Morgunblaðið - 14.01.1988, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988
Útsöluverð á soðn-
ingu hækkar um 15%
auk 10% söluskatts
Hækkun á fiskmörkuðum aðalástæðan
Verðlagsstofnun hefur heimilað 15% hækkun á útsöluverði á
fiski og var hækkunin staðfest í verðlagsráði sl. mánudag. Þessi
hækkun er aðallega til komin vegna hækkunar á fískverði á fisk-
mörkuðum og er óviðkomandi 10% söluskattsálagningu á físk.
Hafa þvi algengustu tegundir af fiski hækkað um 25% frá áramót-
um.
Guðmundur Sigurðsson deild-
arstjóri hjá Verðlagsstofnun sagði
við Morgunblaðið að fiskkaup-
menn hefðu leitað til stofnunar-
innar í desembermánuði og vildu
fá verðbreytingu vegna verð-
hækkana á fískmörkuðum en
útsöluverð hafði síðast hækkað í
júlí. Guðmundur sagði að kölluð
hefðu verið inn gögn frá fískmörk-
uðum og stærstu heildsölunum til
að sjá í hveiju þessi breyting
væri fólgin og þá hefði komið í
ljós að innkaupsverð á físki hafði
hækkað verulega. Því hefði verið
leyfð hækkun á útsöluverði úr 240
í 276 krónur eða um 15%. Guð-
mundur sagði að verðhækkun á
mörkuðum hefði raunar verið
meiri en sem nam 15% en með
þessari ákvörðun hefði Verðlags-
stofnun verið að veita ákveðið
aðhald.
Guðmundur sagði að aukin eft-
irspum eriendis eftir fiski hefði
átt sinn þátt í þessu.
Jógúrt og ávaxtaskyr
hækkaum 11-15%
JÓGÚRT frá Mjólkursamsölunni hækkar um 11-15% vegna sölu-
skattsálagningar, og ávaxta- og ijómaskyr einnig. Að sögn Vilhelms
Andersens, fjármálastjóra Mjólkursamsölunnar, mun söluskatturinn
kosta Mjólkursamsöluna um 480 miljjónir króna á þessu ári, en aukn-
ar niðurgreiðslur munu einungis nema um 280 milljónum, og þvi
þurfí að hækka ýmsar vörur til að mæta þeim kostnaðarauka.
Venjulegt jógúrt mun hækka um
13,2-14,8%, og sunnudagsjógúrt
um 11,5%. Venjulegt skyr hækkar
ekki, samkvæmt ákvörðun ríkis-
stjómarinnar, en bláberja- og
jarðarbeijaskyr hækkar um 12,7%,
og ijómaskyr um 15%. Að sögn
Vilhelms er ástæðan fyrir þessum
hækkunum sú að annað hráefni en
mjólk, svo sem ávextir, hækka.
Alls nemi kostnaðarauki Mjólkur-
samsölunnar vegna söluskattsins
um 200 milljónum króna, og hækk-
unin hafí verið reiknuð út frá þeim
forsendum að mæta þessum aukna
kostnaði, en Mjólkursamsölunni sé
ekki ætlað að sýna neinn hagnað.
Vilhelm sagði aðspurður að sam-
keppni við Baulu hf. ætti engan
þátt í þessum verðbreytingum.
Hækkanir Baulu á jógúrt eru hinar
sömu og hjá MS.
Verðlagsstofnun er eftirfarandi
dæmi um verðmyndun á kótelettum
fengið frá einni kjötvinnslustöð:
Heildsöluverð á kjötinu var fyrir
verðbreytingu 394,25 kr. kostnaður
vegna vinnu, véla, umbúða o.fl. var
kr. 56,25 og heildsöluverð var því
samtals kr. 450,50. Smásöluverðið
í dag
461,27 + 65,81 = 527,09.
Eftir söluskattsbreytinguna er
heildsöluverðið á kjöti kr. 315,85
en það hefur lækkað um 20% vegna
niðurgreiðslna. Kostnaður er sá
sami eða kr. 56,35 og heildsöluverð
er því kr. 372,10. Við bætist 25%
söluskattur á báða liðina og 17%
smásöluálagning og þá verður kjöt-
verðið í smásölu það sama og í fyrra
dæminu eða 461,27 kr. en kostnað-
arliðurinn hækkar í kr. 82,27.
