neitun fékkst við því að halda starfinu áfram vegna þess að það værí ekki innan veggja félagsmiðstöðvarinnar. Ásta benti á að umhverfismál væm hentugur málaflokkur fyrir unglinga að sinna í klúbbastarfi. Umbúðagjald gæfi 300 milljónir Birgir Þórðarson, umhverfisskipu- lagsfræðingur, sem flutti framsögu- erindi á aðalfundinum sagði að ástand væri víðast mjög slæmt í sorp- málum, msl hrúgaðist upp og mengaði umhverfíð, m.a. strand- lengjur. Undantekningar væm þó til, eins og á Blönduósi, Selfossi, Húsavík og í Reykjavík. Hann sagði að stefnt væri að því að gefa ekki leyfí fyrir opinni brennslu á sorpi. Nýtanlegt hráefni í sorpi væri mikið og mikil þörf á sameiginlegu átaki til að framkvæma meiri endumýt- ingu en nú á sér stað. Endumýtingin sparaði orku og kostnað við urðun. Birgir benti á að engar reglur væm um framleiðslu einnota umbúða, hvaða efni mættu vera í þeim og hver ekki. Hann gat þess að gjald á slíkar umbúðir gæti gefíð 300 millj- ónir og með slíku fjármagni yrði bylting í umhverfisvemd. 18 þúsund bílflök á ári Sveinn Ásgeirsson, verkstjóri hjá Sindrastáli hf., fjallaði um vinnslu brotajáms. Hann sagði nauðsynlegt að koma á betra skipulagi við að hreinsa landið af bflflökum, sem nú hrönnuðust upp. Sindrastál hf. hefur hætt að taka bflflök í brotajám, en fyrirtækið væri eini aðilinn sem gerði slfld. Þessu var hætt vegna of mik- ils kostnaðar, einkum við flutning á vinnslustað. Gert er ráð fyrir að 120—140 kfló af brotajámi falli til á hveiju ári á mann. Miðað við íbúafjölda 1985 má gera ráð fyrir að um 17 þúsund tonn falli til á hveiju ári. Sindrastál hefur pressað brotajám frá 1982, þar meið talin bflflök. 14.500 bflflök hafa verið pressuð hjá fyrirtækinu. Sveinn sagði að í ár féllu til 18 þús- und bflar og ástandið væri slæmt, þar sem fyrirtækið hefði hætt að taka við bflflökum vegna mikils kostnaðar. Sveinn gat þess að það kostaði 1200—1500 krónur að sækja og urða hvert tonn af brotajámi og þá 20—25 milljónir að urða 17. þúsund tonn. Þennan kostnað yrði að taka með í reikninginn þegar fjallað væri um endurvinnslu t brotajám. Sem lausn SelfoMÍ. MIKIL þörf er á þvf að settar verði umgengnisreglur um villta laxastofna álslandi. Þeim stafar mikil hætta af seiðasleppingum i ár og vegna mögulegrar blöndun- ar við flóttafiska sem eru i hafbeit en villast. Erfðamengun er aðalat- riðið í þessu efni en hún skapar mikla sjúkdómahættu þegar villtir stofnar úrkynjast og missa mót- stöðuafl. Kom þetta fram á aðalfundi Land- vemdar. Eftirfarandi samþykkt var gerð um þetta efni: „Aðalfundur Landvemdar bendir á þessu máli nefndi hann að koma mætti upp gámakerfí til flutninga á brotajámi og að sett yrði skilagjald á hvem bfl. Sveinn gat þess að mikil verð- mæti færu forgörðum í jánu sem væri urðað og benti á að hjá Álver- inu í Straumsvík hefðu um 100 ker verið urðuð í flæðigryfjum í sjávar- málinu. Þar væru mikil verðmæti í málmi auk þess sem eiturefni væru í keijunum. Úrgangstimbur fyrirjárnblendi Skúli Ingimundarson, viðskipta- fræðingur, flallaði um endurvinnslu á sorpi. