Morgunblaðið - 14.01.1988, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1988
Tyrkland:
40 barna faðir
lærði að nota #
getnaðarvarnir
Istanbul. Reuter.
TYRKNESKUR tóbaksbóndi,
Mehmet Yavuz, lærði að nota
getnaðarvarnir, eftir að hann
hafði eignast 40 börn með fjórum
eiginkonum sínum.
„Þótt seint væri, lærðist mér, að
til eru leiðir til að koma í veg fyrir
bameignir,“ sagði Yavuz, sem er
fertugur að aldri og býr ásamt fjór-
um eiginkonum sínum í fjögurra
herbergja húsi í afskekktu sveita-
þorpi í héraðinu Mus í Austur-
Tyrklandi.
„Ég man ekki hver kvennanna
er móðir hvers bamanna og stund-
um gleymi ég hvað krakkamir
heita. Lífíð er erfítt héma og við
höfum ákveðið að eignast ekki fleiri
böm,“ sagði hann.
Yavus sagði Anatolian-frétta-
stofunni í Tyrklandi, að hann hefði
látið sannfærast af heilsugæslu-
fólki, sem gerði honum heimsókn
og útskýrði getnaðarvamir fýrir
honum.
Fjölkvæni er ólöglegt í Tyrk-
landi, en múhammeðstrúarmenn í
sumum afskekktum plássum stunda
það enn.
Reuter
Skálað í Stokkhólmi: Frá vinstri eru þeir Níkolaj Ryshkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, Sten Ander-
son, utanríkisráðherra Svia, og Ingvar Carlson, forsætisráðherra.
Ryzhkov í Svíþjóð:
Suður-Afríka:
48 kílóum af
gulli stolið
Jóhannesarborg, Reuter.
ÞJÓFAR brutust inn í gull-
hreinsunarstöð í Suður-Afriku
um helgina og stálu gulli að
verðmæti rúmra 25 milljóna
islenskra króna, að því er haft
var eftir eigendunum á þriðju-
dag.
Yat Wadeville-hreinsunarstöð-
in, sem brotist var inn í, er
austan við Jóhannesarborg og
er í eigu fyrirtækisins Rusten-
berg Platinium Holdings. Eig-
endur fyrirtækisins segja að 48
kílóum af gulli, sem ekki hafi
verið fullunnið, hafí verið stolið.
Þeir segja ennfremur að ránið
hafí verið vel skipulagt.
„Svíar ættu að gleyma kaf-
bátunum og efla viðskipti“
Hrósaði Raoul Wallenberg í hástert fyrstur Sovétmanna
Stokkhólmi, Reuter.
NÍKOLAJ Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna sem nú er í
opinberri heimsókn í Svíþjóð, sagði í gær að Svíar ættu að gleyma
meintum heimsóknum ókunnra kafbáta í lögsögu sinni og reyna þess
í stað að notfæra sér breytta skipan efnahagsmála í Sovétríkjunum
til þess að efla viðskipti ríkjanna. Á blaðamannafundi í Stokkhólmi
varðist hann fimlega öllum spurningum um kafbátaferðir og gagn-
rýndi þess í stað sænska athafnamenn fyrir að vera feimnir við að
notfæra sér viðskiptatækifæri eystra. Mjög kom á óvart að á fundin-
um hrósaði Ryzhkov Raoul Wallenberg fyrir mannúðarstörf hans í
seinni heimsstyrjöld, en til þessa hafa Sovétmenn lítið tjáð sig um
Wallenberg eða afdrif hans.
Ryzhkov sagði að hann væri
ánægður með viðræður þeirra Ingv-
ars Carlson, forsætisráðherra Svía,
en þeir komust að samkomulagi um
19 ára gamla deilu rikjanna um
lögsögu í Eystrasalti og nýtingu
auðlinda þess.
Á hinn bóginn sagðist hann hafa
orðið fyrir vonbrigðum með fundi
sína og sænskra athafnamanna, en
hann sagði þá hafa verið trega til
samvinnu um iðnrekstur í Sovétríkj-
unum. „Það eru miklir möguleikar
fyrir hendi, en því miður eru sænsk-
ir viðskiptafulltrúar feimnir á þessu
sviði," sagði Ryzhkov.