Smásöluverð er því kr. 543,54 eða
hækkun um 3%.
¥ *
TOornunMa&ib
VDDSKEFn ÆVINNUIÍF
©
Mikiú íhúfihjá
Álafoasi í Moskvu
10 ntityóm luignaáur
afrt'kstri Áivrrsins
INNLENT
Morgunblaðið/Sigurgeir
Boðið i fiskinn á fyrsta markaðsdeginum i Vestmannaeyjum.
Fiskmarkaður tekur til starfa í Eyjum
Vestmannaeyjum
FYRSTA uppboð á Fiskmark-
aði Vestmannaeyja hf. var i
gær. Boðin voru upp tæplega
þrettán tonn af físki úr mb.
Dala Rafni VE. Markaðurinn
var gólf markaður og var verðið
sem fékkst i lægri kantinnm.
Um eitt hundrað manns, aðal-
lega tengt útgerð og fiskvinnslu,
var mætt á þetta fyrsta uppboð.
Aðeins fimm buðu þó í fískinn,
einkum fulltrúar hinna smærri
fískverkenda. Skamma stund tók
að bjóða upp og var ekki annað
að sjá en að menn væru fljótir
að átta sig þótt hratt væri upp
boðið. Verðið sem fékkst í þessu
fyrsta boði voru: karfí 22,50, keila
15,00, langa 21,00, ufsi 22,50 og
þorskur 41,75.
Finnur Sigurgeirsson, fram-
kvæmdastjóri, sagðist vera
sæmilega ánægður með þennan
fyrsta dag. Menn færu rólega af
stað en þetta kæmi sígandi. Enn
væri ýmislegt óljóst svo sem þróun
verðs á gámafiski og einnig væri
ekki Ijóst að hve miklu leyti togar-
amir myndu landa á markaðinn.
Finnur sagði að vel kæmi til
greina að menn ofan af landi
gætu boðið í fiskinn í Eyjum,
bæði væri hugsanlegt að bátar
lönduðu að einhveiju leyti t.d. í
Þorlákshöfn og svo væri verið að
athuga aðrar leiðir með flutning
á fiski til lands.
Fiskmarkaðurinn er eign 43
hluthafa og þar á meðal eru stóru
fiskvinnslustöðvamar, margir út-
gerðarmenn og einstaklingar.
Starfsmenn verða tveir til að byija
með. Bæði verður í gangi gólf-
markaður og fíarskiptamarkaður.
— Bjami
Bankaráð Landsbankans:
Verðhækkun á kótelettum:
Niðurgreiðslur ná
ekki til kostnaðarliðs
VERÐHÆKKUN á kótelettum og lærissneiðum var ekki fyrirséð i
útreikningum fjármálaráðuneytisins fyrir skattkerfisbreytingamar
þar sem söluskattur á kindakjöt er niðurgreiddur. Samt sem áður
hefur milli 3 og 4% hækkun orðið á þessum vörum.
Samkvæmt upplýsingum frá var síðan u.þ.b. 17% hærra, eða
Ráðning bankastjora
að Ukindnm rædd í dag
BANKARÁÐ Landsbanka íslands kemur saman til fundar árdegis í
dag. Að sögn Kristins Finnbogasonar, formanns bankaráðs, mun
ráðning nýs bankastjóra líklega verða á dagskrá fundarins, en í
gærkvöldi lá ekki fyrir formleg ákvörðun þar að lútandi.
Kristinn sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi að hann hefði
rætt við bankaráðsmenn varðandi
dagskrá fundarins og í ljósi þeirra
viðræðna væri ýmislegt sem benti
til að bankastjóraráðningin yrði tek-
in til umræðu. „Mér sýnist að það
sé ekkert því til fyrirstöðu að taka
þetta mál fyrir. Það er nú ljóst að
Tryggvi Pálsson gefur ekki kost á
sér í þetta starf og því liggur að-
eins ein tillaga fyrir varðandi
ráðningu bankastjóra," sagði Krist-
inn. Tveir varamenn munu sitja
fundinn, þau Jón Þorgilsson og
Árdís Þórðardóttir, sem koma í stað
Péturs Sigurðssónar, sem er í leyfí
og Áma Vilhjálmssonar, sem hefiir
sagt sig úr ráðinu.