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir að urða þyrfti 120 þúsund tonn af sorpi á haugunum í Gufu- nesi. Það kostaði 600 krónur að urða hvert tonn og væri þá einungis talinn kostnaður innan girðingar í Gufu- nesi. Á þessu ári mætti gera ráð fyrir að urðunarkostnaður yrði um 70 milljónir. Haugamir þar gætu enst til 1990 en hugsanlega skemur vegna aukinnar urðunar á bflhræj- um. Skúli fjallaði um endurvinnslu og gat þes að mikil verðmæti væru í sorpinu, sérstaklega iðnaðarsorpi. Verðmætin fælust í efnum sem öll væru flutt inn og það kostaði umtals- verða fjármuni að flytja inn 120 þúsund tonn. Hann hefur unnið að tilraunum fyrir Jámblendifélagið á Grundartanga_ um nýtingu á úr- gangstimbri. í ljós kemur að hægt er að nýta alit úrgangstimbur sem til fellur á höfuðborgarsvæðinu við framleiðslu á jámblendi. Þetta timb- ur hefur hingað til verið urðað. Það nemur um 16 þúsund tonnum og með þessari nýtingu sparast urðun- arkostnaður sem nemur 10 milljón- um króna á ári. Arðbært getur verið að setja upp greiningarstöð fyrir iðnaðarsorp. Skúli hefur gert athugun á arðsemi slíkrar stöðvar og er sýnt að hún borgar sig ef sparaður urðunarkostn- aður er reiknaður til tekna. Slík stöð gæfi möguleika á markvissri endur- stjómvöldum og landsmönnum öllum á að nú eru náttúrulegir laxastofnar á íslandi i hættu. Aukin umsvif i fisk- eldi og hafbeit valda því. Flóttafiskar úr kvium og hafbeitarfiskar sem vill- ast í laxveiðiár og hrygna þar með heimastofninum spilla arfgengum eiginleikum laxastofnsins. Hér þarf að fara að með meiri gát en nú er gert því bendir fundurinn á eftirfar- andi: 1. Þeim norska laxi sem nú er í eldisstöðvum hér á landi verði eytt hið fyrsta. 2. Banna þarf allan flutning á lax- vinnslu á sorpi og út frá henni gætu sprottið fyrirtæki, sem byggðust á hráefnum frá henni, svo sem pappír, gúmmíi, tauefni, jámi plasti og fleim. Skúli gat þess að í þessu efni mætti margt læra af öðmm þjóðum, svo sem Hollendingum og Dönum. Opinberir aðilar yrðu að gera sér ljóst að kostnaður við meðhöndlun sorps væri óhjákvæmilegur og að tímabært væri að stuðla að endurvinnslu og nýtingu I stað þeirrar sóunar sem viðgengist. Erlendir ferðamenn 260 þúsund 1992 Tryggvi Ingólfsson, landfræðing- ur, sagði í sínu framsöguerindi um umhverfísvemd og uppbyggingu ferðaþjónustu að áherslur í ferða- þjónustu væm fyrst og fremst á hina hagrænu hlið, en ekki þá náttúm- farslegu sem sú hagræna byggðist þó á. Hann spáði því að erlendir ferðamenn yrðu 250—260 þúsund árið 1992, ef sami vöxtur héldist. Áberandi væri að útlendingar sæktu í hálendið en íslendingar væm meira á láglendi í sinum ferðalögum. Einn- ig væri greinilegt að ferðalög íslend- inga innanlands ykjust jafnt og þétt. Hann sagði nauðsynlegt að auka allt skipulag ferðamála og upplýsingar til ferðamanna varðandi umgengni. Aukið eftirlit væri nauðsynlegt, að- gerðir til að dreifa ásókn á ákveðna viðkvæma staði, allt til að varðveita náttúmauðævi, sem væm forsenda ferðaþjónustunnar. Fjórir nýir í stjórn Formaður Landvemdar, Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, var endur- kjörinn og fjórir nýir stjómarmenn vom kosnir, Auður Sveinsdóttir, Ásta Þorleifsdóttir, Birgir Þórðarson og Krístjana Guðmundsdóttir. Auk þeirra em í stjóm Andrés Amalds, Gísli Júlíusson, Þómnn Lámsdóttir, Sigríður Einarsdóttir og Helgi H Jónsson. — Sig. Jóns. fiski milli vatnasvæða. 