„Ennfremur skiljum við ekki
hvers vegna sænsk fyrirtæki forð-
ast, svo ekki sé dýpra í árinni tekið,
að selja okkur hátæknibúnað," hélt
mam
Ryzhkov áfram og mótmælti höml-
um Vesturlanda á sölu fullkomins
tækjabúnaðar til kommúnistaríkja.
Hann minntist ennfremur á skrá
yfír þann vaming sem ekki má selja
austur yfír jámtjald og sagði hann
bera vott um gamaldags hugsunar-
hátt, sem varpa ætti fyrir róða „á
tímum nýrrar hugsunar.“
Á öðrum blaðamannafundi neit-
aði Ingvar Carlson því að Svíar
færu eftir slíkri bannskrá, en hún
var upphaflega gerð að tilhlutan
Atlantshafsbandalagsríkjanna og
fara ijölmörg ríki utan vamar-
bandalagsins að henni.
Sovétmenn hafa lagt mesta
áherslu á efnahagsmál í viðræðum
sínum við sænsk stjómvöld, en
Svíar hafa frekar haft hugann við
tíðar ferðir ókunnra kafbáta við
BBOa
■BHHR
...og málið er leyst!
nsimANmm
landsteina Svíþjóðar. Almennt er
talið að kafbátarnir séu sovéskir
eða að minnsta kosti frá ríkjum
Varsjárbandalagsins. Carlson var-
aði sig þó á því að láta tal um
kafbáta ekki spilla viðræðum sínum
og Ryzhkovs, en stjórnarandstaðan
og sænsk dagblöð héldu uppi linnu-
lausum spumingum um hlut
Sovétmanna í þeim efnum og furð-
uðu sig á þögn Carlsons um málið.
Ryzhkov fékk sinn skammt a
spumingum þessum og forðaðist
hann að tjá sig frekar um málið
en Sovétmenn hafa gert fram að
þessu. „Þetta er fimmta eða tíunda
spurningin um kafbáta og ég held
að ég geti varla sagt neitt um
má[ið, sem ég hef ekki þegar sagt.“
Á blaðamannafundinum var
Ryzhkov spurður hvort nýt mat á
sögu Sovétríkjanna hefði varpað
einhvequ Ijósi á dularfull örlög
sænska stjómarerindrekans Raouls
Wallenbergs, en talið er að hann
hafí einn síns liðs bjargað um
20.000 gyðingum frá dauða í krafti
embættis síns við sænska sendiráð-
ið í Búdapest. Hann sást síðast í
janúar 1945 þegar hann var fluttur
á brott af sovéskum hermönnum.
Öllum að óvörum hrósaði Ryzh-
kov Wallenberg og starfí hans og
þótti mönnum heldur betur hafa
orðið umskipti í Kreml, en til þessa
hafa Sovétmenn sem minnst viljað
segja um málið. „Ég get ekki bætt
neinu við það sem við höfum áður
sagt, en ég vil koma því á fram-
færi að Sovétríkin, að því frátöldu
sem sagt var 1957, líta með já-
kvæðu hugarfari á mannúðarstörrf-
in, sem hann innti af hendi.“
þýska oasska^ íVJasKA
z:z::mKA
g mnntun i Slma 10004/21655/11109
uisian SVO 00 SVStkini nn Ia K
ellilífeyrisþeoar nn °5 hjÓn' ory^jar 0g
Þvf að vek>“™ ^ygn f
NANAUSTUM 15
«'rn«isKöti
Rotterdam:
Almenn-
ingssal-
erni rifin
Rofcterdam, Hollandi. Reufcer.
OLL 117 almenningssalerni Rott-
erdamborgar í Hollandi verða
rifin, áður en ferðamannavertíð-
in 1988 hefst, að því er talsmaður
borgaryfirvalda sagði í gær.
Talsmaðurinn sagði, að þetta
mundi spara borginni um 400.000
gyllini (um 7,3 millj. ísl. kr.) á ári,
Aðeins örfá gestasalerni, þar sem
greiða þarf fyrir aðgang, verða eft-
ir í borginni, þegar almenningssal-
emin verða úr sögunni.
„Við töldum, að spamaðurinn af
þessari ráðstöfun vægi þyngra en
óhagræðið," sagði talsmaðurinn.