Stjóm Félags starfsmanna
Landsbanka íslands sendi bréf til
bankaráðs •í gær þar sem „hörmuð
em pólitísk afskipti af ráðningu
bankastjóra Landsbankans og skor-
að er á bankaráð að láta fagleg
sjónarmið og hag bankans sitja i
fyrirrúmi við ráðningu banka-
stjóra," eins og það er orðað í
bréfínu.
Hollustuvemd ríkisins:
Leitað að banvæn-
um sýklum í ostum
HOLLUSTUVERND ríkisins byrjar að öllum líkindum í lok næstu
viku að rannsaka hvort sýkillinn Listeria monocitogenis leynist í
íslenskum ostum, að sögn Guðlaugs Hannessonar, forstöðumanns
rannsóknarstofu stofnunarinnar. Sýkillinn hefur fundist í ysta lagi
nokkurra svissneskra, franskra og danskra mjúkosta og valdið dauða
31 manns i Sviss frá árinu 1983.
Víða raf-
magnslaust
fyriraustan
Egilsstöðum.
RAFMAGN fór af öllu Fljótsdals-
héraði laust fyrir klukkan 20 I
gærkvðldi og víðar á Austur-
landi. Staurar eru brotnir í
Hjaltastaðaþinghá og Helgu-
staðahreppi.
Um miðjan dag á þriðjudag gekk
á með norðaustan bleytuhríð sem
jókst til muna I gær og hlóðst vem-
leg ísing á allar raflínur svo að þær
ýmist sliguðust eða slógu út. Fjall-
vegir á Austurlandi era nú ófærir
og þungfært er orðið á Héraði. Allt
flug til Egilsstaða lá niðri í gær.
— Björn
„Við höfúm verið að bíða eftir
ræktunaræti frá Bretlandi en að
öllum líkindum ættum við að geta
hafið rannsóknina í lok næstu
BLAO B
Viðbúnaður vegna lendingar
VIÐBÚNAÐUR var á
Reykjavíkurfíugvelli í gær-
kvöldi vegna lendingar litillar
farþegaflugvélar frá Flugfé-
lagi Norðurlands, sem var að
koma úr Grænlandsflugi. Vélin
lenti hins vegar heilu á höldnu
og engan sakaði.
Að sögn varðstjóra í Flugtum-
inum var um öryggisráðstöfun að
ræða, þar sem vélin hafði drepið
á öðmm mótor skammt norð-
vestur af Keflavík. Flugmaðurinn
taldi enga hættu á ferðum, en til
vonar og vara var slökkvilið og
sjúkrabíll í viðbragðsstöðu.
viku,“ sagði Guðlaugur. „Við byq-
um trúlega á því að rannsaka
svokallaða mjúkosta ei^sýkillinn
hefur aðallega fundist í Jþeim er-
lendis. Erlendis em sumir ostar
unnir úr ógerilsneyddri mjólk og
það liggur ekki Ijóst fyrir hvort
sýkillinn er eingöngu í þeim. Hins
vegar er öll mjólk gerilsneydd hér.
Líklega tekur það okkur a.m.k.
mánuð að fá einhveijar niðurstöður
en umfang rannsóknanna ræðst af
þeim. Ég reikna með því að við vinn-
um þetta í samráði við rannsóknar-
stofu Osta- og smjörsölunnar,"
sagði Guðlaugur.
Þrír sviptir
ökuréttindum
ÞRÍR ökumenn voru sviptir
ökuréttíndum fyrir of hraðan
akstur I gærkvöldi.
Einn var kærður fyrir 130 kíló-
metra hraða á Kleppsvegi, annar
fyrir 114 á Kringlumýrarbraut og
sá þriðji fyrir 104 kílómetra hraða
á Kleppsvegi.
Alls kærðu lögreglumenn rúm-
lega 30 manns fyrir hraðakstur
fi-á klukkan átta og til miðnættis
f gærkvöldi.