3. Hafbeitarstöðvum og eldis- stöðvum verði skylt að nota ein- vörðungu heimafiska eða fisk úr vatnasvæðuln í næsta nágrenni stöðvar. Þessar og fleiri varúðarráðstafanir þurfa strax að koma til ef ekki á að spilla eða eyðileggja laxastofna á íslandi. Hér em mikil náttúmverð- mæti í húfí. íslendingar em skuld- bundnir á alþjóðavettvangi að varðveita þau. Þær skyldur höfum við einnig gagnvart afkomendum okkar." — Sig. Jóns. Náttúruleg’ir laxastofnar í hættu Alyktað um umhverfis- vemd og meng- unarvarnir Selfossi. SAMÞYKKTAR voru nokkrar ályktanir um um- hverfismál á aðalfundi Landverndar og tilmælum beint til opinberra aðila að láta þessi mál til sín taka í ríkara mæli en gert hefur verið. Skorað er á heilbrigðisyfir- völd, bæjar- og sveitarstjómir að stuðla að því að brota- málmar, úrgangspappír og timbur verði endumnnið en ekki urðað eða fleygt í sjó. Lögð er áhersla á að bæta þurfí aðstöðu við losun úr- gangsefna sem valda mengun við strendur landsins. Geymslu á sorpi í skipum og aðstöðu til losunar þess í höfn- um þurfí að bæta. Skorað er á íslensk stjóm- völd að mótmæla kröftuglega stækkun endurvinnslustöðvar fyrir kjamorkuúrgang í Do- umeay í Skotlandi. Bent er á hættur vegna geislamengunar af völdum slysa eða óhappa í stöðinni. Slíkt gæti lagt físk- iðnað íslendinga í rúst. Bent er á að auka þurfí umhverfísfræðslu í skólum til að glæða skilning og þekkingu á náttúra landsins og stuðla þannig að skynsamlegri nýt- ingu hennar. Þessi fræðsla sé minni hér en í nágrannalönd- unum. Koma þurfí upp nútímalegum náttúraminja- söfnum, kennslubúum, skóla- gróðurhúsum og hæfílega stóram sædýrasöfnum til að efla fræðsluna. Fundurinn telur nauðsyn- legt að stofnað verði sérstakt umhverfísmálaráðuneyti, sem fari með umhverfís- náttúra- vemdar- og skipulagsmál. Landvemd krefst þess að íslendingar taki meiri þátt í alþjóðasamstarfí um setningu regina um umhverfisvemd og eftirliti með að þeim sé fram- fylgt í öllum löndum heims. Lýst er fullum stuðningi við baráttu fyrir friði í heiminum og hvatt til samstöðu í þeim efnum. Óhöpp í lq'amorkuver- um og í kjamorkuknúnum kafbátum era sögð áminning um þá vá sem öllu lífí stafar af kjamorkunni. Nauðsynlegt er talið að stöðva framleiðslu kjamorkuvopna og eyða þeim sem til era. Fundurinn telur kjamorkuvopnalaust svæði á norðurhveli mikilvægt skref í baráttu fyrir afvopnun í heim- inum. Talið er nauðsynlegt að móta skýra stefnu í ferðamál- um og skipuleggja ferða- mannastrauminn þannig að hann dreifíst sem jafnast um byggðir sem óbyggðir og þannig verði álag minnkað á íjölsótta og viðkvæma staði. Lagt er til að settar verði strangari reglur um hvers konar akstur utan vegar og akstursíþróttir. Við setningu slíkra reglna verði tekið mið af náttúravemd og almennri umferð. Skorað er á Áfengis og tób- aksverslun ríkisins að hefja móttöku á þeim gleijum sem verslunin selur og séð verði til þess að þau verði endur- nýtt. — Sig Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.